Morgunblaðið - 07.08.1997, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
----\
WHITTARD
Kringlunni
sími 568 1223
Ú
T
S
A
L
A
07.08-17.08
10-80%
AFSLÁTTUR
■50% KAFFI - SUMATRA,
M0NS00N MALABAR,
TE 125 GR FRÁ 100 KR.
RAUTT, SVART, JURTATE
SUMARTE 125 GR. 200 KR.
■10% BRAGÐBÆTT KAFFI
■>
KÖNNUR 6 STK. 900 KR.
PRESSUKÖNNUR -20%
EXPRESSO KÖNNUR -20%
TEKATLAR -20%
GULLINBRÚ hefur
verið mikið í fréttum
síðustu vikumar.
Ástæðan er sú að það
er orðið nauðsynlegt
að huga að því að
breikka brúna og vinna
að úrbótum á gat-
namótunum norðan
Grafarvogs. Reykja-
víkurborg hefur boðið
fram lán að íjárhæð
45 millj. kr. til þessa
verks en í heild sinni
kostar það um 170
millj. kr.
Á þessu ári og því
næsta verða stóðiðju-
og virkjunarfram-
kvæmdir hér á landi. Það veldur
þenslu á verktakamarkaði svo að
ríkisstjómin tók þá sjálfsögðu
ákvörðun að draga úr opinberum
framkvæmdum rétt á meðan, sér-
staklega á Suðvestur-
landi. Á þessu hafði
Rey kj avíkurborg
skilning og þess
vegna varð það að
samkomulagi um síð-
ustu áramót að ljúka
við framkvæmdirnar
við Ártúnsbrekku
enda frestaði Reykja-
víkurborg öðrum
framkvæmdum í stað-
inn. Þá lá það fyrir
að á þessu ári yrði
öðrum vegafram-
kvæmdum hér á höf-
uðborgarsvæðinu
ekki flýtt og hefur
málið verið í þeirri
stöðu þangað til rétt upp á síðkast-
ið að forystumenn borgarinnar
hafa tekið það mál upp að byijað
verði á framkvæmdum við Gullin-
brú.
Það er óhjákvæmilegt
að minna á að fram-
kvæmdirnar við Gullin-
brú voru ekki á dag-
skrá, segir Halldór
Blöndal, milli mín og
borgarinnar þegar
gengið var frá vega-
áætlun í maímánuði.
Það er óhjákvæmilegt að minna
á að framkvæmdimar við Gullin-
brú voru ekki á dagskrá milli mín
og borgarinnar þegar gengið var
frá vegaáætlun í maímánuði. Eg
hef tekið eftir því að Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir alþingis-
maður er að reyna að breiða sig
yfir Gullinbrúna og hefur m.a.
komist svo að orði að ég sé að
reyna á „lúalegan hátt“ að koma
höggi á Reykjavíkurlistann með
því að hraða ekki framkvæmdum
við Gullibrú. Ég átta mig ekki al-
veg á samhenginu, en ég minni á
að framlög til vegaframkvæmda í
Reykjavík hafa aldrei verið meiri
en eftir að ég varð samgönguráð-
herra. Þar er ólíku saman að jafna.
í öllum kjördæmum landsins og
í mörgum byggðarlögum eru vega-
framkvæmdir sem orðnar eru mjög
knýjandi. Stundum vegna þess að
burður er ekki nógur í vegunum,
stundum er slysahætta mikil vegna
einbreiðra brúa eða blindhæða.
Stundum er tenging milli byggðar-
laga ófullnægjandi þannig að ekki
getur orðið um eðlileg samskipti
að ræða, hvorki á sviði atvinnu-
mála né þjónustu. Þannig verður
það alltaf. Það er aldrei hægt að
fara svo hratt í framkvæmdirnar
að ekki bíði aðrar sem næstar eru
á dagskrá. Og það mun ávallt verða
svo að alltaf verður til einhver Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir sem
reynir að slá sér upp á því.
Höfundur er samgönguráðherra.
__________AÐSEIMDAR GREINAR
Auðvitað er Gullin-
brú á dagskrá
Halldór
Blöndal
Fyrsti kossinn
Er líf eftir
verslunar-
mannahelgina?
MIKIÐ umrót er í blaðaheiminum
og fæstir virðast skilja hvað er að
gerast. Formenn A-flokkanna sitja
langa fundi með Dagsprenti og
samningamir snúast
um að leggja niður blöð
sem örfáir menn í þjófé-
laginu vissu að væru
til. Hveijum má ekki
standa á sama þótt
Vikublaðið komi út með
vikuskammti af leiðind-
um Þjóðviljans sáluga,
eins og orðhagur maður
sagði forðum?
Alþýðublaðið er gefið
út í eitt þúsund eintök-
um eða svo og til þess
fallið að halda nokkrum
krötum við efnið svo
þeir haldi áfram að vera
hlaðnir ergelsi og firru
útí allt og alla og boða
trúna á fyrirheitna landið í Evrópu.
Helgarpósturinn skal líka hverfa,
sem öllum að óvörum var í eign og
flokksmálgagns Aiþýðubandalags-
ins en þjónaði vel því hlutverki að
hræða ríka og fina fólkið.
Svo gerist það í fréttatíma sjón-
varpsstöðvanna að Margrét Frí-
mannsdóttir teygir sig á tá og rekur
Sighvati Björgvinssyni rembings-
koss yfir því að nú hætti öll þessi
blöð að koma út. Þau Iáta drýginda-
lega bæði tvö, eins og nýtrúlofað
par, tala um að tími flokksblaða sé
íiðinn en samt liggur i loftinu að
A-flokkarnir séu búnir að semja um
að ergelsið úr blöðunum þeirra eigi
nú að hellast yfir áskrifendur Dags-
Tímans. Skötuhjúin lýsa því yfir í
DV að þau séu hamingjusöm með
samninginn. Lesendur Dags-Tímans
verða að sjá þennan samning - er
verið að fjötra Dag-Tímann inní
Alþýðuflokkinn nýja?
Laugavegi 4, sími 551 4473
Ritstjóri Dags-Tímans skrifar
harða grein um frelsi blaðsins og
minnir á Pétur, hann afneitar þess-
um nýju frelsurum sínum. Haninn
gól tvisvar og inn um
bréfalúguna berst bréf
til mín frá Sighvati og
Össuri þar sem þeir
þakka mér lestur Al-
þýðublaðsins og biðja
mig líklega sem
laumukrata að „fylgj-
ast með Degi-Tíman-
um og gera hann þann-
ig að öflugum arftaka
þeirrar útgáfu sem Al-
þýðuflokkurinn hefur
staðið að til þessa“.
Þeir tala eins og Dag-
ur-Tíminn muni hafa
hamskipti næstu daga,
og verða eitthvað allt
annað.
Æ, æ, bömin mín bæði ung og
smá sagði biskupssonurinn frá Hól-
um forðum á höggstokknum - ég
spyr: Enginn minnist á okkur fram-
sóknarmennina sem höfum haldið
Degi og Tímanum úti í áttatíu ár.
Engan samning höfum við gert við
Eru það ekki svik að
gefa A-flokkunum, spyr
Guðni Agústsson,
forgjöf og forgang að
Degi-Tímanum?
Dagsprent um að okkar pólitík skuli
í stafni vera. Þó rétti flokkurinn
nafnaskrá beggja blaðanna til nýrra
eigenda og vonaði að Dagur-Tíminn
yrði málgagn landsbyggðar og rétt-
lætis. Eru það ekki svik að gefa
A-flokkunum forgjöf og forgang að
Degi-Tímanum? Meira segja er sagt
að hið sterka lið A-flokkanna hafí
náð því í gegn að Tíminn verði fjar-
iægður úr blaðhaus Dags-Tímans.
Eg skal að lokum viðurkenna að
mér fannst Dagur-Tíminn á góðri
leið, en ég vil sem áskrifandi og
maður með hjartað á réttum stað
vita í hveiju fíngraför og kossaflens
A-flokkanna eru fólgin á stefnu og
starfshætti blaðsins. Ég er ekki viss
um að við framsóknarmenn viljum
fá inni í eldhúsi daglegs ergelsis
A-flokkanna. Svo höfum við taugar
til Dags og Tímans. Þessi blöð eru
„blóð af okkar blóði og brot af lands-
ins sál“ eins og skáldið sagði.
Höfundur er alþingismaður.
Verslunarmannahelginni er lok-
ið og þá er auðvitað komið haust.
Eftir þessa vinsælu helgi virðist
sem svo að ferðir Islendinga um
landið falli að mestu niður. Landinn
hörfar aftur inn á
heimilin og vinnustað-
ina og lokar á eftir sér.
En sumrinu er al-
deilis ekki lokið þótt
dagurinn sé smám
saman að styttast og
aðeins sé farið að
kólna. Um þetta leyti
kyrrast oft veður og
heiður himinn ríkir
yfir beijaþrungnum
lyngbrekkum.
Ferðatilboð
í ágúst og septem-
ber býður Ferðafélag
íslands og Útivist
landsmönnum upp á
margar athyglisverðar
ferðir, sumarleyfisferðir sem og
helgarferðir og dagsferðir. Hann
Tryggvi á Arnarstapa býður enn
öruggar ferðir upp á Snæfellsjökul
í snjóbíl eða á vélsleðum og þar
má renna sér á skíðum niður
lengstu skíðabrekku landsins. Pét-
ur í Eyjaferðum í Stykkisholmi
býður enn upp á ógleymanlega
siglingu um Breiðafjarðareyjar.
Fagranesið siglir áfram um Horn-
strandir og stoppar í hverri vík til
að setja fólk á land eða sækja.
Hann Páll, hótelstjóri á Hótel
Húsavík, býður auðvitað upp á mat
og gistingu og hvetur fólk til hvala-
skoðunarferða. Enn er landvarsla
á mörgum friðuðum landsvæðum,
til dæmis í Herðubreiðarlindum og
þar má meðal annars fá leiðsögn
um ferð á Herðubreið. I boði eru
ógleymanlegar ferðir um Breiða-
merkurlón og í þjóðgarðinum í
Skaftafelli er tjaldsvæðið opið í
ágúst og örskammt er í Freysnes
þar sem er stórglæsilegt hótel. í
Vík í Mýrdal gera menn úr stórs-
krýtið skip á hjólum til siglinga í
kringum Reynisdranga og víðar.
Ókeypis landslag
ísland er opið til ferðalaga og
útiveru, þetta er fijálst land, eng-
inn kvóti takmarkar ferðalög, hvað
svo sem síðar verður, aðeins skyn-
samlegar umgengnisreglur. Fjöll-
in, ströndin og allt þar á milli, taka
má á móti þeim sem vilja og geta,
- en hvar eru allir ís-
lendingarnir til að
njóta alls þessa? Er
það satt sem sagt er
um landann að hann
ferðist ekki eftir versl-
unarmannahelgina?
Raunar er ansi sjald-
gæft að heyra mælt á
íslensku á fjöllum, oft-
ar má heyra þýsku eða
frönsku.
Ferðahættir ísland-
inga eru smám saman
að breytast þó svo að
flestir ferðist aðeins í
júní og júlí. Þeir eiga
enn margt óséð, til
dæmis hinar dimmu
og fögru ágústnætur,
froststillur í september og október,
upphaf vetrar í nóvember, ókyrrð-
ina í desember, snjóþrunginn jan-
úar, febrúar og mars til göngu-
Er það satt sem sagt
er um landann, spyr
Sigrirður Sigurðar-
son, að hann ferðist
ekki eftir verslunar-
mannahelgina?
skíðaferða, sólríkan apríl og maí
þegar vorið kemur aftur. Allar
árstíðar geta hentað til ferðalaga,
ferðamaðurinn þarf aðeins að
þekkja landið sitt og kunna að búa
sig eftir veðri.
Benda má þeim á sem ekki vita
að enn er langt í haustið, sumarið
er þrungið lífi, og mannlífíð er fjöl-
breytt víðast hvar um landið. Ág-
úst er mánuður ferðalaga.
Höfundurínn er skrifstofumaður
og áhugamaður um ferðamál.
Guðni Ágústsson
Sigurður
Sigurðarson