Morgunblaðið - 26.10.1997, Page 10

Morgunblaðið - 26.10.1997, Page 10
10 E SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 MORGUNB L AÐIÐ GRÆNA sófasettið og hornskápur í hjarta heimilisins. LITLAR skúffur og smáir hlutir prýða eldhúsið. Litlir hlutir á hlýlegu heimili SMÁATRIÐIN skipta ekki síður máli þegar fegra á heimilið eða gera það hlýlegt. Til dæmis litlar fallegar myndir, litríkar styttur eða þurrk- aðar blómaskreytingar, hvort sem þeim er haganlega komið fyrir í smáum trékörfum eða bara hengd- ar upp á vegg til að mynda inni á klósetti. Heimili þeirra Östu Hen- riksdóttur verslunarstjóra í Costa Boda í Kringlunni og Finns Magn- ússonar verslunarstjóra í Bónus í Holtagörðum ber þessu einmitt glöggt vitni. Heimili þeirra hjóna er í fallegri íbúð á Grettisgötunni sem var gerð upp fyrir nokkrum árum með það í huga að hún héldi sem mest upp- runalegu útliti sínu. Til dæmis var gamla eldhúsinnréttingin pússuð upp og máluð að nýju og það sama átti við um listana meðfram loftinu. Inngangurinn að íbúðinni er svo- lítið óvenjulegur þar sem hurðin er tvöföld, en það setur óneitanlega skemmtilegan svip á íbúðina. Asta hefur líka rammað hurðina smekk- lega inn ef svo má segja með því að setja gardínustöng fyrir ofan hana og hengja á stöngina vínrautt og þykkt velúrefni sem hún fékk í Fríðu frænku. Venjulega eru velúrgardínurnar dregnar frá hurð- inni, en Asta segir að stundum dragi hún efnið fyrir til að einangra frá bæði hljóð og kulda sem kemur frá stigaganginum. Eldhúsið er fremur stórt og það FORTJALDIÐ fyrir hurðinni að íbúðinni. Stundum er það dreg- ið fyrir til að einangra kulda og hljóð frá ganginum. Morgunblaðið/Þorkell SKÁPURINN sem keyptur var á Malaga á Spáni. hefur Asta prýtt með þurrkuðum blómaskreyt- ingum, litlum hillum og myndum. Meira að segja eldhúsvaskurinn og vegg- urinn íyrir aftan hann er augnayndi í eldhúsinu. Fyrir ofan vaskinn hefur Asta sett upp litla snaga og hengt á þá litrík eldhús- áhöld. Litlar skúffur úr versl- uninni Djásn hanga fyrir ofan borðplötuna við hlið- ina á vaskinum og ofan á þeim sitja m.a. mjólkur- og rjómakönnur í beljulíki og kaffikvörn, sem Finnur fékk hjá ömmu sinni. Næst skulum við kíkja inn í klósettherbergið en það hefur Asta málað í líf- legum en um leið hlýlegum litum. Hún segist hafa not- að þijá liti, ljósgrænan, dökkgrænan og gulan og hefur blandað þeim smekklega saman eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þurrkuðu rós- irnar og litlu myndirnar hjálpa til við að lífga upp á þetta litla her- bergi. Bað og sturta eru svo í öðru herbergi hinum megin í íbúðinni. Hjarta heimilisins I íbúðinni eru tvær samliggjandi stofur og er önnur þeirra greinilega hjarta heimilisins; hlý og þægileg. Þau Asta og Finnur segjast hafa mjög svipaðan smekk fyrir húsbún- aði og hafa þau í sameiningu valið húsgögnin í stofuna. Einna KLÓSETTIÐ er málað í líflegum en hlýjum litum. merkastur er kannski annar skáp- urinn í einu horninu. Þann keyptu þau á Malaga á Spáni, þegar þau voru þar í brúðkaupsferð fyrir rúmu ári. Skápurinn kostaði um tólf þúsund krónur og segjast þau bara hafa skellt honum á færibandið á flugvellinum á leiðinni heim. En þó freistandi sé að dvelja í þessari hlýlegu stofu meira en góðu hófi gegnir er kominn tími til að kveðja þetta fallega heimili. Heimili þar sem smáu hlutirnir skipa ekki síður stóran sess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.