Morgunblaðið - 07.08.1997, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
*
*
•**
t
Ástkær faðir, sonur, bróðir og frændi,
ALBERT ÓSKARSSON
rafeindavirki,
Hraunbæ 70,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur á heimili slnu þriðjudaginn
5. ágúst síðastliðinn.
Elfsabet Stefanía Albertsdóttir,
Óskar G. Sampsted,
Gunnhildur A. Óskarsdóttir,
Bryndís Óskarsdóttir,
Sigurbjörg Albertsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
BERGDÍS INGIMARSDÓTTIR,
Þinghólsbraut 26,
Kópavogi,
lést á hjartadeild Landspítalans miðvikudaginn
6. ágúst 1997.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd vandamanna hinnar látnu,
Valgeir Friðþjófsson og systkini.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
ESTER SVAN JÓNSDÓTTIR,
Álfhólsvegi 125,
Kópavogi,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnu-
daginn 3. ágúst, verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 8. ágúst kl. 15.00.
Sigurfinnur Ólafsson,
Gunnar Sigurfinnson, Una Sveinsdóttir,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
+
Bróðir okkar,
SIGURÐUR HANNESSON
frá Bjargi,
Djúpárhreppi,
lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, þriðjudaginn 5. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ólafur Hannesson,
Ingólfur Hannesson.
+
Móðir mín, tengdamóðir, sambýliskona og
amma,
FRIÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Ásgarði 26,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 8. ágúst kl. 13.30.
Sigríður Hermannsdóttir,
Ómar Jóhannsson,
Árni Sigurjónsson
og barnabörn.
+
Móðir mfn, systir, amma og langamma,
SIGNÝ GÍSLADÓTTIR
frá Þórisdal í Lóni,
Víkurbraut 26,
Höfn,
Hornafirði,
sem lést á Skjólgarði fimmtudaginn 31. júlí sl.,
verður jarðsungin frá Hafnarkirkju laugar-
daginn 9. ágúst kl. 14.00.
Sigrún Guðmundsdóttir,
Sigurlaug Gísladóttir,
Guðmundur Knútsson,
Signý Knútsdóttir, Hannes Ingi Jónsson,
Kristín Knútsdóttir, Guðmundur Atlason
og barnabarnabörn.
SOFFÍA
VIGFÚSDÓTTIR
+ Soffía Vigfús-
dóttir fæddist á
Sauðárkróki 8. júní
1923. Hún andaðist
á krabbameinsdeild
Landspítalans 27.
júlí síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sesselía Stefáns-
dóttir Hansen, fædd
í Kollugerði í Eyja-
firði af Krossaætt.
Faðir hennar var
Vigfús Magnússon
frá Sauðárkróki.
Systkini hennar af
Hansen-ættinni voru
Guðrún, Ingi Arnvid, Borghild
Jóhanna, Hans Stefán og Hans
von Ahnen, sem öll eru látin.
Systir hennar, Marta, er ein eft-
ir á lifi og býr í Noregi. Soffía
var ógift og barnlaus. Utför
Soffíu fer fram frá Fíladelfíu-
kirkju í dag, og hefst athöfnin
klukkan 15.
Elsku Didda mín.
Þú varst bænheyrð og fékkst að
fara. Bæði sái og iíkami fengu að
reyna mikið, sérstaklega síðustu
fimm vikurnar sem þú dvaldir á
sjúkrahúsinu. Þegar ég fór með þér
upp á sjúkrahús datt mér ekki annað
í hug en að það væri hægt að lækna
þig og þú kæmir heim fljótlega. En
þú leist yfir íbúðina og sagðir við
mig: „Hvenær ætli ég fái að koma
hingað aftur.“ Það fékkst þú ekki
og það var gott að þú fékkst að
fara en mikið var samt sárt að horfa
á þig kveðja.
Við erum búnar að eiga margar
ánægjustundirnar. Þegar ég var lítil
varst þú alltaf tilbúin að segja mér
sögur, föndra með mér og ég mátti
fara í hárgreiðsluleik við þig og
greiða og setja rúllur í þig. Ömmu
fannst oft nóg um, en þú bara brost-
ir. Árin sem þið amma bjugguð sam-
an urðuð þið mjög samrýndar en
lengst af bjóst þú ein og kvartaðir
ekki. Þú dvaldir oft „í þínu her-
bergi“ hjá foreldrum mínum og þér
fannst það yndislegt. Þá var aftur
farið í hárgreiðsluleikinn nema hvað
þá var hárið klippt og sett í það
permanett. Þú varst alltaf sótt þegar
átti að föndra. Síðustu jól ætluðum
við að föndra með börnunum mínum
en það endaði með því að við vorum
tvær eftir og höfðum mjög gaman
af. Þá var skorið út laufabrauð, bak-
að til jólanna o.s.frv. Alltaf varst
þú tilbúin að koma og alltaf hafðir
þú góða skapið með. Aldrei brýndir
þú raustina við börnin mín þrjú þótt
þau væru fyrirferðarmikil, heldur
varst þú ávallt þolinmóð og góð og
sagðir þeim sögur til að hafa ofan
af fyrir þeim eins og mér þegar ég
var lítil.
Svo voru það líka sorgarstundirn-
ar, sérstaklega meðan þú varst á
sjúkrahúsinu, þú varst oft alveg
búin að vera og fórst að gráta og
sagðir að þú yrðir að fá að gráta
svolítið og losa um. Þannig sátum
við oft hlið við hlið og þú hallaðir
þér að mér og sagðir að þetta hefði
þér ekki dotið í hug að ég, litla stúlk-
an hennar Borghildar, ætti eftir að
reynast þér svona vel. Þessar fimm
vikur fór ég daglega til þín og ég
fann að þér fannst það gott og þú
treystir því að ég kæmi. Þarna kem-
ur hjálparkokkurinn minn, sagðir þú
og það var byijað á því að bursta
tennurnar, skipta um stellingu, bera
krem á þig og nudda fæturna og
þú sagðist ekkert skilja
í því að ég nennti að
heimsækja svona
gamla kerlingu sem ég
þyrfti að hafa svona
mikið fyrir. Þá sagði
ég að það væri af því
að mér þætti svo vænt
um hana og þú sagðist
vita það. „Drottinn
launi þér fyrir,“ sagðir
þú oft. Þú varst svo
heppin að eiga marga
góða vini sem þótti
vænt um þig og sér-
staklega nefni ég vin-
konur þínar, Marianne,
Lydíu og Ástu, sem gerðu allt fyrir
þig, því þannig varst þú, mann lang-
aði að gera alit fyrir þig og ég vildi
hafa gert miklu meira fyrir þig.
Tengdamóður minni þakka ég
fyrir að útbúa kodda sem þú notað-
ir og bjargaði miklu. Ég vil þakka
foreldrum mínum fyrir að passa
börnin mín og manninum mínum
fyrir þolinmæðina svo ég gæti farið
og verið hjá þér og hjálpað þér eins
vel og ég gat. Didda mín, ég þakka
þér fyrir allar stundirnar okkar sam-
an, þú gafst svo mikið af þér. Ég
veit að þú ert á góðum stað núna
og líður miklu betur.
Guð geymi þig.
Þín
Guðrún María (Gullý).
Elsku Didda mín, ekki datt okkur
í hug þegar Gullý fór með þig á
Landspítalann 16. júní, lamaða í
fótum, að þú kæmir ekki heim til
þín aftur. Þetta var hræðilega erfið-
ur tími fyrir þig vegna allra þeirra
rannsókna sem þú þurftir að fara í.
í ljós kom að þú varst komin með
krabbamein og ekkert virtist fram-
undan nema geisla- og lyíjameðferð-
ir. Þær reyndust þér mjög erfiðar
en vonin og bjartsýnin gáfu þér
mikinn kjark og dugnað. Þú stóðst
þig vel í þessar fimm vikur sem þú
varst á Landspítalanum, enda dá-
samaðir þú lækna og hjúkrunarlið
fyrir góða umönnun.
Það var trúin á Drottin Guð, sem
hjálpaði þér gegnum þessa erfið-
leika. Einn af uppáhalds sálmunum
þínum var Davíðssálmur nr. 23:
„Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta. Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast."
Það var þitt lán þegar þú gekkst
í söfnuð hvítasunnumanna í Fíladelf-
íu því þá eignaðist þú marga yndis-
lega vini sem gerðu svo margt fyrir
þig og vil ég sérstaklega þakka
Marianne og Daniel Glad, Rut og
Sam Glad og Ástu og Lydíu. En
vinirnir voru miklu fleiri og eiga allt
mitt þakklæti skilið því allir reynd-
ust þeir henni Diddu minni vel þau
ár sem hún bjó í Reykjavík.
Didda var ákaflega félagslynd og
átti auðvelt með að umgangast fólk.
Öll börn höfðu gaman af að hlusta
á sögurnar hennar og kenndi hún
þeim nokkrum á gítar. Einnig var
hún mikil handavinnukona og saum-
aði, heklaði og prjónaði fallega dúka
sem hún gaf með ánægju og kær-
leik. Þegar ég skrifa þessar línur
um þig koma upp í huga minn ljúfar
minningar að norðan frá því þegar
við vorum litlar á Bergsstöðum í
Glerárþorpi (sem nú er Akureyri)
og unglingar á Akureyri og er ég
sérlega þakklát fyrir þessar kæru
minningar sem ég á um þig. Ég man
hversu ánægjulegt þér þótti að fara
TOMJii) mn íid uí um
TOMJUA
UÖTÍL ÍOK
MiIdllJUIIfT • (ííf
Upplýsingar í s: 551 1247
[f. 11
Erfidiykkjurw
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
ÖL
Sími 562 0200
H
H
H
H
H
H
H
H
H
£
með mér til Akureyrar í seinni tíð
að heimsækja ættingja og vini og
þar á meðal var Helga vinkona sem
var þér svo kær en nú verða þær
ekki fleiri ferðirnar hjá þér norður.
Ættingjar og vinir kveðja þig með
miklum söknuði.
Elsku Didda mín, nú kveðjum við
þig í hinsta sinn, hjartans þakkir
fyrir allt á liðnum árum. Blessuð sé
minningin þín.
Þín frænka,
Borghild Inger.
Elsku Didda mín, þú fórst frá
okkur þegar ég átti þess sfst von
en hér gefst mér þó tækifæri til
þess að kveðja þig. Þú hafðir mikil
áhrif á bernsku mína enda eru þær
margar ánægjustundirnar sem við
áttum saman. Þú hafðir alltaf tíma
til þess að stytta lítilli frænku þinni
stundirnar, kenndir henni sálma og
sagðir henni sögur. Þær voru marg-
ar hamingjustundirnar og gleymi ég
aldrei hvað við hlógum mikið _af sög-
unni um Stein Boilason. Ég var
heppin að hafa þig og ömmu Guð-
rúnu til þess að passa mig þegar
mamma vann langar vaktir. Þín
verður sárt saknað af fjölskyldunni
og það verða hálf tómleg hátíðar-
höldin því þú varst alltaf potturinn
og pannan í undirbúningnum. Við
vorum góðar í skreytingunum fyrir
jólin enda þótti nú mörgum ofgert.
Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig og fjölskylduna mína.
Þín litla frænka,
Helen María.
Tímarnir í orðum spekinganna eru
margir. Til að fæðast, til að tala, til
að þegja, gráta og huggast láta.
Hýbýlin hjá Drottni eru einnig mörg.
Til að andvarpa, til að hvíla, til að
gróa og til að þrauka. Fáir finna
veginn þangað þótt margir séu kall-
aðir.
Þegar Jesús Kristur frelsar, þá
tekur hann undir byrðar þess sem
þær ber og léttir þeim burðinn. Með
hlýjum anda og nýjum rökum. Sá
er hlaut þau himinsins atlot varð
aldrei samur upp frá því. Hann varð
einstakur af þeirri undursamlegu
reynslu.
Soffía Vigfúsdóttir var ein af þeim
sálum sem Guð bar fyrir bijósti.
Hann leiddi hana inn í hýbýli sín
þegar hún enn var ung. Og Guð
uppörvaði hana þar og hughreysti
og gerði henni kleift að sættast við
tilveru sem ekki var svo auðveld.
Og þrátt fyrir hömlur og fjötra, vitn-
aði hún, snert af elsku Krists, um
reynslu sína af kynnum þeim. Matt-
hías Joehumsson óf þessa hugsun í
orð af sínum alkunna hagleik:
„Guðs-manns líf er sjaldan happ né hrós,
heldur tár og blóðug þymirós."
Soffía, oftast kölluð Didda, var
einn af þeim nýju vinum sem við
hjónin eignuðumst þegar Kristur tók
okkur að sér. Menn geta valið sér
vini. Hún hjálpaði til í sunnudaga-
skóla, þangað sem börnin okkar
sóttu og leiðbeindi þeim við gítarnám
og föndur og uppfræddi um fyrstu
skrefin á vegi trúarinnar. Þau skref
að taka tillit til annarra og bera
umhyggju fyrir þeim.
Hún gerðist líka ævifélagi í litlum
hópi trúsystra sem hittust reglulega
í áratugi til skiptis í heimilum sínum.
Var okkar heimili eitt þeirra. Þar
ræktuðu þær vináttu sem auðgaði
líf þeirra allra, lækkaði hólana og
fyllti dalina.
Vináttu sem vaxin var af trú á
frelsarann Jesúm frá Nasaret. En
vinátta er lífsnauðsyn.
„Þér eruð vinir rnínir," sagði Jesús
við lærisveina sína. Án vináttu og
elsku er lífið eyðimörk. Þar á gróður
sér enga lífsvon.
Vinátta Soffíu og meistarans frá
Nasaret var í æðra veldi. Hann bar
með henni byrðar sem oft voru þung-
ar. Nú er þessum byrðum af henni
létt. Guð á himnum hefur valið henni
enn ný hýbýli. í þetta sinn til að
gróa og til að hvílast, fijáls úr fjötr-
um jarðar. Andi hennar horfinn til
hans, sem gaf hann.
Við kveðjum Soffíu Vigfúsdóttur
með söknuði og biðjum góðan Guð
að blessa minningu hennar.
Óll Ágústsson, Asta Jónsdóttlr.