Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.08.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST1997 C 7 ÍÞRÓTTIR SKOTFIMI HÖGNI E. Gylfason frá Akureyrl mundar hér haglabyssuna í keppnlnni um íslandsmeistaratltil- inn í Leirdal á sunnudaginn. Sigur hans kom nokkuð á óvart. GOLF Síðast og síst BANDARÍSKA PGA-meistara- mótið í golfi hefst f dag á Win- ged Foot-vellinum nærri New York. Um er að ræða síðasta mót þeirra fjögurra stærstu á hverju ári, en það þykir einnig sfst þeirra allra. Það hefur ver- ið nær einokað gegnum árin af lítt þekktum kylfingum, t.d. Mark Brooks, sem sigraði f fyrra. Ahugi almennings á PGA-meist- aramótinu hefur ávallt verið fremur lítill, miðað við hin þrjú stór- mótin. Ástæða þess Edwin ^ ef fil vil1 1 Rögnvaldsson framkvæmd mots- skrifar ins þegar golf varð vinsælt sjónvarps- efni snemma á 6. áratugnum. Þá var leikin holukeppni á mótinu og oftar en ekki kepptu minni spámenn til úrslita um sigurlaunin. Annar þeirra hafði gjarnan yfirburði í úr- slitaleiknum og lauk honum því snemma. Áhorfendum þótti þeir fá lítið fyrir sinn snúð. PGA-meistaramótið hefur litla sem enga sérstöðu, nema að bikar- inn sem keppt er um er umfangs- mesti verðlaunagripur stórmótanna fjögurra. Árið 1958 ákváðu móts- haldarar að leikinn skyldi höggleik- ur, en ekki holukeppni eins og áð- ur. Þannig gátu áhorfendur fylgst með frægum kylfingum, þótt j)eir væru ekki í toppbaráttunni. Áður voru þeir úr leik um leið og þeir áttu slæman dag. Eigi að síður voru flestir sigurvegaranna eftir breytinguna lítt þekktir kylfingar. Winget Foot-völlurinn var hann- aður af A.W. Tillinghast, sem var einn fremsti golfvallahönnuður á fyrstu áratugum aldarinnar. Vell- irnir eru í raun tveir, en Winged Foot vestri hefur ávallt verið notað- ur í stórmót, en opna bandaríska mótið hefur ijórum sinnum farið fram á honum. Hann er mjög erfiður, um 6.300 metrar og par 70. Síðustu þrjár holurnar eru allar par 4 brautir lengri en 400 m. Aðeins tvær par 5 holur eru á vellinum. Mót hinna minni spámanna Mark Brooks á titil að verja í ár, en hann hefur ekki látið mikið á sér bera í mótum ársins á banda- rísku PGA-mótaröðinni. Hann er því ekki líklegur til sigurs. Sigurvegarar Árið 1957 var keppninni breytt í höggleik, en áður hafði verið leikin holukeppni. 1996..................Mark Brooks 1995.......Steve Elkington 1994............Nick Price 1993...........Paul Azinger 1992............Nick Price 1991............John Daly 1990............Wayne Grady 1989..................Payne Stewart 1988...................Jeff Sluman 1987...........Larry Nelson 1986............Bob Tway 1985.................Hubert Green 1984....................Lee Trevino 1983....................Hal Sutton 1982 ........Raymond Floyd 1981...........Larry Nelson 1980 .........Jack Nicklaus 1979.........David Graham 1978........John Mahaffey 1977.........Lanny Wadkins 1976..........Dave Stockton 1975 .........Jack Nicklaus 1974....................Lee Trevino 1973 .........Jack Nicklaus 1972...................Gary Player 1971..........Jack Nicklaus 1970..........Dave Stockton 1969............Ray Floyd 1968...........Julius Boros 1967...........Don January 1966..........A1 Geiberger 1965............Dave Marr 1964..................Bobby Nichols 1963 .........Jack Nicklaus 1962...................Gary Player 1961..................Jerry Barber 1960....................Jay Hebert 1959..........Bob Rosburg 1958.......Dow Finsterwald Nauðsynlegt er að hitta brautirn- ar á Winged Foot, því grasið utan brauta er 11 til 15 sm hátt. Glomp- urnar á vellinum eru margar og nokkuð djúpar. Því er gott að geta slegið þokkalega upp úr þeim. Auk þess þurfa kylfingarnir að eiga góða daga á flötunum, því þær eru hrað- ar og hallinn á þeim er illsjáanlegur. Samkvæmt tölfræðinni er Nick Price frá Zimbabwe sigurstrangleg- ur. Hann hittir margar brautir, leik- ur vel úr glompum og er með tiltölu- lega fá pútt að meðaltali á hring. Þjálfari Tiger Woods, Claude „Butch“ Harmon, ólst upp á Winged Foot og þekkir hvern krók og kima á vellinum. Hann leiðbeindi læri- svein sínum þegar hann lék æfinga- hringi fyrir mótið og bjó hann und- ir átökin. Ef Woods hittir brautirn- ar, verður hann tvímælalaust í topp- baráttunni. Þeir Ernie Els frá Suður-Afríku og Bandaríkjamennirnir Fred Couples, sem hefur sýnt gamla og góða takta á ný að undanfömu, Davis Love þriðji, sem þarf að halda vel á spöðunum til að halda sér í sæti sem gefur sjálfkrafa sæti í Ryder-liðinu, og gamla kempan Tom Watson, sem lék vel á opna breska mótinu, eru einnig líklegir til að blanda sér í baráttuna um titilinn. Svo virðist sem tími yfirburða- kylfinga sé liðinn. Áður fyrr gátu golfáhugamenn treyst á nokkra menn til að vera í toppbaráttunni í hverju stórmóti fram á síðustu brautirnar, t.d. Jack Nicklaus og Arnold Palmer á 7. og 8., Seve Ballesteros, Tom Watson, Nick Faldo og Greg Norman á 9. ára- tugnum. Lítt þekktir kylfingar verða eflaust í nokkrum af efstu sætunum eins og áður, líkt og Mark Brooks í fyrra. Margir frægir kylfingar hafa átt slæma daga undanfarið, t.d. Faldo og Norman, en þeir og aðrir úr þeirra hópi geta náð sér á strik. HELGARGOLFIÐ Sveitakeppni GSÍ Keppni hefst á morgun í öllum deildum nema þeirri sjöundu. í henni hefst keppni á laugardag. Liðin í fyrstu deild leika í Vestmannaeyjum. Einnig er keppt í 2. - 7. deild víðsvegar um landið. Hvaleyri Opna SPH-mótið fer fram hjá Keili á laugar- dag. 18 holur með og án forgjafar. Heiðmörk Opið mót verður hjá Golfklúbbnum Oddi í Urriðavatnsdölum á laugardag. Þetta er fyrsta opna mótið á nýjum 18 holu velli. 18 holur með og án forgjafar. Stykkishólmur Opna Golfhandbókarmótið verður haldið hjá Mostra á laugardag. 18 holur með og án forgjafar. Djúpivogur Opna Múlastálsmótið fer fram hjá Golf- klúbbi Djúpavogs á laugardag. 18 holur með og án forgjafar. Kiðjaberg Opna Byko-mótið verður á Kiðjabergi á sunnudag. 18 holur með og án forgjafar. Einherjar 30 ára afmælismót Einhetja verður haldið á Nesvellinum á sunnudag. Sjómaðurinn frá Akureyri hitti best Högni E. Gylfason, sjómaður sem keppir _ fyrir Skotfélag Akureyrar, varð íslandsmeistari í leirdúfuskotfimi sem fram fór í Leirdal um síðustu helgi. Hann skaut 115 dúfum af 120 og síðan 22 dúfur í úrslitum eða samtals 137. Hann náði einu sinni 25 dúfum í umferð og tvisvar 24. Árangur Högna er einni dúfu betra en ólymp- íulágmarkið í greininni. Högni byrjaði að stunda skotfimi fyrir aðeins þremur árum og þykir árangur hans því athyglisverður. Eins stundar hann sjómennsku og getur því ekki æft sem skyldi. Besti árangur hans fyrir íslandsmótið var þriðja sæti á Eyjaleikunum 1995. Ævar L. Sveinsson, Skotfélagi Reykjavíkur, varð annar með 115 dúfur, eða jafn margar og Högni eftir fimm umferðir, en skaut síðan tveimur dúfum færra í úrslitum og endaði með 135 dúfur. Alfreð K. Alfreðsson, sem keppir einnig fyrir SR og hefur verið einn besti skot- maður landsins, varð þriðji með 135 dúfur eins og Ævar. íslandsmethafinn, Víglundur G. Jónsson, náði sér ekki á strik og endaði í 10. sæti með 107 dúfur eftir fimm umferðir, en þess má geta að aðeins sex efstu eftir fimm umferðir keppa í úrslitum. Einnig var sveitakeppni háð og . þar sigraði A-sveit SR með 335 dúfur. í sigursveitinni voru Alfreð K. Alfreðsson (113), Víglundur G. Jónsson (107) og Ævar L. Sveins- son (115). B-sveit SR varð í öðru sæti með 325 dúfur og A-sveit SA í þriðja með 319 dúfur. PER Swenson frá Svíþjóð sem er fyrrum heirnsmet- hafi t haglabyssu skotflml og keppti á afmællsmótl SR. Afmælismót Skotfélags Reykja- víkur, sem er 130 ára á þessu ári og er elsta sérsambandið innan ÍSÍ, var einnig haldið um síðustu helgi. Þar sigraði Ævar L. Sveinsson, SR, með 139 (24-22-23-23-23 + 24). Svíinn Per Swenson, sem er fyrrum heimsmethafi í greininni, varð að sætta sig við annað sætið með 137 dúfur (25-23-24-22-23 + 20). Björn Stefánsson, SA, varð þriðji með 137 dúfur (21-23-24-19-25 + 25) eins og Svíinn. OPEN Golfklúbburinn Oddur gengst fyrir opnu golfinóti á golfvelli Oddfellowa, Urriðastöðum, laugardaginn 16. ágúst 1997. Leikið verður i fvrsta sinn é glæsilegum 18. holu golfvelli sem án efa er orðinn einn allra besti golfvðllur landsins. Leikinn verður höggleikur með og án forgjafar. Hámarksgefin forgjöf er 25. Ótrúlega vegleg verðlaun fyrir fyrstu þijú sætin með og án forgjafar. M.a. Prestige golfsett, driverasett og pútterar. Gjafakörfúr fyrir lengsta upphafshögg á 12. braut og nándarverðlaun á 4. og 13. braut. Einnig verður dregið úr skorkortum Tveimur timum fýrir verðlaunaafhendingu verður keppt í “drive keppni”. Verðlaun fyrir lengsta drive á braut fær Prestige driver. Þátttökugjald er aðeins Kr. 2000,- Fjöldi þátttakenda er takmarkaöur við 200 keppendur og því er vissara að panta rástíma sem fyrst hjá Jóhanni í síma 565-9092. Styrktaraðili: Ásgeir Sigurðsson ehf: | LUX h mentadent P Œkwe ORGÁNÍCS Batc/ieíors Tcwenefs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.