Morgunblaðið - 26.10.1997, Page 16

Morgunblaðið - 26.10.1997, Page 16
16 E SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐEIGANDI BIRTA ÞARF AÐ VERA I HVERJU RYMI PHILIPS [ kaffikönnum CaféRoma Vönduð kanna með HD7256 leka loka. Slekkur á sér sjálfkrafa. Éigifíli] kr. | Café Wasier Þægileg, einföld og ódýr. 3.330 kr. Café Gourmet HD 5400 Falleg kaffivél sem sýður vatnið áður en hún hellir upp á. Auðvelt er að færa hana til og hitahellan heldur kaffinu heitu. 10. EH] kr. i CaféDéUce Ný kaffivél. Þú hefur tvenns 7600 [riTj konar bragðmöguleika. Heimilistæki hf 8ÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 Umboðsmenn um land alK. E ðlilegt að lýsing sé fjölbreytt í hverri vistarveru ÞRENNT þarf að hafa sérstaklega í huga varðandi lýsingu á heimil- um. Lýsingin þarf að vera nægi- lega mikil til að íbúamir sjái vel til og ekki svo mikil að ofbirta valdi óþægindum. Ljósabúnaður verður að vera fallegur og falla vel inn í umhverfið. Lýsingin verður að geta skapað eftirsóknarvert and- rúmsloft í hverri vistarveru í íbúð- inni eða húsinu. Gísli Jónsson, formaður Ljós- tæknifélags íslands og fyrrverandi prófessor, segir algengt að einn lið- ur stangist á við annan. „Ég get nefnt lítið dæmi máli mínu til stuðnings. Sumum þykir fallegast að hafa einn lampa ofan við spegil. Hins vegar er mun betra að hafa lampa til beggja handa til að koma í veg fyrir að ljósið myndi skugga á andlitinu," segir hann. Við uppsetningu ljósa verður ekki aðeins að hafa í huga hvemig skuggar falla af ljósinu. AJgengt er að endurkast frá ljósum valdi óþægindum. „Við uppsetningu ljósabúnaðar undir eldhússkápum verður t.d. að varast að ljósið speglist í eldhúsbekknum sem veldur hinum vinnand óþægind- um. Ef komast á hjá því er best að hafa ljósið ekki aftarlega heldur fremst við brúnina. Almennt verð- ur að varast að ljós speglist í glansandi flötum, t.d. tölvuskjám eða sjónvörpum. Ekki má heldur gleyma því að sæmilega bjart verður að vera í öllu umhverfinu," segir Gísli. Dauf næturlýsing þægileg Gísli segir eðlilegt að hafa fjöl- breytta lýsingu í hverri vistarveru. „Auk almennrar loftlýsingar er eðlilegt að hafa t.d. góða leslýsingu við hjónarúm í svefnherbergi. Ein leiðin er að koma fyrir ofan við miðjan höfðuðgaflinn tveimur lömpum eða tvöföldum lampa sem hægt er að beina í sitt hvora áttina þannig að annar aðilinn geti haft ljós án þess að trufla hinn. Dauf næturlýsing er þægileg og er einni tegund lítils ljóss einfaldlega stungið í tengil í herberginu. Önn- ur sjaldgæfari leið í heimahúsum er að koma fyrir lýsingu undir hjónarúminu. Gólflýsing eða svokölluð næturlýsing er algeng á sjúkrahúsum. Ljósið gerir starfs- mönnum á sjúkrahúsum kleift að í ÖLLUM rýmum er nauðsynlegt að hafa vinnulýsingu, t.d. til þrifa, og eðlilegt er að hafa aðra lýsingu með. Stemmningslýsing með glóperu veitir hlýlega birtu. GOTT er að lýsa upp póstkörf- una til að hægt sé að vita hvenær blaðið er komið í hana. Morgunblaðið/Bragi Þór Jósefsson VIÐ snyrtiborð þarf að vera góð lýsing og gæta þarf að því að ekki falli skuggi á andlitið í speglinum. BJARTARI bflskúr verður yfirleitt líka hreinni bflskúr. Athugið að sérstakt vinnuljós er yfir vinnuborðinu. Ljósar innréttingar auka birtumagn. SOLUSTAÐIR: HELSTU BYGGINGA- OG MÁLNINGAVÖRUVERSLANIR LANDSINS narsson fara um sjúkrastofumar að nætur- lagi án þess að kveikja á loftljósi," segir hann. Gísli tekur fram að svokallaðir „dimmerar" þ.e. stillanleg lýsing geti verð hentug við ýmsar aðstæð- ur. „Ég hef t.d. „dimmer“ fyrir lampa yfir borðstofuborðinu hjá mér. Ég get því minnkað birtuna og skapað hlýlega stemmningu samhliða notkun kertaljóss." „Halogen-pest“ Gísli talar um svokaMað „halogen-pest.“ „Halogen-ljós geta hentað mjög vel til sérlýsingar, t.d í ljóskastara og vinnulýsingar. Hins vegar fannst mér halogen- tískan keyra algjörlega um þver- bak á tímabili. Ég get nefnt að halogen perur voru stórlega mis- notaðar í verslunum í Kringlunni á sínum tíma. Halogen-perur gefa 25% meiri lýsingu, endast tvöfalt lengur en eru verulega dýrari en venjulegur glóperur," segir hann. Flúr-ljós eru heppileg til al- mennrar lýsingar þar sem ljós loga langan tíma í senn. „Við kaup á flúrlömpum þarf að huga sér- staklega að litavali. Mismunandi litur hentar í ólíkum vistarverur,“ segir Gísli. „Ég man t.d. eftir vin- kona mín bað mig einu sinni um að skipta um lampa fyrir sig í eldhús- inu af því að henni líkaði ekki við hringlaga flúrpípu í loftinu. Eftir að ég hafði tekið pípuna niður kom í ljós að Utur hennar var bláhvítur og Utendurgjöf léleg enda flúrpíp- an ætluð í verksmiðjulýsingu. Lausnin á vanda konunnar var því fólgin í því að velja flúrpípu með hlýrri lit og betri litendurgjöf. Nýjungar eru sífellt að koma fram og hægt er að fá flúrlampa með mismunandi lit og góðri litendur- gjöf, t.d. með lit svipuðum þeim sem venjulegir glólampar gefa frá sér.“ Dagsljós inn á heimili Gísli minnti á að ekki tengdist allt ljós rafmagni. „Við megum ekki gleyma að taka tillit til dags- birtunnar, t.d. er varhugavert að staðsetja vinnuborð þannig við glugga að setið sé beint á móti glugganum. Astæðan er sú að aug- un aðhæfa sig þá birtunni fyrir ut- an gluggann sem er miklu meiri en birtan á borðinu. Eðlilegra er að koma vinnuborðinu þannig fyrir að sá sem við það situr hafi gluggann á vinstri hönd ef miðað er við rétt- henta manneskju. Sé glugginn á hægri hönd skrifar maður ávallt í skugga af hendinni." Lýsingamar á myndunum við greinina eru eftir Jón Otta Sig- urðsson, tæknifræðing, og Sigurð Jón Jónsson, son hans. Höfiiðprýði heimilisins 'Xan6(úM UÍáitMd&tói GALLERÍ Fold rauðarárstíg og Kringlunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.