Morgunblaðið - 26.08.1997, Side 12
Reuter
hér eftir að hafa skorað annað af sínum fjórum mörkum.
Nýliðamir
á toppnum
EGAR fjórum umferðum er nú
lokið í þýsku 1. deildinni í
knattspyrnu tróna nýliðarnir í Kais-
erslautern á toppnum með tíu stig.
Kaiserslautern sigraði Schalke um
helgina, 3:0, og voru það þeir Olaf
Marshall, sem skoraði tvívegis, og
Ciriaco Sforza sem tryggðu liðinu
sigurinn. Kaiserslautern hefur enn
ekki fengið á sig mark í deildinni.
Evrópumeistararnir Borussia
Dortmund voru í miklum ham þegar
þeir fengu nágranna sína í Bochum
í heimsókn og unnu öruggan sigur,
5:2. Þýski landsliðsmaðurinn Andreas
Möller átti stórleik á miðjunni og
skoraði tvö mörk fyrir Dortmund.
Dortmund er í öðru sæti deildarinn-
ar, þremur stigum á eftir Kaiserslaut-
ern, og hefur hagstæðara markahlut-
fall en þau fimm lið sem á eftir koma
- Bayern Múnchen, Stuttgart, Hansa
Rostock, Karlsruhe og Wolfsburg.
Bayern, sem á titil að verja, hefur
þó eflst með hveijum leik og á
sunnudaginn sigraði liðið Hamburg,
2:0, með mörkum frá þeim Mario
Basler og Alexander Zickler.
Bayer Leverkusen, sem hafnaði í
öðru sæti deildarinnar í fyrra, átti
ekki í neinum erfiðleikum með að
leggja Karlsruhe að velli og urðu
lyktir leiksins 6:1 Leverkusen í vil.
Ulf Kirsten skoraði tvívegis fyrir
Leverkusen, en sigurinn er 13.
heimasigur Leverkusen í röð og jafn-
framt sá stærsti sem félagið hefur
unnið í 1. deild.
Hið fornfræga félag Werder
Bremen hefur byijað keppnistímabil-
ið í Þýskalandi með eindæmum illa
og er nú í neðsta sæti deildarinnar
með einungis tvö stig. Um helgina
tapaði Bremen fyrir Arminia Biele-
feld, 0:3, og virðist engu máli skipta
að Hans-Júrgen Dörner lét af störf-
um sem þjálfari félagsins nú ekki
alls fyrir löngu.
GIANLUCA Vialli gerði sér lítið
fyrir og gerði fjögur mörk er
Chelsea sigraði Barnsley 6:0 á
sunnudaginn í ensku úrvals-
deildinni.
Vialli þakkaði traustið sem Ruud
Gullit sýndi honum með því
að hafa hann í byijunarliðinu og
gerði fjögur mörk. Þar með skaust
hann í efsta sætið yfir markaskor-
ara í ensku deildinni. Vialli vermdi
oft varamannabekkinn hjá Chelsea
í fyrra, en var settur í byijunarliðið
á sunnudaginn og þakkaði fyrir sig
með eftirminnilegum hætti. Þetta
var stærsti sigur Chelsea á útivelli
í deildinni frá upphafi. Barnsley,
sem verður 100 ára á næsta ári,
er að leika í fyrsta sinn í efstu deild,
átti ekkert minna í leiknum framan
af en eftir að Petrescu kom gestun-
um yfir á 25. mínútu áttu heima-
menn aldrei möguleika.
Það má segja að ítalskir sóknar-
menn hafi staðið fyrir sínu á Bret-
landseyjum um helgina því í Skot-
landi gerði Marco Negri öll fimm
mörk Rangers gegn Dundee Un-
ited; Paolo Di Canio gerði fyrsta
mark sitt fyrir Sheffíeld Wednesday
og tryggði liðinu 1:1 jafntefli við
Wimbledon og Attilio Lombardo
gerði annað mark sitt fyrir Crystal
Palace þegar liðið sigraði Leeds 2:0
á útivelii.
Ian Wright, hinn markheppni
sóknarmaður Arsenal, verður að
bíða enn um sinn með að bæta
markamet leikmanns Highbury-
liðsins. Wright og félagar fóru til
Southampton á laugardaginn og
þurti Wright aðeins að gera eitt
mark til að jafna met Cliff Bastins
frá fjórða áratugnum, en hann gerði
178 mörk fyrir Arsenal. En Lund-
únaliðið var ekki í vandræðum þó
svo Wright næði ekki að skora því
Hollendingarnir Marc Overmars og
Dennis Bergkamp tryggðu öruggan
sigur. Overmars skoraði eftir 20
mínútur fyrsta mark sitt fyrir Ars-
enal en heimamenn jöfnuðu tíu
mínútum síðar. Bergkamp gerði síð-
an tvö í síðari hálfleik og öll mörk-
in þijú voru eftir einstaklingsfram-
tak Hollendinganna.
Rush
elsti nýliðinn
Ian Rush var í sigurliði New-
castel gegn Aston Villa og varð
þar með eisti nýliði í sögu félags-
ins, 35 ára gamall. Asprilla var
ekki með Newcastle þar sem hann
varð strandaglópur í Kólombíu
vegna verkfalls flugumferðarstjóra
þar í landi. Það kom ekki að sök,
Newcastle vann 1:0 þrátt fyrir að
David Batty væri rekinn af velli á
53. mínútu fyrir gróft brot á Steve
Staunton. Newcastle hefur sigrað
í báðum leikjum sínum og er eina
liðið sem er með fullt hús stiga.
„Ég varð dálítið hissa þegar Dalgl-
ish sagði mér klukkustund fyrir
leikinn að ég væri í byijunarliðinu,
en það þekkja allir knattspyrnu-
lan Wright verður enn að bíða eftir markametinu
GIANLUCA Vialli fegnar
stjórann, hann heldur spilunum
nærri andlitinu þannig að það sér
enginn á þau,“ sagði Rush um fyrr-
um félaga sinn hjá Liverpool,
Kenny Dalglish. Aston Villa er á
botninum, hefur ekki fengið stig
og er annað tveggja liða sem á
eftir að skora. Derby hefur ekki
tekist að skora en hefur leikið ein-
um leik færra en Villa.
Bíöa enn eftir sigri
Stuðningsmenn Liverpool bíða
enn eftir fyrsta sigri félagsins í ár,
en um helgina sá Svíinn Martin
Dahlin um að Liverpooi fékk aðeins
eitt stig í Blackburn með því að
jafna undir lok leiksins. Tottenham
náði hins vegar í sín fyrstu stig er
iiðið vann Derby 1:0. Margir töldu
að Liverpool væri eitt þeirra liða
sem möguleika ættu á meistaratitl-
inum, en miðað við byijunina hjá
liðinu eru litlar líkur á því. „Þeir
voru heppnir að ná jafntefli," sagði
Roy Hodgson knattspyrnustjóri
Blackburn eftir leikinn. „Ég er samt
ánægður með eitt stig og það var
gaman að sjá Dahlin skora fyrsta
mark sitt fyrir félagið - og von-
andi eiga þau eftir að verða miklu
fleiri," bætti Hodgson við.
Blackburn er í efsta sæti deildar-
innar, hefur hagstæðari markamun
en Arsenal, Manchester United og
Leicester, en tvö síðastnefndu liðin
gerðu markalaust jafntefli í leik
hinna glötuðu marktækifæra.
ÍÞRÉfllR
KNATTSPYRNA
Glæsileg byijun hjá
Vialli - skoraði fjögur
Ánægður
meðað
vera með
ÓLAFUR Gottskálksson stóð í
marki Hibernian á laugardaginn
þegar liðið vann Kilmarnock 4:0
í skosku deildinni. „Þetta var
frekar náðugur dagur hjá mér,
en þó þurfti ég að sækja þijár
eða fjórar fyrirgjafir út í teig.
Ég er ánægðastur með að fá
að vera með því ég missti af
bikarleik um daginn vegna
landsleiksins," sagði Ólafur í
samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði að nokkur spenna
hefði verið í búningsherberginu
fyrir leikinn. „Það er enginn
varamarkvörður og við vorum
báðir í klefanum fyrir leik og
það var óneitanlega nokkur létt-
ir þegar þjálfarinn sagði að ég
ætti að vera í markinu," sagði
Ólafur. Hibernian er í efsta
sæti, en Rangers á leik til góða.
„Þetta hefur gengið vel og liðið
vann sinn stærsta sigur í nokkur
ár um helgina auk þess sem
Hibernian hafði ekki unnið
Kilmarnock í ein tvö ár, þannig
að þetta er allt á réttri leið,“
sagði Ólafur.
Juventus
heldur
upptekn-
um hætti
FILIPPO Inzaghi gerði tvö
mörk í fyrsta leik sínuni með
Juventus, sem sigraði lið
Vicenza 3:0 og varð þarmeð
meistari meistaranna á ítal-
íu á laugardag. Antonio
Conte gerði þriðja markið.
Vicenza hefði getað komist
yfir í fyrri hálfieik með eilít-
illi heppni, en Pasquale Lu-
iso, hinn nýi framherji liðs-
ins, gerði nokkrar árangurs-
lausar tilraunir til að koma
knettinum yfir marklínuna.
Meistararnir höfðu síðan
tögl og hagldir í síðari hálf-
leik, en Inzaghi gerði tvö
mörk rétt eftir leikhlé.
Öruggur
sigur Real
Madrid
REAL Madrid hafði betur í
síðari viðureign sinni við
Barcelona í meistarakeppni
meistaranna á Spáni á
laugardag, 4:1. Fyrri leikur-
inn fór fram á Nou Camp í
Barcelona á dögunum, en
honum lauk með sigri Barce-
lona, 2:1.
Spánveijinn Raul gerði
tvö fyrstu mörk leiksins á
laugardag, það fyrra á 42.
mínútu en það síðara þegar
fjórar mínútur voru liðnar
af seinni hálfleik. Mijatovic
jók forskot Madrídarbúa í
þijú mörk, en Hollendingur-
inn Clarence Seedorf gerði
það fjórða á 61. mínútu.
Brasiliumaðurinn Giovanni
gerði eina mark Barcelona
þegar tíu mínútur lifðu leiks.