Morgunblaðið - 07.08.1997, Síða 24

Morgunblaðið - 07.08.1997, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 LISTIR Að sigla er nauðsyn - að lifa er ekki nauðsyn Bandaríski rithöfundur- inn William Seward Burroughs er látinn. Hann andaðist seint að kvöldi 2. ágúst 1997, áttatíu og þriggja ára að aldri, eftir hjartaslag. Geir Svansson hefur fylgst með bókmennta- útlaganum Burroughs um árabil og kveður hann hér nokkrum orðum. WILLIAM Burroughs. Ljósmynd frá 1995 eftir Annie Leibowitz. JÆJA, þá er hann loksins laus úr viðjum líkamans hann Burroughs. Þessu úrelta dýrahylki, eins og hann vildi meina. „Navigare nec- esse es. Vivare no es necesse.“ (Eða: „Það er nauðsyn að sigla, að lifa er ekki nauðsyn.“). Þetta mottó, sem frumherjar í úthafssiglinum á fimmtándu öld hughreystu sig með áður en haldið var út í óvissuna, gerði Burroughs að sínu. Og nú er hann farinn. Hann hélt því jú fram á sínum tíma að við værum hérna á jörðinni til þess eins „að fara“. Burt af þessari úrsérgengnu plá- netu þar sem löggur og klöguskjóð- ur ráða ríkjum, og hverrar dagar eru taldir. Ut í geim, til framtíðar. í því ferðalagi hlýtur líkaminn að vera til trafala og Burroughs hafði aldrei minnsta áhuga á því að vera jarðbundinn. Hellti sér út í spillingu William Seward Burroughs II fæddist 5. febrúar 1914 í St. Lou- is í Missouri-ríki Bandaríkja Norð- ur-Ameríku. Fjölskylda hans tald- ist ofarlega í millistétt og var í góðum efnum. Hann útskrifaðist frá Harvard-háskólanum með gráðu í enskum bókmenntum og hafði alla möguleika á því að þræða beinu brautina í lífinu. En það var eitthvað í fari hans sem gerði hann fráhverfan stöðu sinni og stétt. Burroughs vék af þeim vegi sem honum var tilætlaður við fyrsta tækifæri og alltaf þegar hann gat. Hann var ákaflega vel gefinn en þoldi illa staðlaða skóla- hugsun: hann valdi sitt lesefni sjálfur, sökkti sér í hættulega höf- unda, eins og t.d. Nietzsche, og fór sínar eigin leiðir. Þá var hann samkynhneigður og því „útlagi" fyrir það vik. Það er annars makalaust hvað karlinum entist lífið - og líkaminn. Maður sem ungur ákvað að „hella sér út í spillingu" til að kanna undir- heima og dreggjar þjóðfélagsins. Og hann lét ekki sitja við orðin tóm heldur sökkti sér í hvers kyns ólög- lega óhollustu og prófaði allt. Þetta kostaði hann heróínþrældóm um árabil en með herkjum, eftir að hafa hrasað nokkrum sinnum, tókst honum að losna. Burroughs var reyndar kominn vel á sjötugsaldur þegar hann féll í síðasta sinn en sú töm entist á þriðja ár og reið honum næstum að fullu. Goðsögnin um persónu Burr- oughs, og skuggalegt lífshlaup, er mun þekktari en skáldskapur hans: Það sem vekur forvitní, hneykslun sumra, og jafnvel óhugnað, er síður rithöfundurinn en ímyndin af Burro- ughs: forherta eiturlyfjaneytandan- um og hommanum sem skaut eigin- konu sína til bana. Útgefin ritverk hans skipta tugum en fjölmiðla- ímyndin af hinum kalda gráa níhi- lista er engu að síður mun útbreidd- ari en vinsældir bóka hans gefa til kynna. Það er reyndar erfítt að skilja líf hans frá höfundarverki hans; það fyrmefnda er hluti af því síðarnefnda og öfugt. Fyrir þessa ímynd varð hann fyr- irmynd andmenningarsinna, eins konar tákn fyrir tómhyggju og and- félagslegt niðurrif. Sjálfur gerði Burroughs lítið með þetta, átti t.d. bágt með að skilja af hvetju sumir vildu gera hann að „guðföður pönks- ins“. Ahrif hans í svokallaðri neðan- jarðarmenningu og menningarkim- um fram á þennan dag era víðtæk. Sjálfseyðingarárátta sumra aðdá- enda hans, t.d. Kurts Cobains sem gekk fram af sjálfum sér í eiturlyfja- sukki og komst loks í „klúbbinn“ (sem honum varð víst tíðrætt um) með Hendrix, Morrison, Joplin og kó, var honum framandi og sjálf- sagt kjánaleg. Burroughs hafði nóg að sýsla og ætlaði sér þrátt fyrir allt að lifa af: „Survival, it‘s the name of the game,“ segir hann á einum stað. Sundurlausar skáldsögur Skáldskapur og skáldskapar- fræði Burroughs eru ákaflega óhefðbundin. Skáldsögurnar eru yfirleitt sundurlausar og söguþráð- ur oft ekki annar en sérhver les- andi kann að finna. í sumum bók- anna beitti hann „klippitækni" þannig að tilviljun ein ræður út- komunni og textanum. Burroughs var nefnilega ekkert heilagt í sam- bandi við tungumálið. Það þurfti að beijast við ofurvald orðanna og með því að klippa á þau var bók- staflega hægt að skapa sér nýjan heim. Orðin eru nefnilega ekki hei- lög og búa ekki yfir öruggri merk- ingu. Tilgátan nær reyndar mun lengra því Burroughs hélt því fram að orð- ið væri víras (utan úr geimnum) sem hefði tekið sér bólfestu í manninum! Og vegna þess að veiran er stillt inn á sjálfstortímingu þarf að „afmá orðið" og tungumál. Með tilraunum sínum ætlaði Burroughs sér að kom- ast að raunveruleikanum bakvið orðin. Hvorki meira né minna. Hann MORGUNBLAÐIÐ í MIÐRI orðabaráttu. Burroughs í París 1960. hafnaði rökrænu orsakasambandi, sem vísindamenn hafa troðið upp á heiminn, vildi endurvekja galdur augnabliksins, hið ófyrirsjáanlega og lífsháskann. í staðinn fyrir ann- aðhvort/eða kemur bæði/og: „Ekk- ert er Satt, allt er leyfilegt." Markm- iðið var að leita uppi og eyðileggja öll valdakerfi og frelsa manninn undan trúarbrögðum, kúgun, kyn- ferðislegri bælingu, hefðbundnum fjölskyldugildum og öllum ismum eins og þeir leggja sig: nasisma, kommúnisma, fasisma. Afmáning orðsins er reyndar skil- yrði þess að losna við líkamann og komast þannig að samskiptaháttum þagnarinnar, að orðavírusnum gengnum, til að geta síðan yfirgefið jörðina. Það var enginn hörgull á skringi- legum og róttækum tilgátum. Sum- ar þeirra er varasamt að taka alger- lega „á orðinu." Kannski er að vissu leyti hægt að lesa úr þessum kenn- ingasmíðum öllum, svo og eitur- lyfjaneyslunni og sjálfskipaðri út- legð frá heimalandinu, sálarstríð útlaga sem varð illilega á í mess- unni. Hörmulegur dauðdagi eigin- konu hans og örlög sonar þeirra sem drap sig á eiturlyfjum hefur alla tíð hvílt á Burroughs og með auknum þunga eftir því sem árin hafa færst yfir, ef marka má ævi- sögur sem vinir hans hafa skráð. Ef til vill var það slysaskotið sem dreif hann áfram í skrifunum, gerði honum þann kost einan að „skrifta". En víst er að hann losn- aði ekki, og losnar aldrei, undan augnablikinu þegar skotið reið af. Ekki einu sinni í þessari grein sem á að vera virðingarvottur. Miskunnarlaus hreinskilni William Burroughs átti það sam- eiginlegt með vini sínum, beat- skáldinu Allen Ginsberg, sem lést fyrr á þessu ári, að koma ætíð til dyranna eins og hann var klæddur. Ólíkt Ginsberg kom hann reyndar alltaf klæddur til þeirra, oftar en ekki í jakkafötum með vesti, bindi um hálsinn og barðahatt á höfði. Hreinskilni félaganna gagnvart eigin lífi og gjörðum var miskunn- arlaus og þeir drógu hreinlega ekk- ert undan. Þetta gerði þeim kleift að halda listrænu sjálfstæði sínu og þeir stunduðu stofnana-andóf fram í rauðan dauðann. Burroughs mistókst á endanum að afmá orðið og „eyðileggja öll málkerfi" með orðin sjálf að vopni. Undir lokin megnaði hann varla að skrifa leng- ur vegna þess að hann var kominn „að mörkum þess sem hægt er að gera með orðum“, eins og stendur í einni síðustu skáldsögunni. Það má hann þó eiga að hann lagði sig allan í baráttuna og nú hefur hann alltént öðlast þögnina sem sam- kvæmt kenningunni er nauðsynleg forsendá þess að losna við holdið og halda út í geim, á vit óvissunn- ar, til æðra tilverustigs, ef vel vill til. Sögusögnin um frum myndina afhjúpuð GUNNAR Karlsson opnar málverka- sýningu í Sjónarnóli, Hverfisgötu 12, laugardaginn 9. ágúst kl. 15. Þetta er jafnframt síðasta sýningin sem haldin verður á þeim stað. Sjónar- hóll var settur á laggirnar fyrir rúmu hálfu öðru ári í tengslum við Sjón- þing Gerðubergs. I kynningu segir: „í þrískiptum salarkynnum Sjónarhóls hefur Gunnar komið fyrir þremur voldug- um skiliríum sem öll bera sama heitið, Triplex, enda er hvert ná- kvæm eftirlíking annars. Með því að mála í þríriti heppnast Gunnari á beinskeyttan hátt að afhjúpa sögusögnina um frummyndina sem löngum hefur loðað við þennan al- dagamla miðil. Það að myndirnar eru unnar af gríðarlegri nákvæmni flækir hugtökin „frummynd" og „eftirmynd" aðeins enn frekar sam- an, svo að tengsl þeirra verða ámóta leyndardómsfull og órjúfanleg og hin heilaga þrenning. Þessari ráð- gátu til dýrðar eru altaristöflur iðu- lega þríbrotnar til að hægt sé að leggja hliðarvængina aftur og varð- veita betur sannleikann, en á er- lendri tungu kallast slík formgerð „triptych". Gunnar falsar sjálfan sig, ef svo má segja, í því skyni að leiða okkur frelsarann fyrir sjónir þar sem hann líður bjargarlaus og búklaus um undirdjúpin innan um fótógenísk sjávardýr í einskonar upphöfnum, eiturgulum Disney ljóma. Kristur skotrar bænaraugum upp til himna, langeygur eftir því að losna úr prísundinni, meðan bibl- íulokkarnir hans leika lausum hala og vefjast um allt sem á vegi þeirra verður.“ Sjónarhóll er opinn fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18. Sýningunni lýkur 31. ágúst. Hádeg’is- tónleikar í DAG leikur Katalin Lörincz organisti Akraneskirkju á hádeg- istónleikum Hallgrímskirkju. Efn- isskrá hennar er tvískipt. Annars vegar leikur hún barokktónlist eft- ir Pachelbel og Bach og hins vegar tónlist samlanda síns, Ungveijans Frigyes Hidas. Eftir Pachelebel leikur hún Tokkötu í e-moll og eftir Bach leikur hún Konsert í G-dúr BWV 592 og sálmaforleik- inn Wer nur lieben Gott liisst walt- en BWV 642. Eftir Hidas ieikur Katrín Vöggulag og Tokkötu. í hádeginu laugardaginn 9. ág- úst leikur bróðir Clemens Hamber- ger OSB, organisti klaustursins Múnsterchwarz í Bæjaralandi. Hann leikur einnig á tónleikum tónleikaraðarinnar Sumarkvölds við orgelið sunnudaginn 10. ágúst kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.