Morgunblaðið - 07.08.1997, Síða 10

Morgunblaðið - 07.08.1997, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lúxusþota til leigu hjá Atl- anta FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur tekið við rekstri lúxusbreiðþotu af gerðinni Boeing 747. Þotur af þessari stærð rúma venjulega um 480 farþega en eins og hún er innréttuð rúmar hún tæplega 100 farþega. Leigan á þotunni er 20 þúsund dollarar á klukku- stund eða um 1,4 milljónir ís- lenskra króna. Að sögn Guðmundar Haf- steinssonar skrifstofustjóra Atl- anta á leigan sér langan aðdrag- anda, en Atlanta rekur þotuna í samvinnu við bandarískt fyrir- tæki, Palm Beach Aerospace. Það fyrirtæki sér um markaðs- mál, en þotan er markaðssett á aiþjóðavisu. Meðal þeirra sem hafa nýtt sér þjónustu vélarinnar er fjölskylda soldánsins af Brunei, Bill Gates eigandi Microsoft, ýmsar ríkis- sljórnir og Michael Jackson. FARÞEGAR í lúxusþotunni ættu að geta látið fara vel um sig. LÚXUSÞOTA Atlanta er leigð út á 1,4 milljónir á klukkustund. Notkun ýmissa afurða af sauðfé og nautgripum bönnuð í ESB Ekki áhrif á ís- lenzkan útflutning EVRÓPUSAMBANDIÐ bannaði í síðustu viku notkun afurða, sem unnar eru úr hlutum tengdum heila og miðtaugakerfí nautgripa, sauð- Q'ár og geita sem eru eldri en eins árs. Astæða bannsins er ótti við útbreiðslu kúariðu og riðu í sauðfé, en vísbendingar eru um að neyzla sýktra afurða geti valdið Creutz- feldt-Jacobs-sjúkdómi í mönnum. Brynjólfur Sandholt yfírdýralæknir segir að bannið, sem á að ganga í gildi um næstu áramót, muni ekki hafa áhrif á útflutning íslenzkra landbúnaðarafurða til Evrópusam- bandsins. Framkvæmdastjórn ESB tók ákvörðun um bannið að fenginni ráðgjöf frá Alþjóðaheilbrigðisstofn- uninni (WHO) og eigin sérfræðing- um í heilbrigði dýra. Bannið tekur til notkunar á hauskúpum, heilum, eitlum og mænum úr nautgripum, sauðfé og geitum sem eru eldri en tólf mánaða og til milta úr öllu sauðfé og geitum, burtséð frá aldri. Bannið er talið valda sláturhúsum í Noregi miklum aukakostnaði en Norðmenn hafa lögleitt allar dýra- heilbrigðisreglur Evrópusambands- ins, sem er að fínna í I. viðauka við samninginn um Evrópskt efnahags- svæði. Island er hins vegar undan- þegið öllum gerðum í viðaukanum nema þeim sem varða heilbrigði sjávarafurða og mun bannið því ekki gilda um landbúnaðarafurðir, sem ætlaðar eru til neyzlu hér á landi. Aftur á móti verða íslenzk sláturhús, sem hafa leyfi til útflutn- ings landbúnaðarafurða á Evrópu- markað, að gæta þess að virða bann- ið. Brynjólfur Sandholt segir að ís- lendingar flytji eingöngu út afurðir af lömbum, sem bannið taki ekki til. „Þetta ætti ekki að hafa nein áhrif á okkar erlenda markað,“ seg- ir hann. Dregur úr notkun sviðahausa af fuilorðnu fé Aðspurður hvort íslenzk heil- brigðisyfirvöld hafi velt fyrir sér hvort ástæða sé til að setja hér sambærilegar reglur og settar hafa verið í ESB, segir Brynjólfur að svo sé ekki. „Afurðir af lömbum hafa aldrei haft áhrif á sjúkdóma í fólki. Við höfum heldur ekki gert neinar ráðstafanir vegna afurða af eldri Timburhús í Hafnarfirði Til sölu húsið Brekkugata 12 Hæð, ris og kjallari, alls um 160 fm. Á hæðinni eru tvær góðar stof- ur, herbergi og eldhús. Á rishæð eru 5 herb. og bað. 46 fm bílskúr. Geymslukjallari. Ekkert áhvílandi. Gamalt hús á mjög góðum stað. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. gripum af því að við höfum alltaf lógað þeim strax og riða kemur upp. Við teljum að riða sé ekki út- breidd hér að sama marki og í ná- grannalöndum okkar, þar sem sjúk- dómurinn er landlægur. Hér er líka önnur stjómun á sauðfjárræktinni og við höfum verið mjög harðir að skera niður strax. Hingað til höfum við því ekki talið ástæðu til þessa,“ segir hann. Brynjólfur segir að mjög hafi dregið úr því að notaðir séu t.d. hausar af fullorðnu sauðfé til að svíða þá, enda hafi sviðaát minnkað á undanförnum árum. Hér sé heilinn úr sauðfénu heldur ekki snæddur eins og t.d. tíðkist í Frakklandi. „Slátur, sem hér er selt, er ævinlega af lömbum en ekki af fullorðnu. Stundum hafa verið seldir hausar af eldra fé og þá á lægra verði, þannig að sumir hafa keypt slíkt,“ segir hann. í Noregi hafa lyfjafyrir- tæki haft áhyggjur af banni Evrópu- sambandsins, þar sem áðumefndar afurðir hafa verið notaðar í ýmis lyf, sem framleidd eru þar í landi. Brynjólfur segist ekki muna til að íslenzkur lyfjaiðnaður noti afurðir úr sláturfé. Merarblóð, sem notað hafí verið til lyfjaframleiðslu, sé undanþegið banni ESB. Sindri Sindrason, framkvæmda- stjóri Pharmaco, segir að óhætt sé að fullyrða að ekkert af hinum bönn- uðu afurðum sé notað í íslenzkum lyfjaiðnaði. MEG frá ABET UTANÁHÚS FYRIRLIGGJANDI PP &CO Þ. ÞOHGRÍMSSON & CO ÁRMULA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SIMI 553 8640 568 6100 MIKILL hluti þess rýmis sem fer í sætapláss í venjulegum þotum er nýttur í setustofur og fundaaðstöðu. Yfirbygging yfir skautasvellið í Laugardal IBR gengur til samninga viðístak BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita íþróttabandalagi Reykjavíkur heimild til að ganga til samninga við ístak hf. um yfirbyggingu yfir skautasvellið í Laugardalnum. Dómnefnd hafði áður hafnað öllum tilboðum í lokuðu alútboði. Tillög- urnar voru á 40% til 52% yfir kostn- aðaráætlun ÍBR. Kostnaðaráætlun- in hljóðaði upp á 160 milljónir króna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að gert sé ráð fyrir að kostnaður ístaks við yfir- bygginguna og breytingar á þaki á eldra húsnæði nemi um 183 milljón- um króna. Ingibjörg Sólrún sagði að í samn- ingi Reykjavíkurborgar og ÍBR væri gert ráð fyrir að kostnaður við yfirbygginguna næmi um 160 milljónum króna. „Auðvitað renna menn svolítið blint í sjóinn með slík- ar viðmiðunartölur en ÍBR taldi að hægt væri að fá mannvirkið fyrir 160 milljónir. Sú áætlun var gerð eftir að skoðaðar höfðu verið um 10 skautahallir á hinum Norður- löndunum. Kostnaður vegna bygg- ingu skautahallanna hafði numið á bilinu 90 til 500 milljónir," sagði Ingibjörg og tók fram að þótt mið- að hefði verið við 160 milljónir í samningnum hefði verið gert ráð fyrir 150 milljónum í útboðslýsingu alútboðs. Hún sagði að innsend tilboð hefðu hljóðað upp á mun meiri kostnað en gert hefði verið ráð fyr- ir. „Menn ákváðu einfaldlega að tilboðin væru of dýr til að menn treystu sér til að taka þeim en töldu samt að ekki væri fullreynt að hægt væri að fá ódýrara mann- virki. Þess vegna var farið í samn- ingaviðræður,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Ný tilboð send inn Viðræður fóru fram við verktak- ana þijá úr alútboðinu og ístak. ístak hafði vegna mistaka ekki skil- að inn tilboði áður en lokafrestur í alútboðinu rann út 10. júlí sl. Ár- mannsfell hf. og ístak hf. skiluðu inn tilboðum um byggingu á ódýr- ari húsi. Byggingarnefnd skautasvellsins og ráðgjafi hennar töldu byggingu ístaks vandaðri og skipulag innan- húss betra. ístak leysti betur teng- ingu núverandi húss við svellið og breytingar á þaki og tillagan félli betur að hugmyndum um rekstur hússins. Kostnaðarverð bygging- anna var talið svipað. Ingibjörg Sólrún sagði að gert væri ráð fyrir að yfirbyggingin kostaði um 179 milljónir. „Ef þaki er svo breytt á gömlu byggingunni fer upphæðin upp í 183 milljónir," sagði hún. „Út af fyrir sig má segja að menn séu að fá dýrari byggingu en lagt var af stað með í upphafi en kostnaðurinn er samt talsvert minni en kostnaðaráætlanir höfðu hljóðað upp á um byggingu skauta- hallar eða á þriðja hundrað milljón- ir.“ Borgarráð hefur samþykkt ósk ÍBR um að miðað verði við teikning- ar Istaks að yfírbyggingu skauta- svells í Laugardal. Fallist hefur verið á ósk ÍBR um endurskoðun á samningi við Reykjavíkurborg um byggingu og rekstur skautasvells- ins. ÍBR gerir ráð fyrir að heildar- byggingarkostnaður verði á bilinu 185 til 190 milljónir. Ósamræmi milli verðhugmyndar og útboðskrafna Árni Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að augljós- lega hafi ekki verið samræmi á milli verðhugmyndar og útboðs- krafna í alútboðinu. „Ekki voru gerðar aðrar athugasemdir við til- lögur verktakanna en að verðhug- myndir um 150 milljón króna mark- ið stóðust ekki. Reyndar hafði Reykjavíkurborg lofað 160 milljón- um í framkvæmdina. Mér hefði í framhaldi af því fundist eðlilegt að talað væri við alla verktakana og kannað með hvaða hætti væri hægt að koma til móts við hugmyndir beggja. í staðinn er öllum tillögun- um hafnað og hafnar viðræður við annan aðila. Niðurstaðan út úr þeim viðræðum er hin sama. Að verðhug- myndir eru ekki hinar sömu. Kostn- aður við hugmyndir ístaks nemur væntanlega um 185 milljónum króna,“ sagði Árni. Hann tók fram að aðrir verktak- ar hefðu betur vitað áður en þeir skiluðu inn sínum tillögum að kostnaðurinn yrði hærri en gert var ráð fyrir í útboðslýsingunni. Vinnubrögð við útboð gagnrýnisverð Hann sagði umhugsunarvert hversu miklu fé_ ætti að eyða í yfir- bygginguna. „Ég hef upplýsingar um að hægt sé að byggja yfir skautasvell frá 80 milljónum upp í hálfan milljarð. Nú virðist hafa komið í ljós að ekki sé hægt að yfirbyggja skautasvellið fyrir lægri upphæð en 185 milljónir. í sjálfu sér er umhugsunarvert hvort yfir- byggingin þarf að vera svona dýr,“ sagði hann og lagði áherslu á að gagnrýnin snerist fyrst og fremst að aðdraganda og vinnubrögðum við útboðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.