Morgunblaðið - 26.07.1997, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 26.07.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 21 NEYTEIMDUR ■ ■ rm ■ ■ ■ ■ nvao parr ao oorga tyrir piipvomnnr Vélþv./handunnið Litlir fólksbílar Stærri fólksbílar á Litlir jeppar $ Stórir jeppar Opnunartími Aðalbónstöðin Suðurlandsbraut 32 handunnið 2.500 2.500 3.500 4.500 8-18 virka daga. Opnað í september á laugardögum. Shell þjónustustöðin Laugavegi 180 vélþv. og handunnið 2.500 3.000 3.000 4.000 8-19 virka daga, laugardaga 10-17. Lokað á sunnudögum á sumrin. Bón- og bílaþvottastöðin Bíldshöfða 8 handunnið 3.000 3.300 4.000 4.600 8-19 alla daga. Bílaþvottastöðin Hanna Þórðartiöfða 1 vélþv. og handunnið 2.890 2.890 3.190 3.190 8-19 virka daga, 10-18 um helgar. Bón- og bílaþvottastöðin hjá Jobba Skeifunni 17 handunnið 2.500 2.800 3.500 3.700 9-18 virka daga, 10-16 á laugardögum. Bón og þvottur Skeifunni 5 handunnið 2.700 2.800 3.300 3.600 8-18virkadaga, 9-17 á laugardögum. Bón- og þvottastöðin Alþrif Grensásvegi 7 vélþv. og handunnið 3.000 3.500 3.500 4.000-4.500 8-18virkadaga. Bón- og þvottastöðin Höfðabón Borgartúni 19 handunnið 2.500 2.500 2.500 3.600 8-18virkadaga. Bón- og þvottastöðin Kringlubón Kringlunni 4 handunnið 3.000 3.500 4.000 4.500 8-19virkadaga, 10-16álaugardögum. Bónstöð Magnúsar Hjallahrauni 9 handunnið 3.000 3.200-3.500 3.500-4.000 3.800-4.600 9-18 virka daga, lokað um helgar á sumrin. Bón og þvottur Tryggvagötu 15 handunnið 2.800 3.000 4.000 4.500-5.000 8-18 virka daga, opnað á laugardögum í október. Gæðabón Ármúla 17a handunnið 2.500 2.800 3.500 4.000 8-18virkadaga, 10-15 álaugardögum. Ryðvarnarskálinn Sóltúni 5 handunnið 2.500 3.500 4.900 6.000 8-17 virkadaga. Kostar frá 3.190 og upp í 6.000 krónur að láta þrífa stóran jeppa Morgunblaðið/Kristinn ÞAÐ er mismunandi hvað kostar að láta þrífa bílinn sinn að innan sem utan og þegar stórir jeppar eru ann- arsvegar getur það kostað frá 3.190 krónum og upp í 6.000 krónur. Haft var samband við 13 bón- og þvottastöðvar á höfuðborgarsvæðinu og spurt um alþrif á fólksbílum sem og jeppum. Hafa ber í huga þegar verðtaflan er skoðuð að eingöngu var spurt um verð á þjónustunni og er því um engan samanburð að öðru leyti að ræða. Gæði þjónustunnar kunna að vera mismunandi. Sumir kunna að fá sætin í bílnum hreinsuð sérstaklega á meðan slíkt er ekki í boði á næsta stað. Bónið sem notað er segja sérfræðingar að sé afar ólíkt hvað varðar endingu og gæði. Þá var spurt hvort þjónustan væri innt af hendi með aðstoð véla eða þrifin handunnin. Verðið hefur staðið í stað síðustu tvö árin Mikil samkeppni ríkir á þessum markaði, sérstaklega yfir sumartím- ann. í febrúar árið 1995 var svipuð verðkönnun gerð á vegum neyt- endasíðunnar á bílaþvottastöðvum höfuðborgarinnar. Þá var verðið jafnvel hærra en það er í dag en í sumum tilfellum hefur það hækkað um nokkur hundruð krónur. Sumar þvottastöðvar eru ekki starfræktar lengur og aðrar komnar í staðinn. í febrúar 1995 kostaði frá 2.500 krón- um og upp í 4.900 að þrífa fólksbíl hátt og lágt. í dag er verðið enn frá 2.500 krónum en fer mest upp í 3.500 krónur. Sömu sögu er að segja af jeppum. Þá kostaði í það minnsta 3.200 krónur að þrífa lítinn jeppa en nú er hægt að fá hann þrifinn fyrir 2.500 krónur. Ýmiskonar vildarkjör í boði Þegar talað er um alþrif er byijað á því að tjöruhreinsa bílinn, hann þveginn, þurrkaður og bónaður hátt og lágt. Þá er hann þveginn vel að innan, ryksugaður, gluggar fægðir, klæðningar þrifnar og borið á mæla- borð og sæti ef um leðurlíki er að ræða. Yfirleitt tekur þvottur sem þessi að minnsta kosti eina til tvær klukkustundir, stundum lengur, allt eftir ástandi bílsins. Djúphreinsun kostar aukalega og kostar oft á bil- inu 3.000 til 4.500 krónur. Þá bentu sumirr á að ýmis tilboð væru í gangi um þessar mundir, afsláttarkort, fastur afsláttur fyrir reglulega viðskiptavini og svo fram- vegis. Því er ljóst að margir fá bíl- þvottinn á mun lægra verði en upp- gefið er hér í töflunni. Flestir sem rætt var við bjóða venjulegan hraðþvott á bílum og er þá mismunandi hvort bílarnir eru handþvegnir eða þvegnir í sjálfvirk- um vélum. í þeim tilfellum sem stöðvar bjóða upp á sjálfvirkan bíla- þvott var verðið allt frá 395 krónum hjá Shell-þjónustustöðinni við Laugaveg og þá með sérstökum kortaafslætti. Slíkur þvottur kann að taka 5-15 mínútur og manns- höndin kemur þar lítið nærri. Al- gengt verð fyrir þvott þar sem vélar sáu um verkið var á bilinu 795-995 krónur. Ef um venjulegan handþvott á fólksbíl er að ræða var verðið iðu- lega á bilinu 800 krónur til 1.500 krónur. Veiðimað- urinn með happdrætti VIÐSKIPTAVINIR Veiðimannsins í Hafnarstræti fá afhentan númer- aðan happdrættismiða um leið og þeir borga og miðann skilja þeir eftir í lukkupotti í versluninni. Dregið verður hálfsmánaðarlega og allir miðar verða síðan með í sérstökum jólaútdrætti. Vinning- amir tengjast allir veiðimennsku og þeirra á meðal em vöðlur, flugu-, og kaststangir, laxveiði- hjól, goritex jakki, fiuguhnýtinga- sett og gönguskór. í fréttatilkynn- ingu frá versluninni segir að happ- drættið sé liður í því sem þeir kalla að snúa vöm í sókn en yfirvofandi er lokun Hafnarstrætis. Skittles og M&M sælgæti í Bónus í vikunni fékk Bónusverslunin til landsins um 18.000 poka af Skitt- les sælgæti og M&M kúlum. Skitt- les sætindin koma í 125 gramma pokum sem kosta núna 129 krón- ur. M&M lækkar í verði hjá Bónus og kostar nú 200 gramma poki 199 krónur. Ný framköll- unarstofa NÝLEGA var opnuð framköllun- arstofa í Gnoðarvogi 44. Eigand- inn, Einar Davíðsson, rekur stof- una en hann starfaði hjá Hans Petersen í nær áratug og síðar sem eigandi stofunnar Framköllun á stundinni í Ármúla. Þá hefur hann framkallað filmur fyrir viðskipta- vini Nóatúns. í tilefni opnunarinn- ar er viðskiptavinum Framköllunar Einars boðið upp á framköllun 24 mynda filmu á 580 krónur auk til- boða á vömm tengdum ljósmynd- un. Tilboðið stendur út júlí. Hjá Framköllun Einars verður einnig boðið upp á framköllun á „slides" filmum yfir á litpappír. Morgunblaðið/Kristinn Stjörnu franskar kartöflur Ekkert samband milli rafsegulby lgna og vanheilsu IMýtt Ilmkjarna- olíur HAFINN er innfiutningur á ilm- kjarnaolíum, nuddolíum, burðar- kremum og húðsnyrtivörum frá breska fyrirtækinu Shirley Price. í fréttatilkynningu frá Bergfelli ehf. sem sér um innflutning og dreifingu segir að notaðar séu 100% hreinar olíur. Þá eru til blandaðar olíur sem eru valdar saman til að takast á við kvilla á borð við stíflaðar ennis- holur eða vöðvabólgu. Nuddolíurnar eru einnig 100% hreinar. Þar má velja um ýmsar tegundir. Einnig er fáanlegt burðarkrem og krem til fótanudds. Húðvörulína frá Shirley Price er mild lína sem inniheldur hreinar ilmkjarnaolíur. Grunnefnin eru ofnæmisprófuð og innihalda ekki lanolin. Vörurnar fást í Skip- holts apóteki og Heilsusvali. NÝLEGA var sett á markað nýtt Stjörnusnakk, franskar kartöflur. Um er að ræða tvær tegundir til að byrja með, franskar kartöflur sem eru létt saltaðar og með tómat- bragði. Að sögn Dagbjarts Björns- sonar eigands fyrirtækisins Iðn- marks hefur ve' ið unnið að hönnun- inni í rúm tvö ár. Fyrirtækið Iðn- mark er tíu ára um þessar mundir og framleiðir auk þessara nýjunga 12 aðrar snakktegundir svo og ýms- ar tegundir af poppkorni. Við framleiðslu á frönsku kartöfl- unum er fyrirtækið í samstarfi við bandaríska stórfyrirtækið General Mills en vöruþróunin hefur verið unnin í náinni samvinnu við þá. „ENGAR rannsóknir sýna sam- band milli vanheilsu og rafsegul- bylgna frá heimilistækjum,“ segir í fréttatilkynningu sem Landlækn- isembættið sendi til fjölmiðla. „í fjölmiðlum hafa verið frásagnir um rafsegulbylgjur og rætt við „raf- segulgreiningarmann“ sem telur sig geta komið í veg fyrir veikindi af völdum rafmagnstækja á heimil- um. Landlæknir hefur átt fundi um þessi mál og kallaði til háskóla- kennara í eðlisfræði, sérfræðing frá umhverfismálaráðuneytinu o.fl. Á fundunum voru lagðar fram fjöl- margar skýrslur um „rafsegul- greiningu“ og svokallaðar lækning- ar á margs konar sállíkamlegum einkennum fólks. Ekki komu fram sannanir fyrir sambandi vanheilsu og rafsegulbylgna.“ Landlæknisembættið hefur skoð- að skýrslur frá heilbrigðisstjómum ýmissa landa, háskólum, Evrópuráði og fleimm og em niðurstöður allra á sömu lund. „Engar rannsóknir sýna samband milli vanheilsu og rafsegulbylgna frá heimilistækjum. Rétt þykir að vekja athygi almenn- ings á því að fullyrðingar um fram- angreindar greiningar og lækningar eru því með öllu ósannar. Land- lækni hafa borist fregnir um að margir hafí leitað þessarar þjónustu og mun hann af því tilefni halda ráðstefnu í haust með fulltrúum frá umhverfisráðuneyti og væntanlega Háskóla íslands."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.