Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA Beckham kom inn á til að skora sigurmarkið " ■ * gtk TEDDY Sheringham, miðherji Man. Utd., sæklr að markl Sc Reuter luthampton. Stjömumprýtt lið Rangers kjöldregið DAVID Beckham, er kominn aft- ur á fulla ferð - eftir að hafa verið úti í kuldanum. Alex Fergu- son, sem hefur látið hann verma varamannabekkinn, setti hann inn á á tfundu mín. seinni hálf- leiks í gærkvöldi gegn Sout- hampton - hann þakkaði fyrir sig með því að tryggja meistur- um Man. Utd. sigur á Old Traf- ford, 1:0. Beckham skoraði markið tólf mín. fyrir leikslok með góðu vinstrifótarskoti. Ray Giggs, sem var potturinn og pannan f leik United, sendi Beckham knöttinn og hann skor- aði af átta metra færi fram hjá Paul Jones markverði. Fyrir leikinn fékk Alex Ferguson viðurkenningu fyrir að hafa verið útnefndur knattspyrnustjóri ' ársins. Norðmaðurinn Henning Berg, sem Ferguson keypti á fimm millj. punda á mánudaginn, stóð sig vel í vöminni. Chris Sutton skoraði þrennu fyrir Blackburn, sem vann óvæntan stór- sigur á Aston Villa á Villa Park, 4:0. Llverpool fékk skell Paul Ince, nýi fyrirliðinn hjá Liv- erpool, hélt vupp á það að leika sinn fyrsta leik á Anfield Road, með því að skora. Það dugði ekki, þar sem Leicester fagnaði sigri, 2:1. Leik- menn Liverpool máttu hirða knöttinn úr netinu hjá sér eftir aðeins 72. sek. Matt Eliott skoraði markið eftir sendingu frá Emile Heskey, sem . sendi knöttinn yfir David James, markvörð Liverpool til Eliott. Leikmenn Leicester, sem með smáheppni hefðu átt að vinna stærri sigur, léku vel og fengu þeir Ince, Þjóðveijinn Karlheinz Riedle og hinn ungi Michael Owen lítinn frið til að byggja upp leik Liverpool. Evans knattspymustjóri breytti leikskipu- lagi Liverpool í byijun seinni hálf- leiks - sendi Danny Murphy inn á fyrir Stig Bjömeby og lét lið sitt leika 4-4-2. Þetta var eftirminnileg stund fyrir hinn 20 ára Murphy sem var keyptur frá Crewe í sumar fyrir 1,5 millj. punda. Les Ferdinand skoraði fyrsta mark sitt fyrir Tottenham en það dugði skamm - West Ham fagnaði sigri, 2:1. John Hartson skoraði fyrra mark „Hammers“ eftir aðeins fjórar mín. Eyal Berkovic skoraði seinna markið á 70. mín. Sol Campbell, miðvörður Tottenham, meiddist í leiknum - tognaði á hné á 16. mín. og fór af velli. Derby lék sinn fyrsta heimaleik á nýa vellinum, Pride Park, sem kostaði 20 millj. pund. Þegar liðið hafði yfir 2:1 gegn Wimbledon, var leiknum hætt þar sem flóðljós biluðu á tólftu mín. í seinni hálfleik. 24.571 áhorfendur biðu í 32 mín. eftir að reynt var að tendra ljósin á t ný en það tókst ekki. Portúgalski miðvallarleikmaður- inn Bruno Ribeiro, sem Leeds keypti frá Vitoria Setubal, lék stórt hiutverk þegar Leeds lagði Sheffield Wed, 3:1. Hann lagði upp fyrsta markið sem Rod Wallace skoraði og skoraði síðan þriðja mark liðsins. að má segja að IFK Gautaborg hafi kjöldregið skosku meist- arana í Glasgow Rangers með því að vinna 3:0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni bikar- hafa í gærkvöldi. Oll mörkin gerð í síðari hálfleik. Róðurinn gæti reynst erfiður hjá skoska liðinu sem hefur ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum í Evrópukeppninni undanfarin ár þrátt fyrir stjörnum- prýtt lið. Eftir rólegan fyrri hálfleik þar sem Rangers virtist spila upp á jafn- tefli fékk liðið á sig tvö mörk með þriggja mínútna millibili í síðari hálfleik. Stefan Petterson skoraði fyrst með skoti af 20 metra færi og síðan bætti Per Karlsson öðru markinu við. Aðeins mínútu fyrir leikslok gulltryggði varamaðurinn Peter Eriksson sigurinn og gerði um leið leikinn að martröð fyrir skosku meistarana. Paul Gascoigne, sem hafði aðeins leikið einn hálfleik með Rangers á tímabilinu, var ekki líkur sjálfum sér - virkaði þungur og slakur. Heppnin meó IMewcastle Miðvallarleikmaðurinn John Ber- esford skoraði bæði mörk New- castle í 2:1 sigri á Croatia Zagreb og Newcastle á því góða möguleika á að komast áfram í Evrópukeppn- inni því heimaleikurinn er eftir. Beresford gerði fyrra markið um miðjan fyrri hálfleik eftir undirbún- ing Faustino Asprilla og Robs Lee. Igor Cvitanovic jafnaði fyrir króa- tíska liðið á 52. mínútu eftir send- ingu frá Silvio Maric. Beresford náði síðan að koma liði sínu aftur yfir með marki stundarfjórðungi fyrir leikslok eftir að Asprilla og markvörðurinn Drazen Ladic höfðu lent í samstuði. Leikmenn króatíska liðsins mótmæltu markinu og sögðu að Asprilla hefði hlaupið markvörð- inn viljandi niður. Stöðva varð leik- inn í tvær mínútur meðan verið var að róa leikmenn. Það sem eftir lifði leiks sóttu heimamenn mun meira og sköpuðu sér færi og mátti New- castle þakka fyrir að fara með sig- urinn frá Króatíu. Létt hjá Feyenoord Feyenoord burstaði finnska liðið Jazz Pori á heimavelli 6:2. Það bar helst til tíðinda í leiknum að Henk Vos, leikmaður Feyenoord, var rek- inn út af í byijun síðari hálfleiks og lék hollenska liðið því einum leik- manni færra sem eftir var. Henk Vos hafði reyndar sett mark sitt á leikinn í fyrri hálfleik en þá gerði hann tvö mörk, á 22. og 29. mínútu. Steaua lenti tvisvar undir en vann samt Þrátt fyrir að Steaua frá Búkar- est hafi tvívegis lent undir á móti franska liðinu Paris St. Germain vann það samt 3:2 á heimavelli. Marius Lacatus, fyrirliði, skoraði sigurmarkið þegar 11 mínútur voru til leiksloka. Vincent Guerin náði forystunni fyrir PSG á 19. mínútu. Iosif Rotariu jafnaði með marki beint úr aukaspyrnu á 54. mínútu. Florian Maurice kom franska liðinu aftur yfir 10 mínútum síðar eftir sendingu frá Franck Gava, en Densi Serban jafnaði á 71. mínútu eftir undirbúning Lacatus, sem var besti leikmaður vallarins. „Ég er mjög ánægður að gera þrjú mörk á móti einu besta félags- liði Evrópu, en við þurfum að endur- skipuleggja vörnina hjá okkur fyrir síðari leikinn í París sem verður erfiður," sagði Mihai Stoichita, þjálfari Steaua. „Ég lofa því ekki að við komumst í meistaradeildina, en ég lofa betri leik heima í París en hér í Búkarest,“ sagði Ricardo Gomez, þjálfari PSG. ■ NANTES í Frakklandi er á höttunum eftir franska framheijan- um Mickael Madar hjá Deportivo la Coruna. Madar hefur einnig vakið athygli forráðamanna Ever- ton, en líklegra þykir þó að hann fari til Nantes. ■ ÞÝSKA 1. deildarfélagið Werd- er Bremen er reiðubúið að greiða sem samsvarar um 224 milljónum islenskra króna fyrir David Zitelli hjá Strasbourg. Zitelli þykir mjög skæður framheiji en hann skoraði alls 19 mörk á síðasta keppnistíma- bili í Frakklandi. ■ BOLTON hefur fengið franska sóknarmanninn Marc Libra til reynslu í annað sinn. Colin Todd, knattspyrnustjóri Bolton, fékk Libra til reynslu í tvo daga í byijun þessa mánaðar með góðum árangri og þykir nú líklegt að Frakkanum verði boðinn samningur. ■ DEAN Saunders, sem kom inná sem varamaður og skoraði þá tví- vegis í 8:0 sigri Notthingham For- est á Doncaster á dögunum, hefur hótað að yfirgefa félagið fái hann ekki fast sæti í byijunarliðinu. ■ PAUL Ince hefur lýst því yfir við aðdáendur Liverpool að þótt hann sé búinn að ganga til liðs við félagið sé alls ekki öruggt að það vinni enska meistaratitilinn. ■ JACK Walker, eigandi Black- burn, hefur ákveðið að eyða 37 milljónum punda í að gera félagið að stórveldi á ný. Blackburn fékk samtals 12 milljónir punda þegar það seldi Graham Le Saux til Chelsea og Hennig Berg til Man. Utd. og bætast þær við hinar upp- haflegu 25 milljónir sem eyða átti. ■ DAVID Platt hefur tilkynnt að hann hyggist ekki fara frá Arsenal til Middlesbrough. Bryan Robson, knattspyrnustjóri Boro, segist mjög vonsvikinn yfir þessum fréttum og segir jafnframt að Platt hefði orðið félaginu mikill styrkur. ■ ÍRSKI landsliðsmaðurinn Mark Kennedy hefur óskað eftir því við forráðamenn Liverpool að hann verði seldur frá félaginu. Kennedy, sem er 21 árs gamall, hefur verið orðaður við Wimbledon. UMÓNAKÓ í Frakklandi hefur keypt Bosníumanninn Muhamed Konjic frá FC Ziirich. Konjic, sem valinn var besti varnarmaður sviss- nesku deildarinnar í fyrra, skrifaði undir fjögurra ára samning. ■ BRIAN Laudrup getur ekki leikið með danska landsliðinu á móti Bosníu í undanriðli HM í næstu viku sökum hlaupabólu. Bróðir Brians, Michael, verður hins vegar í liðinu á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. ■ FRANK Sinclair, varnarmaður Chelsea, á von á ákæru frá enska knattspyrnusambandinu fyrir óprúðmannlega frarnkomu - sýndi áhorfendum beran bossann eftir að hafa skorað fyrsta mark liðsins í 3:2 sigri á Coventry um síðustu helgi. ■ AITOR Karanka, einn af efni- legustu varnarmönnum Spánveija, mun líklega leika með Real Madrid í vetur. Hann er 23 ára og hefur verið leikmaður Athletic Bilbao síðan hann var stráklingur. Hann á að fylla skarð Rafaels Alkorta í vörn Madridinga, en Alkorta var seldur til Athletic Bilbao í júní. ■ PATRICK Vieira og Mathew Upson, leikmenn Arsenal, hafa verið úrskurðaðir í þriggja leikja bann af aganefnd enska knatt- spyrnusambandsins eftir að hafa verið reknir út af í æfingaleik gegn PSV Eindhoven í síðasta mánuði. Bannið tekur gildi 25. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.