Morgunblaðið - 26.07.1997, Page 17

Morgunblaðið - 26.07.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 17 Handsal hf. í samstarf við Swiss Bank Corporation Stofnar dóttur- fyrirtæki í Sviss VERÐBRÉFAFYRIRTÆKIÐ Handsal hf. hefur stofnað dóttur- fyrirtæki í Sviss, Handsal Asset Management. Hlutverk þess er að bjóða fjárfestum, stofnanafjárfest- um og einstaklingum, nýja og hag- kvæma fjárfestingarmöguleika í erlendum verðbréfum. Hið nýja félag hefur gert sam- komulag við Swiss Bank Corporati- on (SBC) um vörslu verðbréfa og kaup og sölu verðbréfa. Þorsteinn Ólafs, framkvæmdastjóri Handsals, segir að með samstarfinu gefist ís- lenskum fjárfestum kostur á að fjárfesta í öllum tegundum verð- bréfa um allan heim með ódýrum og auðveldum hætti. „SBC verður vörsluaðili bréfanna en hann er einn af stærstu og traustustu bönkum Evrópu. í vörslu hans eru um 3.500 milljarðar króna í verðbréfasjóðum. Sjóðir SBC hafa hlotið mörg verð- laun fyrir frammistöðu sína undan- farin ár. M.a. hefur óháða matsfyr- irtækið Micropal London veitt sjóð- um SBC viðurkenninguna „Besta safn verðbréfasjóða" síðastliðin þrjú ár. Lánshæfi bankans er að mati matsfyrirtækisins Standard & Po- or’s AA+, sem er hærri lánshæfis- einkunn en íslenska ríkið nýtur.“ Markmið hins nýja fyrirtækis er að bjóða fjárfestum örugga og sam- keppnishæfa þjónustu í samstarfi við SBC. Þorsteinn segir að með þessu opnist íslenskum fjárfestum möguleiki á að fjárfesta í öllum helstu tegundum verðbréfa um all- an heim með ódýrum og auðveldum hætti. „Handsal Asset Management verður með beintengingu við SBC og geta viðskiptavinir því fengið örar upplýsingar um stöðu og hreyf- ingar og keypt og selt verðbréf um allan heim.“ Margir fjárfestingarkostir Dótturfyrirtæki Handsals í Sviss hefur tekið að sér umboðssölu fyrir verðbréfasjóði SBC. Sjóðimir eru Morgunblaðið/Kristinn MIKILL áhugi var á hlutabréfum í Samvinnuferðum-Landsýn og voru fyrstu kaupendurnir mættir fyrir utan skrifstofu Fjár- vangs um sjöleytið í gærmorgun, tveimur tímum áður en al- menn sala hófst. Mikil spum eftir hlutabréfum í Samvinnuferðum-Landsýn Öll bréfin seldust upp á hálftíma ÖLL hlutabréfin í Samvinnu- ferðum-Landsýn sem boðin voru til sölu í almennri sölu í gær seldust upp. Um var að ræða eitt hundrað hluti, hver að markaðsvirði 130 þúsund krón- ur, en sölugengi bréfanna var 3,40. Röð klukkan sjö Valdimar Svavarsson, for- stöðumaður fyrirtækjasviðs Fjárvangs, segir að mikill áhugi hafi verið fyrir bréfunum og voru fyrstu kaupendurnir komnir í röð fyrir utan skrif- stofu Fjárvangs, umsjónaraðila útboðsins, rúmlega sjö í gær- morgun en sala hófst klukkan níu og hálftíma síðar voru bréf- in öil seld. Samvinnuferðir-Landsýn buðu út nýtt hlutafé að nafn- virði 36,4 milijónir króna og var tilgangur útboðsins sá að fjölga hluthöfum til þess að uppfylla skilyrði um skráningu á Verð- bréfaþingi íslands og efla fjár- hag fyrirtækisins í ljósi vaxandi umsvifa. Stefnt á Verðbréfa- þing í ágúst Bréfin seldust öll á forkaups- réttartímabilinu sem lauk síð- astliðinn þriðjudag og til þess að ferðaskrifstofan gæti upp- fyllt skilyrði um skráningu á Verðbréfaþingi íslands ákváðu nokkrir af stærstu hluthöfunum að sejja hluta af bréfum sínum í almennri sölu og freista þess að fjölga þannig hluthöfum í fyrirtækinu en meðal skilyrða fyrir skráningu er að hluthaf- arnir séu að lágmarki 200 tals- ins. Eftir söluna í gær eru hlut- hafar uin 270 og segir Valdimar að vænta megi skráningar á Verðbréfaþingi íslands í ágúst- mánuði verði umsókn Sam- vinnuferða-Landsýnar sam- þykkt af stjóm þingsins. Morgunblaðið/Jim Smart. HANDSAL hf. og dótturfyrirtæki þess í Sviss veita íslendingum leiðsögn um frumskóg erlendra fjárfestingartækifæra. Frá vinstri: Agnar Jón Ágústsson, forstöðumaður erlendra verð- bréfaviðskipta Handsals hf., Michelle Valfells, forstöðumaður Handsal Asset Management SARL, og Þorsteinn Ólafs, fram- kvæmdastjóri Handsals hf. um eitt hundrað talsins en reknir með mismunandi hætti og segir Þorsteinn að hver og einn ætti því auðveldlega að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Sjóðirnir eru skráðir víðs vegar um heim en flestir í Lúxemborg. Viðskiptavinir okkar geta einnig keypt og selt einstök verðbréf, t.d. hlutabréf, skuldabréf og afleiður á öllum helstu mörkuð- um hvort sem þeir eru í Evrópu, Bandaríkjunum eða Asíu.“ Auk þess að bjóða úrval erlendra verðbréfa mun Handsal Asset Management veita ráðgjöf um er- lenda fjárfestingarkosti. Michelle Valfells er eini starfsmaður fyrir- tækisins en hún er viðskiptafræð- ingur og MBA frá INSEAD í Frakk- landi og býr í Sviss. Grandi selur 2% í SH á 172 milljónir Hluthafar í SH nýttuekki forkaupsréttinn HLUTHAFAR í Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna nýttu sér ekki for- kaupsrétt sinn á 2% hlut Granda hf. í SH. Þar með er orðið ljóst að kaup íslenska fjársjóðsins hf. og íslenska hlutabréfasjóðsins á Grandabréfunum sem samið var um i síðasta mánuði ganga eftir. Söluandvirði bréfanna er 172 milljónir króna og kaupir íslenski flársjóðurinn fyrir tæplega 115 millj- ónir króna en Islenski hlutabréfasjóð- urinn fyrir rúmlega 57 milljónir. Bréf- in voru seld á genginu 5,65. Markaðsvirði SH 8,6 milljarðar Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu hefur samtals verið gengið frá sölu á um fjórðungi hlutafjár í SH, en einungis er lítið brot þess komið í eigu utanaðkomandi aðila. Nýverið seldi Gefla hf. á Kópaskeri 0,5% hlut sinn í Sölumiðstöðinni til stofnanafjárfesta en í því tilviki rann forkaupsrétturinn einnig út án þess að hluthafamir nýttu sér hann. Bréf Geflu voru líkt og Grandabréfín seld á genginu 5,75. I þremur tilvikum neyttu hluthaf- ar í Sölumiðstöðinni forkaupsréttar að bréfum sem stofnanafjárfestar hugðust kaupa. Nýverið neyttu hlut- hafar í SH forkaupsréttar á 3,43% hlut Frosta hf. á Súðavík í SH. Hið sama var upp á teningnum þegar Lífeyrissjóður verslunarmanna hugð- ist kaupa 6,7% hlut Norðurtangans í SH. Lífeyrissjóður verslunarmanna, íslenski fjársjóðurinn, íslenski hluta- bréfasjóðurinn og Þróunarfélag ís- lands sömdu í apnJ um kaup á 10% hlut ísfélags Vestmannaeyja í SH en þá nýttu sex hluthafar í SH sér forkaupsréttinn. Hlutabréf SH eru að nafnvirði 1.496 milljónir og nemur markaðs- virði fyrirtækisins miðað við gengið 5,75 því samtals 8,6 milljörðum króna. HÆKKANIR A M0RKUÐUM SIÐAN I DESEMBER Bandaríska Dow Jones hlutabréfavísitalan og aðrar helztu kauphallavísitölur hafa hækkað verulega síðan bankastjóri bandaríska seðlabankans, Alan Greenspan, varaði við ofurvexti í desember. 8000 1 7000 6300 Dow Jones Industríal vísltalan - lokaverð DAX 30 vísitalan - lokaverð Jan. Feb. Mar Apr. Mal Jún. JuL 1997 FT-SE100 vísitalan - lokaverð :. Jan. Feb. Mar. Apr. Ma( Jún. Jún. 1997 REUTERS Jan. Feb. Mar. Apr. Mai Jún. Júl. 1997 Des. Jan. Feb. Mar. Apr. Maí Jún. Júl. 1997 Nýtt fólk hjá Islenska útvarps- félaginu •GISSUR Sigurðsson fréttamað- ur hóf störf hjá félaginu í júní. Hann erfæddur7. desember 1947, tók stúdentspróf frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð og stundaði síðan flugnám í Flug- skóla Helga Jénssonar. Hann 7 //. lauk námi í út- •'' vegstækni árið 1980 frá Tækrti- skóla íslands. Gissur var blaða- maður hjá Alþýðublaðinu 1970- 1974 auk þess að sjá um útgáfu íslendings á Akureyri sumarið 1971. Hann var ritstjóri Sjávar- frétta á árunum 1974-1975 og einn af stofnendum Dagblaðsins, þar starfaði hann sem blaðamaður á árunum 1975-1980. Gissurstarf- aði síðast sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, þangað var hann ráðinn um mitt ár 1984. •HILDUR Halldórsdóttir tók við starfi kynningastjóra um miðjan maí. Hildur er fædd 19. nóvember 1963. Hún lauk stúdentsprófí frá Verslunarskóla íslands 1983 og BA-prófi í sál- fræði frá HÍ 1992. Að loknu stúdentsprófi starfaði hún sem flugfreyja hjá Flugleiðum til ársins 1991. Árið 1992 var hún ráðin aðstoðarmarkaðsstjóri Vöku- Helgafells og tók síðan við starfi markaðsstjóra þess félags árið 1996. Hildur er gift Jóhanni Þ. Jóhannssyni flugmanni, þau eiga tvö börn. •HJÖRLEIFUR Sveinbjörnsson var ráðinn deildarstjóri þýðinga- deildar í júní. Hjörleifur er fæddur 11. desember 1949. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1969 ogstundaði síðan nám í þjóð- félagsfræði við HÍ 1970-1972. Hjörleifur nam kínversku og kínverskar bókmenntir við Peking- háskóla og lauk BA-prófí í fræðun- um árið 1981. Að námi loknu vann hann sem blaðamaður hjá Þjóðvilj- anum, skipulagði námskeið og kenndi m.a. við Fjölbrautaskólann á Selfossi, Menntaskólann við Hamrahlíð og Endurmenntunar- stofnun HÍ. Auk þess hefur hann fengist við þýðingar. Hjörleifur var fræðslufulltrúi BSRB frá 1989 til 1997. Hann er kvæntur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og eiga þau tvö böm. •KRISTINN Hrafnsson frétta- maður hóf störf hjá félaginu í júní. Kristinn er fæddur 25. júní 1962 og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð árið 1984. Hann stundaði nám í stjómmálafræði og fjölmiðlafræði við HÍ 1985- 1987 ogíUni- versity ofWest Florida 1988- 1989. Kristinn starfaði m.a. hjá öryggismálanefnd 1990-1991 og var síðan fréttamað- ur hjá Ríkisútvarpinu 1991-1997.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.