Morgunblaðið - 26.10.1997, Side 18

Morgunblaðið - 26.10.1997, Side 18
18 E SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ í sambandi við neytendur frá morgni til kvölds! JltagiiiiHMttfr - kjarni málsins! Aukinn áhugi á íslenskri húsgagnahönnun Hér á landi eru um áttatíu húsgagna- og innanhússhönnuðir með lögverndað starfs- heiti ef miðað er við félagatal Félags hús- gagna- og innanhússarkitekta. Sjálfsagt eru þeir þó fleiri því ekki eru allir skráðir í félagið. Flestir þessara aðila starfa við það að innrétta vinnustaði og heimili en örfáir fást eingöngu við húsgagnahönnun. Til að forvitnast nánar um íslenska húsgagnahönnun ætlaða heimilum ræddi blaðamaður Innan veggja heimilisins við Hall Krist- vinsson og Ólaf Þór Er- lendsson húsgagna- og innanhússhönnuði. I samtali við þá Hall og Ólaf kom fram að erfitt hefur verið fyrir íslenska húsgagnahönnuði að lifa eingöngu af hönnun sinni hér á landi. Einstaka hús- gagnahönnuðir hafa reyndar opnað verslanir með sínum eigin húsgögn- um undanfarin ár en flestir líta á húsgagnahönnunina sem eins konar áhugamál eða aukabúgrein. Astæðan er aðallega sú hve erfitt er að framleiða þessi húsgögn hér á landi vegna smæðar markaðarins. Oft þarf sérstakan og dýran tækja- kost til að framleiða húsgögnin sem veldur því að fyrirtæki þurfa að hugsa sig vel um áður en þau fara út í slíkar fjárfestingar. Og þá þarf yfirleitt að flytja inn allan efnivið. Það er bæði kostnaðarsamt og erfitt að eiga við, að sögn Ólafs. Islensk húsgagnahönnun ætluð heimilum er því sjaldan fjöldafram- leidd hér á landi heldur framleidd í minna magni eða eftir pöntunum. SÓFI eftir Hall Kristvinsson. Aðilar í Singapore hafa sýnt því áhuga að selja hann. BORÐSTOFUBORÐ úr kirsjubeijaviði og gleri eftir Ólaf Þór Erlendsson. Hins vegar hafa nokkrir íslenskir húsgagnahönnuðir gert samninga við erlend fyrirtæki um framleiðslu vörunnar. I þeim tilfellum er þá varan oftast keypt fullbúin í versl- anir hér á landi. íslensk hönnun í Bella Center En þrátt fyrir að íslenskum hús- gagnahönnuðum hafi ekki gengið sem skyldi að fá húsgögn sín fram- leidd hér á landi er langt í frá að þeir sitji auðum höndum. Það sannar til dæmis hinn svokallaði BARNAHÚSGÖGN eftir Ólaf Þór Erlendsson. Þau verða framleidd í næsta mánuði hjá Form-innréttingum á Hvolsvelli og verða boðin til sölu í versluninni Stólnum í Kópavogi. Bella-hópur sem hefur á síðustu sex árum tekið þátt í fimm dönsk- um hönnunarsýningum sem fram hafa farið í Bella Center í Kaup- mannahöfn. Hönnun íslenska hópsins hefur < 'i' 1 si&ám 4 ávallt vakið mikla athygli á sýning- unum í Bella Center að sögn Ólafs og hingað til hafa einn til tveir þátttakendur í Bella-hópnum kom- ið hönnun sinni í framleiðslu hér á landi eða erlendis eftir hverja sýn- ingu. Erla Sólveig Óskarsdóttir húsgagnahönnuður gerði til dæmis samning við danskt fyrirtæki eftir sýninguna síðastliðið vor um að það framleiddi stóla sem hún sýndi. Þá fengu aðrir þátttakendur fyrirspurnir frá framleiðendum og söluaðilum víða um heim eftir sýn- inguna, til dæmis hafa aðilar í Singapore sýnt áhuga á að selja sófa eftir Hall og borðstofu- borð eftir Ólaf. Notagildið haft í huga Hallur segir að- spurður að ekki sé til nein íslensk hefð í hönnun húsgagna fyrir heimilið. íslenskir hús- gagnahönnuðir hafi lært víða um heim og stíll þeirra beri keim af því. Þá er heldur ekki nein hefð í notkun á efn- um, til dæmis viðarteg- undum, í íslenskri hönnun, því eng- in íslensk viðartegund er heppileg í húsgagnaframleiðslu. Ólafur segir hins vegar að það sem íslenskir hönnuðir hafi helst sameiginlegt fram yfir aðra sé hvað þeir leggi mikla áherslu á notagildi húsgagnanna. „Eg heyrði það til dæmis hjá einum sýningar- gesta á Bella Center í vor að hægt væri að framleiða alla íslensku hlutina strax, því að hönnun þeirra væri ekki óraunhæf, eins og svo margra annarra hluta sem þarna voru sýndir,“ segir Ólafur. „Það má því kannski segja að íslensk húsgagnahönnun sé jarðbundin í þessum skilningi,“ segir hann enn- fremur. Orlar á auknum áhuga Aðspurðir segjast Ólafur og Hallur hafa tekið eftir þvi að und- anförnu að almenningur hér á landi sé farinn að sýna íslenskri hús- gagnahönnun meiri áhuga en áður. Þetta komi til dæmis fram í því að viðskiptavinir ýmissa húsgagna- verslana og framleiðenda séu fam- ir að spyrja meira um íslenska hönnun og leita að henni. Einnig benda þeir á hönnunarsamkeppni sem haldin var fyrir skemmstu um húsgögn í Höfða, en það sé ein fyrsta samkeppnin í húsgagna- hönnun í um áratug eða svo. Og þá minnast þeir á sófann sem notaður er í Dagsljósþættinum í Sjónvarp- inu, sem sé eftir Kristin Brynjólfs- son í Desform, og að notkun sófans sé enn ein vísbendingin um aukinn áhuga á íslenskri húsgagnahönnun. Þeir segja þennan aukna áhuga að sjálfsögðu mjög jákvæðan fyrir íslenska húsgagnahönnuði og Olaf- ur segir að íslensk fyrirtæki ættu ef til vill ekki að hugsa of stórt í byrjun heldur gefa íslenskri hönn- un meiri möguleika. Til dæmis með því að handvinna fyrstu eintökin og sjá síðan hvað markaðurinn segir. Ef viðbrögðin eru jákvæð væri hægt að framleiða fleiri húsgögn og þannig gæti boltinn rúllað áfram. Þegar talið berst að gæðum ís- lenskra húsgagna segja þeir Ólafur og Hallur að þeir sem kaupi íslensk húsgögn geti verið öryggir um það að vöruna sé hægt að eiga og nota lengi. Þetta séu án vafa vandaðir hlutir sem séu oftast framleiddir í fáum eintökum. Batween OÍ1.00LS for men ers en

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.