Morgunblaðið - 07.08.1997, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.08.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 27 LISTIR Borgarstarfsmenn BÓKMENNTIR Sagnfræöi SAGASTARFSMANNAFÉ- LAGS REYKJAVÍKUR- BORGAR 1926-1996 Lýður Björusson: Reykjavík 1997, 264 bls. NÚORÐIÐ þykir það hlýða að sveitarfélög, kaupstaðir, stofnanir, félagasamtök o.fl. minnist áfanga á ferli sínum með söguritun. Eru ófá ritin af því tagi sem séð hafa dagsins Ijós á síðustu árum. Gjarnan eru ráðn- ir sagnfræðingar til að annast verkið og er það sjálfsagt mörgum góð atvinnu- bót. Víst er þetta góður siður og ætla má að með þessu móti safnist í sarp Islandssögu síð- ustu eitt til tvö hundruð árin. Mörg þessara rita eru og mætavel unnin og rituð af leikni. í þetta sinn er það Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sem minnist sjö áratuga starfsemi með því að fela Lýð Bjömssyni sagnfræðingi að rita söguna. Að loknum ávörpum tignarmanna (borgarstjóra, formanns BSRB og formanns fé- lagsins) hefst sjálf sag- an. Skiptist hún í tvo hluta. Hinn fyrri nefnist Félagsagan og eins og nafnið segir er hún rak- in til nútímans, — for- saga, stofnun félags, mótunarár og síðan koma helstu viðfangs- efni og atburðir eftir því sem tilefni eru til. Í síð- ari hluta segir frá fé- lagsdeildum, en starfs- mannafélagið skiptist í sextán deildir, skrifstofuhaldi og fleira. Nafna- og myndaskrá er í Lýður Björnsson bókarlok, en frá heimildum segir höfundur í eftirmála. Allmargar myndir eru í bókinni. Varla verður sagt að lestur þess- arar bókar sé spennandi. Til þess ber frásögnin of mikinn keim stutt- aralegrar skýrslu. Auk þess virðist þetta góða félag ekki hafa staðið í ýkja miklum stórræðum eða átökum um dagana. Starfsmenn Reykjavík- urborgar virðast yfirleitt hafa verið ósköp hlýðnir og þægir eða þá að farið hefur verið svona vel með þá. Ástæðan getur raunar verið önnur. Yfirmennirnir eru pólitísk borgar- stjórn og hví skyldu þá ráðamenn félagsins ekki vera pólitískir líka og væntanlega nokkuð samlitir. En víst var þörf á að skrifa þessa sögu. Kannski gat hún ekki orðið mikið öðru vísi og þá er ekki við neinn að sakast. Sigurjón Björnsson Einkasýn- ing- Ivars Yalgarðs- sonar ÍVAR Valgarðsson opnar einkasýn- ingu næstkomandi laugardag kl. 15, í Listasafni ASI - Ásmundarsal við Freyjugötu 41. Uppistaða sýningar- innar eru verk hlaðin úr Polyfilla, fylli- og viðgerðarefni. Auk þess er á sýningunni nýtt verk sem málað er á vegg með Hörpusilki í svo- nefndri Grylju á 1. hæð. Þetta er 12. einkasýning ívars og stendur hún til 24. ágúst og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Menntastraum- ar miðalda BÓKMENNTIR Sagnfræöi UM HAF INNAN eftir Helga Guðmundsson. 413 bls. Háskólaútgáfan. Reykjavík, 1997. HELGI Guðmundsson lýsir heims- mynd þeirri sem blasti við Islending- um á þjóðveldisöld. Norræna var þá töluð hér og þar fyrir vestan haf: á Englandi, Irlandi, Skotlandi og eyj- unum fyrir norðan og vestan Skot- land. Á Skotlandi voru þá töluð fjög- ur tungumál. Samkvæmt norskri málvenju var talað um vestmenn og fyrir vestan haf þótt öll séu lönd þessi í suð-austur frá íslandi. Helgi styðst meðal annars við ís- lendingasögur og önnur fomrit, met- ur þau sem afstæðar heimildir, legg- ur takmarkaðan tmnað á frásagnar- efnin en lítur eigi að síður svo á að af þeim megi ráða hvað íslendingar þekktu til annarra landa og þjóða á ritunartímanum. Það sem Islend- ingabók segir um Papa telur Helgi að Ari fróði hafí haft eftir Dicuil. í framhaldi af því leiðir hann getum að því að það, sem Dicuil sagði um Thule, hafi fræðaþulurinn haft eftir Pýþeasi frá Massilíu. Sé fallist á röksemdir þessar verður að telja ós- annað og jafnvel ósennilegt að Irar hafi komið til íslands og verið hér fyrir er Norðmenn stigu hér á land. Helgi gengur út frá því sem gefnu að íslendingar hafi verið vel meg- andi á þjóðveldisöld. Að öðrum kosti hefði íslensk bókmenning ekki náð þvílíkum þroska seni raun varð á. Auðlegð sína hafi íslendingar öðru fremur aflað sér með verslun. Varn- ing, fágætan og eftirsóttan, sem þeir fluttu frá Grænlandi, hafi þeir síðan selt í löndunum fyrir vestan haf. Meðan svo háttaði hafi ísland engan veginn staðið á útjaðri heims heldur miðsvæðis á milli markaða eða eins og höfundur kemst að orði: »ísland var ekki endastöð heldur miðstöð.« Meðal hins eftirsóttasta voru náhvalstennur sem miðalda- menn trúðu að væru einhyrnings- horn. Hvaðeina, sem Helgi segir um tengsl íslendinga við þjóðirnar á Bretlandseyjum, getur vel staðist. Samskipti við §ölda þjóða sem töluðu framandi tungumál hafa víkkað sjónhringinn og eflt sjálfsvit- undina. Til landanna fyrir vestan haf hefur og verið hagstæðara að sækja en til Noregs þar sem greiða varð landaura — háa_ fjárhæð fyrir að stíga þar á land! íslenskir stúd- entar námu við enska og franska háskóla. Og norrænir landnáms- menn, sem dvalist höfðu í vestur- vegi, fluttu ekki aðeins með sér írsk tökuorð og mannanöfn sem Helgi telur upp í sérstökum köflum heldur einnig kristin viðhorf sem búið hafa í haginn fyrir kristnitökuna. Þótt hér hafi verið drepið á meg- inniðurstöðurnar gefur það einungis daufa hugmynd um umfang þessa verks. Skemmst er frá að segja að þarna er geysimikill fróðleikur sam- an dreginn. Með því að bera saman stjórnarfar, trúarbrögð og h'fshætti á íslandi og í löndunum fyrir vestan haf sýnir höfundur fram á að þang- að hafi Islendingar sótt ærnar fyrir- myndir, bæði beint og óbeint. Menn hafa löngum leitað einfaldra skýringa á vexti og viðgangi þjóð- veldisins og síðar hnignun þess og endalokum. Hér er leitast við að skoða þá sögu nýju ljósi. Sýnt er fram á að Islendingar voru þá síður en svo einangraðir, hvorki málfars- lega né menningarlega. Fleiri þætti þarf að sjálfsögðu að taka með í dæmið áður en öll kurl koma til graf- ar; t.d. þarf að endurmeta samskipti íslendinga og Norðmanna sem voru að sjálfsögðu þyngst á metunum. Sagnfræðingar framtíðarinnar verða tæpast verkefnalausir í bráð! Athygli vekur að bók þessi er í raun sama efnis og Keltar á íslandi eftir Hermann Pálsson sem einnig kom út fyrir skömmu. Varla fer samt nokkur að ætla höfundunum að hafa fræði sín hvor eftir öðrum — eða annar eftir hinum! Kalla má tilviljun að bækur þeirra koma út næstum samtímis. Er þá nægilegt að lesa aðeins aðra? Ekki er það nú svo. Þótt rannsóknarefnin séu hin sömu og aðferðirnar og þar með niðurstöðurnar fari í mörgum grein- um saman er ekki þar með sagt að sjónarhornin séu að öllu leyti eins. Má þá allt eins segja að ritin bæti hvort annað upp. Bæði saman gefa þau fyllri hugmynd um efnið og minna á hvert áhugi fræðimanna beinist um þessar mundir. Erlendur Jónsson Nýjar hljómplötur • ÚT er komin hljómplatan Strumpastuð 2, áður hefur hljóm- platan Strumpastuð komið út. Strumparnir flytja erlend lög með íslenskum textum. Máni Svavarsson sá um undirleik í íslensku lögunum, en þau eru: Strumpa-diskó (Diskó Friskó), Brettastrumpur (Krókur- inn) og Geimstrumparnir (Marsbúa cha, cha). Höfundar íslensku lag- anna, þeir Guðmundur Jónsson, Stefán Hilmarsson, Stefán S. Stef- ánsson, Sigurður Jónsson og Bo- gomil Font veittu Strumpunum góð- fúslegt leyfi til að hljóðrita lögin, segir í kynningu. Af erlendum lög- um má nefna Þolfimistrump (Ooh ah just a little bit), Gruflarastrump (Lemon tree) og Strumpaleikhús (Saturday night). A hljómplötunni eru 15 lög við texta Jónasar Friðriks Guðnasonar. Það er Spor ehf. sem gcfur plötuna út. Hettupeysur Buxur Bolir Stuttbuxur Hlýrabolir Skór Leikfimifatnaður Regnfatnaður O.m.fl. íffrstir £om fyr'Stir'fiá/ n russell ^Columbia | ; ATHLETIC ” S|Mirts«ear C(impaii>K AHt fyrir útivistarfólkio HREYSTI VERSIANIR Laugavegi 51 - Skeifunni 19 - Fosshalsi 1 S. 551-7717 - 568-1717 - 577-5858

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.