Morgunblaðið - 26.07.1997, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.07.1997, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Fíkniefni í tísku- heiminum Tískusviðið er harður heimur, vinnuálag oft mikið og líf fyr- irsæta ekki eindómur dans á rósum. Berglind Ingólfsdóttir fjallar hér um baráttu gegn vaxandi eiturlyfjaneyslu í tískuheiminum. FYRIR skömmu kvaddi Clinton Bandaríkja- forseti sér hljóðs í fjöl- miðlum og fordæmdi aug- lýsingar í tískublöðum þar sem fyrirsæturnar væru látnar líta út eins og langt leiddir fíkniefnaneytendur. Benti hann á að með því væri verið að sýna ungmennum að það væri „flott“ að neyta fíkniefna, það tilheyrði tísku- heiminum. Það eru 3 til 4 ár síðan að fyrst var gerð athugasemd vegna miður hraustlegs útlits fyrirsætu, þá birtist auglýsing sem kom illa við marga. Kate Moss var þar að kynna nýtt ilmvatn frá Calvin Klein, hún var mjög horuð og andlitið kinnfiskasogið, sjálfsagt með einhverri hjálp farða. Ummæl- in um þá auglýsingu voru þau að stúlkan liti út eins og vannærður heróínneytandi. Síðan þetta var hafa margar fyrirsætur birst á myndum, allt annað en heilsusamlegar útlits, með svarta bauga undir augum, toginleitar og rétt eins og þær séu að tærast upp. Slíkar mynd- ir hafa ekki fallið öllum í geð, þar með talinn Clinton forseti. Dauði ungs manns____________________ Ástæða þess að þau mál eru nú reifuð er dauði ungs manns, efnilegs tískuljós- myndara, Davide Sorrenti, en hann lést af of stórum herói'nskammti í febrúar- mánuði sl. í New York, aðeins tvítugur að aldri. Móðir unga mannsins, Francesca Sor- renti þekkir vel til í tískuheiminum, hún hefur starfað þar í 30 ár, fyrst sem hönnuð- ur og síðan sem tískuljósmyndari. Hún syrgir son sinn mjög, það gera systkini hans einnig. Francesca Sorrenti vildi vekja athygli á vímuefnanotkun innan eigin starfsstéttar, ef það mætti verða til þess að forða ein- hveijum ungmennum frá því að illa færi. I apríl sl. skrifaði hún opið bréf til allra hel- stu tískublaða í Bandaríkjunum og Evrópu, og hvatti til þess að fíkniefnum yrði sagt stríð á hendur. Hún stakk upp á að þeir sem neyttu slíkra efna yrðu sniðgengnir í starfi, það gæti flýtt fyrir því að þeir leit- uðu sér hjálpar. Hún sagði það opinbert leyndarmál að menn mættu til vinnu í vímu og fyrirsætur sjáist setja „make“ til að hylja stungusár á handleggjum. Áfengi og örvandi lyf segir hún vera baksviðs til að menn geti hresst sig á. Það voru ekki allir ánægðir með hið opin- bera bréf og það sem þar var sagt. En þetta fannst henni að hún yrði að gera, hvort sem það á eftir að bitna á hénni í starfi eða ekki. Hún segir tískusviðið harðan heim, vinnuá- lag geti verið mikið og líf fyrirsæta ekki eindómur dans á rósum. Þær geti þurft að fara í allt að 6 flugferðir á viku og stundum verði þær að mæta til starfa beint af flugvelli eftir næturflug. Henni tókst fyr- ir skömmu að koma fyrirsætu í meðferð vegna vímuefnavanda. Eitt sinn reyndi hún á tökustað að benda á að stúlkan, sem sitja átti fyrir, væri fíkniefna- neytandi og illa á sig komin. Forráðamaður tímaritsins, sem ætlaði að nota myndirn- ar, sagði það ekki koma þeim við, þeirra mál væri að koma hlaðinu út á réttum tfma. Henni fannst þessi viðbrögð kaldranaleg, ekki síst þar sem maður- inn átti sjálfur börn á unglingsaldri. Francesca Sorrenti á annan son, Mario Sorrenti 25 ára gamlan, sem orðinn er þekktur tískuljós- myndari. Hann hóf feril sinn sem fyrirsæta, hann klæddist Levi’s gallabuxum á myndum sem birtust um allan heim. Þau voru par í 5 ár, hann og fyrirsætan Kate Moss en því sambandi er Iokið. Annað mál er Francescu Sorrenti ofarlega í huga, en það eru kornungu stúlkurnar sem starfa sem fyrirsætur. Hún hvatti til þess að stúlkur undir lögaldri væru aldrei í vinnu, án þess að forráðamað- ur væri viðstaddur. Þegar þetta er ritað er aðeins vitað um eitt tímarit sem tekið hefur undir áskoranirnar, en það er bandaríska blaðið „Allure“. En margir tískuljósmyndarar hafa tekið undir og eru sammála því sem í hinu opna bréfi stóð. Vonandi verður hvatning móðurinnar, sem missti drenginn sinn, til þess að vímu- efni verði gerð útlæg í tískuheiminum sem annars staðar. Nýtt líf leikja- tölvunnar bendir flest til að í lok þessa árs verði hlut- fallið nokuð annað; fáanlegir verði 400 Sega- leikir en 300 fyrir Sony-tölvuna. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna, því mestu skiptir hvernig leikirnir eru og þannig náði Nin- tendo svo gríðarlegri sölu á nýrri og frekar dýrri vél nánast út á einn leik, Mario 64. Sega Saturn, sem margir töldu af, hefur því styrkt sig í sessi og þótt hún eigi enn nokkuð í land að skáka PlayStation er stríðið fráleitt búið. TraustvEkjaniii innvnis sanns vegar færa, en þær hafa þó nokkuð til síns gildis og fullsnemmt að af- skrifa leikjatölvurnar, þar hafa sviptingar undanfarinna mánaða hrist rækilega upp í greininni. Sony PlayStation 32 bita leikjatölvan hleyp- ti nýju lífi í leikjatölvumarkaðinn og fékk inn nýja kúnna, nýja kynslóð leikjaunnenda. Helsti keppinautur Sony var 32 bita Saturn- tölva Sega, sem fór halloka á helstu mark- aðssvæðum, en hinn risinn á leikjatölvu- markaðnum, Nintendo, ákvað að fara eigin leiðir, sleppti 32 bita uppfærslu og veðjaði á 64 bita tölvu. Yfirráð Sony voru nánast al- gjör víða þar til Sega-menn gripu til þess ráðs að lækka verð tölvunnar verulega og gerðu stórátak í að fjölga leikjum. Á síðasta ári hafði Sony vinninginn í sölu vestan hafs, seldi tvær milljónir tölva, Sega seldi hálfa aðra milljón og Nintendo álíka af 64-bita tölvu sinni. Leikjaframboð var þó ólíkt; lítið var til af leikjum fyrir Nintendo 64-tölvuna, um 200 leikir fyrir Sony-vélina og álíka fyrir Sega. í kjölfar átaks Sega tölvan er prýði- legur geislaspil- ari fyrir tón- listardiska. Af öðrum nýjung- um má nefna viðbót sem gerir ldeift að svip- ast um á veraldarvefnum með viðeigandi tengingum og svo mætti lengi telja. Eins og áður er getið skipta leikirnir eðli- lega mestu. Sega er umsvifamikið í græjum fyrir leiktækjasali, eins og margir þekkja. Þar njóta einna mestra vinsælda slagsmála- leikir og sá sem Sega selur fyrir Saturninn, Virtual Fighter Remix, er með bestu slíkum leikjum. Annar leikur í fremstu röð er mót- orhjólaleikurinn Manx Motorbike sem byggður er á miklum kappakstri á eyjunni Mön. Skotleikurinn Mass Destruction er og bráðgóður fyrir þá sem gaman hafa af sprengingum og hamagangi, því hann geng- ur út á að sprengja og eyðileggja og flest í leiknum má skjóta í tætlur. Nights er líka skemmtilegur leikur ólíkrar gerðar, bráð- gott ævintýri. Nýkomnir eru síðan leikir eins og Pandemonium, Duke Nukem 3D, sem kemur á markað í september og Quake, þeim eðla leik, en að sögn kemur hann ekki út fyrir PlayStation og gefur því visst for- skot. Innvolsið í Saturn-tölvunni er traustvekj- andi, 32 bita RISC SH-2 28,6 MHz örgjörvi, tveir 32 bita RISC SH-1 20 MHz örgjörvar, tveir VDP 32-bita örgjörvar sem annast skjávinnslu og 16 bita CISC örgjöm sem sér um hljóðvinnslu. Vinnsluminni er 32 Mbitar, skjáminni 12 Mbitar, hljóðminni 4 Mbitar, en einnig er biðminni fyrir geislaspilarann og geymsluminni. Saturn-tölvan ræður við upplausn frá 320x224 upp í 704x480. Sega- liðar hafa brugðist við PC-samkeppninni með ýmiss konar aukabúnaði, þar á meðal MPEG sjónvarpskorti og þá hægt að skoða kvikmyndir af þar til gerðum geisla- diskum, Photo CD stýrikerfi og CD-G afspilun, aukinheldur sem Leikjatölvur hafa látið undan síga fyrir PC-samhæfðum tölvum í átökum um leikja- markaðinn. Árni Matthíasson komst yfír grúa leikja og Sa- turn leikjatölvu og komst að því að enn hafa þær uppá sitt- hvað að bjóða. PC-SAMHÆFÐAR tölvur hafa sótt hart að leikjatölvum og margur spáð því að þær síðar- nefndu eigi á endanum eftir að lúta í gras, PC-tölvur hafi þegar náð svo langt að forskotið sem leikjatölvurn- ar höfðu í mynd- vinnslu og hraða sé nánast horfið. Má vissulega til Hvað ergeðfötlun? GYLFi ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Svo virðist sem farið sé að nota nýtt orð um geðsjúkdó- ma, þ.e. geðfotlun. Geðsjúkir eru nú iðulega kallaðir geðfatlaðir. Hvað er nákvæmlega átt við með orðinu geðfötlun? Svar: Ekki veit ég nákvæmlega hvenær farið var að nota þetta orð, en víst er að það eru ekki mörg ár síðan. Orðið er ekki í nýjustu útgáfu af f slenskri orðabók Menningarsjóðs og ekki finnst það heldur í Orðaskrá úr uppeldis- og sálarfræði frá 1986. í orðabók Menningarsjóðs er orðið fatlaður skilgreint: „sem ber sýni- leg merki sjúkdóms eða meiðsla", og er komið af orðinu fatli (sbr. að bera hönd í fatla). Þeir sem eru fatlaðir eru oft með skerta starf- sorku eða öryrkjar vegna sýnilegs sjúkdóms, áverka eða slysa, t.d. lamaðir eða örkumla. Þeir sem búa við langvarandi geðsjúkdóma eða afleiðingar þeirra eru einnig með skerta eða enga starfshæfni. Til viðbótar þessu hafa þeir misst hæfileika til félagslegra samskipta og til að bjarga sér í daglegu lífi, oft vegna langvarandi einan- grunar og óvirkni. Hins vegar er „fötlun“ þeirra sjaldnast sýnileg, auk þess sem geðsjúkir voru áður fyrr ekki sýnilegir á annan hátt, því að sterk tilhneiging var lengi vel til þess að halda þeim frá augum almennings. Samkvæmt athugunum sem gerðar hafa verið eru þeir þó langstærsti hópur öryrkja í landinu, eða meira en þriðjungur þeirra. Ég hygg að orðið geðfötlun eigi rætur að rekja til giftusamlegs samstarfs tveggja afburðamanna hvors á sínu sviði, þeirra Odds heitins Olafssonar, yfirlæknis á sviði endurhæfingar, og Tómasar Helgasonar, prófessors á sviði geðlæknisfræði. Á árunum í kringum 1970 varð tii samkomulag á milli Reykjalundar og Geðvemdarfélags íslands, þar sem Tómas var einn helsti forgöngumaðurinn, um vistun tiltekins fjölda sjúklinga með langvarandi geðræn vandamál á Reykjalundi í endurhæfin- garskytii. Geðverndarfélagið lagði fram umtalsverða fjárhæð og varð þan- nig hluthafi í þeirri starfsemi sem þar fór fram. Reykjalundur var stofnaður sem vinnuheimili fyrir berklasjúklinga, en smám saman vistuðust þangað sjúklingar sem bjuggu við annars konar fötlun eða örorku. Þrátt fyrir fordóma gagnvart geðsjúklingum sem voru talsvert meiri á þessum árum en nú er, opnaði Oddur Ólafsson og samstarfsmenn hans á Reykjalundi endurhæfingarstof- nunina fyrir þeim stóra hópi geðsjúkra sem gæti nýtt sér aðstöðuna þar. Þar með voru þeir komnir í hóp fatlaðra. Síðan hefur endurhæfing geðsjúklinga á Reykjalundi gengið farsællega. Reykjalundur var meðal fyrstu endurhæfingarstofnana í heiminum sem kom upp slíkri samræmdri endurhæfíngu sjúklin- ga af margvíslegu tagi og hefur verið þekkt á alþjóðavettvangi fyrir starfsemi sína. Geðfótlun var þá ekki orð sem hafði komist inn í málið. í grein sem Tómas Helgason skrifaði í tímaritið Geðvernd árið 1970, „Samræmd endurhæfing", lýsir hann nauðsyn endurhæfingar fyrir geðsjúklinga og kostum þess að endurhæfing þeirra og hinna, sem búa við líkamlega sjúkdóma eða fötlun, fari saman. Þar talar hann jöfnum höndum um andlega og líkamlega fótlun. Það er hins vegar ekki fyrr en á allra síðustu árum að farið er að nota orðið fötlun í yfirfærðri merkingu til þess að vísa til þeirra sem eiga við langvarandi geðsjúkdóm að stríða og skerta starfsorku af hans völ- dum, og nefna það geðfötlun. Smám saman fær þetta orð svo víðari merkingu í huguin margra sem nota það um geðsjúkdóma og geðsjúklinga yfirleitt. Að réttu lagi nær orðið geðfötlun aðeins yfir þá sem hafa misst starfsorku og hæfni til að laga sig að samfélaginu og eru oftast öryrkjar af völdum geðsjúkdóma. Þeir þarfnast endurhæfingar, verndaðrar vinnu og oft vistunar á vemduðum heim- ilum eða sambýlum. OLesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á bjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 i síma 569 llOOog bréfum eða símbréf- um merkt: Vikulok, Fax 5691222. Ennfremur símbréf merkt: Gylfi Ásmundsson, Fax: 5601720.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.