Morgunblaðið - 16.09.1997, Qupperneq 28
28 C ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FASTEIGNASAIA
REYKJAVÍKVR
Þórður Ingvarsson Ig.fs.
C 588 5700 íf (' 588 5700
FAX 568 2530
FAX 568 2530
Félag fasteignasala ’
FASIEIGNASALA
REYKJAVÍKVR
OPIÐ VIRKA DAGA FRA 9-18
Suðurlandsbraut 46, 2. hæð. 108 Rvík.
EINBYLI-RAÐHUS-PARHUS
VESTURBÆR - EINBÝLI Mjög
gott um 240 fm einbýli á tveimur hæðum
ásamt 30 fm bílskúr. Mjög fallegt og vel
skipulagt hús, góð aðkoma. Góður staður.
Verð 17,5 millj.
SKÓGARGERÐI Mjög gott einbýli á
einni hæð ásamt kjallara og 28 fm bílskúrs,
3 svefnherb, gólfefni parket og dúkur,
baðherbergi með baðkari. Stofa og
borðstofa með parketi og útgengt út í garð.
Eldhús með eldri innr, góður borðkrókur.
Þvottahús í kjallara. Nýlegt þak, rennur og
nýir gluggar. Möguleiki á aukarými í kjal-
lara.Ahv. 4,2 m. Verð 13,9 m.
SEIÐAKVÍSL - EINB. Glæsilegt
einbýli á einni hæð m/ innbyggðum bíl-
skúr um 195 fm. Glæsilegur garður. 4
svefnherb. Rúmgóðar stofur. Garðskáli.
Gólfefni glæsilegt eikarparket. Topp eign
á góðum stað. Áhv. Byggsj. 2,6 millj.
Verð 15,2 millj.
HULDUBRAUT - SKIPTI Mjög
glæsilegt parhús á besta útsýnisstað í
Kópavogi. Húsið er á tveimur hæðum auk
bílskúrs sem er innbyggður. Ýmiss skipti
koma til greina. Pessa eign verður að
skoða því sjón er sögu ríkari.
KLAPPARHOLT - HFJ. Nýlegt og
glæsiiegt einbýli á tveimur hæðum með
hreint frabæru útsýni. Flísar á öllum
gólfum, nuddpottur, sauna, lituð gler í
öllum gluggum, verönd og svalir, 3 svefn-
herb. Áhv. ca 5 millj. ( langt.lánum.
Athuga skipti á stærri eign.
ÞINGÁS - RAÐH. Mjög gott
endaraðhús m/innbyggðum bílskúr alls
155 fm nánast fullbúið. 3 stór svefnher-
bergi. Gott útsýni, góð verönd. Áhv.
Byggsj. ca 5,2 m. Verð 12,5 millj.
KLYFJASEL - EINB/TVÍB.
Glæsilegt einbýli á 3 hæðum (möguleki á
2 séríbúðum) ásamt bílskúr samt. 262,9
fm. Glæsilegar innréttingar, 4 svefnherb,
glæsilegar stofur, glæsilegt eldhús, glæsi-
legur garður. Topp eign á rólegum stað.
Verð aðeins 15,9 millj.
VESTURBERG Mjög gott raðhús m/
bílskúr samtals 217 fm. 4 svefnherb, sól-
stofa, rúmgott eldhús. Góð stofa með
arinn. Fallegur garður, gott útsýni. Verð
13,5 millj.
VIÐARÁS - PARH. Nánast fullbúið
parhús m/innbyggðum bílskúr alls um 190
fm. 4 stór svefnherb. Glæsilegar inn-
réttingar. Frábært útsýni. Áhv. Húsbr. 6,4
m. Verð 13,8 millj.
ARATÚN Mjög gott einbýlishús á einni
hæð 134 fm ásamt 38 fm bílskúr. Húsið er
steinsteypt og hefur verið mikið endur-
nýjað. Góður garður með sólpalli. Áhv. 7,2
millj. Verð 13,4 millj.
STEKKJARSEL Fallegt 2ja íbúða
einbýli á tveimur hæðum á hornlóð.
Aðalíbúðin er ca 215 fm. m/tvöfdum
bílskúr og íbúðin á jarðhæð er 3ja her-
bergja 87 fm. (mögul. á stækkun).
Húsið er í góðu standi. Fallegur garður
ofl. Teikningar á skrifstofu. Mögul.
skipti á ódýrari eign. Verð 18,6 millj.
HÆÐARBYGGÐ Gott 2ja-3ja íbúða
hús á tveimur hæðum ásamt tvöföldum
bílskúr. Húsið er alls um 285 fm. Fallegur
garður, hlýlegt og gott hverfi. Áhv. 5,5
húsbr. Verð 16,5 millj.
REYKJAMELUR MOS. Mjög
gott einbýli á einni hæð ca 140 fm ásamt
22 fm bílskúr. Glæsilegar innréttingar, 3-4
svefnherbergi. Góður garður. Áhv. ca 2,0
millj. Verð 12,5 millj.
LAUFBREKKA ÚTSÝNI
Glæsileg efri sérhæð (nánast einbýli) ca
190 fm í nýlegu góðu steinhúsi.
Glæsilegar innréttingar, parket. 4-5 svefn-
herb., sérþvottahús. Suðurgarður. Stórt
hellulagt og upphitað bílaplan. Frábært
útsýni. Áhv. langt.lán 9,5 millj.
Verð 13,5 millj.
FANNAFOLD Parhús á tveimur
hæðum ásamt góðum innbyggðum bíl-
skúr alls 200 fm. Á aðalhæð er forstofa,
hol, baðherbergi, eldhús, stofa og svefn-
herbergi. I kjallara sem er einnig með
sérinngangi er möguleiki á 2-3 her-
bergjum og sjónvarpsholi og fl.(nú tilbúið
undir tréverk). Áhv. ca 5,7 millj.
Verð 9,9 millj.
HÆÐIR OG 5-7 HERB.
HRAUNBÆR Mjög góð 5 herb. íbúð
ca 114 fm á 1. hæð í nýviðgerðu fjölbýli.
Parket og teppi á gólfum, tvennar svalir.
Nýtt gler. Ný eidhúsinnrétting. Skipti á 3ja
herbergja í sama hverfi. Verð 7,9 millj.
DRAPUHLIÐ-SERHÆÐ Mjög
góð 1. hæð ca 110 fm með sérinngangi
í góðu steinsteyptu húsi. Tvö svefnher-
bergi og tvær saml. stofur. Svalir.
Yfirfarnar raflagnir og nýtt þak. Góð
eign á eftirsóttum stað. Verð 8,9 millj.
4RA HERBERGJA
SLETTUHRAUN - HFJ. Góð 4ra
herb íbúð um 105 fm á 2. hæð í góðu fjöl-
býli. Suðursvalir. Baðherbergi með mar-
maraflísum. Eldhús m/nýrri borðpl. og
nýjar flísar á gólfum. Nýtt þak, snyrtileg
sameign, björt og skemmtileg íbúð.
Athuga skipti á stærri eign.
HRAUNBÆR Góð ca 100 fm
endaíbúð á 4. hæð, sérþvottahús og búr
innaf eldhúsi. Stutt í alla þjónustu.
Frábært útsýni. Áhv. 2,8 millj. Verð 7,1
millj.
AUSTURBERG + BÍLSKÚR
Góð 4ra herb ibúð ca 100 fm á 3. hæð
ásamt bílskúr. Yfirbyggðar suðursvalir,
tengt f. þvottavél á baði. Áhv. 3,5 millj
Byggsj.rfk. Verð 7,7 millj.
NORÐURMÝRI Góð 4ra herb. íb. í
kj. ca 96 fm. Nýlegt gler og gluggar,
góðar innréttingar, saunaklefi. Sérhiti og
rafmagn. Skipti á 2ja herb. á sömu
slóðum. Verð aðeins 5,9 millj.
ÁLFHEIMAR Góð 4ra herb endaíbúð
ca 107 fm á 4. hæð ásamt miklu aukarými
I risi (mögul. 2 herb). Tvennarsvalir, glæsi-
legt útsýni. Sértengt f. þvottavél í íbúð.
3JA HERBERGJA
FROSTAFOLD + BILSKUR
Mjög góð 3ja herb íbúð á jarðhæð m/
sérinngang ca 80 fm ásamt 20 fm bilskúr
í góðu fjölbýli. Góðar innréttingar og
gólfefni. Sérgarður m/hellulagðri
verönd.Áhv. ca 5 millj. Byggsj.-
LJÓSHEIMAR Góð íbúð 85 fm á 2.
hæð í litlu fjölbýli, 2 svefnherb. Rúmgott
eldhús m/góðum borðkr. Stofa m/parketi,
útgengt á suðursvalir. Fallegur garður.
Góð eign á rólegum stað, sameign góð.
Áhv. Húsbr. ca 4,7 millj. Verð 6,950 þús.
MARÍUBAKKI Afar góð og vel um
gengin 3ja herb. íbúð ca 80 fm á 2. hæð í
góðu fjölbýli. Nýtt eldhús, nýtt parket á
stofu, vestursvalir. Þvottahús innan
íbúðar. Húsið í góðu standi að innan sem
utan. Áhv. 1,8 Isj. Verð 6,2 millj.
ÁLFHEIMAR Rúmgóð, björt og
snyrtileg 3ja herb. 72 fm ibúð á
jarðhæð í góðu fjölbýli. Nýlegt parket á
gólfum. Húsið nýtekið í gegn að utan
og innan. Góð staðsetning. Áhv. 3,5
millj. Verð 5,9 millj. Skipti á 4-5 herb.
VESTURBÆR Nýieg og glæsileg
3ja herb. íbúð um 100 fm. á 1. hæð í
litlu fjölbýli. Sérinngangur, sérþvotta-
hús og sérgarður. Merbau-parket á
gólfum. Frábær eign á eftirsóttum stað.
Ahv. 5,2 millj. til 40 ára B.r.
Verð 9,9 millj.
DALSEL Rúmgóð og vel skipulögð ca
90 fm íbúð á jarðhæð í góðu fjölbýli. Laus
strax. Áhv. 3,3 millj. Byggsj.
Verð 6,3 millj.
HATEIGSVEGUR Góð 3ja her
bergja íbúð í kjallara ca 60 fm
m/sérinngangi. Góð íbúð á rólegum og
eftirsóttum stað. Áhv. 3,0 húsbr.
Verð 5,4 millj.
ASVALLAG ATA-VESTU R-
BÆ Hugguleg 2ja herb. ca 53 fm íbúð
í kj. í góðu húsi. Eldhús með nýlegum
innréttingum parket á stofu sérinn-
gangur. Áhv. 3 millj. Verð 5,1 millj.
SKIPASUND Mjög stór og
rúmgóð 2ja herb. íbúð á jarðhæð i
tvíbýli með sérinngangi. Svefnherb.,
stofa og eldhús allt mjög rúmgott,
góður garður. Áhv. 2,7 millj. Verð 5,5
millj.
SELVOGSGATA - HFJ. Góð ca
50 fm risíbúð í 3-býli á einum besta stað í
Hf. Mikið og gott útsýni. Ný teppi á stofu
og svefnherb. Nýr dúkur á eldhúsi. Nýleg
eldhúsinnrétting. Áhv. Byggsj. + langtl. ca
2,9 m. Verð aðeins 4,8 millj. Útborgun
aðeins 1,9 millj.
/ SMIÐUM
HRAUNBÆR (ROFABÆR
Falleg og rúmgóð 3ja herb. íb. á 2. hæð
ca 96 fm. m/aukaherb. i kj., nýl. parket,
suðursvalir. Húsið allt klætt að utan með
Steni. Laus strax. Áhv. 4,0 millj. Verð 6,5
millj.
ÆSUFELL Mjög góð 3ja herb. íb. á 1.
hæð ca 87 fm. Rúmgóð herb., nýl. parket
á öllu, góðir skápar. Húsið nýtekið í gegn
að utan. Skipti á 3-4 herb. á svæði 101-
108 Áhv. 3,5 millj. Verð aðeins 6,2
millj.
RAUÐARÁRSTÍGUR-MIÐB.
Góð 3-4ra herb. íbúð á 4. hæð (þakíbúð)
í góðu fjölbýli, 2-3 svefnherb. Sameign öll
nýtekin í gegn, þ.e. gólfefni, málun, nýir
póstkassar, nýir gluggar og gler og fl.
Svalir, þakkantur og þak yfirfarið. Ahv.
1,1 millj. Verð 4,9 millj.
2JA HERB. OG MINNI.
GARÐHÚS 4ra herbergja ca 100
fm og 5 herbergja ca 120 fm íbúðir
ásamt bílskúrum i 5 ibúða fjölbýlishú-
sum á góðum stað við Garðhús.
Sérinngangur í allar íbúðir, þvottahús
innan íbúðar. Ibúðirnar skilast tilbúnar
til innréttinga að innan og húsið fullfrá-
gengið að utan með frágenginni lóð og
bílastæðum. Bílskúr skilast fullbúin að
utan og fokheldur að innan.
Verð frá 7,5 millj m/bílskúr.
GRETTISGATA Mjög góð 2ja herb.
þakíbúð á 3ju hæð í þríbýli. Nýtt parket á
gólfi, stórar suðursvalir. 2 geymslur.
Snyrtileg og góð sameign. Fallegur
garður. Áhv. húsbr. 3,0 Verð 5,3 millj.
SELASBRAUT Raðhús á 2 hæðum
og bílskúr tæpl. 200 fm. Afhendast tilbúin
undir innréttingar að innan og fullbúinn að
utan ásamt lóð og malbikuðu bílastæði. 4
svefnherbergi og frábært útsýni yfir
borgina. Hagstætt verð.
VIÐARRIMII smíðum vönduð raðhús
á einni hæð ásamt bílskúr samtals 153 og
163 fm. Húsin afhendast tilbúin undir
innréttingar. Verð frá 10,9 millj.
FJALLALIND I smíðum glæsileg 186
fm parhús með innbyggðum bílskúr og
fjórum svefnherbergjum. Húsin afhen-
dast fullbúin að utan og rúmlega
fokheld að innan. Verð 9,1 millj.
A TVINNUH USNÆÐI
HVERFISGATA Nýtt 200 fm
þjónustu eða verslunarhúsnæði á
götuhæð.
STANGARHYLUR Gott 75 fm
atvinnuhúsnæði.
KRÓKHÁLS Mjög gott skrif-
stofuhúsnæði ca 350 fm. Snyrtileg og góð
aðkoma, góð bílastæði.
LYNGÁS - LÍTIL ÚTB. Gott
iðnaðarhúsnæði um 100-180 fm með
innkeyrsluhurð ca 3,5 metrar. Góð
lofthæð. Mjög hagstæð langtimalán
fylgja.
Viðgerðir
Smiðjan
Fokhætta er ávallt fyrir hendi, einkum af þökum,
----------------------------------------------
segir Bjarni Olafsson. I hvassviðri getur báru-
járn farið að losna og lyftast á jöðrum og hornum.
ER það ekki nokkuð öruggt
merki um að tekið sé að líða á
seirrni hluta sumarsins, þegar
L fólk fer að spyrja mikið um ráð í
sambandi við viðgerð sem nauðsyn-
lega þarf að gera á húsum þess?
Það eru liðnar tvær vikur af sept-
embermánuði, hvassviðri hefur
gengið yfir landið og valdið skaða.
Að vísu mismiklum, eftir því hvar
hvassast var og hvernig aðstæður
voru.
Lægðirnar sem nálgast land okk-
ar fara mismunandi leiðir og valda
mismiklu ónæði á Vestur-, Norður-,
Austur- eða Suðurlandi. Við vitum
af reynslu liðinna ára að veður
hausts og vetrar eru hörð. Þá blása
• oft hvassir vindar sem feykja burt
þakplötum og húshlutum ef ein-
hvers staðar finnst lát á þaki eða
vegg. Það er því full ástæða til þess
að líta eftir húsinu áður en í óefni er
komið.
Dagana 6. og 7. september gerði
allmikið hvassviðri á Akureyri svo
að þakplötur fuku af húsum. Fréttir
' heyrðust af því í útvarpi enda þótt
fréttamenn væru mjög uppteknir
við fréttir af útför Díönu prinsessu
og þeirri merku frétt að nýr íslensk-
ur biskup var kjörinn löglega í
fyrstu lotu.
Verum viðbúin fyrir illviðrin
Það er full ástæða til þess að nota
kyrrlátan og góðan haustdag til
þess að skoða þök, veggklæðningar
og fleira sem fokið gæti. Það er
sannarlega óskemmtileg reynsla að
verða var við að plötur fari að fjúka
af húsinu sem við erum stödd inni í
og engin leið að fara út til viðgerða.
Fokhætta er ávallt fyrir hendi,
einkum af þökum. Vindhraði magn-
ast sérstaklega við stór hús. Oft má
t.d. sjá brotnar steinskífur af þök-
um liggja í nokkurri fjarlægð frá
húsum sem hafa þess háttar þök,
eftir að hvassviðri hefur geisað.
Bárujárn getur farið að losna og
lyftast á jöðrum og homum. Sér-
staklega má búast við því eftir heit
sumur, þegar sólin hefur hitað þak-
flötinn vel.
Þá þornar timbrið undir báru-
jáminu, það koma spmngur í borð-
viðinn og naglar sem eiga að halda
járninu geta losnað. Það er því
ástæða til að líta eftir því hvort
þaknaglar hafa losnað, sem eiga að
halda bárujárninu. Venjulega sést
greinilega undir naglahausana, ef
þeir hafa losnað.
Að skipta um þaksaum
Þegar þök em máluð sést greini-
lega hvort naglar hafa lyftst upp.
Þar sem naglar hafa losnað í
þakjámi getur verið þörf á að draga
upp gömlu naglana og nota hald-
betri saum.
Til eru fleiri gerðir af þaksaum.
Fyrst vil ég nefna þá gerð sem
flestir munu þekkja, nr. 1, nagla
með haus á stærð við buxnatölu.
Leggur naglanna mjókkar allur nið-
ur að oddi. Þessi gerð heldur mjög
illa þegar timbrið innþomar, nema
að endar naglanna séu hnykktir,
beygðir þvert á tréð að innanverðu.
Þ.e.a.s. endinn sem nær í gegnum
þakklæðninguna.
Ekki er hægt að komast að nagla-
oddunum á innanverðum þökunum
nema í fáum tilvikum. Þegar svo
hagar til er þörf á að skipta um
saum, draga upp lausu naglana og
nota aðra sem halda betur. Til era
nokkrar gerðir sem setja má í stað
þeirra lausu. Ég nefni sem dæmi nr.
2, kambsaum'. Hann er mótaður
með þverrifflum á leggnum og er
því mun tregari til að dragast út.
Snúinn þaksaumur nr. 3 er þannig
mótaður að leggurinn er undinn í fá-
eina hringi og gerir það naglana
tregari til að dragast út. Fjórða
gerðin sem ég ætla að nefna er
skrúfa með kúptum haus og mjúk-
um skífum undir hausnum. Þær
þurfa auðvitað að vera annaðhvort
galvanhúðaðar eða úr ryðfriu efni.
Gleymum ekki
sumarbústaðnum
Þá má ekki heldur gleyma að
huga að sumarbústaðnum. Margir
eiga sér sumarbústað, draumastað
og þar er vissulega að mörgu að
hyggja varðandi frágang fyrir vet-
urinn. Þar má ekki geyma neitt
lauslegt úti við sem fokið getur og
valdið tjóni. Jafnvel heitavatnspott-
ar geta fokið og brotnað, ef þeir eru
tómir og standa þannig að vind-
strengur geti náð til þeirra. Mörg
dæmi munu einnig vera um að lok
af heitavatnspotti fjúki út í buskann
og brotni.
Svo þarf að koma fyrir músavörn-
um, reyna eftir bestu getu að koma
í veg fyrir að mýs komist inn í sum-
arhúsið. Mýs hlaupa oftast meðfram
sökklum og veggjum. Ég hefi séð
menn leggja búta af 5-6 sm víðum
plaströrum við veggi hússins, á
nokkrum stöðum. Inn í rörín hafa
þeir látið eitur, músakorn. Þetta
hefur stundum skilað árangri.
Svo er auðvitað þörf á að loka öll-
um smugum og holum sem þær
gætu smogið inn um. Þær eru ótrú-
lega duglegar að komast inn og
þurfa ekki stóra rifu til þess að
smjúga í gegnum. Slíkum smugum
þarf að loka með steypu, steinum
eða blikki. Éinnig má kaupa músa-
net og negla það fyrir hugsanlegar
inngönguleiðir músa.