Morgunblaðið - 23.09.1997, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ
28 C ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997
'fÍTi i ............................
Opið virka daga 9.00-18.00. Símatími laugardaga frá 11.00 -14.00.
Sæmundur H. Sæmundsson, sölustjóri/byggingam. Ólafur G. Vigfússon, sölufulltrúi. Rósa Halldórsdóttir, sölufuiltrúi/ritari. Sigurberg Guðjónsson, hdl. lögg. fasteignasali.
Betri þjónusta - seljendur ath. Framvegis mun fasteignasalan H-Gæði ekki innheimta augiýsingakostnað. Hann er innifalinn í söluþóknun fyrirtækisins. Innifalið í söluþóknun er eftirfarandi: 1. Auglýsingar i blöðum á meðan söluumboð er í gildi, nema um séróskir sé að ræða. 2. Auglýsingar á heimasíðu H-Gæði (Internetið) 3. Myndataka af eigninni. 4. Skoðun og verðmat, (ef eignin er sett (sölu hjá H-Gæði). 5. Full ábyrgð gerð og frágangi á öllum skjölum varðandi söluna. Einnig önnumst við ýmsa þjónustu svo sem: 1. Sölu og verðmöt. 2. Ýmiss konar skjala og samningagerð. 3. Skuldaskil 4. Ráðgjöf varðandi fasteignaviðskipti og leiguviðskipti. 5. Lögmannsþjónustu.
2JA HERBERGJA
Flyðrugrandi Góð 65 fm íbúð í
glæsilegu fjölbýlishúsi. þvottahús á hæðinni. Góð
eldhúsinnr. Gufubað í sameign. Verð 6,3 m. 455
Reykás Mjög rúmgóð 140 fm vel staðsett
íbúð á tveimur hæðum ásamt 24 fm bílskúr.
Stutt ( alla þjónustu. Verð 10,3 m. 435
Vesturberg Mjög snyrtileg 4ra. herb.
íbúð samtals 106 fm. Frábært útsýni. Stutt í skóla
og alla þjónustu. Áhv. 4,4 m. Verð 7,5 m. 458
Æsufell Góð 54 fm íbúð á 6. h. Áhvílandi
um 3,0 miljónir. Verð aðeins 4,8 m. 452
Hringbraut Vel staðsett eign í góðu
ástandi. Parket á stofu og eldhúsi.
Suðursvalir. Verð 5,4 m. 459
Jörfabakki 65 fm mjög góð íbúð á 2.
hæð. íbúðin er öll í mjög góðu ástandi. Gott
útsýni. Verð 5,3 m. 445
Skúlagata Vel staðsett 50 fm íb. á 3. h.
Eign í góöu ástandi. Stutt í alla þjónustu. Verð
4,3 m. 463
3JA HERBERGJA
RAÐHÚS/EINBÝLISHÚS
Skeiðarvogur Á einum besta stað í I
borginni. Um 140 fm raðhús, sem gefur
möguleika á tveimur íbúðum. Nýleg falleg
eldhúsinnr. Stutt í alla þjónustu. Laust strax.
Verð11,5m. 454
Fannafold Fallegt og mjög vel staðsett
111 fm parhús. auk 30 fm bílskúrs. Húsið allt í
toppástandi. Verð 12,3 m. 441
Efstasund Fallegt 191 fm einbýlish. í
mjög góðu ástandi auk 60 fm bílskúrs. Stór
og vönduð verönd. Frábær staðsetning.
Verð 15,5 m. 426
Krummaholar vei staðsett íbúð á 3ju
hæð ( fjölbýli. þvottahús í íbúðinni. Stórar
suðursvalir. Verð 5,8 m. 462
Kjarrhólmi 75 fm á 1. h. Vel staSsett
eign í góðu ástandi. Áhv. Húsb. um 3,0 m. Verð
6,4 m. 464
Hólabraut 297 fm parhús, arkitekt
Kjartan Sveinsson. Nýtt eldhús. Nýtt parket.
Húsiö býöur upp á 7 svefnh. eöa séríb. í kj.
Suðursv., frábært útsýnif Verð 14,5 m. 438
Flúðasel Tveggja hæða 186,8 fm raðhús.
Falleg eign, vel við haldin. Verð11,9 341
Rofabær Góö íbúð. Gott leiksvæöi fyrir
böm, stutt í skóla, rólegur staður. Verð 6,5 m.
141
Hraunbær Vorum að fá ( sölu góða 75
fm íbúö á jarðh. í snyrtil. fjölbýlish., sem nýlega
er klætt að utan með Steni. Verð 6,2 m. 439
n
4RA HERB. OG STÆRRA
Hvassaleiti Vel staðsett um 100 fm
ibúð ásamt steyptri plötu undir bílskúr. Nýtt
vandað eldhús. Húsið að utan nýmálað og
sameign góð. Verð kr. 8,4 m. 449
í BYGGINGU
Nú er lag. Erum með ( sölu vandaða 4ra. herb.
penthouse (búð á einum vinsælasta stað í
Kópavogi. Einnig tveggja herb. 93 fm íbúð.
þetta eru íbúðir fyrir vandláta. Nánari uppl. hjá
H-Gæði. 348
Ljósalind 2ja til 4ra herb. íbúðir í 3ja
hæða fjölbýlishúsi. Afhendast fullbúnar án
gólfefna. Teikningar á skrifstofu H-Gæði. Verð
frá 5,5 m. 412____________________________
Fjallalind Raðhús á tveimur hæðum I
með innbyggöum bílskúr samtals 228 fm
Afhendast fullbúin úti og fokheld inni. Allar
nánari uppl. á skrifst. Verð frá 8,9 m. 382
VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR
Haustlaukar eru
góð byrjun
Gróður og garðar
Haustlaukarnir eru sá flokkur garðplantna
sem skila hvað mestri gleði til garðeig-
enda, segir Hafsteinn Hafliðason garð-
yrkjufræðingur. Það er auðvelt að rækta
þá og allir geta notið þeirra.
w
INYJUM hverfum tekur nokkurn
tíma að gróður og blóm fari að
gera sig gildandi. Garðplöntur er
ekki hægt að kaupa tilbúnar í fullri
stærð, líkt og húsgögn eða heimilis-
tæki. Samt sem áður er garðagróð-
urinn sá þáttur í „innréttingu"
garðsins sem setur á hann mestan
svip þegar fram í sækh-.
Af þessum sökum er svo mikil-
vægt að notfæra sér gróður sem
skilar árangri strax og lætur engan
bilbug á sér finna þótt lítið sé um
skjól og oft gusti kalt á vorin.
Haustlaukar eru góð lausn fyrir
garðeigendur í nýjum hverfum,
ekkert síður en fyrir þá garðeig-
endur sem eiga eldri og grónari
garða.
Haustlaukarnir eru sá flokkur
garðplantna sem skila hvað mestri
gleði til garðeigenda. Það er auð-
velt að rækta þá og allir geta notið
þeirra. Það þarf bara að koma
þeim niður í moldina á haustin til
þess að þeir komi upp með lit-
skrúðugu blómflóði að vori.
Allir geta gróðursett haustlauka
og það er varla hægt að mistakast.
Kostur haustlaukanna er líka sá að
hægt er að velja saman mismun-
andi tegundir og afbrigði þannig að
lengja má blómgunartímann með
því að láta hvað taka við af öðru.
Það er líka hægt að spila saman lit-
um á afar margbreytilegan hátt.
Túlipanar vinsælastir
Margar tegundir haustlauka, svo
sem perluliljur, páskaliljur,
stjörnuliljur, krókusar og
snæstjörnur eru íjölærar og
blómgast og margfaldast ár frá ári.
En túlipanar, sem eru vinsælasti
og litskrúðugasti flokkur haust-
laukanna, rýrna mikið við blómgun
og ná sjaldan að endurnýja sig með
nægilega stórum laukum til að
skila stórum blómum árið eftir.
Fyrst og fremst ber að líta á túlip-
anana sem einær sumarblóm.
Það fer eftir ummáli túlipana-
laukanna hvernig blómgunin verð-
ur. Stór og sterk blóm á sterkum
stilkum fást aðeins með laukum
sem náð hafa 11-12 sentimetrum að
ummáli eða meira. Þessi stærð er
góð í breiður með 50 til 100 laukum
í hverri. Smærri laukar geta vissu-
lega borið blóm, en blómin verða
smærri og stilkarnir grennri,
þannig að þeir henta ekki þar sem
áhersla er lögð á glæsileika. En
þeir koma fyllilega til greina sem
uppfylling í gisin runnabeð og á
milli fjölærra plantna. Túlipana-
laukar sem eru að ummáli 14 sm
eða meira bera langstærstu blómin
og taka sig vel út í litlum hópum, 5-
10 saman.
Túlipana þarf að gróðursetja
þannig að 10-15 sm af mold verði
yfir laukunum. Langbest er að
taka gróp íyrir hvern hóp og raða
laukunum þar í með hæfilegu milli-
bili. Það er hægt að setja nokkrar
tegundir með mismunandi blómg-
unartíma saman í hverja gróp.
Það er ekki hægt að segja alveg
fyrir um hve bilið á milli laukanna
á að vera mikið. Ef settar eru sam-
an tegundir með mismunandi
blómgunartíma, tekur hver við af
annari. Þá er hægt að setja túlip-
analaukana þannig saman að lauk-
ar tveggja til þriggja tegunda eru
settir í einn punkt eins og væru
þeir einn laukur. Það kemur ekki
að sök vegna þess að þegar ein
tegundin hefur lokið sér af, tékur
önnur við. Annars er meginleglan
sú, hvað millibilið varðar, að nota
formúluna: Ummál lauks + þver-
mál = millibil.
Mismunandi blómgunartími
Túlipanar eru til, eins og fram
hefur komið, í nokkrum flokkum
með mismunandi blómgunartíma.
Fyrstir eru ártúlipanar, fylltir og
einkrýndh'. Þeir eru lágvaxnir og
blómgast í byrjun maí. Um miðjan
maí taka tromptúlipanar við. Þeir
eru nokkru hærri og blómstærri og
standa í blóma fram í fyrstu viku
júnímánaðar. Þá taka við kjörtúlip-
anar, sem einnig eru kallaðir dar-
vinlendingar og sýna sitt fegursta
út þann mánuð. Þessi flokkur túlip-
ana er, ásamt fylltum ártúlipönum,
vinsælustu og sterkustu túlipan-
arnir. Meðal þeirra er tegundin
APELDOORN með fagurrauðum
blómum og á sér nokkra, en ekki
síðri, bræður með gulum eða rauð-
gulum blómum.
í lokin: Þegar búið er að setja
laukana niður er gott ráð að sáldra
einni lúku af garðaáburði yfir
hvern fermetra í laukabeðinu. Það
styrkir plönturnar og stuðlar líka
að því að litur blómanna verður
sterkari og að þau standa lengur.
Og allra síðast: Hreykið laufi og
greinakurli yfir laukabeðin fyrir
veturinn, slíkt skýlir laukunum og
kemur í veg fyrir að blöðin trosni
af frosti og vindi sem oft getur ver-
ið óblíður við plönturnar á vorin.
MHMSBIAB
SEUEMR
SÖLUUMBOÐ - Áður en fast-
eignasala er heimilt að bjóða eign
til sölu, ber honum að hafa sér-
stakt söluumboð frá eiganda og
skal það vera á stöðluðu formi
sem dómsmálaráðuneytið stað-
festir. Eigandi eignar og fast-
eignasali staðfesta ákvæði sölu-
umboðsins með undirritun sinni á
það. Allar breytingar á söluum-
boði skulu vera skriflegar. í sölu-
umboði skal eftirfarandi koma
fram:
1 TILHÖGUN SÖLU - Koma
skal fram, hvort eignin er í einka-
sölu eða almennri sölu, svo og
hver söluþóknun er. Sé eign sett í
einkasölu, skuldbindur eigandi
eignarinnar sig til þess að bjóða
eignina aðeins til sölu hjá einum
fasteignasala og á hann rétt til
umsaminnar söluþóknunar úr
hendi seljanda, jafnvel þótt eignin
sé seld annars staðar. Einkasala
á einnig við, þegar eignin er boðin
fram í makaskiptum. - Sé eign í
almennri sölu má bjóða hana til
sölu hjá fleiri fasteignasölum en
einum. Söluþóknun greiðist þeim
fasteignasala, sem selur eignina.
■ AUGLÝSINGAR - Aðilar
skulu semja um hvort og hvernig
eign sé auglýst, þ.e. á venjulegan
hátt í eindálki eða með sérauglýs-
ingu. Fyrsta venjulega auglýsing
í eindálki er á kostnað fasteigna-
salans en auglýsingakostnaður
skal síðan greiddur mánaðarlega
skv. gjaldskrá dagblaðs. Öll þjón-
usta fasteignasala, þ.m.t. auglýs-
ing, er virðisaukaskattsskyld.
■ ÖFLUN GAGNA/SÖLUYFIR-
LIT - Áður en eignin er boðin til
sölu, verður að útbúa söluyfirlit
yfir hana. Seljandi skal leggja
fram upplýsingar um eignina, en í
mörgum tilvikum getur fasteigna-
sali veitt aðstoð við útvegun
þeirra skjala sem nauðsynleg eru.
Fyrir þá þjónustu þarf að greiða,
auk beins útlagðs kostnaðar fast-
eignasalans við útvegun skjal-
anna. í þessum tilgangi þarf eftir-
farandi skjöl:
■ GREIÐSLUR - Hér er átt við
kvittanir allra áhvílandi lána,
jafnt þeirra sem eiga að fylgja
eigninni og þeirra, sem á að af-
lýsa.
■ GILDISTÍMI - Tilgreina skal
hve lengi söluumboðið gildir. Um-
boðið er uppsegjanlegt af beggja
hálfu með 30 daga fyrirvara. Sé
einkaumboði breytt í almennt
umboð gildir 30 daga fresturinn
einnig.
■ VEÐBÓKARVOTTORÐ-
Þau kosta nú 800 kr. og fást hjá
sýslumannsembættum.
Afgreiðskutíminn er yfirleitt milli
kl. 10.00 og 15.00. Á veðbókar-
vottorði sést hvaða skuldir (veð-
bönd) hvfla á eigninni og hvaða
þinglýstar kvaðir eru á henni.
■ FASTEIGNAMAT - Hér er
um að ræða matsseðil, sem Fast-
eignamat ríkisins sendir öllum
fasteignaeigendum í upphafi árs
og menn nota m.a. við gerð skatt-
framtals. Fasteignamat ríkisins
er til húsa að Borgartúni 21,
Reykjavík sími 614211.
■ FASTEIGNAGJÖLD - Sveit-
arfélög eða gjaldheimtur senda
seðil með álagningu fasteigna-
gjalda í upphafi árs og er hann
yfirleitt jafnframt greiðsluseðill
fyrir fyrsta gjalddaga fasteigna-
gjalda ár hvert. Kvittanir þarf
vegna greiðslu fasteignagjald-
anna.
■ BRUNABÓTAMATSVOTT-
ORÐ - Vottorðin fást hjá því
tryggingafélagi, sem eignin er
brunatryggð hjá. Vottorðin eru
ókeypis. Einnig þarf kvittanir um
greiðslu brunaiðgjalda. Sé eign í
Reykjavík brunatryggð hjá Húsa-
tryggingum Reykjavíkur eru
brunaiðgjöld innheimt með fast-
eignagjöldum og þá duga kvittan-
ir vegna þeirra. Ánnars þarf
kvittanir viðkomandi tryggingar-
félags.
■ HÚSSJÓÐUR - Hér er um að
ræða yfirlit yfir stöðu hússjóðs og
yfirlýsingu húsfélags um væntan-
legar eða yfirstandandi fram-
kvæmdir. Formaður eða gjald-
keri húsfélagsins þarf að útfylla
sérstakt eyðublað Félags fast-
eignasala í þessu skyni.
■ AFSAL - Afsal fyrir eign þarf
að liggja fyrir. Ef afsalið er glat-
að, er hægt að fá ljósrit af því hjá
viðkomandi sýslumannsembætti
og kostar það nú kr. 100. Afsalið
er nauðsynlegt, því að það er
eignarheimildin fyrir fasteigninni
og þar kemur fram lýsing á
henni.
■ KAUPSAMNINGUR - Ef lagt
er fram ljósrit afsals, er ekki
nauðsynlegt að leggja fram ljósrit
kaupsamnings. Það er því aðeins
nauðsynlegt í þeim tilvikum, að
ekki hafi fengist afsal frá fyrri
eiganda eða því ekki enn verið
þinglýst.