Morgunblaðið - 31.07.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.07.1997, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Umdeild einkavæðing Svjazinvest Jeltsín sáttur við söluna Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, var í gær sagður sáttur við hvemig staðið var að sölu á fjórðungs hlut í rússneska Qarskiptafyrirtækinu Svjazinvest, sem hafði sætt harðri gagnrýni fjölmiðla undir stjórn áhrifamikilla fjármálamanna er studdu Jeltsín í kosningabaráttunni á liðnu ári. Anatolí Tsjúbajs aðstoðarforsæt- isráðherra skýrði Jeltsín frá sölunni í gær og sagði að forsetinn væri sannfærður um að farið hefði verið að ströngustu reglum í þessari mestu einkavæðingu'sem rússneska stjómin hefur ráðist í til þessa. Deilan varð til þess að áhrifamestu fjölmiðlar Rússlands, sem em undir stjóm nokkurra af stærstu bönkum landsins, gerðu harða hríð að um- bótasinnum í stjórninni. „Einkavæðingunni lýkur ekki með þessum samningi," sagði Tsjúbajs og bætti við að ráðgert væri að einkavæða nokkur stórfýr- irtæki, m.a. olíufyrirtæki, síðar á árinu. Jafnvirði helmings launaskuidanna Deilan um Svjazinvest blossaði upp á föstudag þegar fallist var á tilboð nokkurra fyrirtækja sem tengjast Uneximbank, þriðja stærsta banka iandsins, sem er undir stjórn Vladímírs Potaníns, fyrrverandi aðstoðarforsætisráð- herra. Fyrirtækin voru í samvinnu við nokkra erlenda fjárfesta, m.a. Deutsche Morgan Grenfell, banda- ríska auðkýfínginn George Soros og bandaríska fjárfestingarfyrir- tækið Morgan Stanley Asset Management. Tsjúbajs sagði að tilboð fyrir- tækjanna hefði verið mun hærra en tilboð keppinautanna og sölu- verðið myndi duga til að greiða helming allra launaskulda ríkisins. Reuter TYRKNESKT fjölmiðlafólk mótmælti í gær meðferð lögreglunn- ar á fimm blaðamönnum, sem fluttir voru á sjúkrahús eftir barsmíðar lögreglumanna þegar heittrúarmenn mótmæltu menntastefnu stjórnvaida á þriðjudag. Tyrkneska stjómin held- ur fast við umbótaáform Ankara. Reuter. MESUT Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands, sagði í gær að hann myndi ekki láta undan þrýstingi trú- aðra múslima og láta af áformum um breytingar á menntakerfí lands- ins. Deilur hafa risið milli veraldlega sinnaðra múslima og heittrúaðra, um menntun, byggða á trúarlegum forsendum, og eru heittrúaðir and- vígir þeim áformum Yilmaz, sem er veraldlega sinnaður, að minnka trú- arlega menntun í landinu. í fyrradag efndi fjöldi trúaðra múslima til mótmælaaðgerða í Ank- ara, höfuðborg Tyrklands, gegn fyr- irætlunum stjórnarinnar um að loka framhaldsskólum þar sem kennt er á trúarlegum grunni. Lögregla beitti hundum, vatnsbyssum og kylfum til þess að brjóta mótmælaaðgerðirnar á bak aftur. Yilmaz sagði í gær að harkalegar aðgerðir trúaðra myndu ekki skila árangri. „Þeim skjátlastef þeirhalda að þeir geti hrætt stjórn lýðveldisins með mótmælum á götum úti, hótun- um og kúgun,“ sagði hann á frétta- mannafundi í gær. Hann sagði enn- fremur að stjómin væri staðráðin í að standa við þær umbótaáætlanir sem gerðar hefðu verið. Yilmaz tók við embætti forsætis- ráðherra í júní, eftir að forveri hans, Necmettin Erbakan, lét af völdum vegna þrýstings frá hermálayfírvöld- um. Erbakan var trúaður múslimi, en yfirmenn hersins veraldlega sinn- aðir. Áætlanir Yilmaz um breytingar á menntamálum hljóða m.a. upp á að lengja skyldunám, byggt á verald- legum forsendum, í átta ár, en nú er það fimm. Þessi breyting myndi í raun hafa þau áhrif að margir skólar, sem byggja á trúarforsend- um, yrðu að hætta starfsemi. Á næstu vikum mun þingið greiða at- kvæði um stjórnarfrumvarp um breytingarnar. Yilmaz sakaði í gær Erbakan og stjómmálaflokk hans, Velferðar- flokkinn, um að hafa viljað vernda skóla, sem kenna á trúarforsendum, til þess að ala upp stuðningsmenn fyrir Velferðarflokkinn. Alsírskir öfgamenn fremja fiöldamorð Kosningar í skugga voðaverka París. Reuter. LIAMINE Zeroual, forseti Alsírs, hét því í ræðu á þjóðþingi landsins í gær að alls skyldi freistað til að tryggja frjálsar og sanngjarnar kosningar til sveitarstjórna í landinu í október, svo að styrkja megi lýðræðið í sessi og binda enda á óstöðugleikann, sem einkennt hefur alsírskt þjóðlíf að undanfömu. í kosningunum gefst Alsírbúum kostur á að velja fulltrúa sína í stjórnir 48 borga og um 1.500 smærri bæja. Nýju sveitarstjórnirn- ar, einkum í þorpum og einangruð- um byggðarlögum, munu standa frammi fyrir því vandasama verkefni að bregðast við og veijast morðum öfgamanna á saklausum íbúum af- skekktari byggðarlaga. I fyrradag banaði sprengja tveim- ur ungum stúlkum í þorpi skammt suður af Algeirsborg. í héruðunum Larba og Meda voru um 70 þorpsbú- ar myrtir í upphafi vikunnar, í hefnd- arskyni fyrir þá rúmlega þijú hund- ruð uppreisnarmenn úr röðum músl- ima sem öryggissveitir stjórnarhers- ins hafa fellt frá því um miðjan mánuðinn. Um 170 óbreyttir borgarar hafa verið myrtir í þessum héruðum á undanfömum vikum. Allt að 60.000 manns hafa hlotið ofbeldisfullan dauðdaga í Alsír frá því stjómvöld stöðvuðu þingkosningar á árinu 1992, þar sem stefndi í sigur flokks heittrúarmanna. ESB kvartar undan viðskiptahindrunum Breska stjórnin kynnir umdeildar áætlanir um innheimtu skólagjalda London. The Daily Telegraph. BRESKA stjómin kynnti í síðustu viku áætlanir um breytingar á fjár- mögnun háskólanáms. Framfærslu- styrkir til nemenda verða lagðir nið- ur og hafin innheimta skólagjalda, er geta numið allt að eitt þúsund sterlingspundum á ári, eða sem svar- ar eitt hundrað þúsund íslenskum krónum. Breskir fréttaskýrendur segja að breytingarnar, sem koma eiga til framkvæmda í október á næsta ári, þýði í raun að grundvallarhugmynd- in um ókeypis háskólanám fyrir alla sé lögð til hliðar. David Blunkett, menntamálaráðherra ríkisstjórnar Verkamannaflokksins, sagði á þingi að kreppa væri í menntakerfinu og að ríkisstjórnin hefði tekið á þeim mikla vanda sem kostnaður við há- skólanám væri. Réttlætti hann fyrirhugaðar að- gerðir stjórnarinnar með því, að háskólamenntað fólk ætti kost á betur launuðum störfum en aðrir. Stephen Dorrell, talsmaður íhalds- flokksins í menntamálum, sakaði ráðherrann um „hentistefnu", „ómerkilegheit" og að fara „rænandi og ruplandi" um peningaveski lág- tekjufólks. Nemendur greiði fjórðung skólagjalda Rannsóknarnefnd um framhalds- menntun, undir forsæti sir Rons Dearings, skilaði skýrslu í síðustu viku og eru tillögur stjómarinnar að nokkru byggðar á henni. Meðal þeirra tillagna sem stjórnin hyggst fara eftir, er að nemendur greiði sjálfir fjórðung skólagjalda, en þau nema alls um 400 þúsund íslenskum krónum á ári. Með þessu á að koma í veg fyrir fjárskort hjá háskólum, sem skólayfirvöld segja að geti num- ið allt að þrjú hundruð milljörðum króna árið 2000. í skýrslu nefndar- innar er þó tekið fram, að þetta muni ekki verða skólunum næg tekjulind. Það verða þó einungis nemendur sem koma frá fjölskyldum með árs- tekjur yfir 3,4 milljónum króna sem þurfa að greiða fjórðung gjaldanna. Þeir nemendur, sem koma úr fjöl- skyldum með árstekjur undir 1,6 milljónum, munu ekki þurfa að greiða neitt, og greiðslur þeirra, sem hafa tekjur þarna á milli, fara stig- lækkandi eftir því sem tekjurnar eru lægri. Nemendur úr röðum lágtekju- fólks þurfa hins vegar að endur- greiða framfærslulánin með svipuð- um hætti og aðrir. Framfærslulán til 20 ára í stað framfærslustyrkja, sem lagðir verða niður á næsta ári, verða framhaldsnemendum boðin lán til að standa straum af framfærslu sinni og skólagjöldum, allt að 250 þúsund krónum á ári. Þessi fyrirætl- an stjórnvalda er í andstöðu við til- lögur nefndarinnar. Lánin eiga að verða á hagkvæmum kjörum og endurgreiðast annaðhvort gegnum almannatryggingakerfið eða með hækkuðum tekjuskatti. Endur- greiðslum lánanna verður dreift á allt að 20 ára tímabil, í stað sjö ára nú, og hefjast þær þegar ákveðnu tekjumarki er náð. Reiknað er með að skuld nemenda verði að meðal- tali sem svarar rúmlega einni milljón íslenskra króna, eftir þriggja ára nám. Þar að auki býðst nemendum, sem eiga við „sérstaklega erfiðar" aðstæður 25 þúsund króna lán ár- lega. Fréttaskýrendur reikna út, að þriggja ára nám muni að líkindum kosta nemanda utan höfuðborgar- innar sem svarar einni milljón ís- lenskra króna, en sá sem stundar nám í London má reikna með að kostnaðurinn verði um það bil 1,2 milljónir. Þá hafa stjórnvöld lofað að tekið verði tillit til þess, að í Skotlandi tekur nám oft fjögur ár í stað þriggja. „Skammast sín“ fyrir tillögurnar Ken Livingstone, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði á mót- mælafundi nemenda gegn áætlunum stjórnarinnar, að flestir þingmanna Verkamannaflokksins hefðu notið ókeypis menntunar og ættu því ekki að „kippa fótunum undan“ næstu kynslóð nemenda. Fyrrum mennta- málaráðherra Verkamannaflokks- ins, Glenmara lávarður, sagði í lá- varðadeild þingsins að hann „skammaðist sín“ fyrir tillögur stjórnarinnar. Tony Blair forsætisráðherra sagði hins vegar að breytingamar myndu koma þjóðinni vel, þegar til lengri tíma væri litið og að stjómin myndi ekki skorast undan því að taka nauð- synlegar ákvarðanir. Nefnd skóla- manna lýsti tillögunum sem „djörf- um“ og „nauðsynlegu skrefi til að viðhalda gæðum kennslu og náms“. Landssamband breskra námsmanna minnti hins vegar á, að sú „martröð" gæti orðið að veruleika, að nemendur frá fátækum fjölskyldum myndu fresta því að hefja háskólanám vegna aukins skuldabagga sem því fylgdi. EVROPA^ Brussel. Reuter. TOLLAR, ákvæði um að „kaupa amerískt" og tilhneiging Bandaríkj- anna til að þröngva eigin reglum upp á útlendinga spilla samskiptum Evrópusambandsins og Bandaríkj- anna í viðskiptamálum, þrátt fyrir að tekizt hafi að þoka heimsviðskipt- um í frjálsræðisátt. Þetta er mat framkvæmdastjórnar ESB í árlegri skýrslu hennar um viðskiptahindran- ir í Bandaríkjunum. í skýrslunni er vitnað til „ógeð- felldrar þróunar", sem felist í því að einstök ríki Bandaríkjanna leggi hömlur á erlend fyrirtæki, sem eigi viðskipti við erlend ríki með vafa- saman orðstír í mannréttindamálum. Sérstaklega er fjallað um lög rík- isins Massachusetts, sem banna fyr- irtækjum, sem eiga viðskipti við Búrma, að taka þátt í opinberum útboðum ríkisstjórnarinnar. „Burt- séð frá beinu lögmæti slíkra aðgerða er Ijóst að þær trufla eðlileg við- skiptatengsl á alþjóðlegum vett- vangi," segir í skýrslunni. Skýrsluhöfundar segja að vissu- lega hafi margt áunnizt. Atlants- hafsstefnuskráin, sem samþykkt var fyrir tveimur árum, hafi mjög stuðl- að að því að heimsviðskipti færðust til frjálsræðisáttar. Þá hafi Banda- ríkjamenn opnað markað sinn í auknum mæli fyrir þjónustu sér- fræðifyrirtækja og árangur hafí náðst í viðræðum um hugverkarétt. Engu að síður er skýrslan aðallega langur listi kvartana, einkum vegna bandarískra laga, sem leggja hömlur á ríkisborgara annarra ríkja, eigi þeir viðskipti við ákveðin ríki sem Bandaríkin hafa átt í útistöðum við. Þar ber hæst Helms-Burton-lögin um Kúbu og D’Amato-lögin um Líbýu og íran. Skýrsluhöfundar segja að auk aðgerða alríkisstjórnarinnar færist í vöxt að einstök ríki setji lög, sem hvetji opinbera aðila til að kaupa bandarískar vörur fremur en að leita út fyrir landsteinana eftir útboðum. Þá bendir ESB á að enn séu veru- legir tollar í Bandaríkjunum á vefn- aðarvöru, skóm, leðurvörum, skart- gripum, leir- og glervöru. Austurríki fyrir dóm vegna vegatolla Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB hefur ákveðið að draga Austurríki fyrir Evrópudómstólinn vegna hækkunar á vegatollum á hrað- brautinni um Brenner-skarð. Umferð bíla frá öðrum ríkjum ESB um austurrísku Alpana hefur verið mörgum Austurríkismönnum þyrnir í augum, ekki sízt vegna mengunar. Austurrísk stjórnvöld segja tollana nauðsynlega til að beina umferð heimamanna á fá- farnari vegi og til að greiða kostn- að, sem fellur til vegna viðhalds á vegakerfinu og vegna mengunar. Framkvæmdastjórnin telur hins vegar að mismunun gagnvart öðr- um ESB-ríkjum felist í tollunum og að þeir hafi ekkert með umhverfis- vernd að gera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.