Morgunblaðið - 29.07.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.07.1997, Blaðsíða 14
14 C ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LINDAHVERFIÐ í Kópavogi er án vafa eitt eftirsóttasta nýbygg- ingahverfið á öllu höfuðborgarsvæð- inu. Það þarf ekki að koma á óvart. Svæðið hggur austast í Kópavogs- dal með fallegu útsýni til vesturs að Alftanesi og Kársnesi. Jafnframt er svæðið mjög miðsvæðis vegna Reykjanesbrautar. Skjólsælt er í hlíðunum, bæði fyrir norðan- og sunnanátt. Skjóhð er að sjálfsögðu mest neðan til en á móti kemur enn meira útsýni og fjallasýn, eftir því sem ofar dregur. Þar blasa Esjan og Snæfellsjökull við. Lindahverfið skiptist í þrennt, en í hverfinu öllu er gert ráð fyrir um 3000 mannna byggð. Uppbygging á fyrsta hlutanum, sem nefnist Lindir I og liggur sunnan Fífuhvammsveg- ar, er komin lengst og fólk flutt inn í mörg af húsunum þar. Fífuhvamms- vegurinn hefur breytt miklu. Hann liggur inn í Lindahverfið úr vestri undir brú á Reykjanesbraut. Lokið var við þessa framkvæmd sl. vetur og er ekki ofsagt, að með henni hafi aðkoma að Lindahverfinu gjör- breytzt til batnaðar. Lindahverfið í heild verður eitt skólahverfi og er gert ráð fyrir, að í grunnskólanum verði um 500 börn. Grunnskólabygging á að rísa í miðri íbúðabyggðinni og liggur skólalóðin að helzta útivistarsvæðinu. Þéttasta byggðin verður næst skólanum og á meiri hluti bama í hverfinu að geta gengið í skólann án þess að þurfa að fara yfir umferðargötu. Undirgöng undir Fífuhvammsveg verða stað- sett með tilliti til aðkomu að skóla- lóðinni. Leikskólinn á að standa við sömu götu og grunnskólinn og og liggur lóðin milli skólagarða og útivistar- svæðisins. Einnig verða tveir gæzluvellir í hverfinu. Verzlun verð- ur í hverfinu en auk þess mjög stutt í aha þjónustu vestan Reykjanes- brautar. Þar standa nú yfir framkvæmdir við 17.000 ferm. verzlunarbyggingu norðan Fífuhvammsvegar, sem taka á í notkun í haust og fyrirhugað er að reisa aðra stóra verzianasam- stæðu skammt frá fyrir sunnan Fífuhvammsveg. Þá er ekki langt í aðal útivistar- og íþróttasvæði Kópavogs með fótboltavöllum, hlaupabrautum o. fl. Tvær götur í alverktöku Ofarlega í Lindahverfinu hefur byggingafyrirtækið Húsanes hf. hafið miklar byggingaframkvæmdir á myndarlegum reit, sem fyrirtækið fékk úthlutað í því skyni sem alverk- taki, en það þýðir, að Húsanes lætur skipuleggja svæðið og sér um gatna- gerð auk þess að byggja húsin. Svæðið skiptist í tvær götur. Við Húsalind, sem er efri gatan, verða reist 12 parhús á einni hæð og 16 íbúðir í fjögurra íbúða húsum. Við Háuhnd verða byggð 16 parhús á einni hæð og 10 parhús á tveimur hæðum, þar sem hallinn er meiri. Eigendur Húsaness eru þeir Hall- dór Ragnarsson, múrarameistari og Margeir Þorgeirsson bygginga- meistari. Þeir félagar hafa langa reynslu af byggingastarfsemi, en þeir stofnuðu Húsanes 1979. Fyrir- tækið hefur aðalstöðvar sínar í Keflavík og framan af voru verkefni þess aðallega á Suðumesjum. A síðustu árum hafa þeir félagar í auknum mæh fært út kvíamar til annarra landshluta. Einnig hafa verkefiiin á höfuðborgarsvæðinu aukizt ár frá ári. Ekki er langt síðan þeir byggðu 8 parhús á Seltjamar- nesi, sem seldust án þess að það þyrfti að auglýsa þau. Alls hafa þeir þegar byggt yfír 300 íbúðir. En Húsanes hefur ekki einungis byggt mikinn fjölda íbúða heldur margs konar aðrar byggingar. Þeirra á meðal má nefna Sundmið- stöðina í Keflavík, laxeldisstöð á Vatnsleysuströnd, verzlunar- og skrifstofuhúsnæði í Keflavík, fisk- vinnsluhús í Garði og bflageymslu- hús fyrir Reykjavíkurborg við Afla- granda. I næsta mánuði afhendir fyrirtækið nýjan fjölbrautaskóla í Garðabæ, sem er yfir 5.000 ferm. bygging. Fyrir utan byggingaframkvæmd- irnar í Lindahverfi er Húsanes nú með í byggingu 21 íbúð fyrir Félag íslenzkra námsmanna við Bólstað- arhlíð í Reykjavík og við Guhsmára Morgunblaðið/Jim Smart LIKAN af svæðinu, sem skiptist í tvær götur. Við Húsalind, sem er efri gatan, verða reist 12 parhús á einni hæð og 16 íbúðir í fjögurra íbúða húsum. Við Háulind verða byggð 16 parhús á einni hæð og 10 parhús á tveimur hæðum. Einar V. Tryggvason arkitekt hefur skipulagt þennan reit og hannað húsin. Sérbýli á eftirsóttum stað í Kópavogi skilað fullmáluðum, auk þess sem baðherbergið verður fullfrágengið og með fahegri innréttingu. Bílskúr er sömuleiðis skilað fullfrágengnum og fuhmáiaðum með geymslu í enda. Verð á þessum húsum er 11,9 mfllj. kr. Fyrir utan parhúsin verða byggð á þessum reit fjögur fjórbýlishús með 16 íbúðum. Þær verða 4ra herb. og alls 104 fermt að stærð. Sérbýhð mótar þessar íbúðir, en þær verða allar með sér inngangi, sér þvottaherbergi og geymsla eru í hverri íbúð. Hver íbúð er með sól- ríkum svölum, sem snúa í suður. Þessum íbúðum verður skilað full- búnum að utan sem innan með inn- réttingum en án gólfefna. fbúðirnar verða því fullmálaðar auk þess sem baðherbergin verða fullfrágengin með innréttingu. Verð á íbúðunum er 8.950.000 kr. og miðast verðið við byggingarvísitölu eins og hún var í maí sl. Sama máU gegnir um par- húsin. Sérbýlið eftirsótt „Reynslan hefur sýnt, að í fjölbýli viU fólk heldur hafa sameignina minni en að meiri áherzla sé lögð á sérbýlið," segir Halldór. „Með því stækkar íbúðin og fólk fær sér inn- gang og forstofu. Þetta er það sem fólk hefur sótzt eftir í æ ríkara mæU í stað stórra stigahúsa með sameig- inlegum þrifum.“ Jarðvinnu er lokið við efri götuna, HúsaUnd og verið að vinna við sökklana. „Við þessa götu á að reisa tólf parhús á einni hæð í sumar og þeim verður skflað á tímabilinu marz-júlí á næsta ári,“ segir HaU- dór. ,A- haustmánuðum verður byrj- að á fjórbýlishúsunum og þeim verður skilað á svipuðum tíma eða apríl-júH á næsta ári. Gert er ráð fyrir, að hverfíð rísi allt upp á tveimur árum og verði þá fullfrá- gengið með malbikuðum götum og fullfrágengnum lóðum.“ Að sögn HaUdórs er áhugi á * Ovíða er uppbyggingin jafn mikil og hröð og í Lindahverfinu í Kópavogi. Magnús Signrðsson kynnti sér framkvæmdir byggingafyrirtækisins Húsaness, sem byggir þar yfir 60 parhús og íbúðir í alverktöku. EIGENDUR Húsaness eru þeir Halldór Ragnarsson, múrarameistari og Margeir Þorgeirsson byggingameistari. Jarðvinnu er lokið við efri götuna á svæðinu, sem nefnist Húsalind og verið að vinna við sökklana. Við þessa götu á að reisa tólf parhús á einni hæð í sumar og þeim verður skilað á túnabilinu marz-júlí á næsta ári. í Kópavogi er fyrirtækið langt kom- ið með 33 íbúðir í þremur fjölbýUs- húsum, en 11 íbúðir eru í hverju húsi. Þar af eru eru fimm 3ja herb., fimm 4ra og ein fimm herb. íbúð. Nú er verið að ljúka síðasta húsinu, en í því eru aðeins eftir þrjár íbúðir óseldar. Kaupendur hafa verið jafnt yngra sem eldra fólk og bæði af höf- uðborgarsvæðinu og utan af landi. Þannig voru þrjár íbúðir nýlega seldar fjölskyldum frá Vestfjörðum. 35-40 íbúðir á ári Nú byggir Húsanes 35-40 íbúðir árlega, aðllega á höfuðborgarsvæð- inu. Áður fyrr var íbúðunum aðal- lega skilað tilbúnum undir tréverk, en að undanförnu hefur það stöðugt færzt í vöxt, að íbúðunum væri skil- að fullbúnum með öllum innrétting- um og frágenginni lóð. Hjá fyrir- tækinu starfa nú um 50 manns fyrir utan undirverktaka. Að mati Halldórs Ragnarssonar er það mjög hagkvæmt fyrir einn byggingaraðila að reisa margar íbúðir á sama svæðinu í alverktöku. „Við fengum þessari spildu úthlut- aða í Lindum II og létum sjálfir skipuleggja hana, bæði gatnagerð, húsin, lýsingu og annað,“ segir hann. „Fyrir vikið verða gatnagerð- argjöldin til Kópavogsbæjar mun minni. Á þennan hátt getum við líka hannað húsin eins og við teljum heppilegast, en við byggingamenn þekkjum markaðinn bezt. Við höf- um reynzlu af þessari alverktöku í Keflavík, en þar tókum við íyrir eina götu. Þar hafa framkvæmdir farið hægar af stað og við einungis byggt eftir sölu. I alverktöku segir hagkvæmni stærðarinnar til sín. Ef keyptar eru innréttingar í 60 íbúðir, þá er hægt að gera betri kaup en þegar keypt er innrétting og hurðir í eina íbúð eða eitt hús. Þetta skilar sér líka í hagstæðara verði fyrir kaupandann. Alverktöku fylgja einnig ýmsir aðrir þýðingarmiklir kostir. Hún ÚTLITSTEIKNING af fjórbýlishúsi Húsaness við Húsalind. fbúðimar verða 4ra herb og alls 104 ferm. að stærð. Sérbýlið mótar þessar íbúð- ir, en þær verða allar með sér inngangi, sér þvottaherbergi og geymsla em í hverri íbúð. Hver íbúð er með svölum, sem snúa í suður. Þessum íbúðum verður skilað fullbúnum að utan sem innan með inn- réttingum en án gólfefna. VIÐ Gullsmára 2-6 í Kópavogi hefur Húsanes byggt þrjú smá Qölbýlis- hús á þremur hæðum og með ellefu íbúðum hvert. Nú er verið að ljúka síðasta húsinu, en í því em aðeins eftir þijár íbúðir óseldar. Þær em til sölu hjá Fróni. tryggir snyrtilegan frágang og skapar samræmi í útiliti húsanna. Þetta verður því mjög heillegur reitr ur. Húsin eru. að mínu mati vel hönnuð og þau verða öll með sama yfirbragði. Einar V. Tryggvason ariritekt hefur skipulagt þennan reit og hannað húsin, en þau verða stein- steypt og múruð að utan með marm- arasalla, sem tryggir minna viðhald. Á þökum verður litað innbrennt stáL“ Parhúsin eru 4ra herb. og 114 ferm. að stærð auk 31 ferm. bfl- skúrs. Þeim verður skilað fullbún- um að utan sem innan ásamt inn- réttingum en án gólfefna. Húsin verða fullmáluð að utan, lóðir tyrfð- ar, stéttar steyptar og sólpallar frá- gengnir. Að innan verður húsunum þessu svæði mjög mikill. „Húsin hafa ekki verið sett í sölu enn þá, en það verður gert innan skamms," segir hann. „Það er mikið um fyrir- spumir og þegar búið að taka frá nokkur hús fyrir væntanlega kaup- endur. Staðurinn er mjög miðsvæð- is á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stutt er í alla þjónustu eins og skóla, verzlanir, heilsugæzlu o. fl. Ég er því mjög bjartsýnn á, að bæði húsin og íbúðimar fái góðar móttökur á markaðnum, enda em þau sérstaklega hönnuð miðað við óskir kaupenda, eins og við þekkj- um þær. Eg tel, að nú sé markaður- inn mikið að styrkjast. Að mínu mati hefur einkum vantað á mark- aðinn minni parhús á einni hæð með góðum bflskúr."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.