Morgunblaðið - 31.07.1997, Side 2

Morgunblaðið - 31.07.1997, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Vinnuslys íVífílfelli Tví- brotnaði undir lyftara VINNUSLYS varð í verk- smiðju Vífllfells síðdegis í gær þegar lyftari fór yfir fót eins starfsmanna. Maðurinn var talinn tvífótbrotinn og var hann fluttur á slysadeild. Árekstrar við Kringlumýrarbraut Skömmu fyrir hádegi var bíl ekið á staur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæ- brautar. Farþegi í bílnum fót- brotnaði og fann einnig til eymsla í handlegg. Hann var fluttur á slysadeild og var í aðgerð fram eftir degi. Öku- maður slapp óslasaður. Bíllinn skemmdist mikið og var flutt- ur af vettvangi með kranabíl. Árekstur tveggja bíla varð á gatnamótum Kringlumýrar- brautar og Bústaðavegar klukkan rúmlega 14 í gær. Báðar bifreiðarnar voru fjar- lægðar með kranabíl. Ekki er vitað um meiðsl á fólki. Ekið var á pilt á reiðhjóli í Fellsmúla skömmu eftir há- degið í gær. Pilturinn fann til eymsla í handlegg en óskaði ekki eftir að verða fluttur á slysadeild. _____________________FRÉTTIR________________________________________ ( Flokksstjórn Alþýðuflokks fellst á samkomulag flokksforystunnar við Dagsprent j Stefnt að útgáfu dagblaðs um miðjan september Blað með hjartað vinstra megin miðju, segir formaður Alþýðuflokksins Morgunblaðið/Arnaldur GUÐMUNDUR Árni Stefánsson alþingismaður og Sighvatur Björg- vinsson, formaður Alþýðuflokksins, ræða málin við upphaf flokks- stjórnarfundar Alþýðuflokksins á Grand Hótel í gærkvöldi. FLOKKSSTJÓRN Alþýðuflokks- ins féllst í gærkvöldi einróma á samkomulag það sem forysta flokksins hefur gert við Dagsprent, sem gefur út Dag-Tímann, um samstarf um dagblaðaútgáfu og jafnframt að útgáfu Alþýðublaðs- ins verði hætt sem dagblaðs. Sig- hvatur Björgvinsson, formaður AI- þýðuflokksins, undirritar í dag samstarfssamning við Dagsprent um útgáfumálin. „A-flokkamir og Þjóðvaki ganga til samstarfs við Dagsprent um út- gáfu blaðs sem ætlað er að verði öflugur málsvari jafnaðar- og sam- vinnumanna, með hjartað vinstra megin við miðju. Við göngum strax í það verk að undirbúa þá útgáfu og reiknum með að taka okkur sex vikur í það,“ sagði Sighvatur. „Þetta em einhver mestu tíðindi sem gerst hafa í samstarfí A-flokk- anna, sem hafa staðið í útgáfustríði hver gegn öðmm í áratugi," sagði hann. Sighvatur sagði að stefnt væri að því að blaðið liti dagsins ljós um miðjan september. „Þetta blað þarf að samsvara sínum lesendahópi og það má búast við að einhverjar breytingar verði gerðar en of snemmt er að fullyrða hverjar þær verða og auðvitað munu útgefend- ur blaðsins leiða það starf,“ sagði Sighvatur. Hann sagði engin skil- yrði sett af hálfu Alþýðuflokksins um hvemig æðsta ritstjórn blaðs- ins verður skipuð. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur komið til tals að nafni blaðsins verði breytt, og það heiti Dagur en engar ákvarðanir hafa verið teknar um það. „Ekki verið að endurlífga Dag-Tímann“ Guðmundur Ámi Stefánsson al- þingismaður sagði eftir fundinn að það hefði vakið ánægju manna að formaðurinn hefði lýsti því yfir að í þessu samkomulagi væri stefnt að stofnun nýs blaðs jafnaðar- og samvinnumanna 15. september. „Það skiptir alveg sköpum í mínum huga,“ sagði hann. Guðmundur Árni hefur á seinustu dögum lýst efasemdum um samstarfið við Dagsprent. Hann kveðst hafa lagt höfuðáherslu á að stofnað yrði nýtt blað jafnaðar- og samvinnumanna, „en ekki væri verið að endurlífga Dag-Tímann og það virðist hafa orðið ofan á. Það er meginatriði í mínum huga og ég er því tiltölu- lega sáttur og vona hið besta,“ sagði Guðmundur Árni. Síðasta tölublað Alþýðublaðsins sem dagblaðs kemur út á morgun, föstudag, hins vegar má að sögn Sighvats gera ráð fyrir að Alþýðu- blaðið verði gefið út nokkrum sinn- um á ári á vegum flokksins. Starfs- mönnum Alþýðublaðsins hefur ver- ið tryggt starf hjá Dagsprenti. Segir Sighvatur að þetta sam- komulag feli ekki í sér fjárútlát fyrir Alþýðuflokkinn. I I I ( I ( Morgunblaðið/Baldur Sveinsson Minkurinn í sókn en refurinn í lægð B-52 flugvélar í Keflavík REFASTOFNINN virðist vera í lægð um þessar mundir en minka- stofninn sækir stöðugt á. Samkvæmt upplýsingum frá Veiðistofu voru veiddir um 3.300 refir árið 1996 en 3.700 árið á undan. Hins vegar veiddust 6.300 minkar árið 1995 en heldur fleiri árið 1996. Áki Jónsson, hjá Veiðistofu, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri vitað hve mikil áhrif refaveið- arnar hefðu haft á stofninn, en ríkis- valdið hóf að beita sér af auknum þunga fyrir refa- og minkaveiðum árið 1957. „Með þessu aukna veiði- álagi virtist stofninn minnka nokkuð fram til ársins 1974 en síðan stækkaði hann aftur fram til ársins 1994. Síðustu ár hefur refúm hins vegar verið að fækka. Við vitum að spendýrastofnar sveiflast regulega og það lítur út fyrir að hér sé um náttúrulega sveiflu að ræða og að stofninn hafi aðlagast auknu veiðiá- lagi-“ Að sögn Aka hafa gengið nokkrar tröllasögur um fjölgun refa að und- anfómu. „Það hefur til dæmis verið fullyrt að refir frá friðlandinu á Homströndum flæði nú yfir ná- grannabyggðir ísafjarðar. Engar rannsóknir styðja hins vegar þessar fullyrðingar. Þvert á móti. Refir inn- an friðlandsins, sem hafa verið merktir, hafa ekki veiðst utan friðlandsins. Þá hefur veiðin utan friðlandsins ekki aukist neitt að ráði.“ Minkurinn í stöðugri sókn Áki sagði að ólíkt refnum virtist minkurinn vera í stöðugri sókn. „Það er um 5-7 ára sveifla í minkastofnin- um, en ólíkt refastofninum er minka- stofninn enn að stækka." Þrátt fyrir að minkastofninn sé stærri fæst mun minna verð fyrir veiddan mink en ref. Verðið er nú 1.200 krónur fyrir minkinn og 7.000 krónur fyrir refinn. „Af þessum mikla verðmun verður að álykta sem svo að refurinn þyki meiri skaðvaldur en minkurinn, enda leggst hann á sauð- fé. Það hefur hins vegar aldrei verið gerð nein úttekt á skaðsemi minks- ins,“ sagði Áki og bætti við að nú í ár væri í fyrsta skipti lögð minni áhersla á refaeyðingu en minkaeyðingu. TVÆR bandarískar Boeing B-52H sprengjuflugvélar komu hingað til lands í gær vegna vamaræfíngar Atlantshafs- bandalagsins, Norðurvíkings, sem haldin verður um næstu helgi. Leika óvinaflugvélar B-52 vélamar verða meðal annars notaðar til að varpa gervitundurduflum í sjóinn út af Reykjanesi og til að leika óvina- flugvélar, sem reyha að komast inn fyrir loftvamir íslands og gera loftárás á skotmörk hér á landi. B-52 vélamar tvær vom smíð- aðar árið 1960. Bandaríkjamenn hafa enn ekki hannað langdræga sprengjuflugvél, sem komið get- ur í stað B-52. Vélamar komu frá Barksdale-herstöðinni í Louisiana. Þrátt fyrir langt flug þurfti önnur þeirra að hringsóla í klukkustund yfir Reykja- nesskaga til að eyða eldsneyti og létta sig fyrir lendingu á Kefla- víkurflugvelli. Nokkur hundmð varaliðsmenn komnir Auk B-52 vélanna munu B-IB sprengjuþotur taka þátt í æfing- unni, svo og F-16 þotur frá vam- arliðinu í Keflavík og frá hol- lenzka flughemum, F-15 þotur frá Bandaríkjunum, AWACS rat- sjárflugvélar og Hercules C-130 flugvélar, sem búnar em tækj- um til að ragla fjarskipta- og ratsjárbúnað. Um 1.000 manns úr varaliði Bandaríkjahers munu taka þátt í æfingunni og meðal annars æfa vamir virkjanasvæðisins við Sog. Nokkur hundmð varaliðs- menn era nú þegar komnir til landsins. Flutninga- bíll valt STÓR flutningabfll, hlaðinn túnþök- um, valt í fyrrinótt á mótum Grafn- | ingsvegar og Biskupstungnabrautar | og fór á hliðina. Samkvæmt upplýs- j ingum frá lögreglunni á Selfossi var tvennt í bflnum og sakaði það ekki en bfllinn er að sögn mikið skemmdur. Selfosslögreglan var í fyrradag beðin að svipast um eftir hundi sem hafði horfið frá Auðkúluheiði. Hund- urinn fannst á Geysi eftir að ábend- ingar höfðu borist um að þar væri maður með hund sem passaði við lýsingu. Maðurinn hélt því fram að hann ætti hundinn en svo reyndist | ekki vera og var hundurinn fluttur til ( Selfoss. Þangað var hann sóttur í I gær og komið í hendur eiganda síns. I Lengd minning- argreina ATHYGLI höfunda minningar- greina, sem birtast eiga í Morg- unblaðinu, er vakin á því að blað- ið birtir að jafnáði eina uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd um látinn einstakling. Miðað er við að lengd annarra minningar- greina um sama einstakling tak- markist við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd eða um 2.200 tölvu- slög. Þetta jafiigildir um 25 dálksentímetrum í blaðinu, sem er rúmlega hálfur dálkur. Það eru eindregin tilmæli Morgunblaðsins til höfúnda minningargreina að þeir virði þessi lengdarmörk. Með því stuðla þeir að því, að minningar- greinar um látinn einstakling geti að jafhaði birzt allar á útfar- ardag en dreifist ekki á fleiri daga, eins og stundum vill verða. Ef minningargreinar, aðrar en ein uppistöðugrein, reynast lengri geta höfundar búizt við því að óskað verði eftir stytt- ingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.