Morgunblaðið - 26.07.1997, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
• •
Olvaður
unglingur
olli slysi
16 ÁRA stúlka slasaðist í bíl-
veltu á Þingvallavegi í Gríms-
nesi um klukkan 1 í fyrrinótt.
Bílnum ók 17 ára piltur, sem
játaði fyrir lögreglu að hafa
ekið ölvaður.
Unga fólkið var á ferð í
Honda-fólksbíl þegar hann
valt. Bíllinn var ökufær eftir
veltuna og ók pilturinn með
stúlkuna á sjúkrahúsið á Sel-
fossi. Starfsfólk þar gerði lög-
reglu viðvart um slysið og lét
flytja stúlkuna á sjúkrahús
Reykjavíkur. Þrátt fyrir eftir-
grennslan á sjúkrahúsinu tókst
Morgunblaðinu ekki að afla
upplýsinga um áverka hennar
og hvernig henni hefði reitt af.
Pilturinn var hins vegar
færður í fangageymslur og síð-
an í yfirheyrslur hjá lögregl-
unni á Selfossi. Þar játaði hann
að hafa ekið bílnum undir áhrif-
um áfengis. Hann var sviptur
ökuréttindum.
Sprengju-
hótun kost-
aði 606 þús-
und krónur
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær tvo menn, 34 ára
og 39 ára, sem fyrr á árinu
voru dæmdir í 3 og 4 ára fang-
elsi, fyrir stórfelldan fíkniefna-
innflutning, til þess að greiða
Flugleiðum 606 þúsund krónur
í skaðabætur fyrir kostnaði
sem fyrirtækið varð fyrir vegna
sprengjuhótunar sem mennim-
ir stóðu fyrir.
Annar þeirra hafði sofið yfir
sig og var að missa af flugvél
til Amsterdam og hringdi hinn
að áeggjan hans í Flugleiðir
og tilkynnti um sprengju um
borð í vélinni. Þetta leiddi til
þess að rúmlega 3 klst. tafir
urðu á brottför vélarinnar og
hafði fyrirtækið rúmlega 606
þús. kr. kostnað af málinu,
m.a. vegna þess að um 30
manns misstu af tengiflugi
vegna þessa.
Mennimir tveir hafa í sér-
stöku sakamáli einnig verið
dæmdir til refsingar vegna
símaatsins, auk fyrrgreindrar
fangelsisvistar fyrir um-
fangsmikinn fíkniefnainnflutn-
ing, en Flugleiðir höfðuðu einn-
ig sérstakt skaðabótamál gegn
þeim vegna fyrrgreinds kostn-
aðar.
Héraðsdómur tók þá kröfu
flugfélagsins til greina í gær
en áður höfðu um 700 þúsund
krónur sem fundist höfðu í fór-
um annars mannsins við hand-
töku verið kyrrsettar til trygg-
ingar kröfunni.
Ríkið endurgreiðir einstaklingum 6 milljarða um mánaðamótin
Fyrirtækin greiða meira
en áætlun gerði ráð fyrir
RÍKISSJÓÐUR fær 611 milljónum
meira í skatta frá fyrirtækjum í ár
en reiknað var með í forsendum
fjárlaga. Skattar einstaklinga eru
nokkurn veginn í samræmi við
áætlun nema hvað mun meira var
um að fólk nýtti sér skattaafslátt
vegna hlutafjárkaupa en reiknað
var með. Um næstu mánaðamót
greiðir ríkissjóður um 6 milljarða í
bamabætur, bamabótaauka, vaxta-
bætur og oftekinn tekjuskatt.
Nú liggja fyrir tölur um álagn-
ingu opinberra gjalda á einstaklinga
og fyrirtæki árið 1997 og munu
álagningarseðlar berast framtelj-
endum á næstu dögum. Í meginatr-
iðum er álagning skatta á einstak-
linga í samræmi við áætlun. Há-
tekjuskatturinn gefur ríkissjóði þó
heldur meira en reiknað var með
eða 457 milljónir í stað 412. Meg-
inástæðan er sú að greiðendum
fjölgaði um þriðjung milli ára. Um
3.200 einhleypingar og um 3.800
hjón greiða hátekjuskatt í ár.
Ríkissjóður þarf að greiða minna
í bamabótaauka en gert var ráð
fyrir og munar þar 207 milljónum.
Samtals greiðir ríkissjóður 4.588
milljónir í bamabætur og bamabóta-
auka í ár. Vaxtabætur í ár nema
3.458 milljónum. Tæplega 49 þús-
und heimili fá greiddar vaxtabætur
um næstu mánaðamót og er það
3,8% íjölgun milli ára. Meðalgreiðsla
á heimili er 71 þúsund krónur.
Á undanfömum árum hafa tekjur
af almennum eignaskatti lækkað
milli ára. í ár verður hins vegar
breyting á. Álagður eignaskattur
að frádregnum persónuafslætti er
1.622 milljónir í ár samanborið við
1.538 milljónir í fyrra.
Fleiri fá hlutabréfaafslátt
Nýting á hlutafjáralslætti 1991-97
Fjöldi skattgreiðenda
17.535
9.611
•279 6.102 6,417
7.077
\
ið við árið í fyrra og nam tæpum
einum milljarði.
Fjármagnstekjuskattur kemur að
fullu til framkvæmda á næsta ári
en í ár skilar hann 94 milljónum í
ríkissjóð vegna söluhagnaðar af
hlutabréfum.
Samtals greiðir ríkissjóður 2,8
milljarða í oftekinn tekjuskatt um
næstu mánaðamót. Stærstur hluti
upphæðarinnar er vegna hluta-
bréfakaupa einstaklinga, en einnig
kemur til kostnaður af bifreiða-
hlunnindum, dagpeningum o.fl.
Munur á tekjuskattsgreiðsluni
milli landshluta
1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997
Þeir sem nýta sér möguleika á
að lækka skatta sína með kaupum
á hlutabréfum hefur íjölgað ár frá
ári. í ár nýttu sér 17.535 einstak-
lingar skattaafslátt vegna hluta-
bréfakaupa, en árið áður voru þeir
9.541. Endurgreiðslan í ár nam
2.660 milljónum samanborið við
1.454 milljónir árið 1996. Batnandi
Nokkrar kennitölur úr álagningarskrám árið 1997'
Útkoma Áætlun Frávik
m.kr. m.kr. m.kr.
1. Álagðir skattar og bótagreiðslur til einstaklinga:
5% hátekjusk., fyrirframgreiðsla 457 412 45
Eignarsk. að frádregnum skattaafsl . 1.622 1.589 33
Sérstakur eignarsk. að frádr. skattaafsl 161 154 7
Framkvæmdasjóður aldraðra 506 496 10
Samtals . 2.746 2.651 95
Barnabótaauki . 1.878 2.085 207
Vaxtabætur . 3.458 3.466 8
Samtals . 5.336 5.551 215
Ógr. tekjuskattur vegna f. árs . 5.573 5.600 -27
Ofgr. staðgr. á f. ári, endurgr. 1. ágúst nk . 2.807 2.400 -407
Ógreitt umfram ofgreitt . 2.766 3.200 -434
Samtals, áhrif á tekjur rikissjóðs 176 300 -124
2. Álagðir skattar á fyrirtæki:
Tekjuskattur . 6.076 5.585 491
Eignarskattur . 1.622 1.522 100
Sérstakur eignarskattur 338 318 20
Samtals . 8.036 7.425 611
3. Einstaklingar og fyrirtæki alls (1.+2.) . 8.212 7.725 487
1 Miðað við frumálagningartölur, þ.e. áður en tekið er tillit til kæra og
endurúrskurða. Þessar fíárhæðir lækka alla iafna talsvert við kærumeð-
ferð, einkum þegar mikið er um áætlanir.
afkoma fyrirtækja og sívaxandi
hlutabréfaviðskipti endurspeglast í
mikilli aukningu á framtöldum arði,
en þær tekjur aukast um 25% milli
ára. Söluaukning hlutabréfa nær
þrefaldaðist á síðasta ári samanbor-
Álagning skatta á fyrirtæki end-
urspeglar batnandi afkomu þeirra.
Fyrirtækin greiða rúmlega 6 millj-
arða í tekjuskatt í ár, sem er tæpum
500 milljónum meira en reiknað var
með. Fyrirtækjum sem greiða
tekjuskatt fjölgaði um 11% milli
ára. Meðaltalsgreiðslur fyrirtækja
eru misháar milli landshluta. Þann-
ig greiddu fyrirtæki í Reykjavík og
á Norðurlandi vestra að meðaltali
1,6 milljónir í tekjuskatt, en fyrir-
tæki á Vestfjörðum, Vesturlandi og
Suðurlandi um 500 þúsund. Raunar
lækka tekjuskattsgreiðslur á Vest-
fjörðum milli ára, en aukast í
Reykjavík um 20%.
Fyrirtækjum sem geta nýtt sér
tap fyrri ára til frádráttar fjölgaði
milli ára þó að heildarfjárhæð þess
hefði lækkað um tæplega 6 millj-
arða. Talið er að heildaifyárhæð
yflrfæranlegs tap nemi nú um 70
milljörðum króna hjá rúmlega 4.700
fyrirtækjum. í lok síðasta árs sam-
þykkti Álþingi að rýmka heimildir
fyrirtækja til að nýta sér tap til
frádráttar. Þau mega nú nýta sér
tap átta ár aftur í tímann, en heim-
ildin náði áður til fimm ára.
Árið 1993 greiddu 3.317 fyrir-
tæki 3.934 milljónir í tekjuskatt,
en í ár greiða 4.650 fyrirtæki 6.076
milljónir í tekjuskatt. Á þessu tíma-
bili hefur tekjuskattur fyrirtækja
verið lækkaður úr 45% í 33%, fyrn-
ingareglur hafa verið rýmkaðar og
skattstofn breikkaður.
Landsvirkjun semur vid Lahmeyer
International og VSÓ Ráðgjöf
SAMÞYKKT var á stjómarfundi í
Landsvirkjun í gær að fela forstjóra
fyrirtækisins að ganga til samninga
Tvöföld ánægja
MEÐ KREMI Á MILLI
Mest selda kex á Íslandi
við fyrirtækin Lahmeyer Intemat-
ional GmbH og VSÓ Ráðgjöf ehf.
um eftirlit með framkvæmdum við
Sultartangavirkjun í kjölfar útboðs,
skv. upplýsingum Halldórs Jónat-
anssonar, forstjóra Landsvirkjunar.
Fyrirtækin tvö áttu sameiginlega
lægsta tilboðið í verkið og nam til-
boðsljárhæðin 372.546.641 kr., sem
er 77,2% af kostnaðaráætlun ráð-
gjafa Landsvirkjunar.
Kostnaðaráætlun ráðgjafa
Landsvirkjunar nam 482.873 þús.
kr. Auk tilboðs Lahmeyers Inter-
natiopnal og VSÓ Ráðgjafar bárust
þrjú tilboð í verkefnið. Sameigin-
legt tilboð Línuhönnunar hf., Fjar-
hitunar hf., VGK hf. og Rafteikni-
stofunnar hf. var 98,8% af kostn-
aðaráætlun. Tilboð frá Hönnun hf.,
Almennu verkfræðistofunni hf.,
Hnit hf. og Rafhönnun hf. var
115,8% miðað við áætlun og frá-
vikstilboð frá sömu aðilum var
84,7% af kostnaðaráætlun.
I greinargerð Landsvirkjunar um
mat tilboða kemur fram að Lah-
meyer Intemational býr að mikilli
reynslu við byggingu virkjana og
eftirlit með framkvæmdum. Lah-
meyer er dótturfyrirtæki Lahmey-
ers AG í Þýskalandi en það er ráð-
gjafarfyrirtæki um orkuöflun,
orkudreifingu, vatnsöflun og flutn-
ingsleiðir. Auk þess að hafa eftirlit
með byggingu virkjana hefur La-
hmeyer International hannað 15
vatnsorkuver á síðustu 15 árum
og 6 þeirra hafa verið byggð eða
eru í byggingu. Þá hefur Lahmeyer
haft eftirlit með gerð jarðganga
fyrir jámbrautir í Þýskalandi.
íslendingur stýrir verkefninu
fyrir hönd Lahmeyers
Gunnar Þór Guðmundsson verk-
fræðingur er fulltrúi Lahmeyers
International vegna þessa verkefn-
is hér á landi. Hann hefur starfað
hjá Lahmeyer í tæp sjö ár og er
verkefnastjóri hjá útibúi fyrirtækis-
ins í Berlín. Gunnar segir að um
sé að ræða stórt verkefni á íslensk-
an mælikvarða. „Mér skilst að þetta
sé stærsti ráðgjafarsamningur sem
gerður hefur verið í einum pakka
á íslandi. Þarna er um að ræða
framkvæmdastýringu og eftirlit
með framkvæmdum. Við emm full-
trúi verkkaupans, það er að segja
Landsvirkjunar, og ég geri ráð fyr-
ir að okkar vinna muni standa fram
á mitt ár árið 2000,“ segir hann.
Útboð Landsvirkjunar fór fram á
öllu evrópska efnahagssvæðinu og
þótti forráðamönnum verkefnið
áhugavert og var ákveðið að Gunn-
ar hefði stjórn þess með höndum
fyrir hönd Lahmeyers. „Það var
óskað eftir því að lykilmenn gætu
talað og ritað íslensku og Lahmey-
er-mönnum þótti þetta upplagt,“
segir hann.
VSÓ Ráðgjöf ehf. hefur starfað
um árabil og er með stærstu verk-
fræðistofum landsins. Hefur fyrir-
tækið starfað við hönnun, eftirlit
og rekstrarráðgjöf á víðu sviði.
Lahmeyer International verður
ábyrgðaraðili í samstarfinu við
VSÓ Ráðgjöf.
Lægsta tilboð í eftirlit með framkvæmdum við Sultartanga vir kj un um 372 millj. kr. I