Morgunblaðið - 26.07.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.07.1997, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ HALFDAN HELGASON OG LARA SKÚLADÓTTIR NORÐDAHL Framhaldsnám stundaði hann í Kaupmannahöfn og við Marberghá- skóla 1921-1922. Eftir það kom hann heim og gerðist næsta skeiðið kennari við Menntaskólann og Verslunarskóla íslands og einnig kenndi hann við kvöldskóla KFUM 1922-1924. Séra Sigurður Stefáns- son, vígslubiskup var nemandi hans og segir: „Að vísu var kennslugrein- in, kristinfræði, ekki jafn dáð af öllum og ungi guðfræðingurinn stillti þá líka í hóf kröfum sínum og lærdómi. En tímar hans iðuðu af Qöri og glaðværð, þó að viðfangs- efnið væri alvarlegt." Séra Hálfdan var skipaður sókn- arprestur í Mosfellsprestakalli 19. ágúst 1927. Aukaþjónustu í Þing- vallasókn gegndi hann frá 1. júlí 1928 og prófastur í Kjalamespróf- astdæmi var hann frá 1. janúar 1941. Þessum embættum gegndi hann til dauðadags. Honum voru og falin fjölmörg trúnaðarstörf fyr- ir stétt sína og samtíð. Hann sat í stjóm Prestafélags íslands og Pre- stafélags Suðurlands. Þá var hann skipaður í Bamaheimilisnefnd Þjóð- kirkjunnar og Skálholtsnefnd og sótti ýmsa fundi erlendis á vegum kirkjunnar. í stjóm Sparisjóðs Mjólkurfélags Reykjavíkur og end- urskoðandi félagsins um árabil. Eftir séra Hálfdan liggja nokkur rit, m.a. hugvekjur og greinar í blöðum og tímaritum. Hann tók mikinn þátt í skólamálum sveitar Starfa, því nóttin nálgast, nota vel æviskeið, ekki þú veist, nær endar ævi þinnar leið. Dr. Jón Helgason, biskup, mælir rétt og víst þykir mér, að son- ur hans hafi snemma haft þessi orð í huga og líf hans borið þess vott. Það er mér mjög hugstætt, er ég minn- ist þess að öld er liðin frá fæðingu vinar míns og velgjörðarmanns, séra Hálfdans Helga- sonar, sóknarprests á Mosfelli og prófasts í Kjalamesprófastdæmi. Hann var í heiminn borinn 23. júlí 1897 í Reykjavík. Móðir hans var Martha María. Hún fæddist í Danmörku 5. apríl 1868 og var dóttir séra Hans Henrik Lichts, sóknarprests í Homeprestakalli á Suður-Fjóni og konu hans Annanie Lichts. Faðir séra Hálfdans var dr. Jón Helgason biskup íslands 1917- 1938. Hann fæddist í Görðum 21. júní 1866. Foreldrar hans vora Þór- hildur Tómasdóttir og séra Helgi Hálfdanarson, lektor og sálma- skáld. í ættum séra Hálfdans er að finna bæði gáfu- og dugnaðar- fólk, sem komið hefur við sögu í löndunum báðum, Danmörku og íslandi. Sjálfsagt má finna þau ættareinkenni í lífi séra Hálfdans, þótt ekki verði rakin hér. Læt ég nægja að vitna til orða, er vinur hans og starfsbróðir, séra Garðar Svavarsson, ritaði í eftirmælum: „Hann hafði frá þjóðkunnum for- feðram hlotið í arf þá innri menn- ingu, sem ekki varð gengið fram- hjá, þann kirkjulega skilning og festu, sem grandvölluð var á sögu og reynslu aldanna." Séra Hálfdan ólst upp á menn- ingarheimili foreldra sinna í Reykja- vík. Þar lauk hann stúdentsprófi frá Menntaskólanum vorið 1917 og síð- an guðfræðiprófi frá Háskóla ís- lands 14. febrúar 1921. Reyndist hann samviskusamur námsmaður. sinnar og var lengi formaður skóla- nefndar. Hann var frumkvöðull að unglingakennslu og kenndi við Brú- arlandsskóla allt til dauðadags. Prófdómari var hann lengi. Reykja- lundur var séra Hálfdani afar kær. Hann valdi staðnum nafnið og vígði. Studdi hann starfið að Reykjalundi æ dyggilega. Á Reykjalundi var árið 1949 tekin upp kennsla í bók- greinum iðnfræðslunnar og þar kenndi séra Hálfdan frá upphafi. Oddur Ólafsson, yfirlæknir minnist hans fagurlega og reit: „Hann hef- ur verið sannur vinur og leiðtogi okkar hér að Reykjalundi." Starfsferill séra Hálfdans var í heild margbrotinn og víðfeðma og fór sívaxandi, en um leið óx hann sjálfur í og af verkum sínum. Hann hafði vanist bæjarlífi, en samdi sig fljótt að háttum sveitunga sinna og ávann sér vinsældir með glaðhlýju viðmóti og góðvild í allra garð. Það sem einkenndi störf hans öll var einstök samviskusemi _ og festa í öllum framkvæmdum. Á námsárum mínum starfaði ég með honum við kennslu- og prófdómarastörf. Þær minningar era mér dýrmætar. Hann var gæddur græskulausri kímnig- áfu og gamanyrði hans og frásagn- arfiör veittu margar gleðistundir. Hann var og þekktur fyrir snallar tækifærisræður, sem urðu mörgum minnisstæðar. Eg man, að hann sagðist ávallt skilja við bíl sinn svo að aka mætti honum í þá átt, er fara skyldi næst. Það virðist mér glöggt dæmi um viðhorf hans al- mennt. Leið hans lá í þá átt, sem verkefnin biðu. Áhugi hans og vinnugleði vora alveg einstök. Séra Hálfdan var farsæll maður í störfum sínum og ávann sér traust og virðingu í hvívetna. Enginn nýt- ur þó í öllu farsældar eða ham- ingju, nema sér eigi athvarf heimil- is og fjölskyldu. 7. júní 1929 kænt- ist sr. Hálfdan Lára Skúladóttur Norðdahl. Séra Garðar Þorsteinsson prófastur minnist þeirra hjóna og ritar: „Það leyndi sér ekki, að á þessu bjarta heimili var eins og einn hugur og ein hönd væri að verki bæði í þeim störfum, sem helguð vora heimili og bömum, en ekki síður í þeim störfum, sem helguð vora söfnuði og kirkju." Lára var dóttir hjónanna Guðbjargar Guð- mundsdóttur frá Miðdal í Mosfells- sveit og Skúla Guðmundssonar Norðdahl bónda og brúarsmiðs á Úlfarsfelli í sömu sveit. Hver var svo konan sem studdi svo vel við bak síns farsæla eiginmanns? Og auðvelt er svarið, þegar um er að ræða starfsdag hins ástsæla og mikilsvirka prófasts að Mosfelli. Væna konu, hver hlýtur hana? Hún er meira virði en perlur. Prófastur- inn á Mosfelli gat af heilum hug svarað þessari spurningu í helgu orði, og það var eitt mesta þakkar- efni hans í lífinu að hafa sjálfur fengið að sannreyna sannleika þeirra orða sem á eftir fara. Lára var af hjarta ljúf kona, sem gerði öllum jafnt undir höfði. Mismunun á samferðafólki var ekki til. Lára var fríð kona, félagslynd og hagyrð- ingur góður, svo af bar og glöð í viðmóti. Hún var gjarnan allra, þar sem hún átti afar auðvelt með að umgangast fólk, hvar í flokki sem það stóð. Það kom sér einnig vel, þar sem heimili hennar og manns hennar var ætíð mannmargt og mikið um gestakomur. Mörg prest- verk sr. Hálfdans vora unnin á heimili þeirra hjóna, eins og títt var á þeim tímum og þeim fylgdu mikl- ar gestakomur með tilheyrandi framiagi húsmóðurinnar á heimil- inu. Lítil en ljúf saga fylgdi Mos- felli lengi, þegar einn ungur dvalar- gestur, bróðursonur sr. Hálfdans spurði einu sinni: „Lára, er þetta hótel?“ Hann var ekki vanur slíkri umferð á heimili. Lára tók að sér mörg fósturböm, til lengri eða skemmri tíma. Flest börn fjölskyld- unnar í báðar ættir fengu að koma og dvelja að Mosfelli. Lára var móðir allra. Félagslyndi hennar var mikið og mikill skörangur var hún í félagslífi sveitar sinnar. Hún var gjaman leiðandi ljós og hinn ör- vandi kraftur. Fyrst sem ung stúlka í ungmennafélaginu Aftureldingu og síðar gekk hún í kvenfélag Lága- fellssóknar og starfaði þar af mikl- um krafti á meðan á búsetu hennar stóð í Mosfellssveit. Hún var ritari félagsins í 18 ár eða þar til örlögin gerðu henni skylt að flytja af félags- t Þökkum innilega sýnda hluttekningu og hlý- hug vegna fráfalls móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, ÁSTU HALLDÓRSDÓTTUR snyrtifræðings. Edda Óskarsdóttir, Eva Óskarsdóttir, Stefán Jónsson og fjölskyldur þeirra. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, fósturföður, afa og langafa, JENS GUÐMUNDSSONAR frá Lónseyri f Kaldalóni, Kirkjubæ, ísafirði. Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunarfólks og starfsfólks á Fjórðungs- sjúkrahúsi ísafjarðar fyrir einstaklega góða umönnun og hlýhug í hans og okkar garð. Guðmunda Sigrfður Jensdóttir, Friðbjðrt Jensdóttir, Guðmundur H. Jensson, Freymóður Jensson, Pálfna J. Jensdóttir, Margrét B. Jensdóttir, Ingi Guðnason, Halldóra Magnúsdóttir, Sigvarður Halldórsson, barnabörn Helgadóttir, Valur Pétursson, Þórir Kjartansson, Kristfn Gfsladóttir, Inga Jóna Björgvinsdóttir, Þorbjöm Jóhannesson, Kristinn Ebenesersson, Guðrfður Elíasdóttir, og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, sonar, tengda- sonar og bróður, ÁGÚSTS KARLS GUÐMUNDSSONAR, Leynisbraut 6, Grindavfk. Þórdís Gunnarsdóttir, Kristín Karlsdóttir, Bára Karlsdóttir, Jenný Lovísa Árnadóttir, Guðmundur ívarsson, Guðfinna Óskarsdóttir, Gunnar Páll Guðjónsson, Þórdfs Þorbergsdóttir og systkini. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, GUÐBJÖRNS HERBERTS GUÐMUNDSSONAR, Kirkjuvegi 11, Keflavfk. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sjúkrahúsi Suðurnesja. Róbert Þór Guðbjörnsson, Guðbjörg Irmý Jónsdóttir, Björn Herbert Guðbjörnsson, Ingunn Ósk Ingvarsdóttir, Guðmundur Bjarni Guðbjörnsson, Guðveig Sigurðardóttir, Guðný S. Guðbjörnsdóttir, Gfsli Pálsson, Gunnar Guðbjörnsson, Hjördfs Guðbjörnsdóttir, Karl Grönvold, barnabörn og barnabarnabörn. svæðinu. Lára andaðist í Reykjavík 14. október 1970. Böm þeirra hjóna eru Árni Reynir sem er kjörsonur þeirra og elstur, svo Jón Helgi og yngst er dóttirin Marta María. Séra Hálfdan var framúrskarandi reglu- fastur prestur og prófastur. Hann húsvitjaði heimilin skipulega og heimsótti söfnuði prófastsdæmisins • samkvæmt lögum. Hann var afar nákvæmur um öll reikningsskil og skýrslugerð og gerði miklar kröfur bæði til sín og annarra. Að eðlis- fari var hann góður kennari og það einkenndi líka prédikanir hans. Hið miðlæga í öllum boðskap hans var trú á Drottin Jesú Krist. Ég minn- ist ummæla hans um prédikun, sem hann hafði heyrt. Ræðan var vel byggð og skörulega flutt, en eitt vantaði. Ræðumaður nefndi aldrei nafn Krists í máli sínu. Bjami Ás- geirsson, fv. ráðherra, sagði um ræður séra Hálfdans: „Mestur var hann á hinum stóru stundum í lífi sóknarbarna sinna, er dauðinn hafði borið að dyrum hjá þeim og svift þau ástvinum þeirra. Margar ræður hans við þau tækifæri vora með því fegursta og tilkomumesta, er ég minnist að hafa heyrt kennimenn kirkjunnar flytja." Séra Hálfdan var virðulegur á velli, beinn og snarlegur í fram- göngu og viðmótið hlýtt og vin- gjamlegt. Minning hans er heiðrík og björt. Trúlega sameinar vinur hans best, sem við munum um séra Hálfdan, er hann ritar: „Við komur sínar hingað var hann góður, en við brottförina var hann betri og þetta kom af því, að hann var hinn góði hirðir, sem ræddi starf sitt með trú og dyggð.“ Brottför hans hin síðasta varð með skjótum hætti: Að morgni, 8. apríl 1954, hafði hann farið ásamt eiginkonu sinni, syni, tengdadóttur og tveimur systram austur að Selfossi. Á heim- leið um Hellisheiði fékk hann hjartaslag og var brátt allur aðeins fimmtíu og sex ára gamall. Öllum varð það harmafregn. Ég var þá ungur prestur í Vesturheimi. Hafði ég skrifað honum bréf og tilkynnt honum, að í ráði væri að bjóða þeim hjónum vestur um haf. Svarbréf hans er dagsett 29. mars 1954. Það er mér nú mjög dýrmætt. Þar bregður hann á leik og segir mér fréttir af miklu fjöri og lýkur upp huga sínum um margt, er með hon- um bjó. Þar birtast mér innileg hvatningarorð hans og blessuna- róskir og að baki er að finna ást hans og umhyggju um boðun krist- innar trúar og heill kirkjunnar en um leið raunsæja skoðun hans á þeim hættum og aðstöðu, sem valda meinum og erfiðleikum. Hann ritar: „Það veit enginn og skilja heldur ekki allir, hve dapur hugurinn var oft í gamla daga, þegar maður var búinn að ríða til kirkjunnar og horft þaðan aftur, án þess að hafa fengið tækifæri til að boða fagnaparerindið, sem skyld- an bauð ... Ég ákvað að bíða ekki eftir messufólki en fara stundvís- lega fyrir altarið, hvort sem nokkur væri kominn eða ekki... Ég skil vel þá presta, sem hafa gefist upp, kólnað andlega og sætt sig við öll messuföllin.“ Það er sársauki í þess- um orðum, sem á rætur í hjarta manns, er var gæddur ríkri samúð og skilningi á högum þeirra er við mótlæti þurftu að stríða. En síðan rís hugur hans og með gleðiblæ skrifar hann: „Ég hef gert skyldu mína.“ Skyldan var honum ekki kvöð heldur köllun. Hann var knú- inn kærleika Krsts og baráttan var fyrir drottin sigurvís. Það ber hæst, er ég minnist þessa skyldurækna vinar. Hann nýtti vel sitt æviskeið. Öld er liðin. Það fennir fljótt í sporin og þeim fækkar, sem muna séra Hálfdan og frú Lára persónu- lega. Þau skilja þó eftir sig mikinn arf niðjum og samtíð. Samhengi sögunnar er fólgið í því að arfur geymist og beri ávöxt. Það verður hvert sinn er menn gera skyldu sína í þágu þess sem er fagurt og gott. það gerðu séra Hálfdan Helgason og frú Lára Skúladóttir. Guð gefi kirkju Krists og íslenskri þjóð marga þeim líka. Séra Bragi Friðriksson. í •1 í i i i ( I < i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.