Morgunblaðið - 07.08.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.08.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 43 BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Nauðsyn þess að gefa Njálu út að nýju Frá Má Jónssyni: ENGU máli skiptir hver var höf- undur Njálu. Umræður um það leggja lítið af mörkum til skilnings á sögunni, þótt eitthvað kunni þær kannski að segja um hneigð hennar og möguleg tengsl við valdabaráttu í landinu á sið- ustu áratugum 13. aldar. Meiru varðar að þrátt fyrir ákafar deil- ur um höfund og annað undanfarin ár og áratugi er Njála vanrækt rit. Viðtekinn misskilningur birtist í bréfi Ólafs Guðmundssonar til Morgunblaðs- ins 27. júlí og er á þá leið að könn- un á handritum sögunnar hafi „á sínum tíma verið svo snilldarlega af hendi leyst af þeim Konráð Gíslasyni og Einari Ólafi Sveins- syni að varla mun hægt að bæta þar um“ (bls. 33). Olafur slær reyndar varnagla með því að segja „mér skilst" og hefur hugmyndina sennilega úr riti Hermanns Páls- sonar Um uppruna Njálu frá 1984, en þar segir: „Þetta verk hefur verið snilldarlega leyst af hendi; á þessu sviði hafa þeir Konráð Gísla- son og Einar Ól. Sveinsson unnið svo vel, að varla mun hægt að bæta þar um“ (bls. 14). Þetta er ekki rétt. Þessir menn könnuðu handrit Njálu vitaskuld gaumgæfilega og lýstu þeim af miklu viti, en vel að merkja „á sín- um tíma“. Niðurstöður þeirra eru að ýmsu leyti rangar og þar að auki svo illa fram settar að þær eru óskiljanlegar þeim sem kynnu að hafa áhuga á að velta fyrir sér margbreytileika verksins í raun- verulegri varðveislu þess, en hafa ekki áralánga þjálfun í notkun flókinna lesbrigða neðanmáls eða lestri ættartijáa yfir handrit og handritsbrot. Enn verra er að út- gáfur Konráðs (1875) og Einars Ölafs (1954), „hinar afræðilegu" og þar með „eiginlegu" útgáfur Njálu nú um stundir, eru langt frá því að vera nógu góðar. Hvorug þeirra segir alla söguna. Báðar voru unnar á þann algenga hátt að eitt meginhandrita verksins var lagt til grundvallar, en önnur notuð þar sem vantaði í eða leshættir töldust „betri“. Konráð og Einar Ólafur stóðust hins vegar ekki þá freistingu að skipta sér af textan- um og velja leshætti úr öðrum handritum eftir smekk fremur en í samræmi við niðurstöður eigin athugana á skyldleika handrita og handritaflokka. Svoleiðis vinnubrögð ganga ekki þegar Njála á í hlut. Hana verður að gefa út með allt öðrum hætti. Hún er mesta bókmenntaverk okk- ar íslendinga og verðskuldar betri og vandaðri meðferð en raun ber vitni. Hana á ekki að prenta sem hrærigraut soðnum úr óljósum og vart rökstyðjanlegum áiyktunum um tengsl handrita, líkt og til sé aðeins einn réttur og sannur texti sögunnar. Njála á að vera til í mörgum bindum í bókaskápum landsmanna. Öll skinnhandrit sög- unnar ætti að gefa út eins og þau liggja fyrir, enda er umtalsverður munur á texta þeirra og fráleitt að leyfa ekki alþýðu manna að njóta þess - fyrir utan gagnið sem af slíku hlytist fyrir áhugamenn um höfund Njáiu! Til eru átta skinn- handrit af Njálu, ekkert þeirra al- veg heilt. Frá fyrri hluta 14. aldar eru Kálfalækjarbók (AM 133 fol.), Reykjabók (AM 468 4to), Grá- skinna (GKS 2870 4to) og Möðru- vallabók (AM 132 fol.). Frá 15. öld eru Skafinskinna (GKS 2868 4to), Sveinsbók (GKS 2869 4to), Odda- bók (AM 466 4to) og Bæjarbók (AM 309 4to). í sérstöku bindi ættu síðan að vera skinnbrot sög- unnar, sem eru eitt til átta blöð að lengd og öll hin merkustu (AM 162 B fol.). Reynist úthaldið gott má gefa út svo sem eitt eða tvö bindi í lokin með texta glataðra skinn- handrita sem varðveitt eru í eftirrit- um frá 17. öld. Svona nokkuð þolir þjóðin vel og ófáir útlendingar myndu fagna slíku framtaki. Fyrir rúmlega hálfri öld hvatti Guðni Jónsson til þess í útgáfu sinni á Njálu að einhveiju í líkingu við þetta yrði hrundið í framkvæmd með stafréttum hætti fyrir fræði- menn, en ég legg til að nú þegar verði ráðist í að koma þessu í verk með nútímastafsetningu á snotrum bókum með greinargóðum inn- göngum um hvert handritanna, til dæmis í tengslum við þá vinnu sem nú fer fram á vegum beggja stofn- ana Áma Magnússonar og Lands- bókasafns-Háskólabókasafns með töku tölvumynda af handritum í því skyni að gera þau aðgengileg á veraldarvefnum. Ekki skortir fé til þess verkefnis, en því má ekki gleyma að aldrei kemur neitt í stað- inn fýrir góðar og fallegar bækur. Þær eru það sem fólk gefur, kaup- ir og þiggur, nýtur og les. MÁR JÓNSSON, Meistaravöllum 13, 107 Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. r Gœðavara Gjdfðvara - mdldr ogkdfTistcll. Allir veröílokkar. ^ VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. HeimsfríTcjir liönnuðir in.d. Gianni Vcrsatc. Dýraglens T éS HBLD AE> mIk f MAFt 0&Ð/& 'A / Grettir HOU) WOUIDYOU LIKETO HAVE A FREED06? THIS 15 ANDV AND THIS 15 OLAF.. M0M 5AVS D06SARET00 MUCH TROUBLE JHEV6ARK TOO MUCH, AND OUR VARD ISN'T BI6 EN0U6H.. _„ WELLAT LEA5T SHE DlDN'T 5AV ANVTHIN6 AB0UT PREFERRIN6 CATS MOM SAV5 DO VOU HAPPEN TO HAVE A CAT? Hvernig líst þér á að fá ókeypis hund? Þetta er Kátur og þetta er Lubbi... Mamma segir að hundar séu of mikil fyrirhöfn, þeir gelti of mikið og garðurinn okkar sé ekki nógu stór ... Jæja, hún sagði a.m.k. ekkert um að hún vildi heldur ketti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.