Morgunblaðið - 26.10.1997, Side 14

Morgunblaðið - 26.10.1997, Side 14
14 E SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ lætur íbúðina sýnast stærri, en ef það væri til dæmis annað gólfefni á baðinu. Þá notaði hún marglitar en ljósar terracotta-flísar og lét leggja þær þannig að þær mynduðu 45 gráðu halla, en það er einnig liður í því að láta íbúðina sýnast stærri. Auk þess hafði Rut sömu viðar- tegundina í eldhússkápunum og í hillunum í svefnherberginu og lét mála alla íbúðina í sama lit. Allt • þetta miðar að því að blekkja aug- að, en einnig að því að skapa heild- stæðan svip á íbúðina. Rut segir failegra að halda sama stílnum í litlum rýmum, en láta síðan persónu- lega muni brjóta hann upp. Rut tekur fram að það þurfi ekki að kaupa dýrar inn- réttingar til að hafa huggulegt inni hjá sér. I kjallaraíbúð- inni lét hún tii dæm- is setja upp ódýrar eldhúsinnréttingar frá Byko, en gerði þær meira töff með því að setja stál á milli eldhúsvasksins og skápanna og með því að setja halogen-ljós í loftið fyrir ofan. Hver hlutur á að hafa sinn stað HVERNIG MÁ NÝTA LÍTIL RÝMI VEL LITLAR íbúðir þarf að skipuleggja vel svo rýmið nýtist sem best. Rut Káradóttur innan- hússarkitekt innréttaði 45 fermetra kjallara- íbúð, þar sem varð að nýta rýmið sem best með sem minnstum til- kostnaði. Hér sýnir hún nokkrar einfaldar lausnir fyrir lítil rými. Til dæmis bendir hún á mikilvægi þess að skápar í litlum íbúð- um séu ekki yfirþyrm- andi heldur falli inn á milli veggja. Auk þess er gott að hver hlutur hafí sinn stað. ÓDÝR eldhúsinnrétting er gerð meira „töff“ með því að setja stál á milli vasksins og eldhússkápanna. Takið eftir terracotta- flísunum sem eru lagðar þannig að þær mynda 45 gráðu halla. Ennfremur er vakin athygli á rennihurðinni á baðinu, lengst til vinstri. Rut tekur þó fram að ekki sé venjan að setja klósett eða baðherbergi við hliðina á eldhúsi. HNOTA PAOLA SVART/HNOTA Frábærir stólar frá Rossetto Áklæði eftir vali Stgr.verð 37.810 kr. rnpl húsgögn [-1-1 r Ármúla 44 sími 553 2035 LÝSING, efnisval, litir og skápa- rými; allt eru þetta atriði sem ber að hafa sérstaklega í huga þegar nýta á litlar íbúðir sem best og láta þær líta út sem þær séu ekki alveg eins litlar og þær í raun og veru eru. Þegar Rut innréttaði kjallara- íbúðina, sem þá var bara einn stór geimur, hafði hún fyrmefnd atriði í huga, en auk þess varð að nýta rýmið sem best með sem minnst- um tilkostnaði. Ef við byxjum á lýsingunni, þá segir Rut að forðast eigi að hafa hangandi Ijósakrónur í íbúðum sem hafa litla lofthæð. í slíkum tilfellum á frekar að hafa standlampa sem vísa upp og stækka þannig rýmið eða borðlampa. Þá er mikilvægt að hafa mismunandi lýsingu í litlum íbúðum, en láta ekki sömu ljósa- peruna lýsa upp allt svæðið. Þannig er hægt að skapa margvís- lega stemmningu. Til dæmis með því að lýsa eitt svæði upp en hafa skugga á öðru og svo öfugt. I kjallaraíbúðinni sem sýnd er á meðfylgjandi myndum er bara einn gluggi og því þurfti að nýta dags- birtuna sem þar kæmi inn sem best. Til þess komu glersteinarnir að góðu gagni, að sögn Rutar, en með þeim var hægt að afmarka svefnherbergið frá anddyrinu, en nýta um leið birtuna sem kemur frá glugganum. Þá er sandblásið gler í rennihurðinni á baðinu, en með því kemst Ijósið á baðinu í gegn. Þar sem minnst hefur verið á rennihurðina ber að geta þess að slíkar hurðir henta vel í litlum íbúðum. Hurðimar renna meðfram veggjunum, í stað þess að opnast út og taka þar með minna pláss. Persónulegir munir eiga að bijóta heildarsvipinn upp í litlum íbúðum er sniðugt að hafa fáa liti og fáar gerðir af efn- um, til dæmis viðartegundum, til að láta íbúðina sýnast stærri en hún í raun og veru er. Rut lagði til að mynda áherslu á að nota sama gólfefnið í allri kjallaraíbúðinni, en þannig lætur augað blekkjast og Afar mikilvægt er að hafa mikið skápapláss í litlum íbúðum þannig að hlutimir geti rúm- ast vel. í því sam- bandi bendir Rut á að gott sé að láta hvem hlut hafa sinn stað, því þannig sé enginn möguleiki á því að dreifa hlutun- um út um allt. Af sömu ástæðu er betra að geyma hlutina í lokuðum skápum. Þá bendir hún á mikilvægi þess að skápamir séu ekki yfir- þyrmandi heldur falli inn á milli veggja þ.e. að þeir séu innbyggðir. I kjallaraíbúðinni reyndi hún að nýta skápaplássið á baðinu eins og hún gat og reyndi svo að koma hill- um fyrir í íbúðinni þar sem hægt var, en með það í huga að þær féllu vel inn í umhverfið. Þá lét hún smiða skúffur undir rúmið í svefn- herberginu þannig að plássið nýtt- ist þar líka. Fyrir ofan fatahengið í íbúðinni er hilla fyrir húfur, vettlinga og fleira dót, en fyrir neðan er hilla fyrir skótau. Hugsunin er sú að hver hlutur hafi sinn stað. Þess má geta að síðamefnda hillan er aðeins fyrir ofan gólfið þannig að hægt sé að þrífa undir henni. Að lokum bendir Rut á mikilvægi þess að góð aðkoma sé fyrir framan litla íbúð, að þar sé til dæmis verönd sem hægt væri að nýta til dæmis fyrir gesti í góðu veðri og þar með að stækka íbúðina. Hafa ber í huga lýsingu, efnisval og skáparými Fjölvarnarkerfi uy uuyaifu Slokkvitæki iðvörun iövörun ► Hjálparkall ► fiuslukuviDvuruu Eldvaruarteppi Reykskynjarar Þároddsstööum viö Skúgsrtilíi 105 Reykjivík Sími 552 0309 Fll 5B2 4105 http://www.vari.is Hægt er eð fé fjölvernarkerfi bæfii práðlaus og vírtengd svo einnig mefi fjarstýringu. Húsbúnaður á Netinu Á SLÓÐINNI http://www.casaital- ia.it/ er að finna ýmsan húsbúnað ítalskrar ættar, þar á meðal svefn- herbergishúsgögn, baðhúsgögn, stóla og borð, til að mynda vörur frá Tonon, Calligaris, Promosedia og SedieFriuli. Vefúrinn er á ensku og ítölsku. Shaker húsgögn má finna á slóð- inni http://wwwl.usal.com/- Ikac/kac.htm, og þar eru myndir af ýmsum húsgögnum og verðlisti. Bandariskir húsgagnahönnuðir hafa með sér félagsskap sem kallast ASOFA. Á heimasíðu hans, sem er á slóðinni http://www.asofa.org/, er að finna ýmsar upplýsingar um fé- lagsskapinn, aukinheldur sem þar er sýning á verkum ýmissa félags- manna o.fl. í Ollerup á Fjóni er fyrirtæki sem kallast Sea Chest. Eins og nafnið gefúr til kynna sérhæfir það sig í húsgögnum sem draga dám af sjó- gögnum, en fyrirtækið var á sínum tima í bátasmíði. Á slóðinni http://www.seachest.- dk/Sea_DK.htm má sjá útskurð af stafnmyndum, sjókistum, kommóð- um og flöskuskrfnum, svo fátt eitt sé talið. Á slóðinni http://www.bmi.net/- knapp/infokfr.html, sem er hjá fyr- irtæki sem sérhæfir sig í að gera upp húsgögn, er að finna ýmsar leiðbeiningar til þeirra sem hyggj- ast kaupa sér antikhúsgögn. í New York starfar New York Design Center, sem hóf starfsemi sem húsgagnaverslun á þriðja ára- tug aldarinnar en fór sfðan út í inn- anhússarkitektúr og iðnhönnun. Þar er að finna á sjöunda tug kynn- ingarsala og gott sýnishorn af starf- seminni er á slóðinni http://www.nydc.com/. Danska fyrirtækið Trip-Trap er með vefsfðu þar sem meðal annars má finna gólfefni og stiga, en einnig talsvert úrval af húsgögnum, inni og úti. Slóðin er http://www.triptrap.- dk/moebler/moebelframe.h tml.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.