Morgunblaðið - 26.07.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.07.1997, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBOND/KVIKMYNDIR/UTVARP-SJONVAop Vitnisburðir í fréttum og utan SÍÐASTLIÐIN vika var tími nokk- urrar upprifjunar frá öldinni sem er að líða, sem að líkindum er sú blóðugasta, sem yfír mannkynið hefur gengið. Fyrst kom frétt um að fundist hefði fjöldagröf nær milljón manns frá 1937, sem leyniþjónusta Stalíns hafði látið drepa í pólitískri hreinsun, einni af mörgum, ásamt kortum yfír staðsetningar annarra fjöldagrafa leyniþjónustu Stalíns, þar sem búist er við að fínnist einar þrett- án milljónir beinagrinda þeirra sem taldir voru pólitískt óæskileg- ir á Sovét. Þetta er haft eftir Petersburg Times. í byijun vikunnar hófst síðan þáttaröð í Ríkissjónvarpinu um Adolf Hitler, og til að gera hann enn ægilegri en hann var hægðu þáttagerðarmenn á rödd hans, uns hún virtist koma úr undir- djúpunum. Aldrei hef ég heyrt nema í leiknum myndum slíka „djöfullega" útfærslu á manns- rödd og aidrei hefur rödd félaga hans í manndrápum, Stalíns, ver- ið breytt þannig í áróðursskyni. Hitt er svo annað mál að Hitler eyrnamerkti sér hluta úr öldinni blóði drifinn og vitað að hann hafði sex milljónir gyðinga á samviskunni svona sér á parti fyrir utan að bera ábyrgð á heirnsstyrjöld. í fyrsta þætti um Hitler er end- urtekin enn einu sinni myndin af hrifningaröldunni miklu, sem hann vakti með þýskri alþýðu. Kemur þar greinilega í ljós hvað blindur og hamslaus almenningur getur orðið, þótt nú á síðustu árum hafí tekist að færa hann til öndvegis hér á landi og annars staðar. Jafnvel að verkalýðsfor- ingi vestra heimtaði byltingu í nafni hans á dögunum, eins og það væri eitthvert evangelíum. Annar slíkur foringi lýsti stór- þjófnaði á hendur opinberri stofn- un vegna lögmætrar ákvörðunar. Þessir smáforingjar virðast hafa ýmislegt lært af aldarhætti „al- þýðunnar". Fréttastofa ríkisút- varps birti orð verkalýðsforingj- anna með alvörufréttum og var bara trúverðug, eins og þegar hún leitaði til andmælanda þeirra orða forsetans í Ameríku, að ESB og Sovétríkin rækju og hefðu rekið ríkisstyrktan sjávarútveg. Var einhver að sakna íjóðviljans? Ríkissjónvarpið er mjög hrifið af almennum hlutum og miðar dagskrá sina töluvert við það. Gott dæmi um slíka þáttagerð er Dagsljós, þar sem jafnvel er rifist um hver eigi og hver eigi ekki að vera næsta vetur. Eftir ofstæki í stjórnmálum bæði í austri og vestri lengst af öldinni hefur ungt fólk tilhneigingu til að vísa öllu liðnu frá sér. Wood- stock var á sínum tíma svolítið geðveikt svar við pólitík einræðis- herra og morðingja. Þetta við- bragð hefur auðvitað komið niður á því sem gott var gert á liðnum tíma. Nú ætti ríkissjónvarpið að undirbúa þáttaröð um hið gamla ísland, eins og það ríkir í minn- ingu þeirra sem minningar hafa, allt frá fyrrihluta aldarinnar til vorra daga, i stað þess að lesa fortíðina með því að troða míkró- fóni upp i tannlaus gamalmenni, og er ekki einu sinni nauðsynlegt að þau skiljist af því þetta á að vera svo fyndið. Fréttir hafa borist af forseta landsins í Vesturheimi, þar sem hann talar einkum við þau tvö- hundruð þúsund sem eru þar af íslensku bergi brotin. Forsetinn talar líka máli landafunda Leifs Eiríkssonr, Guðríðar Þorbjarnar- dóttur og Snorra Þorfinnssonar. Hvað sem út úr því tali kemur við fyrirmenn vestra, hljóta ráða- menn á sjónvörpunum tveimur að skoða aldamótin í ljósi þess, að við áttum ekki einungis mann- inn, sem fann Ameríku og ritaðar heimildir þar um. Við eigum líka fyrsta hvíta manninn sem fædd- ist vestan hafs. Kannski hirða þeir sjónvarpsmenn ekkert um þetta, frekar en þjóðin um Eiríks- staði, þangað til nú að byijað er að grafa. Landafundir Eiríks rauða og Leifs heppna eru kannski ekki nógu fyndnir at- burðir til að hafa í Dagsljósi, en þá má nota samt. Indríði G. Þorsteinsson. WESLEY Snipes og Nastasja Kinski Ieika aðalhlutverk í „One Night Stand“. Eszterhas ekki með HANDRITSHÖFUNDURINN og framleiðandinn Joe Eszterhas lendir stöðugt í deilum við sam- starfsmenn sína. A dögunum lenti honum saman við leikstjórann Arthur Hill, en þeir unnu saman að „An Alan Smithee Film“, og tókst að hrekja gamla manninn frá myndinni. Nú lítur út fyrir að Eszterhas hafi sjálfur verið gerður útlægur frá annarri kvik- mynd, „One Night Stand“. Eszterhas skrifaði handritið að „One Night Stand" fyrir þremur árum og seldi það New Line Cin- ema fyrir dágóða suramu. Kvik- myndaleikstjórinn Adrian Lyne sýndi handritinu fyrst áhuga en hætti síðan við. Samkvæmt yfir- lýsingum hans vildi hann ekki gera enn eina mynd þar sem kyn- líf er þungamiðja atburðarásar- innar. Hvað um það, rúmu ári síðar ákvað Mike Figgis, leikstjóri „Leav- ing Las Vegas“, að kvikmynda „One Night Stand" með Wesley Snipes, Nastösju Kinski, Wen Ming- Na, og Kyle MacLachlan. Figgis, sem er þekktur fyrir að vera með puttana í öllu sem viðkemur kvik- myndum sem hann leikstýrir, end- urskrifaði handritið að miklu leyti og deildi í fyrstu handrits-heiðrin- um með Eszterhas. Hvað gerðist síðan er ekki ljóst en um þessar mundir stendur til að frumsýna „One Night Stand“ og þá vantar nafn Eszterhas bæði sem handritshöfunds og framleið- anda. I staðinn er nafn Figgis komið á báða staði. Það eina sem staðfestir að Eszterhas hafi ein- hvern tímann komið nálægt myndinni eru gamlar fréttatil- kynningar. Vatnaskógur um kn á,en9is VerÉuaríiiaiiíialielpa Kvöldvökur. leiktæki, fræðslustundir, Furðuleikhúsið, gospeltónleikar, vatnaijör, varðeldur, hoppukastalar, bátar, Guðsþjónusta, íþróttir, kafflhús, Raddbandið, bænastundir og margt margt fleira. S s 2 STEINAR WAAGE SKÓVERSIUN MYIMDBÖIUD SÍÐUSTU VIKU Óendanleiki (Infinity)'k k ★ 'h Gleym mér ei (Unforgettable)-k k 'h Skrautkarlinn (The Glimmer Man)k k 'h Brúðkaupsraunir (Vol au vent)kk'h Michael Collins (Michael CoIlins)k k Freistingin snýr aftur (Poison Ivy: The New Seduction)k Svefngengiar (Sleepers)k 'h Leyndarmál og lygar (Secrets and Lies)k ★ ★ ★ Á föstu með óvininum (Dating the Enemy)k 'h Drápararnfr (Dark Breed)k Foreldrar fangelsaðir (House Arrest)k Nútíma samband (A Modern Affair)k k Stjörnufangarinn (L’Uomo Delle Stelle)k k k Matthildur (Matilda)k k k Sonur forsetans (FirstKid)kkk'h Leitin að lífshamingjunni (Unhook the Stars)k k k 'h í deiglunni (The Crucible)k k k 'h Tvö andlit spegils (The MirrorHas Two Faces)k k k Ógnarhraði (Runaway Car)k k Lífið eftir Jimmy (After Jimmy)k k k Bundnar (Bound)k k k Ókyrrð (Turbulence)'h i s | I Sá næfurþunni! Sá svarti! Sá bragögóði! Sá níðsterki! Sá sérsaumaði! RFSU eru sænsk landssamtök án einkahagsmuna. Hagnaöi af smokkasölu er varlb III upplýsingastartsemi um kynllf, samllt, kynsjúkdóma og tll rábgjatarstarfseml. Msssluatu smol6l63.rnil’., - og allip fr>4. RtfSli' VIÐ SELJUM RFSU SMOKKANA: Skeljungurhf. íb LYFJA f£sso Apótekin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.