Morgunblaðið - 07.08.1997, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
JÓN H. Sveinsson við dúnþurrkarann sem hann lét smíða.
ÚR versluninni í Moskvu. Dúnjakkinn kostar 115 þúsund krónur
og stærri sængin 350 þúsund. Þarna eru einnig ljósmyndir og
myndband með kynningarefni um æðarræktina.
Selur æðardúnsjakka og -sængur í Moskvu
Yerðmæti dúns-
ins margfaldast
Jón Sveinsson hefur veríð að þróa nýjar aðferðir við hreinsun
æðardúns. Jafnframt er hann að látið hanna o g sauma æðardúns-
jakka og -sængur í félagi við Rússa og hafa þeir stofnað eigin
verslun í Moskvu. Helgi Bjamason kom við í Miðhúsum.
„ÞETTA er deyjandi iðnaður og það
sem verra er kreppan er heimatilbú-
in,“ segir Jón H. Sveinsson æðar-
dúnsútflytjandi í Miðhúsum í Reyk-
hólasveit. Jón hefur reynt fyrir sér
með ýmsar nýjungar í hreinsun og
útflutningi og telur að tilraunastarf-
semin sé að skila árangri.
Styttist í niðursveiflu
Miklar sveiflur hafa verið í verði
og útflutningi æðardúns. Um 1990
voru flutt út 3,1 til 3,2 tonn af
æðardúni. Markaðurinn hrundi og
kreppan hefur staðið síðan. Verðið
í erlendri mynt er fyrst nú að kom-
ast í sömu hæðir og fyrir verðfallið,
að sögn Jóns. „Því miður er þetta
heimatilbúinn vandi. Útflutningur-
inn er á höndum fárra stórra útflytj-
enda sem yfirbjóða hver fyrir öðrum,
upp fyrir sársaukamörk markaðar-
ins, þar til dúnninn hættir að selj-
ast.“
Skilaverð til bænda fór niður í 14
þúsund kr. í dýpsta öldudalnum. Jón
telur að farið sé að styttast í næstu
niðursveiflu. „í vetur greiddu útflytj-
endur um 60 þúsund kr. fyrir kílóið
en drógu frá kostnað við hreinsun.
Nú er samkeppnin orðin svo hörð
að menn greiða 60 þúsundin og gefa
hreinsunina eða veita viðlíka kjör.
Svo taka menn að meðaltali að
minnsta kosti 9.000 kr. á kíló í
umboðslaun. Þetta er of mikið fyrir
markaðinn, eftirspurnin er farin að
minnka. Allur dúnninn endar á Jap-
ansmarkaði, sama hvert hann er
fluttur í upphafi. Núna situr til dæm-
is einn japanskur innflytjandi uppi
með 200 kg og hann kaupir varla
mikið í bráð,“ segir Jón.
Ný tækni við hreinsun
Jón nefnir þrennt þegar hann er
spurður um breyttar áherslur: Hann
er að þróa aðferðir til að hreinsa
dúninn hratt og örugglega, hann
leggur áherslu á að komast lengra
inn á markaðinn með því að stunda
vöruþróun og loks segist hann leggja
sem minnst á dúninn til að ofbjóða
ekki markaðnum.
Dúnframleiðslan einkennist af því
að æðarræktendur safna dúninum á
vorin og síðan er verið að hreinsa
hann langt fram eftir vetri. Jón hefur
þróað og endurbætt vélar sem hafa
aukið mjög afkástagetu við hreinsun-
ina. Þá hefur hann ráðið erlent vinnu-
afl að hreinsuninni á sumrin. Með
þessum aðferðum hefur honum tekist
að ljúka dúnhreinsuninni á sumrin.
Jón og rússneskur viðskiptafélagi
hans hafa unnið að þróun vamings
úr íslenskum æðardúni fýrir rúss-
neskan markað. Hafa þeir látið þvo
dúninn hér á landi og sauma úr hon-
um jakka og sængur.
Hönnuður á þeirra vegum hefur
hannað nokkrar flíkur sem þeir em
að prófa á markaðnum. Fengu þeir
horn í húsgagnaverslun til að hafa
þessar vörur til sölu. Auk varningsins
er þar ýmislegt kynningarefni um
æðarrækt sem Jón segir að hafi vak-
ið athygli.
Salan hefur farið rólega af stað
en Jón segir að ekki þurfi mikla sölu
til að þessi starfsemi borgi sig. Fyrsti
viðskiptavinurinn var patríarkinn í
Moskvu, yfirbiskup rétttrúnaðar-
kirkjunnar, Alexei II, sem sefur nú
við æðardúnsæng frá Miðhúsum.
Dúnsængurnar eru seldar á verði sem
samsvarar 350 þúsund íslenskum
krónum. Einhveijir eiga peninga í
Moskvu því í vetur kom kona inn í
búðina og keypti átta sængur og líf-
vörður hennar greiddi andvirði þeirra
í dollaraseðlum, að sögn Jóns.
„Við höfum verið að hreinsa dún
í kofum um allt land í 200 ár og flutt
hann óþveginn úr landi. Með vöruþró-
un og framleiðslu fyrir smásölumark-
að verður gífurleg verðmætaaukning
og hvert dúnkíló margfaldast í verði.
Með því að þvo dúninn kæmumst við
mun lengra inn á markaðinn," segir
Jón en tekur jafnframt fram að Jap-
ansmarkaður sé sérstakur og afar
erfiður viðureignar.
Rússneskur viðskiptafélagi Jóns
hefur reynt að tína dún og kaupa í
Rússlandi en gengið misjafnlega.
Dúnninn hefur verið hreinsaður hér
og sendur aftur út. Þeir eru að at-
huga möguleikana á að stofna útibú
í Rússlandi til að vinna dún. Jón
hefur einnig fengið fyrirspurnir frá
Finnlandi um hreinsun og er að skoða
prufur þaðan.
r
Fylgist þú
meö tímanum
að næturlagi...?
Ef svo er, þá þjáist þú örugglega af...
Svefnleysi..
IDE BOX sænsku fjaðradýnurnar leysa málin hvort
sem er fyrir einstaklinga eöa hjón. IDE BOX eru
ejnstakar gæöadýnur á haastæöu veröi.
Áralöng reynsla okkar og sérþekking starfsfólks
mun auövelda þér valiö. Aöalmarkmið okkar er
aö þú sofir vel og eigir
góöa daga í líkamlegri
yellíöan. Þúsundir
íslendinga hafa treyst
okkur fyrir daglegri
vellíöan sinni.
ÞEGAR ÞU VILT SOFA VEL
KOMA TIL OKKAR
HÚSGAGNAHÖLUN
RÚSSAR við fjaðratínslu í Miðhúsum, f.v. Kristina Solodova, Ioulia Khlamova,
Yelena Soloviova og Jelena Mikheeva.
„Verkfræðingar“ og „blaða-
maður“ við dúnhreinsun
FJÓRAR rússneskar stúlkur
vinna í suraar við að hreinsa æðar-
dún á Miðhúsum í Reykhólasveit.
Rússneskur viðskiptafélagi Jóns
H. Sveinssonar æðardúnsútflytj-
anda í Miðhúsum útvegaði honum
tvær stúlkur í fyrrasumar og þær
komu aftur í sumar og tvær til.
Jón lætur afar vel af stúlkunum
fjórum, segir að þær séu áreiðan-
legur vinnukraftur.
Þrjár stúlknanna hafa lokið
tækninámi og eru gjarnan kallað-
ar „verkfræðingar" í Reykhóla-
sveitinni. Sú yngsta, „blaðamað-
urinn“, er við nám í fjölmiðla-
fræði.
Dvöl þeirra í Miðhúsum hefur
vakið athygli í sveitinni og fullyrt
er að ungir menn úr nágrenninu
geri sér ótrúlegustu erindi við Jón
í Miðhúsum eða aðra úr fjölskyld-
unni og lít.i við i dúnhreinsihúsinu
í leiðinni.
Rússnesku stúlkurnar láta vel
af dvölinni, Kristina Solodova su
sem er í fjölmiðlafræðinni segir
að vinnan sé auðveld. Á kvöldin
og um helgar fara þær í sund,
skoða sig um og fara jafnvel á
sveitaböll. Kristina segir að öðru-
vísi tónlist sé leikin á böllunum
en þær séu vanar frá sínum
heimahögum en annað svipað:
„íslendingar drekka mikið
brennivín, eins og Rússar.“