Morgunblaðið - 07.08.1997, Qupperneq 1
72 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
175. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
224 fórust með Boeing 747-300 þotu frá Suður-Kóreu á eynni Guam
Veður og a ðfli ugstæ' ki
hugsanlegar orsakir
Reuter
SLYSSTAÐURINN á Guam. Flak þotunnar liggur í íjalllendi sem björgunarfólki reyndist erfitt að komast til.
Agana á Guam, Seoul, London.
Reuter, The Daily Telegraph.
BJÖRGUNARMENN á slysstað á
Guam, þar sem Boeing 747-300 þota
suður-kóreska flugfélagsins Korean
Air Lines (KAL) fórst á þriðjudag,
sögðu síðdegis í gær að útilokað
væri að fólk væri enn á lífi í braki
vélarinnar. Þrjátíu manns komust
lífs af úr slysinu, en 224 fórust.
Rannsókn slyssins beinist nú eink-
um að því hvort bilun í aðflugstæki,
svonefndum svifhallageisla, hafi
stuðlað að slysinu.
Guam er bandarískt yfirráða-
svæði og hefur bandaríski herinn
þar bækistöð. Tuttugu og þrír voru
í áhöfn vélarinnar, og farþegar voru
231, flestir suður-kóreskir, á leið í
sumarfrí eða brúðkaupsferð. Þá
voru um borð nokkrir suður-
kóreskir stjórnmálamenn, þrjú ung-
börn og um tylft Bandaríkjamanna.
Að sögn bandaríska sjónvarpsins
CNN sátu flestir þeirra sem lifðu af
fremst í vélinni.
Vélin var á leið frá Seoul í Suður-
Kóreu til Guam og átti um þrjá kíló-
metra ófarna að flugvellinum þegar
hún hrapaði í fjallshlíð og rakst þar
á olíuleiðslu. Slysið varð um klukk-
an tvö aðfaranótt miðvikudags að
staðartíma, eða um klukkan 16 síð-
degis á þriðjudag að íslenskum
tíma. Eldur kom upp í vélinni og
brann skrokkur hennar að mestu.
Stélhluti var heillegur, og hreyflar
vélarinnar einnig. Martin Janezak,
aðmíráll í bandaríska hernum, bar
til baka fregnir um að flugmenn vél-
arinnar hefðu sent út neyðarkall og
tilkynnt um eld um borð í vélinni
skömmu áður en hún kom niður.
Flugvöllurinn sagður öruggur
Veður var slæmt á lendingarstað,
úrhellisrigning og þoka, en ekki
hvasst. Brak vélarinnar er dreift
um fjallshlíðina sem hún lenti í og
er fremsti hluti búksins í um það bil
25 metra fjarlægð frá meginhluta
vélarinnar. Búkurinn brotnaði í sex
hluta, og brann að mestu. Nokkrir
farþegar gátu gengið óstuddir út úr
brakinu.
Fulltrúi japanska flugfélagsins
All Nippon Airways kvaðst telja að
flugvöllurinn á Guam, sem heyrir
undir eftirlit bandarísku flugmála-
stofnunarinnar, FAA, væri öruggur.
„Við höfum flogið hingað í tíu ár og
aldrei lent í slysi og aldrei fengið
kvartanir," sagði hann. Fram-
kvæmdastjóri annars suður-kóresks
flugfélags, Asiana Airlines, sagðist
einnig sáttur við öryggismál á flug-
vellinum.
Aðstoðarforstjóri KAL, Lee Tae-
won, sagði að það gæti hafa ráðið
einhverju um hvernig fór að svif-
hallageisli, sem er aðflugstæki er
leiðbeinir vélum til lendingar í
slæmu skyggni, hefði ekki verið
virkur þegar slysið varð. Embætt-
ismenn á Guam hafa staðfest að
svifhallageislinn á vellinum hafi
verið bilaður um skeið. Fulltrúi
KAL á flugvellinum sagði að þótt
geislinn hefði ekki verið virkur
hefði fiugstjóri vélarinnar átt að
hafa nægar upplýsingar til þess að
lenda örugglega. Breska dagblaðið
The Daily Telegraph sagði hins
vegar að flugmenn margra vest-
rænna flugfélaga hefðu ekki reynt
að lenda þotu í myrkri við slíkar að-
stæður án þess að svifhallageislinn
væri virkur.
Formaður bandaríska samgöngu-
öryggisráðsins (NTSB) sagði í gær
að rannsókn á orsökum slyssins
væri hafin á vegum ráðsins. Sagði
hann að meðal þess sem athugað
yrði væri öryggisbúnaður fyrir
lendingar á flugvellinum. Fulltrúar
ráðsins eru væntanlegir til Guam í
dag.
Formaðurinn sagði að sprenging-
ar, sem fólk sagðist hafa heyrt eftir
að vélin lenti, hefðu sennilega komið
frá hjólbörðum hennar sem hefðu
sprungið vegna hita frá eldi. Flug-
riti vélarinnar, sem skráir tæknileg-
ar upplýsingar um flugið, og hljóð-
riti úr flugstjómarklefa hafa fundist
og verið sendir til Bandaríkjanna
þar sem athugun á þeim mun fara
fram.
■ Slysatíðni hjá KAL/23
Aðstæður
á flugvellin-
um góðar
SIGURJÓN Stefánsson, flug-
stjóri hjá Korean Air Lines, hef-
ur flogið til Guam á vegum fé-
lagsins og m.a.
flogið vélinni
sem fórst á
þriðjudag.
Hann segist
aldrei hafa orð-
ið var við annað
en að aðstæður
á flugvellinum á
Guam væru eins
og best verði á kosið. Fram hef-
ur komið að aðflugstæki, svo-
nefndur svifhallageisli, hafi ver-
ið óvirkt á flugvellinum í Guam
vegna bilunar.
Sigurjón hefur starfað hjá
KAL í tvö og hálft ár. Hann hef-
ur flogið á mörgum leiðum fyrir
félagið og segir að í öll þau skipti
sem hann hafi flogið til Guam
hafi hann ekki orðið var við ann-
að en að allur öryggisbúnaður á
vellinum hafi verið eins og best
verði á kosið. „En ef um hefur
verið að ræða bilun á tækjum og
um leið slæmt veður er það ekki
góð blanda,“ segir hann.
Allt viðhald til fyrirmyndar
Sigurjón segir að þessi tími
árs sé slæmur í þessum heims-
hluta hvað veðurlag varðar.
Þarna gangi yfir hitabeltisstorm-
ar sem geti verið öflugir. Ef slíkt
veður hafi geisað þegar slysið
varð og við bæst bilun í aðflugs-
tækjum megi segja að aðstæður
hafi verið með versta móti og
kallað á meiri varkárni flug-
manna en ella.
Einnig segir Sigurjón að allt
viðhald á flugvélum félagsins sé
til sóma og sér þyki því ákaflega
ólíklegt að bilun í flugvélinni
hafi verið orsök slyssins. „Þegar
flugslys eru annars vegar gildir
það sama og um önnur slys að
orsakanna er yfirleitt að leita í
samspili ákveðinna þátta er leiða
til slyss,“ segir Sigurjón. „Það er
alltaf hægt að telja til nokkur at-
riði í hverju tilviki.“
Arafat segir „mikla
baráttu“ framundan
Flóðasvæð-
in hreinsuð
FLÓÐIN í Mið-Evrópu voru x
rénun í gær og skildu eftir sig
vatnsósa hús og aur og eðju á
götunum. Flóðin stóðu í nímar
þijár vikur og urðu til þess að
stór hluti fxjósams ræktarlands
Ziltendorf-dældarinnar í Oder-
buch-dalnum breyttist í víð-
feðma mýri, sem moskítóflugur
herja á.
„Það er aur og dauður fiskur
út um allt á götunum og torgun-
um,“ sagði Ute Petzel, bæjar-
stjóri Ratzdorf, við mót fljót-
anna Oder og Neisse. „Það tek-
ur okkur margar vikur að
hreinsa bæinn.“
Á myndinni eru íbúar í þýska
Reuter
þorpinu Wiesenau að bera dýn-
ur úr varnargarði við heimili
sitt.
Jerúsalem. Reuter, The Daily Telegraph.
YASSER Arafat, leiðtogi sjálf-
stjórnarsvæða Palestínumanna,
sagði stuðningsmönnum sínum í
gær að framundan væri „mikil bar-
átta“ vegna ósveigjanlegrar stefnu
Benjamins Netanyahus, forsætis-
ráðherra Israels.
Mikil spenna hefur verið í sam-
skiptum Israela og Palestínumanna
eftir sprengjutilræði í Jerúsalem
sem varð 13 mönnum að bana í vik-
unni sem leið.
„Við verðum að búa okkur undir
þá miklu baráttu sem Netanyahu
hefur þröngvað upp á okkur - og
það sem koma skal er verra en það
sem við höfum séð til þessa," sagði
Arafat í viðtali við palestínsku
fréttastofuna Wafa. Netanyahu for-
dæmdi þessi ummæli og sagði þau
ekki til þess fallin að stuðla að sátt-
um milli ísraela og Palestínumanna.
Fregnir hermdu í gærkvöldi að
Hizbollah-skæruliðar hefðu skotið
rúmlega 30 flugskeytum á
hernumið svæði ísraela í suðurhluta
Líbanons. Ekki var vitað hvort
mannfall hefði orðið.
Rætt við Hassan prins
Netanyahu ræddi í gær við Hass-
an prins, bróður Jórdaníukonungs,
og Abdul-Salam al-Majaliu, forsæt-
isráðherra Jórdaníu. Eftir fundinn
sagði Netanyahu að ísraelar myndu
ekki slaka á aðgerðum sínum vegna
tilræðanna, en þeir hafa handtekið
170 Palestínumenn og lokað her-
numdu svæðunum.