Morgunblaðið - 26.07.1997, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1997 25
AÐSENDAR GREINAR
ÚTSÝNI af heiðarbrún Hellisheiðar eystri.
BURSTARFELL.
Vopnafjarð-
arbréf
Eina vandamálið við að gísta í sveit er það,
segir Leifur Sveinsson, að ekki er alltaf
hægt að sofa fyrir kyrrð.
FOSS-hótelið á Hallormsstað.
„EYVINDUR vopni og Refur hinn
rauði, synir Þorsteins þjokkubeins,
bjuggust til íslands af Strind úr
Þrándheimi, því að þeir urðu mis-
sáttir við Harald konung, og hafði
sitt skip hvor þeirra. Refur varð aft-
urreka, og lét konungur drepa
hann, en Eyvindur kom í Vopna-
fjörð og nam fjörðinn allan frá
Vestradalsá og bjó í Krossavík hinni
innri. Lýtingur Asbjarnarson nam
Vopnafjarðarströnd alla hina eystri,
Böðvarsdal og Fagradal og bjó í
Krossavík hinni ytri. Frá honum
eru Vopnfírðingar komnir. Hróald-
ur bjólan var fóstbróðir Eyvindar
vopna. Hann nam land fyrir vestan
Vestradalsá, dalinn hálfan og Selár-
dal allan út til Digraness. Hann bjó
á Torfastöðum." Svo segir í Land-
námu um hina þrjá landnámsmenn í
Vopnafirði. Krossavík innri nefnist
nú Syðri-Vík.
II
Það var í september 1950, að við
Haraldur bróðir heimsóttum
Vopnafjörð í fyrsta sinn, ókum á
Willysjeppa frá Reykjahlíð við Mý-
vatn sem leið lá yfir Mývatnsöræfí,
Hólsfjöll og Vopnafjarðarheiði að
Burstarfelli. Þá bjó Metúsalem
Metúsalemsson í hinum forna bæ,
sem nú er byggðasafn. Var stór-
fróðlegt að heimsækja þetta forna
sýslumannssetur í fylgd hins merka
bónda. Frá Burstarfelli ókum við
inn í kauptúnið og neyttum hádegis-
verðar hjá kennarahjónum í barna-
skólahúsinu, en þau höfðu með
höndum greiðasölu á þessum árum.
Þaðan var haldið að Ljótsstöðum í
Vesturárdal til frænda okkar Sig-
urðar Gunnarssonar oddvita, en
hann var yngsta barn langafabróð-
ur okkar Gunnars Helga Gunnars-
sonar (1863-1949) af fyrra hjóna-
bandi hans. Eidri voru: Gunnar
skáld á Ski-iðuklaustri, Guðrún á
Ljótsstöðum, Soffía ekkja Hjálmars
Sigurðssonar kaupmanns í Stykkis-
hólmi, en hún starfaði lengi á skrif-
stofu Völundar með okkur feðgum,
og Þórunn, sem gift var Viggo
Rasmussen verkfræðingi í Viborg í
Danmörku. Móðir ofantaldra systk-
ina var Katrín Þórarinsdóttir frá
Bakka Hálfdánarsonar (afi á
Knerri). Katrín dó 1897, en síðar
kvæntist Gunnar Margréti Egg-
ertsdóttur og áttu þau tvö börn,
Katrínu og Jón, sem bæði dóu ung.
Amma okkar Bergljót Sigurðar-
dóttir og Ljótsstaðasystkinin voru
bræðrabörn. Gunnar Helga höfðum
við hitt á Skriðuklaustri sumarið
1939, er við bræður voum þar á ferð
með foreldrum okkar. Aldrei gleymi
ég því, þegar Gunnar gamli var að
minnast langafa okkar sr. Sigurðar
Gunnarssonar (1848-1936), er pró-
fastur var á Valþjófsstað og síðar í
Stykkishólmi. „Siggi bróðir plataði
mig einu sinni í stúku, en það dugði
nú ekki nema fram að réttum.“ Góð
kynni tókust með okkur Sigurði á
Ljótsstöðum og móttökur þar höfð-
inglegar. Til baka héldum við sam-
dægurs yfir Vopnafjarðarheiði til
Reykjahlíðar og það voru þreyttir
ökumenn, sem renndu þar í hlað
eftir langa dagsferð.
III
Næst heimsótti ég Vopnafjörð
sumarið 1981. Ok þá frá Vogum í
Mývatnssveit með vinafólki okkar
hjóna, Önnu og Kristjáni Þórhalls-
syni í Björk. Minnisstæðast úr
þeirri för er heimsókn okkar til
Runólfs pósts Guðmundssonar á
Ásbrandsstöðum í Hofsárdal. Ómar
Ragnarsson gerði hann ódauðlegan
í einum af sínum eftirminnilegu
þáttum. Runki póstur hafði litla
sölubúð, þar sem hann seldi ýmsan
varning, t.d. keypti ég af honum af-
burðagóða ullarháleista, sem dugðu
mér í útreiðartúra árum saman. En
það voru ekki vörurnar, sem mesta
athygli mína vöktu, heldur ilmurinn
í búðinni. Eg innti Runólf eftir því,
hvaða ilmur þetta væri. Hann sagði
mér, að undir búðargólfinu væri
heyblásari í gangi og heyið svona
ilmandi gott og óhrakið. Skildum
við Runki póstur sem mestu mátar
og kórónaði ég ferðina með því að
kaupa dreifbýlistúttur (gúmmískó) í
Kaupfélaginu á Djúpavogi, svo jafn-
ræði væri með sokkum og skóm.
IV
En nú skal enn haldið til Vopna-
fjarðar, því allt er þá þrennt er. Frá
Akureyri er haldið af stað þann 11.
júlí upp úr hádegi og ferðinni heitið
til Syðri-Víkur í Vopnafirði. Ekið
með ströndinni og vom áfangar
þessir: Húsavík, Mánárbakki (23
stiga hiti mældist þar þennan dag),
Skinnastaður, Kópasker, Raufar-
höfn, Þórshöfn, Bakkafjörður.
Frá Bakkafirði liggur leiðin yfir
Sandvíkurheiði og þá blasir við á
vinstri hönd jörðin Hámundarstað-
ir, innsti bær á Vopnafjarðarströnd.
Þar bjó á árunum 1895-1945 hinn
frábæri atgervismaður Sveinbjörn
Sveinsson. Þann 22. mars 1903
strandaði danska skipið Ellinor við
Kolbeinstangasporð. Skipið var að
koma með vörur til Örum & Wulffs
verslunarinnar í Vopnafjarðarkaup-
túni. Björgunartilraunir voru fljót-
lega hafnar undir stjórn Ólafs Dav-
íðssonar faktors. Kaðall hafði þegar
rekið í land frá skipinu og átti að
reyna björgun með björgunarstól.
Allar tilraunir með stólinn mistók-
ust. Þá kom í hlut Sveinbjörns að
taka við stjóminni, skv. beiðni Ólafs
og reyna sína aðferð. Hann batt
kaðalinn við stein í fjörunni, batt
einnig árarnar. Síðan bað hann um
einn sjálfboðaliða með sér. Að lok-
um gaf sig fram ungur maður úr
þorpinu, Jón Gíslason að nafni. Síð-
an dró Sveinbjörn bátinn í gegnum
brimgarðinn með handafli meðan
Jón jós af miklum krafti undir
stanslausri ágjöf. A þennan hátt
tókst þeim að bjarga allri áhöfninni,
sjö manns, með því að selflytja þá í
land. Það er mál manna, sem þarna
voru staddir, að þeir tveir hafi lagt
sig í verulega lífshættu með þessari
björgun. Síðar (1920) fengu þeir fé-
lagar heiðursskjöl frá Rednings-
medaljeselskabet í Danmörku
ásamt orðum. Jón hafði í millitíðinni
flust til Vesturheims og voru verð-
iaun hans send vestur. Kona Svein-
bjarnar hét Guðbjörg Gísladóttir og
áttu þau 18 böm. Meðal barna
þeirra var Valdimar, hinn ástsæli
fimleikakennari Menntaskólans í
Reykjavík, faðir handboltaíþróttar-
innar á íslandi. Þeir sem fylgjast
með handboltakeppnum á Islandi
hafa veitt því athygli, að enn er
kraftur í Hámundastaðaættinni, þar
sem er Valdimar Grímsson hinn
skotharði.
V
Við rennum inn í Vopnafjarðar-
kauptún og fáum okkur kvöldverð í
Hótel Tanga. Gisting var tryggð í
Syðri-Vík hjá heiðurshjónunum
Arthúri Péturssyni og Kristínu
Brynjólfsdóttur, en þar er rekin
bændagisting í gömlum fjárhúsum,
sem breytt hefur verið í fyrirtaks
gistiherbergi. Kunningi minn spurði
mig: „Ætlar þú virkilega að gista í
fjárhúsi?" „Já,“ svaraði ég „okkur
hjónum er ekki vandara um en Jós-
ep og Maríu“. Eina vandamálið við
að gista í sveit er það, að ekki er
alltaf hægt að sofa fyrir kyi'rð.
Síðla nætur var þó úr þessu bætt,
því það fór að rigna og mávurinn
fór á stjá, því nú gat hann náð sér í
ánamaðkinn, sem kemur upp úr
jörðinni í vætunni. Eins og fyrr
segir, er Syðri-Vík landnámsjörð
Eyvindar vopna og í fjörunni fyrir
neðan bæinn er Skipaklettur, þar
sem Eyvindur mun hafa bundið
skip sitt. Eftir kjarngóðan morgun-
verð ókum við í Byggðasafnið á
Burstarfelli og komum við í kirkj-
unni á Hofi. Kvöddum síðan hjónin
í Syðri-Vík og sögðumst koma aftur
sem fyrst.
VI
Líklegast er aldarfjórðungur síð-
an ég heyrði fyi-st getið um Hellis-
heiði hina eystri, sem liggur milli
Vopnafjarðar og Jökulsárhlíðar.
Lýsingar á hinum hrikalegi vegi,
vinkilbeygjum og snjókomu á miðju
sumri, drógu lengi vel úr mér allan
mátt, þegar áformað var að reyna
við heiðina. Eg ákvað að bíða þess,
að traustur vegur yrði lagður yfir
heiðina og veðurspá væri góð. Og
nú rann upp óskastundin. Við ökum
af stað frá Syðri-Vík þann 12. júlí
um hádegi og liggur leiðin framhjá
Krossavík og eyðibýlunum Vindfelli
og Eyvindarstöðum, yfir Dalsána í
Böðvarsdal, en upp úr honum er
lagt á heiðina. Og brött er hún, því
„geimvagn" minn (Space Wagon)
varð að taka á öllu sínu í bröttustu
brekkunum. Heiðin er 655 metra
há. Skaflar veru víða á heiðinni og
sumir þykkir, enda heitir efsti hluti
hennar Fönn. Það er glampandi sól,
þegar við komum á heiðarbrún og
opnast nú það fegursta útsýni, sem
ég hefi nokkurn tíma augum litið.
Strönd Héraðsflóans blasir við með
ósa Jökulsár og Lagarfljóts, en
Dyrfjöll og Beinageitarfjall gnæfa í
austri í allri sinn tign. Fjöllin eru að
vísu ekki alveg skýlaus, en þrátt
fyrir það horfum við orðvana á
þessa dýrð, hún er engu lík, sem við
höfum áður séð. Sá sem hittir á
óskastundina á brún Hellisheiðar
eystri verður aldrei samur maður
aftur. Við komum niður af heiðinni
hjá Ketilsstöðum eftir þessa
ógleymanlegu reynslu og ökum sem
leið liggur fram Jökulsárhlíðina um
Egilsstaði að Hallormsstað, þar
sem okkur er búin gisting í hinu
stórglæsilega Foss-hóteli, sem ný-
lega var tekið í notkun þar á bæ.
Við höldum síðan heim til Akureyr-
ar sunnudaginn 13. júlí, en þá var
hitinn 23 stig á Hallormsstað.
VII
Áratuga draumur hafði ræst.
Hellisheiði eystri hafði sannað hið
forna spakmæli: Allt kann sá sem
bíða kann.
Höfundur er lögfræðingur og hýr
vmist í Revkinvík eða á Akurevri.
HJALTASTAÐABLÁIN og Beinageitarfiall.