Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR í fótspor Framara og Skaga- manna EYJAMENN feta í fótspor Framara og Skagamanna, sem hafa leikið Evrópuleiki á Möltu. Fram lék gegn Hibemians í Evrópukeppni bikarhafa 1971 - tapaði fyrri leiknum, 0:3, en vann seinni leikinn 2:0 með mörkum Erlendar Magnússon- ar. Þetta var fyrsti sigur hjá íslensku liði í Evrópukeppni. Framarar léku báða leikina á Möltu og það gerðu Skaga- menn einnig f Evrópukeppni meistaraliða sama ár, er þeir mættu Sliema. Skagamenn töp- uðu 0:4 og gerðu jafntefli 0:0. Hibs stefnir á tveggja marka sigur á Möltu Hibernians varð meistari á Möltu 1995 og 1996 undir stjórn Englendingsins Brians Tal- bots, sem lék m.a. með Arsenal og Ipswich, en gekk illa á liðnu tímabili. Þá varð Valletta tvöfaldur meistari, vann Hibs 2:1 í bikarúr- slitum, og því er síðarnefnda liðið í Evrópukeppni bikarhafa að þessu sinni. Keppnistímabilið á Möltu bytjar Hibernians frá Möltu tekur á móti ÍBV í Evrópu- keppni bikarhafa í dag. Charles Camenzuli hefur eftir þjálfara Hibs að liðið verði að halda hreinu og sigra ÍBV með a.m.k. tveggja marka mun í kvöld til að eiga möguleika á að komast áfram í 1. umferð. í lok mánaðarins en Hibs bjó sig undir Evrópukeppnina með þátt- töku í tveimur mótum á Möltu. Fyrri keppnin var sem martröð. Liðið gerði jafntefli, 2:2, við Birkir- kara, sem varð í öðru sæti í deild- inni, en tapaði síðan 9:0 fyrir Vall- etta - stærsta tapið í sögu Hibs. í seinna mótinu vann Hibs Pieta’ Hotspurs 2:1 með mörkum frá Charles Scerri og Stefan Farrugia, tapaði 2:1 fyrir Birkirkara og vann Sliema Wanderers 3:2 en Roderick Baldacchino, Darren Attard og Englendingurinn Mark Wally gerðu mörkin. Millertók við afTalbot Englendingurinn Mark Miller tók við stjórninni, þegar Talbot ákvað að hætta og flytja aftur til Englands. Nokkrar breytingar urðu á hópnum og reyndist erfitt að fylla skörð þeirra sem fóru enda fáir frambærilegir leikmenn á markaðnum á Möltu. Eigi að síður eru menn með mikla reynslu í fararbroddi, landsliðsmenn eins og markvörðurinn Mario Muscat, sem verður reyndar ekki með í kvöld vegna meiðsla að sögn Mill- ers, og varnarmennirnir Silvio Vella, Edwin Camilleri, Charles Scerri og Lawrence Attard, sem hefur reyndar verið meiddur. David Carabott, sem hefur leikið með liðinu undanfarin 12 ár, er kjölfesta þess en reynt hefur verið að styrkja það með erlendum leik- mönnum. Félagið fékk Wally, sem er 20 ára, frá Nottingham Forest og Lea Paul Barkus frá Fulham í sumar en þeir hafa ekki náð sér almennilega á strik og sá síðar- nefndi er farinn. Ónefndir eru miðjumaðurinn Fadel Ben Amar frá Líbýu og sóknarmaðurinn Chuchinera Ndwybysi, „WoWo“, frá Nígeríu, en gera má ráð fyrir að þeir verði í byrjunarliðinu í kvöld. EYJAMENN fögnuðu síðast sigri í Eyjum. Fagna þeir á Möltu í dag? Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson FRJALSIÞROTTIR * FRI heldur upp á 50 ára afmæli á Bikarkeppninni um helgina Sigrar FH enn og aftur? Bikarkeppni Fijálsíþróttasam- bandsins hefst á Laugardals- velli annað kvöld. Nú eru 50 ár lið- in síðan sainbandið var stofnað og hyggjast forráðamenn þess minnast tímamótanna á mótinu. Átta lið munu etja kappi í fyrstu deild yfir helgina, en enn er óvíst hvort Jón Arnar Magnússon úr UMSS og Ármenningamir Guðrún Arnardótt- ir og Pétur Guðmundsson geti verið með. Tvö neðstu liðin falla niður í 2. deild, þar sem keppni fer fram í Borgarnesi, og jafnmörg taka sæti þeirra. Liðin sem keppa í 1. deild að þessu sinni eru FH, Ármann, IR, UMSK, UMSS, HSK auk sameigin- legra liða UMSE og UFA annars vegar og USAH og USVH hins vegar. Jón Arnar meiddist eins og kunn- ugt í hástökkskeppni tugþrautar- innar á heimsmeistaramótinu í Aþenu í síðustu viku, en hugsanlegt er að hann geti keppt í nokkrum greinum. Umboðsmaður Guðrúnar Arnardóttur er að reyna að tryggja henni þátttökuleyfi á stigamóti al- þjóða fijálsíþróttasambandsins í Mónakó á morgun, en ef það geng- ur ekki eftir kemur Guðrún heim í dag og keppir með Ármenningum í bikarkeppninni. Pétur Guðmundsson kúluvarpari á við meiðsl að stríða í bijóstvöðva, en Katrín Sveinsdóttir, þjálfari Ár- mennninga, segist eiga von á að hann geti a.m.k. kastað kúlunni einu sinni, en geti ekki beitt sér í sleggju- og kringlukasti. Mótshald- arar höfðu einnig hug á að láta Þóreyju Eddu Elísdóttur úr FH etja kappi við Völu Flosadóttur úr ÍR í stangarstökki, en Vala er meidd í baki og verður ekki með. Þórey hefur hæst stokkið 3,80 m, en ÍR- ingar höfðu vonast til að Vala gæti keppt í nokkrum öðrum greinum, t.d. langstökki og hástökki. Mikil óvissa ríkir því um þátttöku þriggja af okkar fremstu fijáls- íþróttamönnum um helgina, en eigi að síður er sveit FH talin sigur- stranglegust í karlaflokki. „Það er engin launung að FH-ingarnir eru langsterkastir," sagði Þráinn Haf- steinsson, þjálfari hjá IR, á frétta- fundi FRI í gær. Egill Eiðsson, þjálf- ari hjá UMSK, tók í sama streng og byggði þá skoðun sína á því að Jón Ámar gengi ekki heill til skógar. Ragnheiður Ólafsdóttir, þjálfari hjá FH, var ekki alveg sammála þeim Agli og Þráni. „HSK er með sterkt og samheldið lið. Ég tel að við munum eiga í harðri keppni við þá sveit,“ sagði hún. „Það hefur skapast mjög góð stemmning í okk- ar liði og okkar fólk stendur saman og gerir sitt besta,“ bætti hún við, en FH-ingar hafa nú sigrað þijú ár í röð og fímm sinnum af síðustu sex skiptum. Lið HSK rauf sigur- göngu þeirra árið 1993. „Kvennalið okkar hefur aldrei unnið og það væri mjög ánægjulegt fyrir okkur ef það tækist nú,“ sagði Ragnheiður, en auk samanlagðrar keppni er einnig keppt um bikar í karla- og kvennaflokki. Búast má við að FH-ingar fái harða keppni frá Ármenningum og liði HSK í keppni um kvennabikarinn. „Við munum reyna að gera þetta mót að góðri afmælishátíð,“ sagði Jónas Egilsson, sem var kjörinn formaður Fijálsíþróttasambandsins í síðasta mánuði. „Síðar á árinu gefum við einnig út veglegt afmæl- isrit og afrekaskrá," sagði formað- urinn. Markmið sambandsins á þessum tímamótum eru, að sögn Jónasar, að bæta aðstöðu til fijáls- íþróttaiðkunar á landsbyggðinni. „Áhuginn er til staðar hjá krökkun- um til að byija með, en með aldrin- um sjá þau að aðrar íþróttagreinar bjóða upp á mun betri aðstöðu til æfinga," sagði Jónas. Jafnir möguleikar Mikill munur var á Hibs í fyrr- nefndum mótum og framfarirnar augljósar. Þjálfarinn Mark Miller sagði í gær að venjulega ætti Hibs jafna möguleika á móti óþekktari liðum. „Heimaleikurinn í Evrópu- keppninni að þessu sinni er mjög mikilvægur fyrir félagið og ef við ætlum áfram í næstu umferð verð- um við að vinna að minnsta kosti 2:0. Það verður erfitt en mikilvæg- ast er að fá ekki á okkur mark á Möltu.“ 33 gráðu hiti og 70% rakastig Leikurinn hefst kl. 19.30 að staðartíma og gera heimamenn sér vonir um að aðstæður bitni á gest- unum en rakastigið er um 70% og hitinn um 33 gráður á celsíus. Hibs leggur yfirleitt áherslu á sterkan varnarleik en með orð þjálfarans í huga má ætla að liðið sæki á móti ÍBV á heimavelli og reyni að leika 4-4-2. í kvöld Knattspyrna NM félagsliða kvenna: Kópav.: KSÍ úrval - Fortuna.16 Kópav.: Breiðablik - Helsinki ..18.30 2. deild karla: Reyðarfj.: KVA - Völsungur..19 Handknattleikur Ragnarsmót á Selfossi: HK-Haukar...................19 Selfoss - UMFA...........20.30 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.