Morgunblaðið - 26.08.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 26.08.1997, Síða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Þróun heimsmetsins í 10km hlaupí frá 1949 I— Emil Zatopek, 29:28,2 (T ékkóslóvakía) Viljo Heino, 29:27,2 (Finnland) 29,0 mín. Emil Zatopek, 29:21,2(Tékkóslóvakía) 29:02,6 29:01,6 28:54,2 Sandor Iharos, 28:42,8 (Ungverjaiand) Vladimir Kuts,- 28:30,4 (Sovétríkin) 28,0 Pyotr Bolotnikov,—1------ 28:18,8: 28:18,2 (Sovétríkin) Ron Clarke, - 28:15,6 2.7:39,4 j (Ástralía) 27,0 Lasse Viren,-i 27:38,4 (Finnland) David Bedford,- 27:30,8 (Bretland)____l Fernando Mamede, 27:13,81 (Portúgal) Arturo Barrios, 27:08,23 (Mexíkó) r Richard Chelimo, 27:07,91 (Kenýa) Henry Rono,- 27:22,5 (Kenýa) 26,0 1950 1955 1960 1965 1970 1975 Yobes Ondieki, 26:58,38 (Kenýa) William Sigei, 26:52,23 (Kenýa) Haile Gebriselasie, 26:43,53 (Eþíópía) Saiah Hissou, 26:38,08 (Marokkó) Haile Gebriselasie, 26:31,32 (Eþíópía) Paul Tergat, 26:27,85 (Kenýa) 1980 1985 1990 1995 ■ ÞÓRÐUR Guðjónsson skoraði eitt marka Genk í 4:2 sigri á Eker- en um helgina. Mark Þórðar kom á 72. mín., í stöðunni 2:2 og var því afar þýðingarmikið fyrir Genk. Þegar þremur umferðum er lokið í Belgíu er Genk á toppi deildarinn- ar með fullt hús stiga. ■ GUÐNI Bergsson lék allan leik- inn fyrir Bolton þegar liðið gerði 2:2 jafntefli við Coventry í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Arnar Gunnlaugsson var hins vegar ekki í leikmannahópi Bolton. ■ HERMANN Hreiðarsson var í leikmannahópi Crystal Palace á móti Leeds á laugardaginn en kom ekki inn á. Palace vann 2:0. ■ STOKE, lið Lárusar Orra Sig- urðssonar í ensku 1. deildinni, vann 1:0 sigur á Middlesbrough. Lárus Orri lék allan leikinn. ■ ÓLAFUR Gottskálksson kom að nýju inn í byrjunarlið Hibernian um helgina eftir landsleikinn á móti Liechtenstein í síðustu viku og stóð á milli stanganna þegar lið- ið fékk Kilmanrock í heimsókn. Ólafur átti fremur náðugan dag í markinu, en Hibs sigraði 4:0. Eftir þtjár umferðirnar á Skotlandi er Hibs í fyrsta sæti með 7 stig. ■ EYJÖLFUR Sverrisson var í byijunarliði Hertha Berlín og lék ÍÞRÚMR FOLK allan leikinn þegar það tapaði fyrir Wolfsburg, 2:1, í 1. deildinni. ■ ÞORVALDUR Örlygsson er meiddur og lék því ekki með Old- ham þegar liðið sigraði Bournemo- uth, 2:1, í ensku 2. deildinni um helgina. Þorvaldur verður væntan- lega frá keppni um nokkurt skeið. ■ HELGI Kolviðsson lék vel fyrir Lustenau þegar liðið gerði 1:1 jafn- tefli við Tíról í austurrísku 1. deild- inni á sunnudag. Lustenau er um þessar mundir í 3. sæti deildarinnar. ■ SIGURÐUR Ragnar Eyjólfs- son sem leikið hefur með Þrótti í 1. deildinni leikur ekki meira með liðinu í sumar. Hann var ekki með á síðasta fimmtudag gegn IR en hann hélt í vikunni til Bandaríkj- anna þar sem hann er í framhalds- námi í íþróttasálarfræði. ■ ARNAR Sigurðsson 16 ára tennismaður sem dvalið hefur er- lendis í sumar við æfingar og keppni með styrk frá Alþjóða tennissam- bandinu hafnaði í 3.-4. sæti á móti 16 ára og yngri í Þýskalandi sem lauk um helgina. ■ ROMARIO knattspyrnumaður sem á ný hefur snúið til Valencia á Spáni leikur ekki með félaginu í fyrstu umferðum spænsku deildar- innar, en hún hefst á laugardaginn. Romario er meiddur í mjöðm og telur læknir Valencia að kappinn verði a.m.k. frá í sjö vikur. ■ SKOSKA knattspyrnuliðið Al- bion Rovers sem leikur í þriðju deild missti fjóra menn útaf í leik gegn Queens Park í síðustu viku og tapaði 5:1. Leikmennirnir fjórir voru reknir af velli á 20 mínútna kafla í síðari hálfleik. Albion var 1:0 yfir þegar fjörið byrjaði á 56. mín.; markvörðurinn fauk þá útaf. ■ MARADONA gerði síðasta mark Boca Juniors er liðið vann Juniors 4:2. Maradona lék allan leikinn og innsiglaði sigurinn gegn liðinu sem hann hóf feril sinn með. ■ MEXIKÓ-MARAÞONIÐ var háð í 15. sinn á sunnudaginn. 36 ára heimamaður, Filiberto Perez Gonzales, fékk hjartaslag eftir 24 kílómetra og lést skömmu síðar. Maria del Carmen Diaz sigraði í kvennaflokki 4. árið í röð, hljóp á 2.39,09 og bætti brautarmet sitt frá í fyrra um tæpar þrjár mínútur. Enn skor ar Helgi Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarson HELGI Sigurösson heldur áfram að skora í Noregi. HELGI Sigurðsson skoraði um helgina enn eitt sigurmarkið fyrir Stabæk í norsku 1. deildinni í knatt- spyrnu og í þetta skiptið í 2:1 sigri liðs- ins á Viking. Með sigrinum skaust Stabæk upp í 2. sæti deildarinnar en er þó enn átta stigum á eft- ir efsta liðinu, Rosen- borg. Helgi hefur staðið sig vel með liðinu og segist vera mjög ánægður með dvöl sína í Noregi. „Hér hef ég það betra heldur en hjá Stuttg- art og Tennis Boruss- ia Berlín í Þýska- landi.“ Rúnar Kristinsson var í byrjunarliði Lil- leström þegar það gerði 2:2 jafntefli við Brann, en var skipt út af í síðari hálfleik. Agúst Gylfason kom inn á sem varamaður í lið Brann snemma leiks. Molde, lið Bjarka Gunnlaugssonar, gerði 4:4 jafn- tefli við Tromsö um helgina eft- ir að hafa haft yfir, 4:1, þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Bjarki kom inn á sem varamaður undir lokin. íslendingarnir þrir með Orebro í Svíþjóð gerði Örebro marka- laust jafntefli við Gautaborg og léku þeir Sigurður Jónsson, Hlynur Birgisson og Arnór Guðjohnsen allan leikinn fyrir Örebro. Sigurður og Hlynur þóttu leika vel í vörninni og Arnór var skæður í framlín- unni. Öster tapaði fyrir Halmstad, 0:1, og kom Stefán Þórðarson inn á sem varamaður í lið Öster á 65. mínútu. Er Eyjamaðurinn SIGURVIN ÓLAFSSON afturá leið íatvinnumennsku? Ég bíð eftir góðu tilboði NOKKRIR ungir leikmenn hafa sett svip sinn á knattspyrnuna í sumar. Einn þeirra er Sigurvin Ólafsson, sem hefur blómstrað í liði Eyjamanna, verið drifkraftur í ungmennalandsliðinu og lék fyrsta a-landsleik sinn fyrir skömmu. IBV hefur verið sigursælt á tímabilinu, varð meistari í deildabikarkeppni KSÍ, er efst í Sjóvár-Almennra deild íslandsmótsins og leikurtil úrslita í Coca- Cola bikarkeppninni á sunnudag auk þess sem það á góða möguleika á að komast áfram í Evrópukeppni bikarhafa en úr þvi fæst skorið í vikunni þegar Eyjamenn taka á móti Hibern- ians frá Möltu. Sigurvin er tuttugu og eins árs frá því í júlí. Hann kom heim í sumar eftir að hafa verið í herbúð- um Stuttgart í Þýskalandi í fjögur ár en sem kunnugt er gerði Ásgeir Sig- urvinsson, föð- urbróðir hans, garðinn frægan með þýska liðinu. „Það_ var mjög gaman að koma heim. Eg hafði að vísu komið í heimsókn um jól og á sumr- in og þekkti því strákana - æfði með þeim þegar ég var hér í fríi. Fyrsta árið mitt úti Iék ég með unglingaliði Stuttgart en eftir það með fullorðrium mönnum þannig að viðbrigðin voru ekki mikil þegar ég bytjaði að spila með Eyjamönnum." Kemur árangur ÍBVþér á óvart? „Nei, ekki sérstaklega. Þetta er það góður mannskapur og alltaf sömu mennirnir. Við erum í góðum málum á þremur vígstöðvum og þegar menn eru með mörg járn í eidinum er hætta á að eitthvað bitni á öðru. Við vitum af þessari hættu og aðhaldið er gott. Það er aumingjaskapur ef við komumst ekki áfram í Evrópukeppninni en við megum ekki fagna of snemma þótt við hefðum getað unnið með meiri mun úti. Við ætlum okkur sigur í hverjum einasta leik - málið er ekki flóknara en það.“ Eyjamenn leggja áherslu á prúð- mennsku og þú varst fyrstur til að fá fjögur gul spjöld - tókst út Eftir Steinþór Guðbjartsson Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson SIGURVIN Ólafsson er einhleypur I foreldrahúsum en þarf stundum að elda ofan í sig og kann lagið á spaghettíinu. leikbann á móti Grindavík. Hvern- ig var að vera áhorfandi? „Þetta var ekki nógu gott og það var leiðinlegt að vera ekki með. Það er mjög gaman að spila á heima- velli okkar því stemmningin er gríð- arlega mikil en það jákvæða við bannið var að ég fékk kærkomna hvíld til að hlaða batteríin á ný.“ Önnur áhugamál? „Ég hefði viljað gera ýmislegt en allur tíminn fer í fótboltann. Mig langar til að kíkja á gamlar slóðir en það verður að bíða.“ Þú lékst fyrsta a-landsleikinn á dögunum og varst í hópnum á móti Liechtenstein. Hvernig til- finning var að spila a-landsleik? „Ég bjóst ekki við að fá tæki- færi með a-landsliðinu á þessu ári og því var það óvænt ánægja þeg- ar ég var valinn í hópinn fyrir leik- inn á móti Færeyjum. Hins vegar lék ég aðeins í 10 mínútur en það var gaman að spila. Margir leik- menn eiga einn eða tvo landsleiki að baki og ekki er útséð með fram- haldið hjá mér en ég er langt því frá að vera saddur." Ertu ef til vill á leið í atvinnu- mennsku á ný? „Ég á eftir að taka stúdentspróf og geri ráð fyrir að halda áfram í skóla í Reykjavík í vetur. Hins vegar hef ég áhuga á að leika er- lendis. Það var frábært að vera í Þýskalandi og Þýskaland heillar. Ég vildi frekar leika í Mið-Evrópu eða Suður-Evrópu en á Norður- löndum en víst er að fengi ég al- mennilegt tilboð tæki ég því.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.