Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997
Jfc
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ásdís
LOÐIRNAR eru við Molduhraun, sem stendur við Reykjanesbraut og
eru ætlaðar undir iðnaðar- og verslunarhúsnæði.
Garðabær með átak
í sölu atvinnulóða
BÆJARYFIRVÖLD í Garðabæ
standa þessa dagana fyrir sérstöku
söluátaki á lóðum undir iðnaðar- og
verslunarhúsnæði við Molduhraun,
sem stendur við Reykjanesbraut í
Garðabæ. Er þetta liður í þeirri
stefnu bæjaryfirvalda að byggja
upp atvinnustarfsemi innan bæjar-
markanna.
Að sögn Ingimundar Sigurpáls-
sonar, bæjarstjóra í Garðabæ, var
fyrir nokkrum árum mótuð sú
stefna að skapa álíka mörg störf
innan bæjarmarkanna og íbúar
væru hverju sinni.
„Við höfum verið með lóðir lausar
til úthlutunar í þessu hverfi í 10-12
ár, en gerðum ekki mikið til kynn-
ingar á þeim á meðan kreppuástand
ríkti í þjóðfélaginu. Nú þegar
greinilega er að rofa til í þjóðfélag-
inu hefur áhugi manna á slíkum lóð-
um hins vegar aukist á ný og við er-
um að nýta okkur það.“
Hagkvæmar lóðir
„Þetta eru afskaplega hagkvæmar
byggingalóðir. Samgöngur eru góðar
og hverfið er sérstaklega skipulagt
fyrir iðnaðar- og verslunarstarfsemi.
Strangar kröfur eru gerðar til frá-
gangs lóða og húsnæðis og við sækj-
umst sérstaklega eftir fyrirtækjum
sem sinna þeim málum vel.“
Ingimundur segir að vel hafi
gengið að koma þessum lóðum út að
undanfómu og ekki sé langt í að
þetta hverfi verði fullbyggt. Hann
segir bæjaryfirvöld eklri hafa gripið
til neinna sérstakra ráðstafana til
að laða að fyrirtæki, svo sem sér-
stakra skattalækkana eða skattaaf-
sláttar.
„Það er hins vegar rétt að vekja
athygli á því, að Garðabær býður
upp á lægri álögur fyrir atvinnu-
starfsemi en almennt gerist og eru
fasteignaskattar í Garðabæ t.d. eins
lágir og leyfilegt er að hafa þá,“
sagði Ingimundur Sigurpálsson.
HÚSIÐ stendur við Trönuhraun 5. Það skiptist í tvær einingar, sem hvor er um 185 ferm. og með steyptum
gólfum, góðri lofthæð og góðri lýsingu, en húsið mætti vel nýta í einu Iagi. Ásett verð á húsið er
15,9 mil|j. kr., en það er til sölu hjá Eignamiðluninni.
ÚTLITSMYND af húsinu við Galtarlind 4. í því verða flmm íbúðir, sem
eru að koma í sölu hjá Fasteignamiðlun Sverris Kristjánssonar.
Fimm íbúðir við
Galtarlind
MIKIL uppbygging hefur verið
undanfarin ár í Kópavogsdal og
hafa eignir í Lindahverfimum
reynzt mjög vinsælar í sölu. Hjá
Fasteignamiðlun Sverris Kristjáns-
sonar eru nú að koma í sölu fimm
íbúðir við Galtarlind 4 í Lindum II,
en Lindahverfin verða þrjú alls.
„Þetta verður fimm íbúða hús.
Bygging þess er þegar hafin en
áformað að afhenda íbúðimar
snemma næsta vor,“ sagði Þór Þor-
geirsson sölumaður. „íbúðimar em
allar fjögurra herbergja og mjög
vandaðar í alla staði. Þær verða af-
hentar fullbúnar að öllu leyti með
vönduðum gólfefnum.
Húsið er steinsteypt, þriggja
hæða og bílskúrar verða tveir, en
þeir em á jarðhæð ásamt einni íbúð.
Byggingaraðili er Bygging ehf. sem
hefur reynst mjög traustur bygg-
ingaraðili.
Lindahverfin em mjög vel skipu-
lögð og þar er og verður mjög stutt
í alla þjónustu. Þar verður senn
byggður nýr skóli, Lindaskóli og
einnig er verið að byggja þar leik-
Gott
atvinnu-
húsnæði
við Trönu-
hraun
MEIRI hreyfing er nú á atvinnu-
húsnæði en áður. Hjá Eignamiðl-
uninni er til sölu gott atvinnuhús-
næði við Trönuhraun 5 í Hafnar-
firði. Húsnæðið er á götuhæð og
skiptist í tvær einingar, sem hvor
er um 185 ferm. og em með
steyptum gólfum, góðri lofthæð
og góðri lýsingu. Samtals er húsið
því um 370 ferm. Ásett verð er
15,9 millj. kr., en áhvílandi era um
9,5 millj. kr. í hagstæðu láni til 15
ára.
Innkeyrsludyr eru á suðurgafli
og vesturhlið og aðkoma að húsinu
er góð. í risi er afstúkuð kaffistofa.
Einingamar em málaðar og með
sérrafmagni og sérhita. Lóðin er
all stór og malarborin.
„Þetta hús stendur á áberandi
stað og hefur því töluvert auglýs-
ingagildi," sagði Stefán Hrafn
Stefánsson hjá Eignamiðluninni.
„Það gæti hentað til margs konar
nota og mætti vel nýta í einu lagi.
Húsið stendur á rúmgóðri lóð með
góðu athafnasvæði.
Húsið er laust nú þegar og
ástand þess er gott, en húsið er
nýmálað að innan og búið að end-
umýja lagnir að hluta. Ég tel ásett
verð mjög i samræmi við gangverð
á markaðnum nú á góðu atvinnu-
húsnæði."
skóla. Margar verslanir verða þarna
í nágrenninu.
Það er ekki hvað sízt ungt fólk,
sem hefur þegar keypt sér húsnæði
í Lindunum, en mörg af þessum
húsum em fjölbýlishús sem em sér-
lega hönnuð með tilliti til bama-
fólks. Þetta er því bamvænt hverfi.
Ásett verð á íbúðir í þessu húsi
við Galtarlind hefur ekki enn verið
ákveðið, en það mun skýrast fljót-
lega.
Fasteigna-
sölur í
blaðinu
í dag
Agnar Gústafsson bls. 9
Almenna fasteignasalan bls. 13
Ás bls. 30
Ásbyrgi bls. 3
Berg bls. 3
Bifröst bls. 10
Borgareign bls. 25
Borgir bls. 5
Brynjólfur Jónsson bls. 22
Eignaborg bls. 26
Eignamiðlun bls. 16-17
Eignasalan bls. 26
Fasteignamarkaður bls. 31
Fasteignamiðlun bls. 16
Fasteignas. íslands bls. 15
Fjárfesting bls. 25
Fold bls. 23
Framtíðin bls. 9
Frón bls. 13
Garður bls. 12
Gimli bls. 14
Hágæði bls. 28
Hátún bls. 22
Hóll bls. 8-9
Hóll Hafnarfirði bls. 4
Hraunhamar bls. 11
Húsakaup bls. 29
Húsvangur bls. 21
Höfði bls. 32
Kjöreign bls. 27
Laufás bls. 19
Miöborg bls. 24-25
Óöal bls. 20
Skeifan bls. 6
Stakfell bls. 12
Valhöll bls. 7