Morgunblaðið - 26.07.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.07.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 37 Athugasemd frá Visa Islandi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Visa Íslandi: „í Morgunblaðinu þann 23. júlí sl. er fjallað um hertar öryggiskröfur kortafyrirtækja í sjálfsafgreiðsluvið- skiptum á ómönnuðum afgreiðslu- stöðum eins og eldsneytissjálfsölum með villandi hætti. í viðtali við Jó- hannes Jónsson í Bónus, einn af eig- endum Bensínorkunnar ehf., koma fram þungar ásakanir í garð Visa íslands þar sem hann ber fyrirtækinu óheilindi á brýn og eys úr skálum vandlætingar sinnar yfír keppinauta sína. Að þessu gefna tilefni vill undirrit- aður koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri um leið og umræddum ásökunum og dylgjum um meint samsæri kortafyrirtækjanna og stóru oiíufélaganna gagnvart Orkunni er vísað á bug og út í hafsauga. Það kemur á óvart að Jóhannes, sem hefur verið manna ötulastur og á mikinn heiður skilinn fyrir að bijóta niður gamlar úreltar reglur og inn- flutningshöft, skuli bregðast við þessum hætti þegar verið er að stíga mikilvægt spor í framfaraátt til að auka öryggi í viðskiptum og fyrir- byggja misferli. Alveg frá upphafi hafa verið gerð- ar kröfur um notkun leyninúmera með debetkortum og það lá fyrir að slíkt yrði einnig látið gilda um kredit- kort þegar tæknibúnaður væri fyrir hendi. Onnur olíufélög voru seinni til að uppfylla þessar kröfur en Ork- an en til að tryggja jafnræði á mark- aðnum var beðið með að innleiða hinar nýju öryggisreglur þar til allir aðilar væru tilbúnir og gætu byrjað á sama tíma. Orkan naut góðs af því en ekki öfugt. Ákvörðun um skyldunotkun PIN- númera við bensínviðskipti í sjálfsöl- um er ekki tilkomin af illum hvötum gagnvart Orkunni heldur er hér um að ræða eins og nærri má geta sjálf- sagða öryggisaðgerð og aðlögun að samræmdum alþjóðlegum reglum. Framkvæmdastjóra Orkunnar eins ! Evrópusamtökin álykta Samlíking forsetans óviðeigandi 1 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Evrópusam- | tökunum: „Vegna ummæla hr. Ólafs Ragn- ars Grímssonar á fréttamannafundi í Washington vilja Evrópusamtökin á íslandi koma eftirfarandi á fram- færi. Sjávarútvegsstefna Evrópusam- bandsins er ekki hluti af landbúnað- arstefnu sambandsins, heldur sér- stakur málaflokkur. Ákvarðanir sem varða sjávarútveg í Evrópusamband- inu eru teknar á þremur stöðum. í . fýrsta lagi af lýðræðislega kjörnum fulltrúum aðildarlandanna í ráðherr- aráði ESB, að fengnum tillögum frá framkvæmdastjórn bandalagsins, í öðru lagi í framkvæmdastjórn banda- lagsins, sem skipuð er af aðildarríkj- unum, og í þriðja lagi af stjórnvöldum í hverju landi fyrir sig. Það er því með engu móti hægt að líkja stjórn- un fiskveiða í Evrópusambandinu við stjómun á borð við þá sem var í Sovétríkjunum sálugu. Ráðherraráð Evrópusambandsins hefur kosið að styrkja þau svæði sem eru sérstaklega háð fískveiðum. Markmið styrkjanna er að tryggja sjómönnum og fjölskyldum þeirra mannsæmandi afkomu á meðan físk- veiðar eru færðar til nútímalegra horfs. Evrópusambandið var stofnað til að tryggja frið og ftjáls viðskipti í Evrópu og það er þangað sem fyrr- verandi kommúnistaríki í Mið- og Austur-Evrópu leita nú eftir stuðn- ingi í lýðræðis- og efnahagsþróun. Það er því með öllu óviðeigandi að og öðrum aðilum þessa máls var sent afrit af samþykkt stjórnar Visa Int- ernational hér um frá fyrra ári svo ekkert færi á milli mála auk annarra röksemda fyrir nauðsyn þess að auka öryggi í þessum viðskiptum. Hinar nýju öryggisreglur tóku gildi innan Evrópusvæðis Visa, sem ísland er hluti af, þann 1. apríi sl., og verið er að taka þær upp um allan heim, einnig í Bandaríkjunum. Enda þótt yissulega megi segja að stjórn Visa íslands geti ráðið ferð- inni gagnvart viðskiptum eigin kort- hafa innanlands ber að hafa í huga að bensínsjálfsalar standa öllurn opn- ir, einnig erlendum korthöfum. í ljósi reynslunar er full ástæða til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að draga úr misferli með innlend kort, ekki hvað síst með öra fjölgun sjálfsala í huga. Hefta hefði orðið notkun er- lendra korta í bensínsjálfsölum ef hinar nýju alþjóðlegu reglur hefðu ekki verið uppfylltar. Slíkt er auðvit- að af og frá. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs var hnuplað bensíni á um 200 bfla/tanka með misnotkun stolinna eða glataðra korta. Enda þótt olíufé- lögin hafí vissulega tekið það tap á sig voru þetta eigi að síður mál sem kortafyrirtækin þurftu að rannsaka og síðan að leiðrétta. í flestum versl- unum, einnig hjá Bónus, hefur verið settur upp dýr öryggisbúnaður til að fyrirbyggja búðarhnupl og til að tryggja að greitt sé fyrir vörumar. Ovarin notkun greiðslukorta í sjálfsölum býður hættunni heim. Krafa um notkun PIN-númera í bensínsjálfsölum líkt og í hraðbönk- um er mikilvægt spor í framfaraátt til að treysta þessi viðskipti í sessi og auka öryggi jafnt korthafa sem bensínsala og er auk þess í raun hreint uppeldisatriði fyrir æsku landsins. Um það hljóta allir að vera sammála.“ F.h. Visa íslands, Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri. setja nokkurt jafnaðarmerki á milli kúgunarstjórnar Ráðstjórnarríkj- anna og samstarfsvettvangs lýðræð- islega kjörinna fulltrúa aðildarlanda Evrópusambandsins." Reykjavíkurhöfn Sýning á árabát ÝMISLEGT verður um að vera á Reykjavíkurhöfn nú um helgina. Fastur liður eru sælífskerin sem sýna lífríki hafnarinnar í nærmynd, grunnur bakki með sjó úr höfninni þar sem hægt er að komast í snert- ingu við plöntur og dýr úr höfninni. Eimreiðin Minör er til sýnis. Hún og eimreiðin Pioneer í Árbæjarsafni eru fyrstu og einu eimreiðamar sem not- aðar hafa verið á íslandi. Og nú hefur bæst við föstu liðina mynda og kortasýning tengd lífríki og sögu hafnarinnar. Þessar kynningar eru til staðar allan sólarhringinn. Þegar þurrt er í veðri eru einnig alla daga sett út leiktæki aðlöguð ýmsu sem viðkemur sjónum. Tívolíið verður á Miðbakka fram yfir verslunarmanna- helgina og veitingar þar sem hægt er að fá sér eitthvað í gogginn. Um þessa helgi verður sérsýning á árabát með seglútbúnað, tveggja manna fari og sýnt verður í einu sælífskeranna hvernig veitt er í krab- bagildru. Víkingaskipið íslendingur fer frá Suðurbugtarbryggjunni við Ægisgarð í siglingu út á Sund kl. 10 laugardag og sunnudag og far- þegabáturinn Skúlaskeið siglir með bryggjum, hafnarbökkum og skipum í skoðunarferðum um höfnina frá Suðurbugtarbryggju frá kl. 14-17 báða dagana. í höfninni verða þýsku skemmti- ferðaskipin Arkona og Vistmar, norskur kafbátur og varðskip og danskt eftirlitsskip, auk íslenskra skipa og báta af ýmsum gerðum. Nánari upplýsingar um það á standi á Hvalnum, útivistarsvæði Miðbakk- ans,“ segir í fréttatilkynningu. FRÉTTIR GESTIR eru hvattir til að taka þátt í heyönnum í Árbæjarsafni. Heyannir í Árbæjarsafni GESTIR í Árbæjarsafni fá að taka þátt í viðburðum sunnu- dagsins 27. júlí. Þá verða heyann- ir á safninu. Túnið við Árbæinn verður slegið með orfi og ljá milli kl. 14-17 ef veður leyfir. Þá verður rakað, rifjað, tekið saman og bundið i bagga og eru gestir hvattir til að taka þátt í heyskapnum. Sem fyrr verður handverk kynnt. í Miðhúsi sýna Ragnar og Guðlaug bókband. í Suðurgötu verður Dóra gullsmið- ur við störf og fræðir hún gesti um þjóðbúningaskart. Auk þess verður hefðbundin dagskrá. í Árbænum verður lummubakstur, prjónaskapur og roðskógerð. Harmoníkuleikur við Árbæ og Dillonshús. HIRÐFÍFLIN, Hilmar Jensen, Pétur Grétarsson og Tena Palmer. Hirðfífl á tónleikum HLJÓMSVEITIN Hirðfíflin leik- ur á tónleikum í dag, laugardag, kl. 16 á torginu að baki Jómfrú- arinnar við Lækjargötu. „Hljómsveitin vakti fyrst at- hygli í Vestmannaeyjum á Jass- hátíð lita og tóna um síðustu hvítasunnuhelgi. Var mál inn- fæddra í Eyjum að tónlist hljóm- sveitarinnar bæri hugvitssemi meðlimanna fagurt vitni og væri vel til þess fallin að létta brúnir tónlistaráhugamanna, jafnvel á meginlandinu. Hljómsveitin er skipuð Tenu Palmer, söngkonu frá Kanada, Hilmari Jenssyni, gítarleikara, og Pétri Grétarssyni, slagverks- leikara, báðum úr smáíbúða- hverfi Reykjavíkur. Efnisskráin byggist á marg- reyndum lögum úr söngbók jass- ins, auk nokkurra fáheyrðra perla,“ segir í fréttatilkynningu. LÓósmynd/Grétar Eiríksson 40 ÁRA vígsluafmælis Hallgrímskirkju í Saurbæ á sunnudag. 40 ár frá vígslu Hallgrímskirkju HALLGRÍMSKIRKJA í Saurbæ var vígð fyrir 40 árum og verður þess minnst á morgun sunnudag- inn 27. júlí. Eins og nafnið ber með sér er Hallgrímskirkja í Saurbæ minningarkirkja um sr. Hallgrím Pétursson, en á prest- skaparárum sínum þar 1651— 1669 orti hann Passiusálmana, sem fyrst komu út í prentaðri útgáfu árið 1666. „Það hefur ver- ið sagt um sr. Hallgrím að síðan Passíusálmarnir komu út hafi hann í raun verið prestur allrar þjóðarinnar, og að starf hans í þágu íslenskrar kirkju sé það stórt að það muni ekki týnast nema með tungunni," segir í fréttatilkynningu. Á sunnudaginn kemur mun sr. Hallgríms og hans giftusamlega starfs verða minnst með hátíðarmessu í HallgTÍms- kirkju í Saurbæ og þar mun bisk- upinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, prédika og sóknar- presturinn, sr. Kristinn Jens Sig- urþórsson, þjóna fyrir altari. Eft- ir messuna, sem hefst kl. 14, verð- ur boðið til kaffisamsætis í Fé- lagsheimilinu Hlöðum. Textavarpið á alnetið TEXTAVARP sjónvarpsins hefur verið sett á alnetið og er slóðin www.taxtavarp.is. í fréttatilkynn- ingu kemur fram að um 50 þúsund íslendingar lesi textavarpið á hverj- um degi. Hins vegar hafí komið fram æ fleiri óskir eftir netvæðingu texta- varpsins, einkum frá íslendingum erlendis, og hafi nú verið orðið við þeim óskum. Ennfremur segir: „Vefur Texta- varpsins er uppfærður um leið og breytingar eru gerðar á síðum þess. Þetta þýðir að vefurinn er stöðugt uppfærður allan sólarhringinn, allan ársins hring. Þar birtast nýjustu fréttir, frá fréttastofu Útvarps og Sjónvarps, staða og úrslit í íþrótta- leikjum um leið og þau liggja fyrir, dagskrá sjónvarpsstöðvanna og dag- skrá Rásar 1 og Rásar 2 sem og upplýsingar sem berast Textavarp- inu beint, s.s. veðurfréttir, upplýs- ingar um færð á vegum og komu- og brottfarartíma flugvéla. Þannig verður vefur Textavarpsins eini stað- urinn á alnetinu þar sem hægt verð- ur að nálgast nýjustu innlendar og erlendar fréttir allan daginn, allan ársins hring. Kostir Textavarpsins sem ábyggi- legs fréttamiðils, íþróttablaðs „í beinni útsendingu“ og handhægs upplýsingamiðils nýtast einnig á netinu. Kappkostað verður að halda aðgangstímanum á netinu í lág- marki, t.d. með því að birta aðeins texta síðnanna en ekki grafík." ------» ♦ ♦----- Seiðbandið á Nelly’s Café SEIÐBANDIÐ mun aftur koma fram á Nelly’s Café sunnudaginn 27. júlí. Bandið spilar seiðandi tón- lrst, eins og nafnið gefur til kynna, með ívafi ýmissa tíma. Meðlimir Seiðbandsins eru úr ýmsum áttum og heita Tryggvi Hansen, Ósk Ósk- arsdóttir, Sigga Vala, Keli og Mar- teinn. Tónlistin hefst um kl. 22 og er aðgangur ókeypis. ------♦ ♦ ♦----- Kompudagar í Kolaportinu FYRSTU kompudagar eru um helg- ina í Kolaportinu. Það er verið að selja kompudót allar helgar í Kola- portinu, en á kompudögum er boðið upp á lægra verð á sölubásum og þá flykkist fólk á staðinn með dótið úr kompunni í skottinu á gamla heimilisbílnum, segir í fréttatil- kynningu. Kolaportið verður opið laugardag og sunnudag frá kl. 11-17. Látið sjá ykkur og upplifa hina einu sönnu Kolaportsbæj arstemmningu. ------♦ ♦ ♦----- LEIÐRÉTT Tilefnislaus árás í frétt á bls. 10 í fímmtudagsblað- inu undir fyrirsögninni Frændur gleymdu deilum, var rangt farið með staðreyndir. Hið rétta er að tveir norskir sjóliðar urðu fyrir til- efnislausri árás íslendings fyrir ut- an skemmtistað í miðborginni. Voru Norðmennirnir fluttir á slysadeild með áverka en árásarmaðurinn í fangageymslu. Hann var ölvaður. Hann kunni engar skýringar á árás-’ inni og var fullur iðrunar, en hann hefur ekki áður komið við sögu lög- reglu. Eru norsku sjóliðarnir beðnir afsökunar á því að vera bendlaðir við málið með þeim hætti sem gert var. Titlar Tvær villur slæddust inn í bókar- titla í grein Siglaugs Brynleifsson- ar, Skólastefna fyrir 200 árum, sem birtist sl. fimmtudag. Réttir eru titl- arnir þannig: De TEsprit og Du Contrat Sosial.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.