Morgunblaðið - 07.08.1997, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SAMSKIPTIN
VIÐ VESTUR-
ÍSLENDINGA
FORSETI íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson,
tilkynnti í ræðu, sem hann hélt í Gimli í íslendinga-
byggðum Kanada um síðustu helgi, að ríkisstjórnin
hefði ákveðið að skipa sérstaka samræmingarnefnd til
að hafa umsjón með sambandi við fólk af íslenzkum
uppruna í Norður-Ameríku. Verður Einar Benediktsson,
sem senn lætur af embætti sendiherra íslands í Wash-
ington, formaður nefndarinnar.
Ástæða er til að fagna þessari ákvörðun ríkisstjórnar-
innar. Það er gagnkvæmur hagur að því, jafnt fyrir
ísland og afkomendur íslenzkra landnema í Kanada og
Bandaríkjunum, að rækta sem bezt sambandið á milli
Vestur-íslendinganna og ættlands þeirra.
Eftir því, sem lengra hefur liðið frá landnámi íslend-
inga í Norður-Ameríku fyrir og um síðustu aldamót og
fjölskyldubönd milli afkomenda vesturfaranna og þeirra,
sem eftir urðu, hafa veikzt, hefur þörfin aukizt á sér-
stökum aðgerðum til að auðvelda Vestur-íslendingum
að vitja uppruna síns og rækta sambandið við ísland.
Vesturfarasafnið á Hofsósi er til dæmis þörf og mikil-
væg stofnun. Ýmsar þær hugmyndir, sem forseti ís-
lands velti upp i ræðu sinni, eru einnig áhugaverðar,
til dæmis sérstakt verkefni til að auka skilning ungs
fólks af íslenzkum ættum á menningu forfeðranna og
þátttaka^ Vestur-íslendinga í uppgræðslu heimahaga
sinna á íslandi.
ísland getur sömuleiðis notfært sér sambandið við
Vestur-íslendinga til að efla og bæta samskiptin við
Bandaríkin og Kanada, sem eru i hópi mikilvægustu
nágrannaríkja okkar af jafnt pólitískum sem efnahags-
legum ástæðum. Hátíðahöld vegna þúsund ára afmælis
landafunda íslenzkra víkinga í Vesturálfu eru gott tæki-
færi til að vekja athygli á íslandi.
Ekki er sízt ástæða til að nýta þann góða orðstír,
sem ísland nýtur í Kanada. Eins og fjallað var um í
Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins fyrir nokkrum vikum
er þekking á íslandi mun meiri þar í landi en í Banda-
ríkjunum vegna áhrifa Kanadamanna af íslenzkum ætt-
um. Og bæði íslendingar og Kanadamenn munu fylgj-
ast spenntir með í dag, er Bjarni Tryggvason, kanadísk-
ur borgari sem fæddur er á íslandi, leggur vonandi upp
í ferð sína út í geiminn með geimfeijunni Discovery
með fána Kanada og íslands í farteskinu.
DEILUR ÍSRAELA OG
PALESTÍNUMANNA
PALESTÍNUMENN segja, að óbilgjörn afstaða Net-
anyahus, forsætisráðherra ísraels hafi kallað fram
óhæfuverk á borð við sprengjutilræðið í Jerúsalem á
miðvikudag í síðustu viku. ísraelsmenn segja, að friðar-
samningarnir, sem grundvöllur var lagður að í Ósló, séu
í hættu vegna þess, að heimastjórn Palestínumanna
geri enga tilraun til að halda ofbeldisöflunum í skefjum.
Svona hafa klögumálin gengið á víxl áratugum saman.
Hernaðarátökum linnti loks í Bosníu eftir að Banda-
ríkjamenn höfðu annars vegar lofað fjármunum til upp-
byggingar og hins vegar sýnt fulla hörku og gert stríð-
andi aðilum grein fyrir afleiðingum þess, ef þeir legðu
ekki niður vopn. Bandaríkin eru eina ríkið í veröldinni,
sem hefur þann áhrifamátt, sem til þarf að leysa slíkar
deilur.
Friður verður ekki tryggður fyrir botni Miðjarðarhafs
nema Bandaríkjamenn beiti sömu hörku gagnvart deilu-
aðilum þar og þeir gerðu í Bosníu. Israelsríki á mikið
undir fjárstreymi frá Bandaríkjunum. Palestínumenn
verða a.m.k. að eiga von um mannsæmandi líf til þess
að draga megi úr hatri þeirra á Israelsmönnum. Banda-
ríkjamenn eru eina þjóðin, sem hefur bolmagn til þess
að sýna í senn þá hörku gagnvart deiluaðilum og það
örlæti, sem þarf til þess að tryggja þar frið.
> ■■ ■■•. .> ■•
Morgunblaðið/Reuter
ÁHÖFN Discovery slær á létta strengi við skotpall Discovery á Canaveralhöfða í gær. Á myndinni eru (f.v.) Kent Rominger, Jan
Davis, Curtis Brown skipherra, Robert Curbeam, Bjarni Tryggvason og Stephen Robinson.
DISCOVERY bíður tilbúin til geimskots á
skotpalli 39-A á Canaveralhöfða.
Á braut í
300 km hæð
átta mínút-
umeftir
geimskot
Fyrirhugað geimskot bandarísku geim-
ferjunnar Discovery frá Canaveralhöfða á
Flórída í dag er að því leyti sögulegt, að í
áhöfninni er fyrsti íslenski geimfarinn, Bjami
Tryggvason. Ágúst Ásgeirsson lýsir hér
fyrirhuguðum leiðangri.
GERT er ráð fyrir að geim-
skotið eigi sér stað klukk-
an 9:41 að staðartíma í
dag, klukkan 14:41 að
íslenskum tíma. Aðeins átta mínút-
um seinna verður Discovery komin
á braut um jörðu í 296 km hæð. í
gær voru nokkrar líkur taldar á því
að veður gæti komið í veg fyrir
geimskot á tilsettum tíma. Útlit var
fyrir að kuldaskil, sem eru afar
sjaldgæf á þessum árstíma, færu
yfir Flórída um það leyti sem ráð-
gert hefur verið að skjóta Discovery
á loft. Settu þau veðurfræðinga, sem
spá fyrir um veður til geimferða, í
nokkurn vanda. Yrði ákveðið nú í
morgun að breyta út af áætlun hafa
stjórnendur NASA einnar klukku-
stundar og 39 mínútna „tíma-
glugga“ til að freista geimskots í
dag. Að öðrum kosti yrði að bíða
nýs dags.
Discovery leggur í dag upp í 23.
geimför sína og jafnframt 86. leið-
angur bandarískrar geimfeiju. Hún
er þriðja geimfeijan af fímm sem
NASA hefur látið smíða. Fjórar eru
í notkun þar sem Challenger fórst
rétt eftir geimskot 1985. Kólumbía
flaug fyrst feijanna 1981, Challeng-
er fór sína fyrstu ferð 1983 og
Discovery fór í jómfrúarferð sína
30. ágúst 1984. Kunnasti farmur,
sem Discovery hefur flutt á braut
BJARNI Tryggvason veifar til
barna sinna Michaels Kristjáns
og Lauren Stefaníu á Canaver-
alhöfða í gær. Af heilbrigðis-
ástæðum máttu þau ekki koma
nær honum en þrjá metra. Við
hlið Bjarna stendur fylgdar-
kona barnanna.
um jörðu, er líklega Hubble-sjónauk-
inn. Var honum komið á braut um
jörðu í 10. för Discovery 29. apríl
1990.
í áhöfninni verða fímm karlmenn
og ein kona og verða þau 10 daga,
20 stundir og 24 mínútur á lofti
áður en feijan lendir aftur í Flórída
18. ágúst eftir 176 ferðir umhverfis
jörðina. Leggur áhöfnin að baki sjö
milljónir kílómetra í ferðinni. Skip-
herra er Curt Brown og er þetta
fjórða geimfeijuflug hans. Aðstoð-
arflugmaður hans er Kent Romin-
ger, sem farið hefur tvisvar áður út
í geim. Jan Davis, konan í hópnum,
fer í sína þriðju geimför en hún er
aðalstjórnandi rannsóknarstarfa um
borð. Aðrir rannsóknarmenn, Robert
Curbeam, Steve Robinson og Bjarni
Tryggvason, fara í sína fyrstu geim-
ferð nú. Dagurinn hófst hjá geimför-
unum með því að þeir voru ræstir
úr rekkju klukkan 5:46 að staðar-
tíma. Að loknum morgunverði, ljós-
myndatöku, hraðri yfirferð yfír meg-
inþætti geimskotsins o.fl. áttu flug-
mennirnir Brown og Rominger að
mæta á fundi veðurfræðinga
klukkustund seinna. Á sama augna-
bliki áttu hinir geimfararnir að
klæðast sérstökum búningi sem þeir
skrýðast meðan á geimskoti og
heimferð stendur. Klukkan 9:11 að
staðartíma átti áhöfnin að fara inn
í feijuna og loka dyrum hennar á
eftir sér eða hálfri annarri stundu
fyrir geimskot.
Lokaniðurtalning fyrir sjálft
geimskotið hefst 29 mínútum áður.
Tölvukerfi stjórnstöðvarinnar hefur
þá nákvæma skoðun alls búnaðar
feijunnar, allra stjórn- og vélkerfa.
Er það tengt tölvubúnaði feijunnar
og tugir vísindamanna liggja yfir
fjölda tölvuskjáa til að fylgjast með
gangi mála. Þegar 31 sekúnda er
eftir tekur sjálfvirkur skotstýribún-
aður Discovery við niðurtalningunni
og framkvæmd aðgerða. Þessi sjálf-
stýring er þó þannig úr garði gerð
að hún hlýðir fyrirmælum um að
hætta við geimskot eða hefja niður-
talningu upp á nýtt, bærust fyrir-
mæli af því tagi frá stjórnendum á
jörðu niðri.
Auk margskonar rannsóknar-
starfa um borð, m.a. á eðlislögmál-
um sólkerfisins, verður hlutverk
áhafnar Discovery í þessum leið-
angri einkum tvíþætt. Ánnars vegar
að setja á sporbraut um jörðu gervi-
hnött til gufuhvolfsmælinga og taka
hann aftur um borð í lok ferðar.
Hins vegar að gera tilraunir með
tækjabúnað væntanlegrar geim-
stöðvar sem Bandaríkjamenn ráð-
gera að hefja byggingu á á braut
um jörðu í nóvember nk. í samvinnu
við Kanadamenn, Rússa, Japani og
Evrópsku geimvísindastofnunina
(ESA).
Gervitunglið er þýsk smíði og
búið fjórum lághitamælum og þrem-
ur sjónaukum til að mæla innrauða
geislun sem endurvarpast frá mið-
lögum gufuhvolfsins. Upplýsingun-
SKJÖLDUR geimferðarinnar
en á hann eru letruð nöfn
áhafnarinnar.
Hægtað
ræða við
geimfarana
ÞEIR sem aðgang hafa að alnetinu
(Internet) geta ekki einungis
fylgst með margs konar upplýs-
ingum um leiðangur Discovery
(ágæt byrjun er á slóðinni
http://shuttle.nasa.gov) heldur
geta þeir jafnframt sent geimför-
unum spurningar út í geiminn.
Vegna væntanlegs fjölda fyrir-
spurna frá notendum netsins og
vinnuálags á geimförunum er ekki
við því að búast að allir fái beint
svar frá geimförunum. Sveit á
jörðu niðri mun velja úr þær
spurningar sem sendar verða upp
til áhafnarinnar. Hægt er að beina
spurningu til allrar áhafnarinnar
eða einstakra geimfara. Rétt er
að taka fram að þær verða að
vera á ensku, einnig til Bjarna
Tryggvasonar. Spurningablaðið
er að finna á netslóðinni
http://shuttle.nasa.gov/sts-
85/crew/question.html
um er ætlað að auðvelda vísinda-
mönnum í 15 löndum að átta sig á
því hvernig örsmá þráðlaga sporefni
í heiðhvolfinu stuðla að flæði ósons
í gufuhvolfinu og efnasambanda
sem hafa áhrif á útbreiðslu ósons.
Gervitunglið (CRISTA-SPAS-2)
verður í um 200 stundir á braut
áður en það verður tekið um borð
í Discovery í lok ferðarinnar og flutt
aftur til jarðar.
Bjami Tryggvason mun einkum
gera tilraunir með nýja gerð ör-
þyngdar-titringseinangrara, sér-
stakt tæki sem hann hefur þróað
undanfarin ár og notað verður í al-
þjóðlegu geimstöðinni stóru. Eitt
slíkt tæki hans er nú í notkun í
Mír-geimstöðinni rússnesku. Tæk-
inu er ætlað að eyða titringi sem
myndast í rannsóknartækjum vegna
annarrar starfsemi i geimstöðvum,
s.s. þegar stýriflaugum er beitt til
að stilla braut þeirra og vegna um-
gangs geimfara. Gert er ráð fyrir
að hann geri tilraunir með tækið í
30 stundir í 10 daga af 11 á braut
um jörðu. Hann mun einnig fylgjast
með tilraunatækjum á sviði líftækni
og frumulíffræði.
Að þessu sinni mun braut Discov-
ery liggja óvenju norðarlega eða
allt norður til 57. breidóargráðu en
þar verður hún í 296 kílómetra hæð
yfir jörðu. í samtali við Morgunblað-
ið í fyrrahaust sagði Bjarni að útlit
væri fyrir að hann gæti séð til ís-
lands út við sjóndeildarhringinn er
feijan væri á sporbraut sinni yfir
Kanada. „Þangað mun ég mæna og
reyna að sjá gömlu ættjörðina, sem
ég hef ekki séð frá því ég flutti til
Kanada sjö ára gamall," sagði hann
þá. Kvaðst hann myndu reyna að
ljósmynda ísland úr geimnum er
feijan verður á braut sinni tæpa 500
km suður af landinu. í samtali við
blaðið sagðist hann ætla að fara
rneð íslenskan fána út í geiminn.
„Ég fer út í geiminn sem Kanada-
maður en ég veit að rætur mínar
eru á íslandi og vonast ég til að
geta heimsótt landið eftir ferðina,“
sagði hann.
Foreldrar Bjama voru Svavar
Tryggvason skipstjóri, ættaður úr
Svarfaðardal, og Sveinbjörg Haralds-
dóttir kennari frá ísafírði. Hann
fæddist í Reykjavík árið 1945 og er
þriðji yngstur sjö systkina og gekk
einn vetur í Austurbæjarskóla áður
en fjölskyldan fluttist til Nova Scotia
og síðar til Vancouver í Kanada.
Bjami Tryggvason er fyrsti maður-
inn sem fæddur er á Norðurlöndun-
um til að fara út í geiminn og á
vegum NASA hefur mönnum frá
einungis 16 löndum verið skotið á
loft. Hann var á sínum tíma valinn
ásamt fimm öðrum úr hópi 4.300
umsækjenda sem geimfaraefni kana-
dísku geimvísindastofnunarinnar.
Fjórir þeirra hafa farið út í geiminn
og var Bjarni varamaður eins þeirra
sem fór með feijunni 1992. Tók hann
fullan þátt í lokaundirbúningi ferð-
arinnar og var þeirra erinda með
áhöfninni um hálfs árs skeið á vegum
NASA í Houston. Þar hefur hann
einnig dvalist undanfama sjö mánuði
við æfingar og undirbúning undir
ferðina í dag.
Aldrei hefur komið til þess frá því
geimfeiju var fyrst skotið á loft að
þurft hafi að snúa feiju til varaflug-
vallar vegna bilana á fýrstu stigum
geimskotsins. Komi staða af því tagi
upp eru varavellir Discovery á
Flórída, Hvítasandi í Nýju Mexíkó,
Zaragoza og Moron á Spáni og Ben
Guerir í Marokkó. Fer það eftir hve-
nær í geimskoti bilun yrði hvar lent
væri.
FRÁ miðunum við Eldey, en talsvert hefur undanfarið verið kvartað yfir sorpi á fiskislóð. Myndin
tengist þeim kvörtunum þó ekki á nokkum hátt.
Erfitt að ákæra fyrir brot á umhverfíslöggjöfínni
Kærumál frá Hollustu-
vernd hafa verið felld nið-
ur hjá ríkissaksóknara
Losun grútarúrgangs í sjó og slys við fískimjölsverk-
smiðjur, eins og átti sér stað hjá Búlandstindi á Djúpu-
vík á dögunum, eru ekkert einsdæmi hér á landi. Sal-
vör Nordal velti fyrir sér hver viðurlögin eru við slík-
um brotum og hvers vegna eingöngu örfá mál vegna
brota á umhverfislögum haf a komið til kasta dómsstóla.
LOSUN grútar eða annars úr-
gangs í sjó er lögbrot og
heyra undir lög um vamir
gegn mengun sjávar. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Hollustuvemd
og embætti Ríkissaksóknara hefur
Hollustuvemd vísað að minnsta kosti
fímm málum um mengun sjávar til
ríkissaksóknara á síðustu árum. Öll
málin hafa hins vegar verið felld niður
hjá embættinu.
Veikir stöðu Hollustuverndar
Málin sem Hollustuvemd hefur vísað
til embættis ríkissaksóknara hafa snert
mengun sjávar með einum eða öðmm
hætti. í einu málinu stóð varðskip bát
að því að kasta vímm í sjóinn. Annað
var vegna grútarmengunar á Fá-
skrúðsfirði. Þá sendi Hollustuvemd rík-
issaksóknara svokallað tbt-mál til með-
ferðar árið 1994 en í því tilfelli var
notuð ólögleg skipamálning sem veldur
mengun í sjónum.
„Nánast undantekningarlaust hefur
ríkissaksóknaraembættið svæft þau
mál sem við höfum sent þeim,“ sagði
Davíð Egilson, forstöðumaður meng-
unardeildar sjávar hjá Hollustuvernd.
„Eitt þessara mála var svokallað tbt-
mál þar sem aðili notaði ólöglega botn-
málningu. Málningin er mikill mengun-
arvaldur og hefur skaðað lífríki sjávar
hér við land.
Með þvi að ákæra ekki í þessum
málum emm við að senda þau skilaboð
að þessi mál séu léttvæg og í raun
ekki ástæða til að amast við þeim sem
bijóta þessi lög.“ Þá lagði Davíð
áherslu á að þetta veikti mjög stöðu
Hollustuvemdar sem eftirlitsaðila og
gerði vinnu við eftirlit í raun marklitla.
Davíð Egilson sagði að mörg þess-
ara mála væm mjög alvarleg og
hneyksli að þau skyldu ekki hafa geng-
ið til dóms. „Við hjá Hollustuvemd
emm ekki refsiglöð og okkar markmið
er að koma í veg fyrir brot á lögunum
en ekki endilega að beita refsingum.
Hins vegar hafa komið upp mál þar
sem menn em ítrekað að bijóta meng-
unarlöggjöfina, eins og í tbt-málinu,
og í slíkum tilfellum viljum við geta
beitt refsingum eins og lög gera ráð
fýrir.“
Refsingar of vægar eða
brotalýsingin óskýr?
Þegar leitað var skýringa á því hvers
vegna mál er varði umhverfíslöggjöfina
séu ekki tekin til dóms nefndu viðmæl-
endur Morgunblaðsins einkum tvennt.
Annars vegar em refsingar við brotum
á umhverfislöggjöfinni almennt vægar.
í flestum tilfellum er um að ræða
annaðhvort varðhald eða fjársektir.
Hins vegar er oft nefnt að óljóst sé
hvað sé brot samkvæmt lögunum.
Ragnheiður Bræradóttir, dósent við
lagadeild Háskóla Islands, sagði að það
skorti heildarlög um umhverfismál
hérlendis. Hins vegar væm ákvæði um
refsingar fyrir umhverfisbrot í ýmsum
sérlögum, sem fjalla um tiltekin svið
umhverfismála.
„Það er augljóst að umhverfislög-
gjöfinni hefur lítið verið beitt hér á
landi," sagði Ragnheiður. „Fáir dómar
hafa til dæmis gengið þar sem reynir
á refsiákvæði laga um vemdun um-
hverfísins, ef undan era skildir dómar
vegna brota á fiskveiðilöggjöfinni. Þótt
ekki hafi gengið dómar um refsingu á
þessu sviði held ég að það sýni ekki
hve löghlýðnir íslendingar em, heldur
hitt að það hefur viðgengist að menn
hafi hundsað lögin og komist upp með
það.“
Ragnheiður sagði jafnframt mik-
ilvægt að einfalda lögin um umhverfis-
mál og herða refsingar. „Það er galli
á ýmsum gildandi lögum um umhverf-
ismál að refsiákvæði þeirra em oft
mjög óskýr. Oft er refsing lögð við
brotum á lögunum án þess að nánar
sé fjallað um refsinæmi verknaðar,
þ.e. hvað það er nákvæmlega sem er
refsivert," sagði Ragnheiður.
„Það er einnig mikilvægt til þess
að lögin verði virk, að líkur séu á því
að þeir sem brjóti gegn lögunum verði
dæmdir til refsinga fyrir slík brot. Þá
þurfa refsingamar að vera það þungar
að þær geti átt þátt í að koma í veg
fyrir að menn gerist brotlegir við lög-
in,“ sagði Ragnheiður.
Ragnheiður sagði þó að mengun-
arlögin, eins og lög um vamir gegn
mengun sjávar, væra almennt skýrari
en mörg önnur lög um umhverfismál.
Og af þeim sökum ætti að vera auð-
veldara að láta á þau reyna fyrir dóm-
stólum en mörg önnur lög á þessu
sviði.
Hollustuvemd hefur kvartað til
umhverfisráðuneytisins
Hollustuvemd hefur leitað aðstoðar
umhverfisráðuneytisins vegna þess hve
illa hefur tekist að ákæra í málum sem
send hafa verið ríkissaksóknara.
„Við emm mjög óánægð með hvem-
ig embætti ríkissaksóknara hefur af-
greitt málin. Afgreiðsla embættisins á
tbt-málinu var á þann veg að erfitt
var að gera sér grein fyrir ástæðum
þess að málið var látið niður falla. Ég
sendi því bréf til umhverfisráðherra m
og bað um liðveislu til þess að fá skýr
svör frá ríkissaksóknara um hvað geti
verið í veginum fyrir því að brot á
umhverfis-löggjöfinni hljóti eðlilega
afgreiðslu." sagði Davið Egilson.
„Hollustuvemd hefur óskað eftir
ráðgjöf og afstöðu ráðuneytisins, og
okkar afstaða er sú að það beri að
fylgja lögum um vamir gegn mengun
sjávar," sagði Guðmundur Bjamason
umhverfisráðherra. „Við segjum auð-
vitað ekki dómstólum eða saksóknara
fyrir verkum en við emm sammála
Hollustuvemd um nauðsyn þess að
þessum málum sé fylgt eftir af meiri
hörku en gert hefur verið, enda getur
hér verið um alvarleg mál að ræða,“
sagði Guðmundur.
Að sögn Ingimars Sigurðssonar,
skrifstofustjóra í umhverfisráðuneyt-
inu, hefur ráðuneytið lýst skoðun sinni
við ríkissaksóknara. „Ráðuneytið svar-
aði Hollustuvemdinni bréflega og lýsti
skoðun sinni á þessum málum og var
afrit sent til ríkissaksóknara. Þá höfum
við einnig tekið þessi mál upp í viðræð-
um við ríkissaksóknara."
Ingimar sagði jafnframt að ein
ástæða þess að málin hafi ekki gengið
lengra kynni að vera sú að refsingam-
ar væm of vægar. „í sumum þessara
mála sem hafa verið kærð vora menn
staðnir að verki. Þetta vom ekki álita- ,
mál í lagalegum skilningi, heldur lágu
fyrir sannanir á brotinu,“ sagði hann.
„Það stendur hins vegar til að endur-
skoða löggjöfina og þá verða refsi-
ákvæði laganna væntanlega tekin til
skoðunar."
Svör fengust ekki frá embætti ríkis-
saksóknara við þvi hvers vegna mál
Hollustuvemdar hefðu verið felld niður ,
hjá embættinu.