Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 C 3 FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Reuter WILSON Bolt Klpketer, Kenýa, fagnar hér tvelmur áföngum vlö marklfnuna, fyrsta heimsmetiö á ferllnum og í fyrsta sinn undir átta mínútum f 3000 m hlndrunarhlaupl. Ottey og Jones í sviðsljósinu MERLENE Ottey sigraði í 100 m hlaupi á mótinu í Zttrich í gærkvöldi á 10,96 sek. og andstæðingar hennar voru ekki af verri end- anum, Marion Jones heimsmeistari, Gail De- vers, Gwen Torrence, Zhanna Pintusevich og Christine Arron. Ottey, sem enn einu sinni beið lægri hlut á stórmóti er hún var í úrslit- um 100 m hlaupsins sýndi að þessu sinni að hún er hvergi nærri dauð úr öllum æðum. Önnur varð Jones og Devers varð þriðja. Jones, sem á besta tíma ársins í 200 m hlaupi 22,17 sek., tók ekki þátt í greininni á HM, lét 100 m duga. Hún keppti hins vegar í báðum greinum í gærkvöldi og hljóp glæsilega eftir tapið í 100 m. Hún stakk heimsmeistarann Pintusevich bókstaflega af á síðari 100 m og kom í mark á 21,76, sem er 5. besti tími sem náðst hefur í greininni frá upphafi vega. „Hversu hratt get ég hlaupið? Miklu hraðar,“ sagði Jones að hlaupinu loknu. Þróun heimsmetsins í 800 m hlaupi karla 14.9. “72 19.6. “73 27.6. “73 25.6. “75 1.7. “75 28.7. “76 13.5. “78 3.7. "89 19.8. “92 16.8. “95 13.8. “97 14.9. “72 20.9. “72 5.7. “77 8.4. “78 13.9. “81 7.7. “82 27.7. “85 22.7. “87 4.6. “94 8.6. “95 16.8. “95 13.8. “97 (taflan hér að neðan sýnir, tíma í mín., nafn, þjóðerni og dagsetningu metanna): 1:43.50............Álberto Juantorena (Kúbu) 25.7. '76 1:43.44.........................Juantorena 21.8. '77 1:42.33...........Sebastian Coe (Bretlandi) 5.7. ’79 1:41.73................................Coe 10.6. ’81 1:41.73...........Wilson Kipketer (Denmark) 7.7. ’97 limsmetsins í hindumarhlaupi ..Anders Garderud (Svíþjóð) ..Benjamin Jipcho (Kenýa) .................Jipcho ...............Garderud ................Garderud ...............Garderud ......Henry Rono (Kenýa) .......Peter Koech (Kenýa) ...Moses Kiptanui (Kenýa) ...............Kiptanui filson Boit Kipketer (Kenýa) leimsmetsins í í hlaupi karla ....Lasse Viren (Finnlandi) ....Emiel Puttemans (Belgíu) .....Dick Quax (N-Sjálandi) .......Henry Rono (Kenýa) ...................Rono ....David Moorcroft (Bretl.) ....Said Aouita (Marokkó) ..................Aouita .Kipketer 13.8. ’97 .Haile Gebrselassie (Eþíópíu) ....Moses Kiptanui (Kenýa) ...............Gebrselassie .Gebrselassie Veisla var í Ziirich AÐEINS þremur dögum eftir að heimsmeistaramótinu í frjáls- íþróttum í Aþenu lauk, móti sem olli mörgum vonbrigðum vegna þess að þar voru engin heimsmet sett, slógu bestu frjálsíþrótta- menn upp veislu á „gullmóti" Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Ziirich i gærkvöldi. Þar voru slegin þrjú heimsmet, þar á með- al elsta heimsmetið sem í gildi var er Daninn Wilson Kipketer bætti heimsmet Bretans Sebastians Coe um tæpa hálfa sek- úndu, hljóp á 1.41,24 mín. Nafni hans og fyrrum landi, Wilson Boit Kipketer frá Kenýa, gaf tóninn snemma móts er hann undirstrikaði að sigur hans í 3.000 m hindrunarhlaupi á heims- meistaramótinu var ekki tilviljun og setti heimsmet 7.59,08 mín. og varð annar maðurinn til þess að hlaupa þessa vegalengd með hindr- unum á undir átta mínútum. Haile Gebrseiassie heimsmethafi í 5.000 og 10.000 m hlaupi og heims- og ólympíumeistari í síðar- nefndu greininni sýndi og sannaði að hann er einstakur í sinni röð. Heimsmeistarinn í 5.000 m hlaupi, Kenýamaðurinn Daniel Koeman, hefur síðustu vikur storkað heims- methafanum með hótunum um að slá met hans í 5.000 m hlaupinu. En er þeir mættust í Ziirich í gær sýndi Gebrselassi hver er bestur. Hann hljóp að því er virtist áreynslulaust og kom í mark á 12.41,86 mín. og bætti eigið met verulega en það var 12.44,39. Hápunktur kvöldsins var samt hlaup Kipketers hins danska í 800 m hlaupi. Lengi hefur legið í loftinu að hann myndi slá 16 ára gamalt heimsmet Bretans Coe í greininni og nærri fór hann á fyrsta „gullmót- inu“ á Bislett-leikvanginum í júlí- byrjun. Þá jafnaði hann á sama tíma og gildandi heimsmet, 1.41,73 mín. Sagt hefur verið um Kipketer, sem búið hefur í Danmörku sl. 7 ár að hann sé slíkur yfirburðamaður í greininni að hann geti slegið metið hvenær sem er og hann ráði stað og stund. Greinilegt var i gærkvöldi að nú var staðurinn og stundin. Frábærir móthetjar hans, þ.á m. Ólympíumeistarinn Vebjorn Rodal frá Noregi, höfðu frá fyrsta skrefi ekkert í félagsskap Kipketers og „hérans“ Joseph Tengelei að gera og „hérinn“ stóð fyrir sínu. Hann hljóp fyrstu 400 m á 48,10 sek., og Daninn var í humátt á eftir á 48,5. Þegar Coe setti met sitt hljóp hann fyrri 400 m á 49,7. Heimsmet lá í loftinu. Daninn hélt sínu striki og aðrir keppendur urðu hans ekk- ert varir. Einn og yfirgefmn geyst- ist Kipketer áfram vel studdur af 25.000 áhorfendum og heimsmetið varð staðreynd við marklínuna, 1.41,24. „Allar aðstæður voru eins best var á kosið að þessu sinni,“ sagði Kipketer. „Áhorfendur, veðrið og ekki síst hérinn. Mér fannst umræð- an um heimsmet vera orðin leiði- gjörn svo ég ákvað að grípa í taum- ana. Hitt má hver vita að nú hef ég fengið nóg, ég ætla ekki að hlaupa undir 1,40, þetta nægir.“ Rangur maður! Þeir voru ekki margir á leik- vangingum í Zúrich sem reiknuðu með að verða vitni að öðrum ósigri Kiptanuis í röð í 3.000 m hindr- unarhlaupi enda hefur hann verið ókrýndur konungur þessarar greinar undanfarin ár og eini mað- urinn sem hlaupið hefur undir 8 mínútum og það í tvígang. Allra síst að raunin yrði sú að ef sett yrði heimsmet í að þá yrði Kipt- anui ekki að verki, en sú varð raun- in. Þremenningarnir frá Kenýa tóku strax forystuna í hlaupinu og ljóst að þeir yrðu í sérflokki eins og fyrr. Eftir 2 km var tíminn 5.21,40 sem var 4 sekúndum yfir tímanum þeg- ar Kiptanui setti heimsmet sitt á sama velli fyrir nákvæmlega tveim- ur árum. Þegar bjallan gaf merki um að einn hringur væri eftir voru liðnar 7,01 mín. frá því byrjað var og ljóst að vel yrði að halda á spöð- unum á lokahringnum. Þremenn- ingarnir hlupu í einum hnapp allt þar til 200 m voru eftir. Þá brun- aði heimsmeistarinn fram úr félög- um sínum, Kiptanui og Bernand Barmasai. Kipketer hljóp síðustu 200 m á um 27 sekúndum og kom í mark á 7.59,08 mínútum og bætti heimsmet Kiptanui um 10/100 úr sekúndu. Þá bætti Kipketer sinn fyrri árangur í greininni um þijár sekúndur. „Ég vona að bræður mínir átta og systur mínar þijár fagni með mér,“ sagði Kipketer að hlaupinu loknu. „Nú verð ég þjóðhetja. Mér leið vel í hlaupinu og ákvað að reyna hvað ég gat og niðurstaðn varð þessi en virðing mín fyrir Kiptanui landa mínum er mikil.“ „Ég er reiðubúinn að hlaupa undir 12,40 mínútum takist ein- hveijum að slá út þennan árangur á næstunni," sagði brosmildi Eþíópíumaðurinn Gebrselassie eft- ir að hann hafði kastað mæðinni að loknu 5.000 m hlaupi og heims- meti. „Kenýamennirnir settu upp gott hlaup og veðrið var einstakt svo aðstæðurnar hjálpuðu vel.“ Koeman tromplaus Fyrsti 3 km héldu „hérar“ uppi dampi í hlaupinu og fyrsti kíló- metrinn var hlaupinn á 2.33,64 mín. og eftir 2 km var tíminn 5.06,11. Þegar Koeman tók við forystunni að loknum 3 km var tíminn 7.38,07 og ljóst að allt var opið. Gebrselassi fylgdi honum hvert fótmál og að loknum 4 km var tíminn 10.12,89. Þegar einn hringur var eftir, 400 m, var tíminn 11,46 mín. og alltaf var Koeman með forystu. En þegar 250 m voru eftir stakk heimsmethafinn sér fram úr heimsmeistaranum og sigldi ákveðið að marki, staðráðinn í að sýna hver væri bestur. Það kom í ljós, tíminn 12.41,86 mín, gamla metið 12.44,39. Koeman, sem þráði svo að eignast heimsmet- ið, varð annar á 12.44,90. Hann átti ekkert tromp eftir á lokasprett- inum. Frábæru hlaupi var lokið með sigi-i einstaks manns með ein- stökum árangri, annað féll í skugg- ann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.