Morgunblaðið - 29.07.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 29.07.1997, Síða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 29. júií 1997 Blað C Skáldað í tré LISTGRIPIR renndir úr ís- lenzkum trjám eru gjarnan einkar fallegir, segir Bjarni Olafsson í þættinum Smiðjan, en þar fjallar hann um merki- lega sýningu á slíkum munum í skála Landgræðslusjóðs í Foss- vogi fyrr í sumar. / 9 ► Hellur og stéttir ÞAÐ er ekki sama, hvernig staðið er að gerð garða. Það þarf að raða verkefnunum þannig, að eitt rekist ekki á annað, segir Hafsteinn Hafliða- son í þættinum, Gróður og garðar, en þar fjallar hann um hellulagningu. / 15 ► Ú T T E K T Kópavogur leitar í austur SÚ mikla uppbygging, sem á sér stað í Linda- hverfi í Kópavogi, fer ekki framhjá neinum, sem ek- ur Reykjanesbraut. Eitt þeirra byggingafyrirtækja, sem þar hefur haslað sér völl, er Húsa- nes hf., en eigendur þess eru þeir Halldór Ragnarsson, múr- arameistari og Margeir Þor- geirsson, byggingameistari. Húsanes hefur hafið miklar byggingaframkvæmdir á myndarlegum reit ofarlega í Lindahverfinu, en fyrirtækið fékk þessum reit úthlutað sem alverktaki. Svæðið skiptist í tvær götur. Við Húsalind, sem er efri gat- an, verða reist 12 parhús á einni hæð og 16 íbúðir í fjög- urra íbúða húsum, sem allar verða með sér inngangi. Við Háulind verða byggð 16 par- hús á einni hæð og 10 parhús á tveimur hæðum þar sem hallinn er meiri. Einar V. Tryggvason arki- tekt hefur skipulagt þennan reit og hannað húsin, en þau . verða steinsteypt og múruð að utan með marmarasalla, sem tryggir minna viðhald. Á þök- um verður litað innbrennt stál. Jarðvinnu er lokið við efri götuna, Húsalind og verið að vinna við sökklana. „Við þessa götu á að reisa tólf parhús á einni hæð í sumar og þeim verður skilað á tímabilinu marz-júlí á næsta ári,“ segir Halldór Ragnarsson. / 14 ► Aukningu spáð í íbúðarbyggingum FULLGERÐAR íbúðir hér á landi voru um 5% fleiri í fyrra en árið þar á undan eða 1297 á móti 1235. Þetta er aukning um 5%. Tvö síð- ustu ár hefur samt verið mikill samdráttur í fjölda fullkláraðra íbúða miðað við árin þar á undan, en þær voru 1716 árið 1994 og 1604 árið þar á undan. Þessi samdráttur á sér ýmsar skýringar svo sem mun minni ný- byggingar í félagslega kerfinu og sölutregðu á nýjum íbúðum á al- menna markaðnum. Samdrátturinn var samt mjög mismunandi eftir byggðarlögum. Hann var hvað mestur í Reykjavík. í Kópavogi aft- ur á móti var líkast því sem sam- drátturinn hefði alveg sneitt hjá garði, en hvergi eru íbúðarbygging- ar hlutfallslega meiri en þar. Á samdráttarárunum var byggt umfram eftirspum. Nú má ætla, að sú umframframleiðsla sé meira eða minna uppurin vegna vaxandi eftir- spurnar og á þessu ári má gera ráð fyrir, að lokið verði við talsvert fleiri nýjar íbúðir en í fyrra. Þetta má m. a. marka af því, að mun fleiri hús- bréfalán vora veitt til nýrra íbúða á síðasta ári en árið þar á undan eða 1.528 í stað 1.270, sem er aukning um 20%. Líklegt er, að lokið verði við flestar þessar íbúðir í ár. Að sögn fasteignasala ríkir bjart- sýni á markaðnum. Þessu veldur aukin atvinna og góðar horfur í efnahagsmálum. Umsóknir um hús- bréfalán tóku mikinn kipp í vor eftir þann samdrátt, sem varð í marz og apríl og eflaust mátti rekja til verk- fallsumræðunnar, sem þá einkenndi þjóðfélagið. Gert er ráð fyrir, að íbúum Reykjavíkur fjölgi árlega um 1.000- 1.500 manns á næstu árum. Það verður því þörf fyrir fleiri íbúðir í borginni, þar sem allir þurfa þak yf- ir höfuðið. Áætlað er, að byggja þurfi 500-700 íbúðir árlega í borg- inni á næstu áram og 1.000-1.200 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í heild. Fullgerðar íbúðir á íslandi 1954-96 Meðalstærð íbúða í rúmm. TRYGGÐU RER BETRA VERD Seldu Húsbréfín hjá Fjárvangi! Það borgar sig að gera verðsamanburð! Kaupgengi Húsbréfa er mismunandi eftir fjármálastofnunum. Fjárvangur keppist vió að bjóða besta kaupgengið og staðgreiðir Húsbréfin samdægurs. Ráðgjafar Fjárvangs veita allar upplýsingar um kaupgengi Húsbréfa. Hærra kaupgengi þýðir hærra verð fyrir Húsbréfin þín. [ITtf FJÁRVANGUR IðSGILI VEHBBRÍFAFYHIRTÆKI Fjárvangur hf., löggilt verðbréfafyrirtæki. Laugavegi 170, 105 Reykjavlk, slmi 5 40 50 60, slmbréf 5 40 50 61, www.fjarvangur.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.