Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN OG UNGLINGAR Góð þátttaka á Paejumótinu á Siglufirði YNGSTU sparkarar mótsins voru í 5. flokki KS en þar fór aldurinn niður í 5 ár. Þessar hressu stúlkur, sem eru á myndinni hér fyrir ofan, höfðu fengið að æfa fótbolta á leikjanámskeiði og því ekki annað en sjálfsagt að fá að taka þátt í Pæjumótinu. Þær sögðu að þær væru búnar að spila flóra leiki og tapa þeim öllum en það skipti ekki öllu máli því að þetta væri svo ofsalega gaman. Skemmtilegast á ballinu FJÓRÐI flokkur ÍR gæddi sér á HI-C og samlokum milli leikja. Þær voru mættar í annað skiptið á Pæjumótið á Siglufirði ásamt fararstjóranum Brynju Guð- mundsdóttur og áttu þær ekki orð til að lýsa hversu frábært þetta allt saman hefði verið. Brynja sagðist einnig hafa verið á mótinu í fyrra og stefndi að því að koma aftur að ári. Stelp- urnar sögðu að keppnin hefði verið skemmtileg en ballið á laugardagskvöldinu með Átta- villt hefði verið enn skemmti- legra og endirinn á ballinu hreint stórkostlegur. Þá dönsuðu allir konga og söngkonurnar sungu og dönsuðu með aila strolluna á eftir sér út á flöt þar sem kveikt var brenna. ÍR-stelpurnar sögðu að þjálfarinn þeirra, Magnús Þór Jónsson, hefði verið aðal töffar- inn á ballinu „hann dansaði sig svo sveittan að við þurftum að vinda hann á eftir“. Fylkirvann fém verðlaun Morgunblaðið/Sigriður STUND milli stríða hjá stúlkunum úr 4. flokkf ÍR. METÞÁTTAKA var í Pæjumóti Þormóðs ramma-Sæbergs á Siglufirði sem haldið var um síðastliðna helgi en alls tók 61 lið þátt í mótinu, þar af tvö gestalið frá Færeyjum. Þátttak- endur voru um 550 og auk þeirra voru foreldrar, farar- stjórar og þjálfarar um 250 - 300.Þetta var í sjöunda skiptið sem Pæjumótið var haldið á Sigluf irði og hefur þátttaka stöðugt verið að aukast. Að sögn Friðfínns Haukssonar, framkvæmdastjóra mótsins, gekk mótið í alla staði mjög vel en sérstök pæjumótsnefnd hefur annast alla fram- Sigríður kvæmd þess enda í Ingvadóttir mörg hom að líta skrifarfrá er svo stór hópur Siglufirði kemur í bæinn. Friðfínnur sagði að með góðra manna hjálp hefði gengið vel að koma öllum kepp- endum fyrir. Og síðan hafí mömm- ur, pabbar, ömmur og afar verið fús til að veita hjálparhönd við hvaðeina sem á hefur þurft að halda svo allt gangi sem best. í 2. flokki kvenna bar lið gest- anna, EB frá Eyði í Færeyjum, sigur úr býtum, FH hafnaði í öðra sæti og heimstúlkur úr KS hrepptu bronsverðlaun. Stjaman varð sigurvegari í keppni A-liða 3. flokks, lið Fjölnis varð í öðra sæit og Tindastóll í því þriðja. Hjá B-lið- um sama aldursflokks stóð lið Fjölnis uppi sem sigurvegari, Stjaman varð að gera sér annað sætið að góðu og BÍ frá ísafirði það þriðja. í 4. flokki A-liða sigr- aði Stjarnan en Haukar höfnuðu í öðru sæti og Breiðablik í því þriðja. FH sigraði hins vegar í 4. flokki B-liða þar sem Stjaman varð í öðra sæti og Haukar í þriðja. Liðsmenn Fylkis vora sigursælir í 5. flokki. Hjá A-liðum stóð félagið uppi sem sigurvegari, Þór varð í öðra sæti og Bolungarvík í þriðja. í keppni B-liða varð Fylkir2 í fyrsta sæti, Fylkir3 í öðra sæti og Fylkirl í þriðja sæti. Dagskrá mótsins hófst kl. 16 á föstudag og lauk klukkan 16 á sunnudag og auk allra kappleikj- anna vora á dagskránni sundferð- ir fyrir keppendur og foreldra, sameiginlegar máltíðir, bíósýning, vítaspymukeppni, dansleikur o.fl. Og það vora þreyttar en ánægðar pæjur sem héldu burt frá Siglu- firði seinnipart sunnudags eftir vel lukkað Pæjumót þar sem veður- guðimir léku við mótsgesti. Morgunblaðið/Sigríður SIGURLIÐ Fylkis í 5. flokkl, A-lið ásamt þjálfara sínum. Morgunblaðið/Sigríður ÞRJÚ efstu lið í 4. flokki, B-liða. í efstu röð eru FH-ingar sem höfnuðu í 1. sæti, mlðröðlna sklpa silfurlið Sjörnunnar og fremst er llð Hauka er hafnaðl f þrlðja sæti. Snorri varð um miðjan hóp SNORRI Valdimarsson 17 ára siglingamaður úr Ými varð í 36. sæti af 60 keppendum á Norður- landamóti unglinga í siglingum á Evrópu-kænu en mótið fór fram f Horten í Noregi á dögunum. Lítll vindur var þegar mótið fór fram og setti það nokkurt strik í reikninginn hjá siglingamönn- unum auk þess sem nokkur straumur var sem ekki hjálpaði heldur upp á. Norðurlandameist- ari varð Norðmaðurinn Richard Nilsen. Fyrirkomulag mótsins var þannig að hverju landi var heim- ilt að senda 15 keppendur í hveij- um flokki en einnig var keppt á „optimist“-bátum. Enginn kepp- andi var frá íslandi í þeim flokki. Snorri dvelur nú í Tönsberg í Noregi við æfingar fyrir Evrópu- meistaramót unglinga í siglingum á E-kænum, sem þar fer fram á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.