Morgunblaðið - 26.07.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.07.1997, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Heræfingar undirbúa jarðveg fyrir stríðsátök FRIÐARSAMSTARF NATÓ stendur fyrir björgunaræfíngu dag- anna 25.-27. júlí á suðvesturhorni landsins. Tilgangur æfingarinnar er sagður sá að undirbúa björgunar- sveitir undir yfirvofandi Suður- landsskjálfta. í beinu framhaldi af t þessum „björgunaræfingum" hefst I Norður-Víkmgur, 3.500 manna her- æfing NATÓ. Tilgangur björgunar- ’ æfingarinnar er sá að fá fólk til að taka heræfinguna sem sjálfsagð- an hlut. Meðan á heræfingunni stendur framkvæma hermennirnir ýmis við- vik fyrir íslensk stjómvöld og björg- unarsveitir, t.d. að flytja neyðar- skýli og fjarlægja flugvélabrak. Tilgangur heræfingarinnar er margþættur. Fyrst og fremst er verið að fá okkur til að samþykkja svona uppákomur. Það er verið að búa okkur undir að hugsanlega komi til frekari átaka í Evrópu á næstunni. Nú þegar eru 60 þúsund NATÓ-hermenn í _ Júgóslavíu og hermenn úr NATÓ-löndum eru í Albaníu. Undirbúningur fyrir átök fer einnig fram á öðrum vígstöðvum. Forseti Bandaríkjanna, William Clinton, talaði um daginn við út- skrift úr West Point-herskólanum í Bandaríkunum, þar sem hann benti foringjaefnum á að þeir kynnu að þurfa að legga líf sitt í hættu fyrir nýja meðlimi NATÓ í náinni fram- tíð. Nú hefur vilji Bandaríkjanna náð fram að ganga innan NATÓ. Stór hluti ráðastéttar Bandaríkjanna vill ekki bíða lengur og sjá hvernig hlut- ir þróast í Evrópu, heldur keyra harða línu sem líklegust er til að veikja Rússa. Ríkisstjórnir íslands, Bretlands og fleiri landa studdu allt sem Bandaríkin lögðu til á ný- legum NATÓ-fundi. Pólland, Ung- veijaland og Tékkland voru þau lönd sem fengu inngöngu í NATÓ en ástandið í þessum löndum er talið vera fremur „stöðugt“ og veik- ir ekki bandalagið óþarflega. Þessi lönd þurfa nú að endurskipuleggja heri sína og gera vopnabúrið nú- tímalegt og hvernig ættu þau að geta gert það nema undir „leið- ÍSLENSKT MÁL SIGURSTEINN Hersveins- son, okkur að góðu kunnur, skrifar mér, og fer fyrri hluti bréfs hans hér á eftir. í síðari hlutanum er fjallað um orðið dínamískur, og er það til nánari athugunar: „Kæri Gísli. Enn og aftur vil ég þakka fróðlega og skemmtilega þætti þína „íslenskt mál“. Oft les ég í samnefndri bók mér til upp- byggingar og skemmtunar. Eg minntist á við þig orðið rekagátt þegar ég var staddur á Akur- eyri í síðustu viku. Ég sagði þá að ég hefði heyrt þetta orð fyrst fyrir skömmu og menn að vestan (frá Vestfjörðum) könnuðust við orðið í merkingunni að vera með nefið ofaní því á heimilum sem aðkomumanni kæmi ekki við. Það væri sagt: „Þessi eða hinn væri með bölvaða rekagátt.“ . Nú hefi ég spurt nokkra fleiri og það kemur í Ijós að bæði fólk af Suðurnesjum og úr Árnes- sýslu hefur notað þetta orð en eingöngu í nefndri merkingu (margir kannast þó ekki við orð- ið). Eg hefi aðeins spurt menn sem eru eldri en ég (f. ’28) og þeir segjast hafa heyrt það hjá foreldrum sínum. Ég hafði flett upp í Orðsifjabók Á.B.M. og Orðabók Menningarsjóðs frá 1963 og séð þar aðra merkingu en þá sem sá, er fyrst sagði þetta orð í mín eyru, þekkti. Nú i dag sé ég í útgáfu O.M. frá ’92 að merkingin er skýrð m.a. sem afskiptasöm manneskja. í síðasta þætti þínum nefnir þú að þjóðsögur geti spunnist um menn í lifanda lífi. Víst er að margar slíkar sögur urðu til um séra Bjarna Jónsson, dóm- kirkjuprest. Hann átt sinn þátt í því sjálfur að svo varð. Eitt sinn spurði ég hann hvort hann hygðist ekki segja eða skrifa æviþætti sína til þess að ekki yrðu aðeins til þjóðsögur um hann. Hann sagðist ekki mundi skrifa, lét sem svo að hann hefði ekkert á móti þjóðsögum um sig. - Frægt er að hann sagði frá atburðum þegar hann heim- sótti páfann í Róm. Bjarni sagði að þeir, páfinn og hann, hafi staðið hlið við hlið á hinum frægu svölum í Páfagarði og fólkið hafi verið að spyijast á um það hver það væri sem þarna stæði við hliðina á séra Bjarna. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 911. þáttur Sigurkarl Stefánsson gerði svo- hljóðandi vísu eftir að hann heyrði söguna: í Páfagarði þau undur urðu að enginn vissi en margir spurðu: „Hver er ’ann þessi herra þama við hliðina á ’onum séra Bjarna?““ ★ Elsta dæmi, sem ég fékk hjá Orðabók Háskólans var úr bréfa- bók Brynjólfs biskups Sveinsson- ar, þar virðist rekagátt merkja erindrekstur, rekistefna eða af- skiptasemi. Þá er í Alþingistíð- indum frá 1877 endursögð ræða Sighvats Árnasonar, þingmanns Rangæinga, svohljóðandi: „Það gæti að vísu valdið nokkurri fyr- irhöfn og rekagátt, ef margir ábúendur krefðust breytingar eða nýs mats.“ En svo hefur orð- ið rekagátt fengið merkinguna slettireka, maður sem er að skipta sér af því sem honum kemur ekki við. Orðið mun hvað helst vera þekkt á Vestfjörðum, en þó eru til miklir Vestfirðingar sem ekki kannast við það. ★ Hlymrekur handan kvað: Jón boxari sló engin blindhögg og var boðlegur jafnvel við myndhögg, en var aldrei svo galinn né á geðinu kalinn að hann gerði út frá borginni Windhoek. ★ Maður, sem bað mig að flíka ekki nafni sínu, spurði hvort hann mætti ekki leggja fyrir mig fáeinar spurningar. Auðvit- að var það sjálfsagt, og þó að ég vilji heldur bréf undir nafni, virði ég óskir um nafnleynd. En svör við nafnlausum bréfum birti ég ekki. Nú, nú. Þá koma spurn- ingarnar: 1) Af hveiju má ekki skrifa „hæðstur" og „stæðstur“, eins og ég heyri ýmsa segja? Og svo er lamið inn í mann að fyrra orðið eigi að vera r-laust, en hitt ekki. Svar: Lýsingarorð mynda há- stig af kvenkyni eintölu. í þess- um dæmum af hár, sem er í kvenkyni há, og stór sem er óbreytt í kvenkyni. Þarna er ekkert ð til að hafa með í hástig- inu. En hæstur er r-laust af því að kvenkynið er r-laust. Konan er há. 2) Af hveiju mega menn ekki segja: Það var lamið mig? Svar: Menn mega kannski segja þetta, en þetta er ekki rétt mynduð þolmynd. Þarna hef „ég“ verið þolandi verknaðarins að slá, og þá er rétt (ef sögnin stýrir þolfalli) að hafa þolandann í nefnifalli: Ég var laminn. En skiljanlegt er að einhveijum þyki skrýtið að þolandinn standi ekki í þolfalli, eða „rægilegu“ falli, eins og það hét í fornu máli (lat. accusativus). 3) Af hveiju má ekki segja: Ég ætla í partý hjá Jón Þóri í kvöld? Svar: Maðurinn heitir vænt- anlega tveimur nöfnum, eftir því sem spyijandi skrifar: Jón Þór, ekki einu nafni Jónþór sem er til. Þá skal beygja hvort nafnið fyrir sig. Þágufall af Jón er Jóni, af Þór er það Þór (hins vegar er þgf. af Þórir, frá Þóri). Maðurinn ætti því að spyija hvers vegna hann mætti ekki vera hjá Jóni Þór. ★ „En það segi ég ykkur fyrir- fram, sagði hann [Jón Marteins- son] að ef þið mænið ekki uppá mig einsog barðir hundar meðan þið eruð að drekka ölið sem ég ætla að útvega ykkur, þá læt ég taka það frá ykkur aftur. Hann fór með þá í eldhús til kvensviftar einnar og lét þá setj- ast í bekk. Skeinktu þessum bóndaköll- um legið öl í vondri kollu og brennivín í tinstaupi; en mér ferskt Rauðstokksöl í smeltri steinkrús, helst með silfurloki og klámsproki utaná eftir Luth- erum; og brennivín í silfur- staupi.“ (Halldór Laxness: Eldur í Kaupinhafn.) Auk þess er hér svar við spumingu: Að taka eitthvað óstinnt upp (fyrir einhverjum) merkir að taka því illa, jafnvel reiðast því. Sjá nánar Merg málsins eftir Jón G. Friðjónsson. Og efni eru til þess að rifja upp beygingu orðsins áss= átrúnaðargoð, andi: ás(s), um ás, frá æsi, til ásar, eða áss; flt. æsir, um æsi eða ásu, frá ásum, til ása. Og enn: Stefanía Valgeirs- dóttir fær stig fyrir „fjórðung í tólf“ (kvöld 16. júlí), og hún og fleiri þulir Ríkisútvarpsins eiga hrós skilið fyrir góðan lest- ur undanfarið. Jón Sigurður Jóhann Thoroddsen Haraldsson sögn“ og forystu Bandaríkjanna. Islenska ríkisstjórnin vildi upp- haflega að Eystrasaltsríkjunum væri hleypt inn í NATÓ. Líkt og Svíþjóð eru þeir að styðja uppbygg: ingu eigin athafnasvæðis þarna. I Eystrasaltsríkjunum er launakostn- aður 10% af því sem er í Svíþjóð og miklu minni en hér. Við vitum ekki hvað íslenskar fjárfestingar eru miklar þarna, en 31% af fjár- festingum sem hafa verið gerðar í Eistlandi em í eigu sænsku ráða- stéttarinnar. Það eru atriði af þessu tagi sem skipta máli þegar litið er á hernaðaruppbygginguna í dag. Kapítalisminn er í kreppu og vantar nýjar gróðaleiðir og mark- aði. Ráðastéttirnar græða ekki nóg. Þær þurfa nýja markaði og nýtt yfirráðasvæði og hlýðnara fólk. Þær þurfa líka að bijóta Rússland undir kapitalisma. Búist var við að þegar Sovétrík- in fyrrverandi féllu yrðu þau þessi markaður og að leiðin yrði greið. Það gekk ekki eftir. Rússneskir verkamenn voru ekki vanir að borga fyrir háa húsaleigu, heilsu- gæslu og uppsprengt verð á mat. Verkamenn í Rússlandi hafa barist gegn skerðingu réttinda sinna, sem þrátt fyrir allt voru umtalsverð. Kapítalismi hefur ekki verið endur- reistur þar. Fjármagnseigendur hafa til dæmis aðeins þorað að fjár- festa um 8 milljarða dala í Rúss- landi sem er ekki mikið, en sem dæmi má nefna að Banda- ríkin buðu Kúbu 20 milljarða dala ef Castró yrði ekki leng- ur forseti. Svipað hefur gerst í öðrum fyrrverandi austantjaldsríkjum. Albanía, sem oft var lýst sem kraftaverki kapítalismans, hefur iogað í átökum. Fólk gerði uppreisn gegn „umbótum“ Berisha forseta. Vonast var til að uppreisnarmenn drægju sig í hlé eftir kosningar en það gerðist ekki. Nú vilja Bandaríkjamenn senda liðs- sveitir NATÓ til Albaníu og bæla uppreisnina með valdi. Madeleine Albright, utanríksráðherra Banda- ríkjanna, lýst því yfir í Grikklandi Heræfingarnar, segja Jón Thoroddsen og Sigurður Jóhann Har- aldsson, eru þáttur í botnlausri gróðahyggju kapitalistanna. að hermenn NATÓ myndu „að- stoða“ við að koma á fót albönskum stjórnarher. Sá her verður notaður til að bæla íbúana niður, fyrrver- andi stjórnarher Albaníu hrundi þegar uppreisnin fór af stað enda höfðu hermenn ekki fengið borguð laun í marga mánuði. í sömu ferð fór Albright um Júgóslavíu og gagnrýndi stjórnvöld þar fyrir einræðistilburði. Þessi gagnrýni er hluti af áróðursherferð fyrir áframhaldandi veru NATÓ í Júgóslavíu. Nú hefur NATÓ þegar byijað að skjóta meinta stríðs- glæpamenn á færi í Júgóslavíu til þess að koma á pólitískum og efna- Sjálfstæðismenn tefja framkvæmdir við Gullinbrú EIN AF þeim vega- framkvæmdum sem eru hvað brýnastar á höfuðborgarsvæðinu er úrbætur á aksturs- leiðinni til og frá Graf- arvogi um Gullinbrú. Þeir sem eiga leið þar um á annatimum þekkja það afleita ástand sem þar mynd- ast í umferðinni. Er löngu ljóst að úrbætur í gatnamálum á þessari leið eru mjög brýnar og hafði borgarstjóri ákveðið að bregðast skjótt við í þessu máli. í vegaáætlun til næstu fjögurra ára, sem unnið var með í vetur á Al- þingi, var gert ráð fyrir að aðalfjár- veiting vegna breikkunar Gullinbrú- BILSKURSHURÐIR ar og úrbóta á gatna mótum norðan Grafar vogs kæmi til greiðsh árið 1998. Borgaryfir völd hugðust hefjas handa fyrr, með því a< lána til verksins 4! milljónir þar til greiðsl an af vegaáætlui kæmi til. Það er al gengt að sveitarfélöj láni til slíkra verka sem eru aðkallandi, ti að flýta þeim. Ótrúleg vinnubrögf ráðherra Ásta R. Jóhannesdóttir [□ijni L-v i|. 1 DÖOO oo □!!□! ISVaM-ÖOKGA shf UÖr OAI3AKKA 9. 11;’ Rl YKJAVIK . SIMI ‘J>8/ R/50 - I AX 08/ 8/01 I þinglok í vor geris það síðan að sam gönguráðherra mæti með nýja vegaáætlun til tveggj: ára. Það gagnrýndum við jafnaðar menn í samgöngunefnd harðlegi og töldum áhöld um að það stæðis lög. Engar raunverulegar skýringa gaf hann á þessu háttalagi. Það var þó mál manna að ástæð an fyrir þessu væri sú að stjórnarlið ar gætu ekki komið sér saman un vegaáætlunina, of margir lands- byggðar-hagsmunapotarar væri komnir í málið og samgönguráð- herra réði ekki við að sætta sím menn, svo tveggja ára áætlun var< þrautalendingin. Við það koms Gullinbrú ekki inn á vegaáætlui sjálfstæðisráðherrans. Það er ekki óeðlilegt að sú spurn ing vakni, hvort það geti verið ai samgönguráðherra sé með þessu ; svo lúalegan hátt að reyna að kom;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.