Morgunblaðið - 26.10.1997, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 E 13
bláókunnuga gamla konu, sem svo
gjarnan vildi kíkja inn vegna þess
að þarna hafði hún oft leikið sér á
sínum æskuárum.
Asa og Benóný segja reyndar
enga furðu þó að þetta hverfi leiti á
huga margra eldri borgara því á
árum áður stóðu þarna fjölmörg
timburhús, sem mörg hver hafa nú
verið rifin eða flutt á söfn í tímans
rás, til að þar mættu í staðin rísa
önnur og nýtískulegri vistarverur.
Eitt og eitt hús hefur þó fengið að
standa, eins og hús þeirra Asu og
Benónýs ber vitni um og vinna þau
nú að því að gera það upp í sinni
upprunalegu mynd.
Eitt fyrsta timburhús
alþýðunnar
Húsið sem Asa, Benóný og dæt-
ur þeirra búa í á sér greinilega sál
sem býi- yfir langri sögu og hana
má lesa í hverju horni, hverri fjöl.
Ólafur Magnússon trésmiður reisti
húsið árið 1904 sem smíðahús og
var það notað sem slíkt fyrstu árin.
Hann seldi síðan Jóhannesi Láras-
syni húsið, en sá breytti því í íbúð-
arhús árið 1910 og hefur verið búið
í því síðan. Ása segir að þetta hús
hafi þar með verið eitt fyrsta timb-
ur hús bæjarins sem fjölskyldur
iðnaðarmanna eða venjulegt al-
þýðufólk hafi flutt inn í, en fram að
því hafði það búið í torfbæjum.
Lengi vel bjuggu tvær fjölskyld-
ur í húsinu, að sögn Asu, önnur á
neðri hæðinni og hin á þeirri efri.
„Það er því ekki laust við að ég
hugsi til þessara fjölskyldna þegar
mér finnst eitthvað þröngt um okk-
ur,“ segir Asa og hlær. Á neðri
hæð hússins er ein stór stofa, eld-
hús, forstofa og lítið klósetther-
bergi sem hefur verið komið fyrir
undir stiganum. Þegar húsið var
byggt var ekki gert ráð fyrir kló-
setti, því að á þeim tíma var notast
við útikamra. Þegar svo 'klósettin
komu til sögunnar var þeim venju-
lega komið fyrir í hálfgerðum skáp-
um, að sögn Ásu.
Efri hæð hússins er undir súð og
skiptist hún í þrjú herbergi, sem
þau Ása og Benóný nota sem
hjónaherbergi, barnaherbergi og
skrifstofu. „Við ætlum þó að breyta
skrifstofunni í barnaherbergi með
tímanum og innrétta _ skrifstofu
niðri í kjallara," segir Ása, en nú
nota þau kjallarann aðallega sem
geymslu og baðaðstöðu.
Húsið gert upp í
upprunalega mynd
Húsið er byggt úr bindingu á tvo
vegu, en suðurhlið og vesturgafl
era steinsteyptir eldvarnarveggir.
Það er klætt með bárujámi á
tveimur hliðum og með járnþaki.
Einhverjar breytingar hafa verið
gerðar á húsinu í áranna rás, eins
og gengur og gerist. Mestu breyt-
ingarnar hafa þó sennilega verið
gerðar á sjöunda eða áttunda ára-
tugnum, þegar tveimur gluggum á
framhlið hússins var breytt í einn
stóran, eins og tískan bauð á þeim
tíma og glugga á norðurhlið húss-
ins að sama skapi breytt. Þá var
annar gluggi á þeirri hlið falinn
bak við járnklæðningu.
Þegar Ása og Benóný keyptu
húsið ákváðu þau að byrja á því að
taka það í gegn að utan og þegar
því væri lokið ætluðu þau að gera
það upp að innan smátt og smátt.
„Við viljum frekar eiga einhverja
peninga afgangs til að geta leyft
STIGINN upp á loft er svolítið
skemmtilegur. Hann hefur ver-
ið pússaður upp eins og sjá má.
ÁSA í eldhúsinu, en hún ætlar
að reyna að halda því eins og
það var upprunalega.
SKRIFSTOFA Benónýs
á efri hæðinni.
KLÓSETTHERBERGIÐ sem
var komið fyrir undir stiganum.
Myndirnar á veggjunum eru
gerðar úr gömlum gluggum
hússins.
okkur eitthvað heldur en að eyða
þeim öllum og meira til, til að gera
húsið upp á einu bretti," segir
hún.
Þau hafa varið miklu fé í endur-
gerð hússins en skömmu eftir að
þau keyptu það fengu þau lán frá
Húsverndarsjóði til að lagfæra
húsið. Það lán var hins vegar mjög
dýrt, segja þau, þar sem vextir og
verðbætur vora háar. Nú í sumar
fengu þau hins vegar styrk frá
Húsverndarsjóði til að klæða húsið,
laga glugga, hurðir og fleira. „Það
má kannski segja að með þessum
styi-k sé verið að borga okkur til
baka þá háu vexti sem við borguð-
um af gamla láninu," segja þau.
Þau hafa nú að mestu lokið við
að gera húsið upp að utan. Búið er
að skipta um alla glugga í húsinu
nema eldhúsgluggann, setja tvo
glugga á framhlið þess, eins og áð-
ur var, og rífa klæðninguna frá
þeim glugga á norðurhliðinni sem
hafði verið falinn. Auk þess er bú-
ið að skipta um bárajárnsklæðn-
ingu á öllu húsinu og gera við
skemmdir á múrveggnum á vest-
urhliðinni.
Ennfremur segja þau að verið sé
að smíða nýja útidyrahurð, alveg
eins og þá sem upphaflega var í
húsinu og verið að pússa upp allar
hurðir. Þá hafa þau pússað öll gólf
upp og segir Ása að þau eigi aðeins
eftir að pússa stigann betur og
bera á hann. Margt fleira hefur
verið gert eða lagað innandyra og
segja þau Ása og Benóný að það sé
í raun óþrjótandi verkefni sem
þurfi að sinna í svo gömlu húsi.
„Fólk sem fer út í þetta hlýtur að
vera geggjað," segir Ása og hlær.
Benóný bætir því við að í hvert
sinn sem þau fari af stað með eitt-
hvað vindi það upp á sig. „Það þarf
að gera meira en við bjuggumst við
eða þá að við finnum eitthvað
nýtt,“ segir hann.
Þægilegra hljóð
í timburhúsi
Ása og Benóný era sammála um
að það sé þess virði að gera svona
hús upp og finnst gott að búa í
gömlu húsi. Ása segir reyndar að
ekki sé hægt að gera sömu kröfur
til nútímaþæginda í þessu húsi og í
nýrri húsum, því þetta hús hafi
verið byggt á þeim tíma þegar ekki
var gert ráð fyrir salerni, vatns-
lögnum og öðram þægindum. En
þrátt fyrir það finnst henni gott að
búa þarna. Benóný segir líka að
hljóð séu þægilegri í timburhúsum
en í steinhúsum og að kosturinn sé
einnig sá að það lofti betur inn í
þeim. Þá segir hann að auðveldara
sé að dytta að í gömlum timbur-
húsum og það eina sem maður
þurfi í raun að kunna sé að saga og
negla.
„Þá hlýtur það að vera mikil-
vægt fyrir Reykjavíkurborg að
hafa falleg hús í þessu hverfi,“ seg-
ir Ása og minnist á í því sambandi
að þarna komi mjög oft ferðamenn
með myndavélarnar sínar og taki
myndir af húsinu í bak og fyrir.
„Þeir eru sennilega að leita eftir
dæmigerðum íslenskum arki-
tektúr," segir hún.
Ása og Benóný segja að góður
andi ríki í húsinu og þeim góða
anda finnur blaðamaður líka fyrir.
En nú er mál að linni. Ekkert eftir
nema að kveðja þetta fallega heim-
ili, húsið og sögu þess sem nær
rúmlega níutíu ár aftur í tímann.
'Jence' /ó'ÓÓ
Umboðsaðilar um allt land
§ # S
f é # © & «
w w & #
</: tyot'tinfy
^L) L | L.L
afuæniMpráfað
nO luíliL-
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími: 581 4670
Akranes: Versl. Perla • Borgarnes: Rafstofan
Ólafsvík: Litabúðin • Stykkishólmur: Heimahornið
Patreksfjörður: Ástubúð • isafjörður: Þjótur sf.
Drangsnes: Kf. Steingrímsfj. • Hólmavík: Kf. Steingrímsfj.
Hvammstangi: Kf. V-Húnv. • Blönduós: Kf. Húnvetninga
Sauðárkrókur: Hegri • Siglufjörður: Apótek Siglufjarðar
Ólafsf jörður: Versl. Valberg
Akureyri: Versl. Vaggan, Sportver
Húsavík: Kf. Þingeyinga • Egilsstaðir: Kf. Héraðsbúa
Neskaupsstaður: Lækurinn • Eskifjörður: Eskikjör
Höln: Verslunin Lónið • Hvolsvöllur: Kf. Árnesinga
Þorlákshöfn: Rás hf. • Vcstmannacyjar: Tölvubær
Garður: Raflagnavinnust. Sigurðar Ingvarssonar
Keflavík: Bústoð • Grindavik: Versl. Palóma
Reykjavík: Barnaheimur, Fatabúðin, Húsgagnahöllin,
Marco, Versl. Hjólið (Eiðistorgi)
Gluggatjaldaefni, stórisar og kappar
Eldri efni á stórlækkuðu verði í útsöluherberginu.
Opið frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14.
GARDÍJSLBUÐIN
Skipholti 35 ♦ Sími 553 5677 ♦ Fax 568 0092
lUýkomid mikið úrval af
borðstofuhúsgögnum,skenkum,
hillusamstæðum
skápum og
ít
Fpabært vero