Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 5
4 C FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Keflavík - Leiftur 0:1 Keflavíkurvöllur, íslandsmótið í knatt- spyrnu, 7. umferð Sjóvár-Almennra deildar- innar (frestaður leikur), miðvikudaginn 13. ágúst 1997. Aðstæður: Nánast logn, úði lengst af í um 15 stiga hita, afbragðs knattspyrnuveður. Mark Leifturs: Baldur Bragason (35.). Markskot: Keflavík 12 - Leiftur 6. Horn: Keflavík 8 - Leiftur 4. Rangstaða: Keflavík 3 - Leiftur 6. Gult spjald: Keflvíkingarnir Gestur Gylfa- son (61.) fyrir mótmæli, Guðmundur Odds- son (64.) fyrir brot, Karl Finnbogason (69.) fyrir brot og Guðmundur Steinarsson (88.) fyrir mótmæli. Leiftursmaðurinn Hörður Már Magnússon (66.) fyrir mótmæli. Dómari: Pjetur Sigurðsson hafði ekki tök á leiknum. Aðstoðardómarar: Egill Már Markússon og Gunnar Gylfason. Ahorfendur: Um 600. Keflavik: Bjarki Guðmundsson - Jakob Már Jónharðsson, Guðmundur Oddsson, Kristinn Guðbrandsson, Karl Finnbogason - Haukur Ingi Guðnason, Eysteinn Hauksson, Gunnar Oddsson, Snorri Már Jónsson (Ragnar Steinarsson 46., Gestur Gylfason 52.), Adolf Sveinsson (Jóhann Guðmundsson 46.) -Guð- mundur Steinarsson. Leiftur: Þorvaldur Jónsson - Andri Mar- teinsson, Slobodan Milisic, Sindri Bjama- son, Daði Dervic - Baldur Bragason (Gunn- ar Már Másson 81.), Davið Garðarsson, Rastislav Lasorik, Ragnar Gíslason (Matthí- as Sigvaldason 81.), Hörður Már Magnús- son - Pétur B. Jónsson. Bjarki Guðmundsson, Jakob Már Jónharðs- son, Guðmundur Oddsson, Karl Finnboga- son, Eysteinn Hauksson, Gunnar Oddsson, Jóhann Guðmundsson, Keflavík. Þorvaldur Jónsson, Andri Marteinsson, Slobodan Mil- isic, Daði Dervic, Rastislav Lasorik, Ragnar Gíslason, Baldur Bragason, Leiftri. Fj. leikja U J T Mörk Stig ÍBV 12 7 4 1 27: 10 25 ÍA 12 7 1 4 20: 17 22 KEFLAVÍK 12 7 1 4 15: 13 22 KR 12 5 4 3 22: 11 19 LEIFTUR 12 5 4 3 17: 11 19 FRAM 12 5 3 4 15: 12 18 GRINDAV. 12 5 3 4 13: 15 18 VALUR 12 3 3 6 13: 23 12 SKALLAGR. 12 1 3 8 9: 22 6 STJARNAN 12 0 4 8 6: 23 4 NM meistaraliða kvenna A-riðill: Alvsjö AIK (Svíþjóð) - Úrvalslið KSÍ ....1:1 Malin Allberg (61.) - Olga Færseth (6.) B-riðill: Trondheims Öm (Noregi) - Breiðablik3:0 Linni.Lehn.(32.)vAnn.Ki-istm.Aaömes.(38.), Ragnhild Guldbrandsen (56.). Evrópukeppni meistaraliða Undankeppni: IFK Gautaborg - Glasgow Rangers....3:0 Stefan Pettersson (55.), Per Karlsson (58.), Peter Eriksson (89.). 23.000. FK Kosice - Spartak Moskva.........2:1 Jozef Kozlej (16.), Ivan Kozak (43. - vít- asp.) - Sergei Dmitriev (37.). 9.270. Steaua Búkarest - París St Germain....3:2 Iosif Rotariu (54. - vítasp.), Denis Serban (71.), Marius Lacatus (79.) - Vincent Guer- in (19.), Florian Maurice (64.). 16.000. Feyenoord - Jazz Pori (Finnl.).....6:2 Jean Paul Van Gastel 2 (14., 65. - bæði úr vítasp.), Henk Vos 2 (22., 39.), Pablo Sanchez (58.), Giovanni van Bronckhorst (85.) - Marco 2 (28., 70.). 25.000. Bröndby - Dynamo Kiev..............2:4 Ruben Bagger (22.), Kim Daugard (87.) - Andriy Gusin (8.), Andriy Shevchenko (35.), Serhiy Rebrov (74.), Olexander Golovko (81.) 10.318. Bayer Leverkusen - Dynamo Tblisi 6:1 Hans-Peter Lehnhoff (5.), Carsten Ramelow (44.), Erik Meijer 2 (47., 62.), Ulf Kirsten (56.), Paulo Rink (85.) - Alexander Ias- hvili (59.). 20.500. Widzew Lodz (PóII.) - Parma........1:3 Andrzej Michalczuk (53.) - Enrico Chiesa 3 (28., 47., 49.). 20.000. Newcastle - Croatia Zagreb.........2:1 John Beresford 2 (22., 76.). - Ivor Cvit- anovic (52.). 34.465. MTK Búdapest - Rosenborg...........3:1 Egressy 2 (10., 45.), Kenesei (58.). - Rus- hfeldt (13.), Brattbakk (31.). 5.000. • Leiknum var hætt á 67. mín., þar sem flóðljósin gáfu sig. Sion (Sviss) - Galatasaray.........1:4 Johann Lonfat (31.) - Milton de Souza (4. - sjálfsm.), Erdem Arif (8.), Adrian Ilie (61.), Kaya Suat (85.). 12.500. Olympiakos - Mozyr (Hv-Rússl.).....5:0 Andreas Niniadis (58.), Sinisa Gogic (62., 70.), Grigoris Georgatos (75.), Alexis Alex- andris (83.). 42.000. Bracelona - Skonto Riga............3:2 Evrópukeppni bikarhafa Þórshöfn - Apoel (Kýpur)...........1:1 Uni Arge (19.) - Alexander Alexis (40.). 100. Engiand Úrvalsdeildin: Aston Villa - Blackburn............0:4 - Sutton (21., 25., 41.), Ripley (71.) 37.112. Derby - Wimbledon..................2:1 Ward (20.), Eranio (33.) - Perry (21.). 24.571. • Leiknum var hætt eftir 72. mln., flóðljós biluðu. Liverpool - Leicester...............1:2 Ince (85.) - -Elliott (1.), Fenton (83.). 35.007. Man. Utd. - Southampton............1:0 BBerkham (78. 55.008. Sheff. Wed. - Leeds.................1:3 Hyde (70.) - Wallace (7., 62.), Ribeiro (36.). 31.520. West Ilam - Tottenham..............2:1 Hartson (4.), Berkovic (70.) - Ferdinand (83.). 25.354. Handbolti Ragnarsmótið Haldið á Selfossi: Afurelding- HK...................22:23 Sigurður Valur Sveinsson skoraði sigur- markið beint úr aukakasti þegar leiktíminn var úti. Einar Gunnar Sigurðsson var markahæstur t liði Aftureldingar með 5 mörk en Óskar Elvar Óskarsson og Gunnar M. Gíslason gerðu 7 mörk hvor fyrir HK. Selfoss - Haukar..................22:22 Björgvin Þór Rúnarsson var markahæstur í liði Selfoss með 7 mörk en Aron Kristjáns- son gerði 6 mörk fyrir Hauka. Frjálsíþróttir Stigamót í Ziírich Kringlukast karla: metrar 1. Lars Riedel (Þýskal.).........68.84 2. Virgilius Alekna (Litháen)....66.44 3. Adam Setliff (Bandar.)........66.14 110 m grindahlaup karla: sek 1. AllenJohnson(Bandar.).........13.13 2. Mark Crear (Bandar.)..........13.14 3. Tony Jarrett (Bretl.).........13.21 800 m hlaup kvenna: mín. 1. Maria Mutola (Mósambik).....1:56.36 2. Ana Fidelia Quirot (Kúbu)...1:56.47 3. Yelena Afanasyeva (Rússl.)..1:56.61 4. Jearl Miles-Clark (Bandar.).1:56.93 100 m grindahlaup kvenna: sek. 1. Michelle Freeman (Jamaiku)....12.67 2. Ludmila Engquist (Svíþjóð)....12.74 3. Svetla Dimitrova (Búlgaríu)....12.82 400 m hlaup karla: 1. Michael Johnson (Bandar.).....44.31 2. Tyree Washington (Bandar.).....44.38 3. Davis Kamoga (Úganda)..........44.43 4. Roger Black (Bretl.)...........45.07 5. Davian Clarke (Jamafku)........45.16 6. Antonio Pettigrew (Bandar.)....45.30 100 m hlaup kvenna: 1. Merlene Ottey (Jamaíku).......10.96 2. Marion Jones (Bandar.).........10.97 3. Gail Devers (Bandar.)..........11.06 4. Savatheda Fynes (Bahamas)......11.07 5. Zhanna Pintusevich (Ukraine)...11.13 6. Gwen Torrence (Bandar.)........11.23 7. Christine Arron (Frakkl.)......11.23 8. Melanie Paschke (Þýskal.)......11.43 Spjótkast kvenna: metrar 1. Trine Hattestad (Noregi)......66.96 2. Joanna Stone (Ástralfu)........66.48 3. Tanja Damaske (Þýskal.)........65.30 100 m hlaup karla: 1. Frankie Fredericks (Namibfu)...9.98 2. Maurice Greene (Bandar.)........9.99 3. Tim Montgomery (Bandar.).......10.05 4. Leroy Burrell (Bandar.)........10.13 5. Ato Boldon (Trinidad)..........10.13 6. Donovan Bailey (Kanada)........10.17 7. Dennis Mitchell (Bandar.)......10.20 1.500 mhlaupkarla: min. 1. Hicham E1 Gerrouj (Marokkó).3:28.91 2. Fermin Cacho (Spáni).........3:28.95 3. Venuste Niyongabo (Búrundi)..3:29.43 4. Nourredine Morceli (Alsír)...3:30.23 5. Robert Andersen (Danmörku)...3:31.17 200 m hlaup kvenna: sek. 1. Marion Jones (Bandar.).........21.76 2. Inger Miller (Bandar.)_........22.37 3. Zhanna Pintusevich (Úkranfu)...22.39 3.000 m hindrunarhlaup karla: mín. 1. Wilson Boit Kipketer (Kenýu).7:59.08 HEIMSMET 2. Bernard Barmasai (Kenýu).....8:00.35 3. Moses Kiptanui (Kenýu).......8:00.78 4. Patrick Sang (Kenýu).........8:06.46 5. Eliud Barngetuny (Kenýu).....8:07.32 800 m hlaup karla 1. Wilson Kipketer, Danmörku....1:41.25 HEIMSMET 2. Patrick Ndururi, Kenýa.......1:42.62 3. Rich Kenah, Bandar...........1:43.38 4. Patrick Konchellah, Kenýa....1:43.80 5. Marko Koers, Hollandi........1:44.04 6. Vebjöm Rodal, Noregi.........1:45.29 Stangarstökk 1. Sergey Bubka, Úkraínu...........5,90 2. Maksim Tarasov, Rússlandi.......5,90 3. Lawrence Johnason, Bandar.......5,80 Þrístökk karla: Yoelvis Quesada, Kúbu.............17,29 2. Kenny Harrison, Bandar.........17,28 3. Denis Kapustin, Rússlandi......17,05 Spjótkast karla: 1. Sergey Makarov, Rússlandi.....87,88 2. Boris Henry, Þýskalandi........86,32 3. Marius Corbett, S-Afríku.......86,26 4. Jan Zelezny, Tékklandi.........85,22 Hástökk kvenna: 1. Hanne Haugland, Noregi.........2,01 2. Amy Acuff, Bandar...............1,96 3. Julia Lyakhova, Rússlandi.......1,93 400 m grindahlaup kvenna: sek. 1. Deon Hemmings, Jamafku.........52,98 2. Kim Batten, Bandar.............53,43 3. Nezha Bidouane, Marokkó........53,65 4. Tatyana Tereshchuk, Úkraínu....53,75 5. Guðrún Arnardóttir.............54,79 ÍSLANDSMET 6. Ann-Debbie Parris, Jamaíku.....54,82 5.000 metra hlaup karla: 1. Haile Gebrselassie, Eþíópíu.12:41.86 HEIMSMET 2. Daniel Komen, Kenýa.........12:44.90 3. Paul Tergat, Kenýa..........12:49.87 4. Khalid Boulami, Marokkó.....12:53.41 5. Dieter Baumann, Þýskalandi..12:54.70 KNATTSPYRNA Úrvalsliðið gaf ekkert eftir NORÐURLANDAMÓT meistaraliða kvenna hófst í Kópavoginum og spiluðu bæði ísiensku liðin en þar var sitthvað upp á teningn- um. Úrvalslið KSÍ, sem Vanda Sigurgeirsdóttir landsliðsþjálfari valdi og stýrði, sýndi frábæran leik gegn sænsku meisturum Alv- sjö AIKog náði 1:1 jafntefli ístórskemmtilegum leik en meistarar Breiðabliks náðu ekki að sýna sínar bestu hliðar og töpuðu, 3:0, gegn norsku meisturunum Trondheim Örn. í kvöld leika Blikar gegn finnsku meisturunum en úrvalsliðið spreytir sig gegn danska liðinu Fortuna Hjörring sem unnið hefur Norðurlandamótið undan- farintvöár. Stefán Stefánsson skrifar I irvalsliðið fékk óskabytjun þegar Olga Færseth komst inn í mis- heppnaða sendingu í vörn Svíanna. Hún var snögg að átta sig og sendi boltann yfir sænska markvörðinn. Mark- ið sló sænsku meist- arana út af laginu, þeir tóku við- bragð og juku hraðann á spilinu og þó oft væri samspil þeirra lipurt og skemmtilegt, gáfu íslendingarnir þeim lítinn tíma og börðust af krafti um hvern bolta. Það gekk vel en á 61. mínútu kom hvorki vörnin né Sigríður F. Pálsdóttir markvörður neinum vörnum við þegar Malin All- berg skallaði boltann í netið af stuttu færi. Eftir sem áður reyndu Svíarnir ákaft að spila sig í gegnum vörnina en á móti áttu Islendingarnir góðar skyndisóknir þó að þeim tækist ekki að nýta neina. „Eg er ánægð þó að maður eigi ekki að vera sáttur við jafntefli,“ sagði Vanda þjálfari eftir leikinn. „Þetta er sigur fyrir stelpurnar í lið- inu sem hafa aldrei æft saman, mættu bara í leikinn og gerðu það sem þeim var sagt; að beijast, nota hausinn og hjartað og vinna fyrir ísland. Ég sagði þeim líka að ég væri með „bankabækurnar" þeirra í vasanum og það væri undir þeim komið að leggja inn á þær eða taka út af þeim,“ bætti Vanda við og átti við að það væri undir stúlkunum sjálfum komið að sýna hvort þær ættu erindi í landsliðið. í hóp Vöndu vantaði leikmenn frá ÍA og Vestmannaeyjum auk Blikastúlkna. Bergþóra Laxdal, Auður Skúladóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og Ásdís Þorgilsdótt- ir voru bestar. Sænski þjálfarinn greip fyrir and- litið þegar flautað var til leiksloka og lét aðeins hafa eftir ser að lið hans hefði átt að vinna. í sænska liðinu eru 5 landsliðskonur en þær áttu erfitt uppdráttar gegn baráttu- glöðum íslendingum. í hlutverki músarinnar „Þetta er erfitt mót og þetta er erf- itt lið með tíu stiga forskot í norsku deildinni. Við bökkuðum og gerðum okkur grein fyrir því að við vorum í hlutverki músarinnar í þessum leik en þegar við hættum að bera virðingu fyrir þeim gekk betur,“ sagði Sigurð- ur Þórir Þorsteinsson, þjálfari Blika, eftir leikinn. Skemmst er frá að segja að frá byrjun hafði norska liðið flest tök á vellinum en Blikar gerðu meira að því að þruma sem lengst fram völlinn. Liðið lék nánast 4-5-1 og það er ekki vænlegt til að skora mörk auk þess að bjóða hættunni heim í vörninni. Á 22. mínútu bjargaði Erla Hendriksdóttir á marklínu íslenska liðsins en fyrsta mark norska liðsins skoraði Unni Lehn tíu mínútum síðar eftir lipra sókn og á 38. mínútu bætti Ann Kristin Aarönes öðru við. Á 52. mínútu fengu Blikar sitt fyrsta færi þegar Margrét Ólafsdóttir stakk sér í gegnum norsku vörnina og lyfti boltanum yfír markvörðinn en varn- armaðurinn Anite Waage bjargaði á línu. Ragnhild Guldbrandsen bætti þriðja markinu við á 56. mínútu en skömmu síðar fékk Breiðablik annað færi þegar norski markvörðurinn hélt ekki þrumuskoti Ásthildar Helgadóttir og Kristrún L. Daðadótt- ir náði boltanum en tókst ekki að skora. Norska liðið fékk nokkur færi undir lokin en tókst ekki að bæta við marki. Breiðablik hefur oft leikið betur, átti í vök að veijast í vörninni og sjaldan brá fyrir góðu samspili úti á vellinum. Inga Dóra Magnúsdóttir, Sigrún Óttarsdóttir og Katrín Jóns- dóttir voru bestar. Mm FOLX ■ KVENDÓMARAR sjá meðal ann- arra um dómgæslu á Norðurlanda- móti meistaraliða, sem fram fer í Kópavoginum. Þær eru Mette Nor- dal frá Noregi og Lena Larson frá Svíþjóð en þeim til halds og trausts eru tólf valinkunnir íslenskir dómarar. ■ LEIKUR Úrvalsliðs KSÍ og sænsku meistaranna fór fram á æf- ingasvæði Breiðabliks þar sem ekki var talið að aðalvöllurinn myndi þola tvo leiki í röð. !§!!§§ : Morgunblaðið/Amaldur ÁSGERÐUR H. Ingibergsdóttir úr Úrvalsliði KSÍ, sem gerðl 1:1 Jafntefli gegn sænska melsturun- um Alvsjö AIK í Kópavoginum í gær. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 C 5 KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Kristinn BALDUR Bragason til hægri gerði mark Leifturs en Haukur Ingi Guðnason tll vinstri komst lítt áleiðis þrátt fyrlr góða takta á stundum. Leiftursmenn í toppbaráttuna LEIFTUR vann Keflavík 1:0 í Kefla- vík í gærkvöldi og blandaði sér þar með í toppbaráttu Sjóvár- Almennra deildarinnar í knatt- spyrnu, er í 5. sæti með 19 stig eins og KR, sex stigum á eftir efsta liði, Eyjamönnum, en Kefl- víkingar eru áfram í öðru sæti með 22 stig eins og ÍA. Norðanmenn mættu mjög ákveðnir til leiks og Baldur Bragason skoraði fyrir þá 10 mínútum fyrir hlé. Keflvíkingar gerðu breytingar í hléinu og sóttu stíft í seinni hálf- ieik en tókst ekki að skora þrátt fyrir góð færi. M.a. áttu þeir skot í slá og stöng í sömu sókn stundarfjórðungi fyrir leikslok og virtust eiga að fá víta- spyrnu á milli skotanna auk þess sem Þorvaldur Jónsson bjargaði glæsilega eftir að Jóhann hafði skallað að marki skömmu áður. Gestirnir hugsuðu um að halda fengnum hlut, vörðust vel og áttu ekki skot að marki í seinni hálfleik en einn skalla 10 mínútum fyrir leikslok. Mikil spenna var í loft- inu og ljóst að leikur liðanna í undanúr- slitum bikarkeppninnar á sama stað sl. sunnudag var mönnum í fersku minni. Ragnar Steinarsson, Gestur Gylfason og Jóhann Guðmundsson voru ekki í byijunarliði heimamanna vegna mikils álags að undanförnu, að sögn Sigurðar Björgvinssonar þjálfara en Kristinn Björnsson, þjálfari Leift- urs, vildi létta á miðjunni, eins og hann orðaði það, og hafði Ragnar Gíslason á miðjunni í staðinn fyrir Gunnar Má Másson, sem meiddist um helgina, auk þess sem Júlíus Tryggva- son tók út leikbann. Breytingarnar veiktu Keflavíkurliðið en það efldist til muna með Gest og Jóhann í barátt- unni eftir hlé. Hins vegar gekk her- bragð Kristins upp á miðjunni og vörn- in stóð af sér þungt áhlaup undir lokin. Liðin lögðu greinilega áherslu á vörnina og fljótlega bar mikið á óþarfa pústrum og brotum. Dómarinn tók ekki á þessu fyrr en um miðjan seinni hálfleik og fór þá að bóka menn fyrir það sem hafði jafnvel viðgengist áður og slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra enda var ástandið oft við suðu- mark. Þetta gerði það að verkum að leikurinn gleymdist - svo virtist sem menn hugsuðu á stundum frekar um mótheijana en að spila eins vel og þeir geta. „Við höfum ekki spilað svona harða leiki eins og þessa tvo við Keflvík- inga,“ sagði Kristinn, þjálfari Leifturs, en vildi ekki setja út á dómgæsluna, sagði þvert á móti að dómarinn hefði gert vel með því að láta leikinn ganga. „Hér mættust stálin stinn og það seg- ir margt að við vorum lengst af með boltann í varnarkeðju okkar en fengum ágæt færi fyrir hlé. Við náðum að loka á sóknarleik Keflvíkinga þótt þeir hafi fengið góð færi í seinni hálfleik, en mikið verður um samstuð þegar menn Om <4 Ragnar Gíslason fékk ■ I boltann vinstra megin við vítateig Keflvíkinga, lék á mót- hetja og sendi með hægri fyrir markið á fjærstöng þar sem Baldur Bragason skallaði í netið af stuttu færi á 35. mfnútu. fá ekki svigrúm á miðjunni.“ Sigurður, þjálfari Keflvíkinga, sagði að dómarinn hefði ráðið úrslitum. „Fyrri hálfleikur var ekki upp á marga fiska. Þeir komust upp með að taka fast á okkur en þegar við svöruðum í sömu mynt vorum við bókaðir. Við ipisstum Ragnar Steinarsson meiddan af velli eftir háskaleik og augljós víta- spyrna var tekin af okkur. Menn eru hræddir við háværa umræðu um ólög- legt mark í undanúrslitum bikarkeppn- innar og okkur er refsað fyrir - svo virtist sem bæta ætti Leiftri eitthvað upp. Ég hef ekki verið starfsmaður KSI en það er eins og ég sitji ekki við sama borð og Kristinn, sem hefur starfað fyrir sambandið - dómarinn hlustaði ekki á athugasemdir mínar en fór eftir því sem hann sagði. Ég hef ekki gagnrýnt dómara til þessa en get ekki lengur setið á mér. Við erum með heiðarlegasta lið deildarinn- ar, fæst spjöld, og ég legg mikið upp úr prúðum leik, en dómarinn kom þremur mönnum mínum í bann með óþarfa spjöldum á nokkrum mínútum." Steinþór Guöbjartsson skrifar Ragnar jafnvel lengi frá RAGNAR Steinarsson kom inn á þjá Keflavík eftir hlé en fór meiddur af velli sjö mínútum síðar og var fluttur á sjúkrahús til frekari rann- sóknar. Óttast var að liðbönd í hné hefðu slitnað eða liðþófí rifnað en að sögn Sigurðar Björgvinssonar, þjálfara Keflavíkur, fæst ekki úr því skorið fyrr en í dag. „Vonandi er þetta ekki svona alvarlegt en annars getur tímabilið ver- j ið búið hjá honum,“ sagði hann. Þrír Kefl- víkingar í bann ÞRÍR Keflvikingar fengu gult spjald í fjórða sinn á tímabil- inu og verða því úrskurðaðir í eins leiks bann í næstu viku. j Þetta eru þeir Guðmundur Oddsson, Gestur Gylfason og Karl Finnbogason. Þeir mega leika á móti Skallagrími um helgina en taka út bannið í viðureign við Val um aðra | helgi. Atvinnu- menní danska liðinu DANSKA „íslendingaliðið" Fortuna Hjorring leikur gegn Úrvalsliði KSÍ í kvöld en tvær I íslenskar stúlkur hafa leikið með liðinu, Auður Skúladóttir fyrir fjórum árum og Margrét Olafsdóttir, sem lék með liðiuu | um tíma í vetur. Liðið hefur undanf arin tvö ár sigrað á Norðurlandamótinu og er til alls líklegt þó það hafí orðið fyrir blóðtöku síðan á síðasta ári þegar tveir sterkustu leik- mennirnir, Helle Jensen og | Christine Bonde, gerðust at- | vinnumenn í Japan. Markvörð- urinn Dorthe Larsen er fyrsta opinbera atvinnuknattspyrnu- konan í Danmörku. Félagið var stofnað 1966 og teflir ein- göngu fram kvennaliðum, sem alls eru 30 talsins úr öllum aldursflokkum. ÚRSLIT Skotfimi íslandsmótið í leirdúfuskotfimi 1. Högni E. Gylfason, SA............137 2. Ævar L. Sveinsson, SR............135 3. Alfreið K. Alfreðsson, SR........135 4. Ellert Aðalsteinsson, SR.........135 5. Bjöm Stefánsson, SA..............133 6. JóhannesJensson, SR..............131 Sveitakeppni 1. A-sveitSR........................335 (Alfreð K. Alfreðsson 113, Víglundur G. Jónsson 107, Ævar L. Sveinsson 115) 2. B-sveit SR........................325 (Hilmar Ámason 110, Gunnar Sigurðsgon 103, Ellert Aðalsteinsson 112) 3. A-sveit SA........................319 (Högni Gylfason 115, Hannes Haraldsson 92, Bjöm Stefánsson 112) Afmæiismót SR 1. Ævar L. Sveinsson, SR...........139 2. PerSwenson, Svfþjóð.............137 3. Bjöm Stefánsson, SA.............137 4. Alfreð K. Alfreðsson, SR........136 5. Ellert Aðalsteinsson, SR........135 6. Högni E. Gylfason, SA.........f-3'5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.