Morgunblaðið - 07.08.1997, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
4
AÐSENDAR QREINAR
Forsetaför með
eftirköstum
HIN óvenjulega ferð Ólafs Ragn-
ars Grímssonar til Bandaríkjanna,
hvorki var opinber né óopinber og
því síður „incognito", sem merkir
„óþekktur maður“ á ferð, - er með
eftirköstum.
Boðinn til Gimlis - fór til
Bandaríkj anna
Það er kunnugt að forseta íslands
var boðið að vera gestur „íslend-
ingadagsins á Gimli“ 4. ágúst þ.á.
Hann fór 21. þ.m. til Washington.
Frést hefur, að bandarískur þing-
maður hafi í samstarfi við forseta-
skrifstofuna við Sóleyjargötu og
sendiráð Bandaríkjanna hér, fengið
forsetann til Washington svo
Bandaríkjaforseti og Islandsforseti
gætu hist. Ekki er vitað hver átti
hugmyndina. Utanríkisráðuneytið
kom ekki nærri hinu fyrirhugaða
stefnumóti forsetanna, þrátt fyrir
ákvæði í 14. gr. auglýsingar um
staðfest. forseta íslands á reglug.
um Stjómarráðið, nr. 96/1969, bls.
219 í Lagasafninu, þar segir: „Utan-
ríkisráðuneytið fer með mál er
varða: 1. Skipti forseta Islands og
annarra þjóðhöfðingja." Utanríkis-
ráðherra hefur kvatt forsetann fyrir
sig strax eftir heimkomu hans, frá
Kanada, 12. ágúst nk. vegna orða
hans á blaðamannafundi í Washing-
ton. Trúlega býr fleira undir.
Ferðamáti Sveins
Björnssonar forseta
Sveinn Björnsson, fyrsti forseti
lýðveldisins, fór í örfáar utanlands-
ferðir á árum mínum í þjónustu
hans, m.a. tvisvar til hins fræga
baðstaðar „Bognor Regis“ í Sussex
á Ermarsundsströnd Englands og í
nokkur skipti utan til lækninga.
Eins og vera bar, til-
kynnti utanríkisráðu-
neytið stjórnvöldum í
hlutaðeigandi löndum
um ferðir forsetans í
því skyni að hann
fengi, i kyrrþey, sömu
móttökur sem væri
hann í opinberri heim-
sókn, þó hann væri
„incognito".
„Opinberar heim-
sóknir“ eru skipulagð-
ar af hlutaðeigandi
utanríkisráðuneytum,
fyrirfram.
Það var lærdómsríkt
að vinna hjá Sveini
Bjömssyni, forseta.
Hann var þá sá eini sem að marki
kunni á alþjóða samskipti og mótaði
utanríkisþjónustuna. Sveinn Bjöms-
„Opinberar heimsóknir“
eru skipulagðar, segir
Gunnlaugur Þórðar-
son, af hlutaðeigandi
utanríkisráðuneytum,
fyrirfram.
son taldi þénugt fyrir alþjóðasamfé-
lagið, að forseti gætti þess að fara
með gát í ræðum og að forðast
bæri blaðamannafundi. Orð gætu
misskilist eða kynnu að skoðast sem
stefna ríkisstjórnarinnar á hveijum
tíma. í fyrstu ræðu Sveins Björns-
Ki-tchen/ÍLid
Draumavél
heimilanna!
Vegleg brúðargjöf!
ísaumuð svunta
með nöfnum og
brúðkaupsdegi fylgir!
5 gerðir - margir litir
60 ára frábœr reytisla.
ffSn Einar
Farestveít &Co. hf.
Borgartúni 28 TT S62 2901 o£ 562 2900
sonar, sem forseta ís-
lands, lagði hann
áherslu á þjónustulund
og auðmýkt í starfi.
Þau orð hafa að ein-
hveiju marki fest mér
í huga.
Undarlegur
blaðamanria-
fundur forsetans
Ætla mætti að það,
sem forseta íslands
hafi legið á hjarta, hafi
honum þótt æskilegast
að tjá blaðamönnum
milliliðalaust, hafí orðið
til þess að hann kom
óvænt fram á blaða-
mannafundi í „prívatferðinni" í höf-
uðborg Bandaríkjanna. Samt er það
svo, að við athugun á því, sem fjölm-
iðlar hafa birt úr orðum forsetans,
finnst ekkert öðru merkara. Aftur
á móti er sumt vanhugsað og skal
aðeins bent á örfá dæmi. Það var
t. d. „diplómatískt“ fráleitt, að
snupra Evrópuþjóðir fyrir að reyna
að ná samstarfi um fiskveiðar, sem
hafa verið langvinnt vandamál.
Verra var, að forsetinn skyldi jafna
hinum rótgrónu lýðræðisþjóðum
Evrópu við „Sovétógnarstjórnina í
Moskvu" forðum. Það var ósmekk-
legt, að hampa íslendingum sem
mestu lýðræðisþjóð heims. Slík full-
yrðing stenst ekki, þegar málið er
skoðað ofan í kjölinn.
Undarlegt að forsetinn skyldi tala
eins og nýgræðingur á stjórnmála-
sviðinu, sem ekki ætti að baki ára-
bila þingsetu og hafa verið prófess-
or í stjómmálafræði við félagsvís-
indadeild HÍ um ára skeið. Auðvitað
hefði hann t.d. þurft að kryfja til
mergjar ríkisstyrk í útgerð. Það var
fjarstæða, að forsetinn skyldi segja
að íslensk útgerð njóti engra ríkis-
styrkja.
Hvað kallast ríkisstyrkir?
Ríkisstyrkir eru ýmist beinir eða
óbeinir. Auðvitað er hinn óréttláti,
endurgjaldslausi fámenniskvóti,
sem örfáir útgerðaraðilar fengu
1983 og síðar, ekkert annað en
gefins ríkisstyrkur. Kvótinn gengur
nú á 800.000 kr. þorsktonnið. Verð-
mæti kvótans samanlagt er talið
vera 16-30 milljarðar króna.
Þá er skattafrádráttur sjómanna,
á sinn hátt, ríkisstyrkur. Til stóð
að afnema hann á síðasta þingi, en
varð ekki úr. Hann nemur samtals
u. þ.b. 1,5 milljarði.
20% fyrning kvótans, forréttindi
kvótahafanna, skerða tekjuskatt í
ríkissjóð um fleiri hundruð milljónir,
ef ekki milljarða, er og ekkert annað
en ríkisstyrkur til útgerðarinnar.
Nefna mætti að einhveiju marki virð-
isaukaskattinn, sem útgerðin sleppur
við og em forréttindi hennar.
Þó að sjálfur forsetinn eigi hlut
að máli, er ekki hægt annað en
mótmæla svona „lógik“, fluttri á
erlendri gmnd. Það er gert í virð-
ingu fyrir forsetaembættinu.
Höfundur er
hæstarétturlögmaður.
Gunnlaugur
Þórðarson
Full búð af
frábærum
vörum á enn
betra verði
hefst í dag
£
SPAR SP0RT
Verðln voru
lágmarksverð,
en á útsölunni
lágmarks
lágmarksverð!
TOPPMERKI A LAGMARKSVERÐI
NÓATÚNSHÚSINU N Ó A T U N I
• S I M I