Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 6
6 E SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER1997
MORGUNBLAÐIÐ
FAÐIR SMÍÐAR BARBÍ-HÚS FYRIR DÆTUR SÍNAR
Tveggja hæða hús
með kjallara
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ASGERÐUR raðar myndunum af húsgögnunum inn á teikninguna
þangað til æskileg staðsetning húsgagnanna er fundin.
LITLIR HÖNNUÐIR
Barnaleikur að
innrétta herbergi
BÖRN og unglingar vilja gjaman
hafa áhrif á það hvernig herbergin
þeirra líta út. Þau eru sköpunar-
glöð og breytingar á útliti her-
bergjanna svala nýjungagimi
þein’a. Auk þess er kannski ekki
spennandi að vera 11 ára í her-
bergi sem hefur verið eins síðan í 6
ára bekk.
Að skipuleggja herbergi er
einnig skemmtilegt og krefjandi
verkefni. Það reynir m.a. á skipu-
lagshæfileika, útsjónarsemi og
hæfileika til að koma auga á sam-
ræmi og notagildi.
Aðferðin, sem hér er lýst, getur
reynst vel bæði börnum og full-
orðnum. Til þess þarf að verða sér
út um teikningu af herberginu og
klippa út grunnmyndir af hús-
gögnunum sem eiga að vera þar.
Hugarflugið er síðan notað til að
raða myndunum af húsgögnunum
inn á teikninguna þangað til æski-
leg staðsetning húsgagnanna er
fundin. Með þessu móti má
„breyta“ margsinnis í herberginu
án þess nokkm sinni að þurfa að
lyfta rúmi eða stól.
Aðferðin
Verðið ykkur út um teikningu af
herberginu. Ef hún finnst ekki má
mæla flatarmál herbergisins og
teikna það upp á rúðustrikað blað.
Ef herbergið er til dæmis 5 sinn-
um þrír metrar, má teikna það upp
sem 25 sinnum 15 cm á blaðinu.
Einn metri í herberginu væri
þannig
sama
sem
fimm cm á
blaðinu.
Gleymið ekki
að teikna inn
glugga og dyr.
Mælið grunn-
flöt allra húsgagn-
anna og klippið þau
út í þykkan og/eða lit-
ríkan pappír.
Raðið myndunum af
húsgögnunum á teikn-
inguna af herberginu þar
til vænleg herbergisskip-
an hefur fundist. ,,
Einnig má gera teikn-£_ £
ingu af veggflötum
herbergisins og lita
þær til að kanna hvaða^
litasamsetningar koma
til greina í herberginu.
Þegar þið eruð orðin
ánægð með uppröðunina
á teikningunni þarf aðeins
að raða húsgögnunum í her
berginu eftir henni.
FRÉTTIN um að Birna, 8 ára, og
Karolína, 5 ára, væru búnar að fá
Barbí-húsið heim fór eins og eldur í
sinu um hverfið sl. sumar. Yngri
kynslóðin hafði greinilega haft veð-
ur af framkvæmdunum og beið ekki
boðanna að skoða glæsivilluna.
Björn Rafnsson hafði nefnilega
ekki smíðað neitt venjulegt Barbí-
hús handa dætrum sínum. Barbí-
húsið er á tveimur hæðum með
stiga á milli hæða. Ekki er allt upp
talið því fyrir einkabifreið Barbí er
kjallari undir húsinu. Systurnar
standa uppréttar við húsið til að að-
stoða Barbí, en húsið er um 1,6 m á
hæð. Húsið er ekki aðeins skemmti-
legt leikfang heldur góð hirsla því
Barbí-dótið er allt inni í húsinu en
ekki eins og ekki er óalgengt í
hrúgu í barnaherberginu.
100 Barbí-dúkkur!
Stelpurnar leika sér oft í húsinu
og Karolína segir að Barbí-dúkk-
umar séu áreiðanlega 100. Birna er
ekki alveg jafn viss og eitt er víst að
aðeins er einn Ken. Nokkur lítil
Barbí-börn búa í húsinu með mæðr-
um sínum. En Barbí er ekki alla
daga að stússa í barnauppeldi því
hún sinnir alls kyns spennandi
störfum úti á vinnumarkaðinum.
Morgunblaðið/Ásdís
BIRNA og Karolína við
Barbí-húsið góða.
EITT ahugamala
Barbí er hjólreiðar
EFNT var til samsætis í tilefni af
komu blaðamanns og ljósmyndara.
Nýkomnar haustsendingar
Verðdæmi:
Veggflísar 15x20 kr. 1.450,- m
Gólfflísar 30x30 kr. 1.500,- m’
C AiFABORG ?
Knarrarvogi 4 • Sími 568 6755