Morgunblaðið - 07.08.1997, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 07.08.1997, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Ráðleggur syninum ►LEIKARINN Ryan O’Neal hvetur son sinn Patrick ein- dregið til þess að gifta sig ekki. Patrick, sera einnig er leikari, leitaði ráða hjá föður sínum þegar hann og unnusta hans, Rebecca De Mornay, komust að því að erfingi væri á leið- inni. Patrick, 29 ára, og Rebecca, 37 ára, munu eignast sitt fyrsta barn í nóvember en þau hafa verið saman í tvö ár. Ryan á tvö misheppnuð hjóna- bönd að baki og nýlega slitnaði upp úr sambandi hans og Farrah Fawcett. Hann sagði syninum að hann þyrfti ekki að gifta sig þótt unnustan væri þunguð. „Ekki ana út í neitt. Það gætu verið stór mistök,“ sagði hinn lífsreyndi faðir Patricks. Ekki fylgdi með fréttinni hvemig Rebecca tek- ur ráðleggingum „tengdapabba“ síns. PATRICK O’Neal með unnustunni og tilvonandi barnsmóður sinni, Rebeccu De Mornay. RYAN O’Neal með Patrick syni sínum sem hann ráðlagði að forðast giftingar. Vill ekki börn ELIZABETH Hurley hefur að sögn neitað að giftast unnusta sínum, Hugh Grant, því hún vilji alls ekki eignast börn. „Ég get ekki hugsað mér neitt hræðilegra en að ala upp börn sem eiga erfitt með að fóta sig af því að ég hef ekki verið til staðar fyrir þau,“ sagði fyrirsætan, leikkonan og framleiðandinn Eliza- beth. Á ýmsu hefur gengið í sam- bandi þeirra hjúa en nú nýlega festu þau kaup á húsi í London. Sambandinu er því ekki lokið þrátt fyrir að sambúðin sé óvígð. ATVIMIMU- AUGLÝSING AR Menntamála- ráðuneytið ö Framkvæmdastjóri Sjónvarpsins Starf framkvæmdastjóra sjónvarpsdeildar Rík- isútvarpsins, sbr. ákvæði 3. kafla útvarpslaga nr. 68/1985, er laust til umsóknar. Umsækjendurskulu hafa lokið háskólanámi auk þess að hafa reynslu af starfi við fjöl- miðlun. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veitir útvarps- stjóri Ríkisútvarpsins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og starfsferil, skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 1. september 1997. Menntamálaráðuneytið, 5. ágúst 1997. Sölustjóri Vaxandi innflutnings- og þjónustufyrirtæki í byggingariðnaðinum vantar sölustjóra til að leiða fyrirtækið á ört vaxandi markaði. Reynsla og þekking á markaðnum nauðsynleg. Þarf að hafa góða stjórnunar- og fjármálaþekkingu og geta haldið góðum tengslum við erlenda birgja og innlenda viðskiptavini. Tungumála- kunnátta skilyrði. Meðeign möguleg. Ráðning strax eða eftir samkomulagi. Áhugasamir sendi uppl. til afgreiðslu Mbl. fyrir 12. ágúst, merktar: „Sölustjóri — 1606". íþróttakennarar Kennara vantar að Grenivíkurskóla næsta skólaártil að kenna íþróttir og bóklegar greinar. Skólinn er fámennur, nemendur á næsta vetri verða um 50 í 1.—10. bekk. Aðstaða til kennslu er öll hin besta og nýtt íþróttahús og sundlaug eru við skólann. Gott húsnæði á lágu verði ertil reiðu fyrir kennara. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson, skóla- stjóri, í síma 463 3118 eða 463 3131. „Au pair" Finnland/Danmörk Ert þú sjálfstæð, lífsglöö, hugmyndarík, full af orku og hefur gaman af börnum? íslenska fjölskyldu vantar stúlku, eldri en 18 ára, til að gæta þriggja barna undir 8 ára aldri og aðstoða við heimilisstörf. Vinsamlegast hafið samband við Önnu í síma 564 2516. Bakarar Bakari óskasttil starfa í Hafnarfirði. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist til afgreiðslu Mbl. merkt: „Bakari -91" fyrir 16. ágúst nk. Viðgerðarmenn Óskum eftir vélvirkjum eða mönnum vönum viðgerðum á þungavinnuvélum. Upplýsingar í síma 587 2240. Vélaverkstæðið R.Á.S. ehf. UPPBOQ Málverkauppboð Höfum hafið móttöku fyrir næsta málverkaupp- boð. Vinsamlegast hafið samband sem fyrst. Opið virka daga frá kl. 12.00—18.00. BORG TILK YNNINGAR Námsmenn athugið Skrifstofa LÍN verður lokuð föstudaginn 8. ágúst. Lánasjóður íslenskra námsmanna. HÚ5NÆÐI ÓSKAST Húsnæði óskast Við erum fjögurra manna fjölskylda sem bráð- vantarsérhæð eða raðhús með bílskúrtil leigu í u.þ.b. tvö ár. Skilvísum greiðslum og mjög góðri umgengni heitið; meðmæli ef óskað er. Vinsamlegast hafið samband við Finnboga eða Eddu í síma 554 0034 eftir kl. 19.00, íbúð óskast íslenskar sjávarafurðir hf. óska eftir 2ja—3ja herbergja íbúð, með eða án húsgagna, til leigu fyrir erlendan starfsmann í 9 mánuði frá og með 1. september nk. Upplýsingar í síma 569 8220 á skrifstofutíma. SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF k & Iftfi Hollvoigarstíg 1 • sími 561 4330 Dagsferðir um næstu helgi: Laugardaginn 9. ágúst Hekla. Gengið á Heklu frá Skjólkvíum, yfir fjallið og komið niður á Næf- urholtsbjalla. Sunnudaginn 10. ágúst Reykja- vegurinn, 7. áfangi. Djúpavatn - Mjöltunnuklif. Brottför kl. 10.30. Helgarferðir næstu helgi: 8. —10. ágúst Fjölskylduferð í Bása. Boðið er upp á skipulagð- ar gönguferðir við allra hæfi ásamt dagskrá fyrir börnin. Varðeldar, grillveisla fyrir börn- in, sannkölluð fjölskyldustemm- ing. Skráning stendur yfir á skrif- stofu Útivistar. Ósóttir miðar verða seldir eftir hádegi. 9. —10. ágúst Fimmvörðuháls. Farið frá Reykjavík á laugar- dagsmorgni. Gist í Fimmvörðu- skála og gengið í Bása á sunnu- degi. Skráningar standa yfir í ferðir: 22.-24. ágúst Laugavegurinn, hraðferð. Brottför frá Reykjavík á föstudagsmorgni. Gengið í Hvanngil og gist í skála. Á laug- ardegi er gengið í Bása. 22.-24. ágúst Hvanngil — Strútslaug — Básar. Á föstu- degi er ekið í Hvanngil. Daginn eftir er gengið í Strútslaug og á sunnudegi í Landmannalaugar. 22.-24. ágúst Vestmannaeyj- ar, pysjuferð. Skoðunar- og gönguferðir um Heimey. Gist á farfuglaheimili. 29.—31. ágúst Veiðivötn. Á föstudagskvöld er ekið í Veiði- vötn. Farið verður aðTröllinu við Tungná, gengið að Hreysinu og Veiðivatnasvæðið skoðað. A heimleið er virkjanasvæðið við Sigöldu skoðað. Spennandi sumarleyfisferðir: 12, —16. ágúst Laugavegurinn, trússferð. Farangur fluttur á milli gististaða. Gengið frá Land- mannalaugum í Bása. Undirbún- ings- og kynningarfundur þriðju- daginn 5. ágúst kl. 20.00 á Hall- veigastíg 1. 16,—21. ágúst Snæfell — Lóns- öræfi. Ferðin hefst á Egilsstöð- um. Ekið að Snæfelli þaðan sem gengið er að Geldingafelii, í Eg- ilssel og niður að lllakambi um Tröllkróka. Gist í skálum. 19.—23. ágúst Landmanna- laugar — Strútslaug — Básar. Gengið úr Laugum í Hattver og yfir Torfajökul í Strútslaug. Frá Strútslaug er farið að Bláfjalla- kvísl um Emstrur og gist í Botn- um. Á fjórða degi er gengin Rjúpnafellsleið í Bása. 26.—30 ágúst Laugarvegurinn. Gengið frá Landmannalaugum í Bása. Gist í skálum. FERDAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 568-2533 Helgarferð 8. —10. ágúst: 1. Þórsmörk—Langidalur. Göng- uferðir við allra hæfi. 2. Yfir Fimmvörðuháls — Þórs- mörk. Fá sæti laus. 3. Hveravellir—Arnarvatnsheiði, ökuferð. Afmælisferð 22.-24. ágúst: Landmannalaugar — Hrafnt- innusker — Álftavatn. Minnum á ódýrt sumarleyfi í Þórsmörk og aðrar sumarleyfis- ferðir t.d. gönguferði um „Laug- aveginn". Munið dagsferð að Álfta- vatni, Fjallabaksleið syðri kl. 08.00 á laugard. 9. ágúst. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Konukvöld með Natalie Brenne- man í kvöld kl. 20.30. Allar konur velkomnar. I kvöld kl. 20.30 Lofgjörðarsamkoma. Miriam Óskarsdóttir talar. Allir hjartanlega velkomnir. fMHW.. blaðið — Liarni nisliint I - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.