Morgunblaðið - 16.09.1997, Side 19

Morgunblaðið - 16.09.1997, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 C 19 engin skil lengur og það verða engar kuldabrýr, þar sem einingarnar koma saman,“ segir Sveinbjörn. „Utlitsmunur á þeim og staðsteypt- um húsum er því enginn.“ Ekkert múrverk inni í húsinu Að sögn Sveinbjarnar hefur þessi tilraun gengið frábærlega vel. „Hús- in eru farin að rísa,“ segir hann. „Það sem meira er, þessi hús eru ódýr og hentug og því hefur mark- aðurinn tekið þeim mjög vel. Vegna stutts byggingartíma verður fjár- magnskostnaður og þar með bygg- ingarkostnaður einnig lægri. En aðal sparnaðurinn felst þó sennilega í því, að ekki þarf að múra inni í húsinu. Þannig sparast bæði peningar og tími. Rafmagnsdósir og rör eru komin í veggina og ekkert eftir nema að draga lagnir í. Kaup- andinn þarf í rauninni ekki annað en að mála veggina. Sú hagkvæmni, sem næst með þessari byggingaraðferð, er látin endurspeglast í verðinu og koma kaupandanum til góða. Við erum að selja fullbúin 166 ferm. raðhús á tveimur hæðum og með innbyggðum bflskúr á 11.060.000 kr., sem ég tel vera eitt lægsta verð fyrir slík hús á markaðnum nú. Það er einnig hægt að byggja at- vinnuhúsnæði á þennan hátt, en þessar einingar geta hentað í marg- víslegar byggingar og mannvirki af öllu tagi. Þar eygjum við mikla möguleika. Það er mikil eftirspurn eftir einingum á markaðnum nú í virkjanir, álver, spennustöðvar, und- irstöður undir brýr o. fl. Hjá okkur vinna 14 manns. Þetta er mjög dug- legur og áhugasamur mannskapur, sem hefur virkilega lagt sig fram við öll verkefni." „Til skamms tíma var eininga- verksmiðja Haghúsa til húsa í leigu- húsnæði í Kapelluhrauni í Hafnar- firði,“ segir Sveinbjörn Sigurðsson að lokum. „Nú erum við að reisa 700 ferm. verksmiðju á Kjalarnesi og áformað, að hún taki til starfa eftir mánuð. Þar verður gólfhiti fyr- ir hvorki meira né minna en tvö 250 ferm. mót, þar sem steyptir verða bæði útveggir, innveggir og milli- plötur í loft.“ Seld á þremur byggingarstignm Húsin við Vættaborgir verða alls 21 og standa í þremur lengjum, sjö og sjö i röð. Á neðri hæð húsanna eru rúmgóðar stofur, eldhús og þvottahús, gestasnyrting, inngangur og bflskúr. Á efri hæð er gert ráð fyrir þremur svefnherbergjum, bað- herbergi og þvottahúsi. „Byggingarlandið þarna er mjög ákjósanlegt og vegna hallans verður ekkert til þess að skyggja á útsýnið, sem nær allt frá Ulfarsfelli út yfír sundin og meðfram öllum fjalla- hringnum til Snæfellsjökuls," segir Magnús Axelsson, fasteignasali í Laufási, þar sem húsin við Vætta- borgir eru til sölu. Húsin eru seld á þremur mis- munandi byggingarstigum, það er fokheld með viðbótum eins og kallað er, tilbúin til innréttinga og svo full- búin. „Markaðurinn hefur tekið þessum húsum afar vel,“ segir Magnús. „Af þeim húsum, sem eru í byggingu við Vættaborgir, eru ellefu þegar seld, án þess að hafa fengið neina umtalsverða kynningu á markaðnum. Nú eru því tíu hús eftir óseld á þessum stað og ég er ekki í vafa um, að þau eiga eftir að seljast fljótlega miðað við þann áhuga, sem þegar er fyrir hendi á þessum hús- um. Þessi áhugi þarf í raun ekki að koma á óvart. Greinflegt er, að hinn stutti byggingartími höfðar til margra, en frá því að kaup eru stað- fest, líða yfirleitt ekki nema tveir mánuðir, unz húsin eru afhent. Eftir að nýja verksmiðjan er tekin til starfa, mun sá tími styttast til muna. Fyrir utan afar hagstætt verð, þá eru þetta líka falleg hús og skipulag þeirra gott, en þau eru hönnuð af Páli V. Bjarnasyni arkitekt og Er- lendur Birgisson verkfræðingur hef- ur hannað verkfræðiteikningar. Þetta eru jafníramt vönduð hús. Byggingareiningarnar eru fram- leiddar í upphitaðri verksmiðju óháð veðri og vindum, en af þeim sökum verður eftirlit með framleiðslu og efnisgæðum auðveldara og engin hætta á frostskemmdum við upp- HK. p | ■K|i: | j I 'M. ■ ■ .i ÍIS! yiiíjí EININGARNAR eru engin smásmíði, en heilu veggirnir eru fluttir í einu lagi á byggingarstað. Mjög miklum hluta af byggingarvinnunni er þá þegar lokið. ÞESSI mynd var tekin sl. vetur og sýnir, hvar verið er að setja upp ein- ingu fyrir hálfan húsvegg. Einingarnar koma fullfrágengnar með glugg- um og gleri út úr verksmiðjunni. GOTT útsýni er frá húsunum við Vættaborgir út yfir eyjarnar og sundin. Esjan blasir við. steypu. Meðferð steypunnar getur því vart orðið betri. Kaupendur þurfa ekki að bera neinn kvíðboga út af jarðskjálfta- hættu. Ströngustu burðarþolsút- reikningum er beitt við hönnun þess- ara húsa og öryggi því sízt minna eí ekki meira en í öðrum byggingum. Þannig er steypan mun sterkari en venjan er í steinsteyptum íbúðarhús- um hér á landi.“ „Borgahverfið hefur það sér til ágætis, að hverfið er svipmeira en önnur hverfi í Grafarvogi, þar sem hallinn er þar meiri. Þar eru líka klettabelti og þess hefur verið gætt í skipulagi, að fella byggðina vel að þessu umhverfi," segir Magnús Ax- elsson að lokum. „Þjónusta og fé- lagsleg aðstaða fer einnig batnandi með hverju árinu sem líður. Þetta er því vaxandi hverfi, sem kemur fram í aukinni eftirspurn eftir íbúðarhús- næði þar.“ ■■■■■■ — J Félag Fasteignasala Opið 9-18 Haukur Geir Garðarsson viðskiptafræðingur oa §§|F ígf? löggiltur fasteignasoli nBHBBnH SUÐUM.ANDSBRAULJL.2..* SIAAI 588 5060 - FAX 5 88 5066 Þjónustuíbúðir SKULAGATA 40 - BILSK. Falleg 2ja herb. þjónustuíbúð fyrir eldri bongara í þessu vinsæla lyftuhúsi. Góð sameign með m.a. sauna. Bílskýli. Verð 7,3 millj. 2ja herbergja BILLINN UPP I! Falleg nýleg 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli við Flétturima. Stæði í bílskýli. Góð staðsetning. Möguleiki að taka ca. 1 millj. kr. bil upp í. Áhv. 3,8 millj. húsbréf. LAUS STRAX. Verð 6,2 millj. BREKKUBYGGÐ - GBÆ Falleg 3ja herb. íbúð á jarðh. m. sérinngangi í þessum vinsælu keðjuhúsum. Rólegur og góður staður. Áhv. 3,3 millj. byggsj/húsbréf. Verð 6,2 millj. HÖFUM AKVEÐNA KAUPENDUR AÐ: 1) 2JA og 3JA HERB. ÍBÚÐ í HRAUNBÆ. 2) 3JA HERB. ÍBÚÐ í GARÐABÆ. 3) 3JA HERB. ÍB. Á JARÐH. í BREIÐH. EÐA FOSSVOGI 4) 4RA HERB. í KJARRHÓLMA KÓP. 5) 4RA HERB. í FOSSVOGI EÐA SMÁÍBHV. 6) HÆÐ í HLÍÐUNUM EÐA HOLTUNUM. 7) EINBÝLI / RAÐHÚS í GARÐABÆ OG GRAFARVOGI HATUN - NYTT Vorum að fá í einkasölu rúmgóða 2ja herb. íb. á 1. hæð í nýlegu lyftuhúsi á þessum eftir- sótta stað. Parket. Vestursvalir. Verð 7,4 millj. SELTJARNARNES Mjög góð og björt 2ja herb. risíb. í fiórbýli við Mela- braut. Suðursvalir. Ahv. 1,8 millj. langt.lán. Verð 4,8 millj. MÁNAGATA Góð 2ja herb. íbúð í kj. í þríbýli á þessum góða stað mið- svæðis. Sérinngangur. Laus 1.10. nk. Áhv. 2,4 millj. byggsj. rik. Verð 4,9 millj. 3ja herbergja JÖRFABAKKI - ÓDÝR Góð 3ja herb. (búð á 3. hæð í fjölbýli. Sam- eign nýl. endurn. að innan. Verð aðeins 5,7 millj. ENGIHJALLI - GÓÐ ÍBÚÐ Mjög góð 3ja herb íb., 90 fm, á 3. hæð i góðu fjölbýli. Suður- og austursvalir. Þvottahús á hæðinni. Hús endurnýjað að utan. Verð 6,3 millj. VALLARÁS - LAUS Falleg 3ja herb. íb. á 4. hæð í lyftuhúsi. Vestur- svalir. íb. er nýmáluð. Laus. Verð 6,8 millj. 4ra herbergja LYNGMÓAR - GBÆ Falleg 3- 4ra herb. íb. á 1. hæð í litlu fjölb. með innb. bílskúr. Suðursvalir. Verð 7,8 millj. HÁALEITI - 4 SVEFNH. Mög falleg 6 herb. ibúð á 4. hæð í fjölbýli með glæsilegu útsýni. Stofa, borðstofa, 4 svefnherbergi. Þvottaherb. í íb. Merbau-parket. Tvennar svalir. Áhv. hagstæð byggsj/lífsj. lán 3,3 millj m. lágum vöxtum. LAUS STRAX, Verð 8,4 millj. BOÐAGRANDI Falleg 3ja herb. íbúð á 3. hæð (efstu) i litlu fjölbýli. Glæsilegt útsýni. Parket. Verð 7,8 millj. HRAUNBÆR - LÆKKAÐ VERÐ Falleg 3ja herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýli. íb. er í góðu ástandi. LÆKKAÐ VERÐ 5,9 MILLJ. AUSTURSTRÖND - BÍLSK.I Mjög falleg og vönduð 3ja herbergja íbúð ofarlega í lyftuhúsi. Parket. Útsýni. Bílskýli. Verð 8,0 millj. FLETTURIMI Glæsileg 4ra herb. (búð á jarðhæð í nýlegu litlu fjölbýli. Parket. Vandaðar innréttingar. Áhv. 5,2 millj. húsbréf. Verð 8,6 millj. MEÐ BÍLSKÚR - SKIPTI Mjög góð 4-5 herb. endaíb. á 2. hæð í fjölbýli, 114 fm, v. Dalbraut. Góður bíl- skúr. LÆKKAÐ VERÐ, 7,9 MILLJ. BEIN SALA EÐA SKIPTI Á 2-3JA HERB. ÍB. GRAFARVOGUR BÍLSKÝLI Ný 4ra herb. íbúð, 108 fm. á 3. hæð í fjölbýli. Þvottahús í ibúð. Bílskýli. Áhv. 5,2 millj. húsbréf. Verð 8,7 millj. HÓLAR - BÍLSKÚR Góð 4ra herb. íb. á 2. hæð m. sérinngangi af svölum. Suðursvalir úr stofu. BiLSKÚR. Verð 7,5 millj. FELLSMÚLI - LAUS Falleg 4ra - 5 herb. íbúð, 117 fm á 3. hæð I mjög góðu fjölbýli sem er klætt að utan að hluta. Stórar stofur, vestursvalir. LAUS STRAX. Verð 7,8 millj. 5 HERB. OG BILSKUR Góð 5 herb. endaib. á 4. hæð í góðu fjölbýli. Stofa m. stórum suðursvölum og út- sýni, 4 svefnherb. Þvottah. i íb. Áhvíl. 4,8 millj. LAUS STRAX. Lyklar á skrifst. Verð aðeins 7,3 millj. KLEPPSVEGUR - ÓDÝR Góð 4ra herb. íb. á 2. hæð í fjölbýli ásamt aukaherbergi í risi með sam. snyrtingu. Suðursvalir. Áhvíl. 2,4 millj. byggsj. í lífsj. GÓÐ TIL LEIGU. LAUS FLJOTL. Verð aðeins 5,9 millj. VESTURBERG Góð 4ra herbergja íbúð á 4. hæð í verðlaunahúsi. Nýl. eld- húsinnr. og á baði. Vestursvalir. Glæsi- legt útsýni m.a. Snæfellsjökull. Stutt ( skóla og þjón. Laus fljótlega. Verð 7,2 millj. 5-6 herb. og hæðir TÓMASARHAGI Vorum að fá í einkasölu 126 fm neðri hæð ( fjórbýli á þessum vinsæla stað. Stofa, borðstofa 3 svefnherbergi þar af 2 mjög stór. Vestursvalir. Nýlegt gler. Bílskúrsréttur. Bein sala, skipti ath. á ódýrari eign. Verð 10,4 millj. Einb.-parhús-raðhús FANNAFOLD Fallegt nýl. parhús á einni hæð m. innb. bílskúr um 100 fm. Stofa, 2 svefnherb. Suðvesturverönd m. potti og möguleika á sólstofu. Útsýni. Verð 8,9 millj. BREKKUSEL - AUKAIBUÐ Fallegt endaraðhús á 3 hæðum með séríbúð á jarðhæðinni með sérinngangi. Húsið er klætt að utan. Bílskúr. BEIN SALA EÐA SKIPTI Á ÓDÝRARI EIGN. LÆKKAÐ VERÐ, 13,4 MILU. FOSSVOGUR Vorum að fá í sölu fallegt raðhús á þessum vinsæla og veðursæla stað, 195 fm ásamt bílskúr. Parket á gólfum. Sauna. Suðursvalir. Hús nýmálað að utan. Ákveðin sala. Verð 14,4 millj. FAGRIHJALLI - KÓP. Gott206 fm parhús á þessum vinsæla stað á mót sumri og sól, ásamt innbyggðum bílskúr. Sólstofa. Skipti ath. Verð 12,5 millj. í smíðum GRUNDARSMÁRI - KÓP. Einbýli á 2 hæðum m. mögul. á sérib. á neðri hæðinni. Afh. fljótl fokhelt að inn- an eða tilb. til innréttinga. Skipri ath. á ódýrari. Teikn. á skrifstofu. DOFRABORGIR Glæsileg rað- hús á 2 hæðum m. innb. bílskúr, tengj- ast saman á skjólveggjum. Afh foheld að innan eða tilbúin til innréttinga. Verð frá kr. 7.500.000.- LAUFRIMI Ný 3ja herb. íb., 94 fm á 2. hæð f litlu fjölbýli. Sérinngangur. Suð- ursvalir. Til afh. strax tilb. til innr. og fullb. utan. Verð 6,8 millj. FLÉTTURIMI 3 og 3-4 herb. íb. á jh., 1. og 2. hæð í nýju litlu fjölb. Afh. strax tilbúnar til innr. og fullbúnar að ut- an. Möguleiki á stæði i bílskýli. Teikn. á skrifstofu. NÝBYGGING Góðar 4 herb. íb. á jh., 1. og 2. hæð ásamt penthouse í nýju litlu fjölbýli á góðum stað í Grafar- vogi. Afh. strax tilbúnar til innréttinga að innan, fulbúnar að utan. Teikningar á skrifstofu. Atvinnuhúsnæði SKRIFSTOFUHERBERGI Til leigu 1 eða 2 mjög góð um 20 fm skrifstofuherbergi við Suðurlandsbraut. Aögangur að eldhúsi og snyrtingu. Nýmálað, nýtt parket. Laust. VANTAR 200-400 FM Höfum ákveðinn og traustan kaupanda að 200 - 400 fm skrifstofuhæð. Nánari uppl. gefur Haukur Geir. MIÐBORGIN -TIL LEIGU ! tíi leigu um 100 fm húsnæði á 1. hæð og um 70 fm húsnæði á 2. hæð í góðu steinhúsi miðsvæðis í Rvk. Sérbíla- stæði. Laust fljótlega. Sanngjöm leiga. Hentugt t.d. fyrir arkitekta, verkfræð- inga, auglýsingafóik eða smáheildsölu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.