Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1997 ■ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST BLAÐ Bames til Newcastle ENSKI knattspyrnumaðurinn John Barnes hefur skrifað undir tveggja ára samning við New- castle. Barnes, sem er 33 ára gamall og á að baki 79 landsleiki fyrir Englands hönd, hefur síðustu tíu árin leikið með Liverpool, en knatt- spyrnustjóri Newcastle er einmitt Kenny Dalgi- ish, fyrrum saniherji Barnes hjá Liverpool. Lengi leit út fyrir að Barnes myndi ganga til liðs við West Ham en þegar ekkert varð af því brást Harry Redknapp, knattspyrnustjóri liðsins, hinn reiðasti við og sagðist hafa verið svikinn af Barnes og Dalglish. „Ég er að sjálfsögðu mjög vonsvikinn og hreinlega trúi þessu ekki,“ sagði Redknapp í samtali við breska fjölmiðla í gær. Guðrún með ís- landsmet í Zurich Mitt í regni heimsmeta á gull- móti Alþjóða fijálsíþrótta- sambandsins í Ziirich í gærkvöldi setti Guðrún Arnardóttir, Ármanni, íslandsmet í 400 m grindahlaupi, hljóp á 54,79 sekúndum og bætti fyrra íslandsmet sitt um 2/100 úr sekúndu en það var sett á Ólympíu- leikunum í Atlanta í fyrra. Guðrún varð í fímmta sæti í hlaupinu sem skipað var mjög sterkum hlaupur- um og má þar nefna Ólympíumeist- arann Deon Hemmings frá Jama- íku, nýbakaðan heimsmeistara Nez- ha Bidouane frá Marokkó og heims- methafann Kim Batten, Bandaríkj- unum. Hemmings sigraði í hlaupinu á 52,98 sekúndum en Batten varð önnur á 53,43 en heimsmeistarinn varð í þriðja sæti á 53,65. Guðrún hljóp á annarri braut og það var öðru fremur góður enda- sprettur hennar sem innsiglaði langþráð íslandsmet sem hún hafði vonast eftir að setja á heimsmeist- aramótinu. Alls voru sett þjú heimsmet á mótinu í Zúrich. Hápunktur mótsins var heimsmet Wilsons Kipoketers frá Danmörku í 800 m hlaupi. ■ Veisla...C3 ■ Úrslit..C4 Morgunblaðið/Golli GUÐRÚN Arnardóttir settl glæsllegt íslandsmet f 400 m grlndahlaupi í Ziirlch í gœrkvöldi. FRJALSIÞROTTIR Halldóra sú þriðja yfir 50 m HALLDÓRA Jónsdóttir spjót- kastari úr UMSB kastaði spjóti 52,22 m á móti í Borgar- nesi á mánudagskvöldið. Hall- dóra, sem er aðeins tvitug að aldri, varð þar með þriðja ís- lenska konan til að kasta spjóti yfir 50 m. Hinar tvær eru íslandsmethafinn íris Grðnfeldt, UMSB, sem náði þvi árið 1982, þá 19 ára og Vigdís Guðjónsdóttir, HSK, er kastaði 53,78 m á landsmót- inu i Borgarnesi snemma i júlí sl. íslandsmet írisar er 62,02 m, frá 1988, en þess má til gamans geta að íris er þjálfari Halldóru. Fór fyrstur holu í höggi SIGTRYGGUR Sigtryggsson, fréttastjóri, félagi í GR, varð i fyrradag fyrstur manna tíl að fara holu i höggi á Korp- úlfsstaðavelli síðan völlurinn var formlega tekinn í notkun við setningu Landsmótsins i golfi hinn 22. júlí sl. Sigtryggur sló drauma- höggið á 2. braut, sem er um 150 metrar og notaði hann trékylfu nr. 5. Sigtryggur er því kominn i góðan félagsskap i Einheijaklúbbnum, en 30 ára afmælismót hans verður á Nesvellinum á sunnudag. Fjórir Leifturs menn í bann ALLS 40 leikmenn voru úrskurðaðir í leikbann á fundi aganefndar KSÍ á þriðjudagskvöld, þar af átta úr Sjóvár- Almennra deildinni, tíu úr 1. deild karla og tveir úr Stofndeildinni. Fjórir Leiftursmenn voru úrskurð- aðir í bann, Júlíus Tryggvason vegna brottvísunar og þeir Baldur Bragason, Daði Dervic og Davíð Garðarsson vegna fjögurra gulra spjalda, og leika þeir þrír síðastnefndu því ekki á móti Fram á sunnudagskvöld. Júlíus tók hins vegar út sitt bann á móti Kefla- vík í gærkvöidi. Þá tók KR-ingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson út leikbann á móti ÍBV í undanúrslitum bikar- keppninnar síðastliðinn laugardag, en Stefán Ómarsson, Val, Sveinbjöm Ásgrímsson, Skallagrími, og Sigurvin Ólafsson, ÍBV, verða aliir í banni á sunnudaginn. Á fundi aganefndar voru einnig staðfestar tvær sektir - 4.000 kr. sekt Leiknis R. vegna leiks á móti KVA í 2. deild karla og 2.000 kr. sekt KS vegna leiks á móti Tinda- stóli í 3. deild karla. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Bjami kominn í hópinn Guðjón Þórðarson, landsliðs- þjálfari Islands í knatt- spymu, hefur valið landsliðshóp- inn sem mætir Liechtenstein í undanriðli HM næstkomandi miðvikudag. Enginn nýliði er í hópnum að þessu sinni en fjórir leikmenn, þeir Sigurvin Ólafsson, ÍBV, Bjarni Guðjónsson, Newcastle, Tryggvi Guðmundsson, ÍBV, og Gunnlaugur Jónsson, ÍA, hafa einungis leikið einn A-landsleik. Bjarni er eini leikmaðurinn sem aldrei áður hefur leikið undir stjórn Guðjóns í landsliðinu. Hópurinn er annars skipaður eftirtöldum leikmönnum (fjöldi landsleikja innan sviga); Markverðir: Kristján Finnbogason (15)...KR Ólafur Gottskálks.(7)...Hibernian Aðrir leikmenn: Guðni Bergsson (75).....Bolton Arnór Guðjohnsen (71) Örebro Rúnar Kristins. (62)..Lilleström Sigurður Jónsson (51)....Örebro Arnar Grétarsson (39)....AEK Aþenu Eyjólfur Sverrisson (39) ...Hertha Berlín Helgi Sigurðsson (16)..Stabæk Lárus O. Sigurðsson (15)—.Stoke Einar Þór Daníelsson (8)..KR Hermann Hreiðarsson (5)...ÍBV Brynjar Gunnarsson (3)......KR Sigurður Örn Jónsson (2)....KR Siguiwin Ólafsson (1)......ÍBV Bjarni Guðjónsson (l)-.Newcastle Tryggvi Guðmundsson (1)...ÍBV Gunnlaugur Jónsson (1)......ÍA KNATTSPYRNA: LEIKMENN GLASGOW RANGERS KJÖLDREGNIR í GAUTABORG / C8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.