Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 E 2f
HJÁ KRISTINE ELFRIDE Á BLÖNDUÓSI
Gamlir hlutir
öðlast nýtt líf
Blönduósi - „Ég vil fara vel með
gamla hluti og gefa þeim líf,“ segir
Kristine Elfride Jóhannsdóttir á
Blönduósi. Eftir að hafa séð upp-
gerða eldgamla dúkkuvagna, klapp-
stóla, dúkkurúm og dúkkur sem
sváfu hjá sextíuogátta kynslóðinni
efast enginn um orð hennar.
Nýjasta áhugamál Kristine eru
„amerískar klippimyndir í þrívídd"
sem hún kynntist í Kanada árið
1990. Hún fór sjálf að vinna við gerð
þessara mynda árið 1995 og hélt sína
fyrstu sýningu ári seinna. Núna
stefnir hún að sýningu í Reykjavík á
næsta ári og er „kraftaverkið" sjálft
á trönum Kristine um þessar mund-
ir. Ef það er einhver sem veit ekki
hvernig amerísk þrívíddarmynd
verður til þá er það þolinmæði sem
þarf, ásamt drjúgum skammti af
hæfíleikum og sköpunargleðin spill-
ir ekki. Kristine Elfride segir að
mynd eins og „kraftaverkið“ taki
um hálfan mánuð af starfsævi og
er þá stíft unnið.
Bastdúkkuvagninn, sem er
þýskur og nálgast óðum fimmtíu
árin, hefur Kristine gert upp svo
og hinn dúkkuvagninn sem er tíl
muna eldri. Kristine hefur gert
upp 63 ára gamlan klappstól og
þrjátíu ára gömul dúkka virðist
vart tvævetra eftir að hafa farið í
gegnum upplyftingu. Upplyfting hjá
Kristine þýðir einfaldlega gagngeran
þvott, endurmálun kringum augu,
munnur og neglur kynnast málningu
og líkami dúkkunar er umvafinn
hekluðum fotum sem Kristine hefur
gert.
HÉR hefur Kristine blásið lífi í
ísbjörn á glitrandi hjarninu.
FJÆR er 50 ára gamall þýskur
dúkkuvagn með fjöðrun á öll-
um hjólum. Hinn dúkkuvagninn
er mun eldri. Kristine lífgaði
verulega upp á útlit dúkkunnar
sem er um þrítugt.
ÖRYGGI Á HEIMILUM
Reykskynjarar
og slökkvitæki
FJÖLDI heimilistækja á hveiju
heimili hefur aukist á undan-
förnum áratugum og þar með
eykst hættan á því að það kvikni
í íbúðunum. En samkvæmt upp-
lýsingum Löggildingarstofú má
rekja um þriðjung bruna á heim-
ilum til heimilistækja. Koma má
veg í fyrir slíka bruna til dæmis
með því að slökkva á eldavélinni
strax að lokinni notkun og taka
sem mest af raftækjum úr sam-
bandi þegar íbúðin er skilin eftir
mannlaus, til dæmis brauðrist,
sjónvarp og myndbandstæki. Þá
ber að hafa í huga að slökkva á
sjónvarpstæki á kvöldin með því
að ýta á rofann en láta ekki
nægja að slökkva með fjarstýr-
ingu.
Gömul tæki er gott að taka úr
sambandi.
Það sem einnig er mikilvægt
til að bæta öryggi á heimilum
eru reykskynjarar og slökkvi-
tæki. Samkvæmt upplýsingum
frá VARA, sem veitir alhliða ör-
yggisþjónustu, eru reykskynjar-
ar nauðsynlegir í hveiju her-
bergi. Einfaldasti reykskyiyar-
inn samanstendur af nema,
vælu, prufuhnappi og rafhlöðu.
Slíkur skynjari endist í um 5 til
10 ár. Þess ber þó að gæta að
prufuhnappurinn prófar aðeins
rafhlöðuna og skynjarann, en
ekki hæfni skynjarans til að
skynja reyk. Því þarf að prófa
hann reglulega með reyk. Ein-
földustu skynjararnir eru ódýrir
og því ætti fólk ekki að hika við
að skipta þeim út eftir að þeir
eru orðnir gamlir.
Stærð og tegund slökkvitækja
fer eftir aðstæðum, en fyrir
heimili er best að kaupa 6 lítra
léttvatnsslökkvitæki, eitt á
hveija hæð. Til að slökkva eld í
feiti er best að nota eldvarnar-
teppi.
Slökkvitæki á alltaf að velja
stað uppi á vegg nálægt vænt-
anlegum flóttaleiðum. Skilyrðis-
laust á að fara með slökkvitæki
í eftirlit til viðurkenndrar
slökkvitækjaþjónustu strax eftir
notkun, en ennfremur kveða
reglur Brunam.álast ofnunar á
um árlega skoðun allra hand-
slökkvitækja.
UPPBÚIÐ hjónarúm með sængurveri og rúmteppi eftir Hrönn.
Ingólfur Örn og fva Rut hönnuðu rúmið.
INNAN VEGGJA SVEFNHERBERGISINS
Brosandi sól
og bj artir litir
BROSAlNDI sól og bjartir litir taka
á móti viðskiptavinum Hrannar Vil-
helmsdóttur textflhönnuðar í
Textflkjallaranum við Barónstíg.
Hvergi glittir í auðan blett og af
allri hönnuninni er augljóst að
ímyndunaraflið á sér engin tak-
mörk.
Hrönn segist hafa byrjað á því að
staðsetja sig í barnaherbergi.
„Fyrstu myndskreytingamar á
sængurverum urðu til uppúr mynd-
um eftir bömin í kringum mig. Ég
fór svo að reyna að setja mig í spor
barnsins og fikra mig áfram með
eigin stíl í litríkum og einföldum
myndum. Karlamir mínir em alltaf
á ferð og flugi. Dýr em vinsæl og
oft sést til sólar, mána eða regn-
boga. Mynstrin megi ekld vera of
barnaleg því sængurverið fylgir
barninu eins lengi og sængin er not-
uð,“ segir hún.
Sængurverin og önnur hönnun
innan veggja bamaherbergisins
hafa notið vaxandi vinsælda. Hrönn
hefur í framhaldi af því verið að feta
sig áfram inn í svefnherbergi full-
orðna fólksins. „Fyrsta hugmyndin
var að reyna að höfða til brúðhjóna.
Myndskreytingin varð til þegar ég
var að rissa niður rómverskar súlur.
Súlumar urðu smám saman að
nöktum útlínum karls og konu.
Morgunblaðid/Árni Sæberg
HÖNNUN Hrannar setur
skemmtilegan svip á bamaher-
bergjð.
Mynstrið hefur líkað vel og gengið
bæði í sængurver og rúmteppi,"
segir Hrönn.
Hún segist leggja mikið uppúr
því að vörumar haldi sér vel.
Bamasængurverin em úr bómullar-
popplíni og fullorðinssængurverin
em úr bómullardamaski. Rúmteppi
fyrir fullorðna em úr satínviskos.
Allt er þvott- og ljósþolið.
epcil
Skeifunni 6
s. 568 7733
Stokke tripp trapp
Stóllinn sem vex
með barninu
5 ára ábyrgð
Sama verð og annars staðar
á Norðurlöndum
Kr. 10.970
NY
OG ENN BET
NILFISK
Rl
Kraftmeiri, nú með 1400W mótor.
Fislétt, aðeins 6.5 kg.
Biðstöðufesting fyrir rör og slöngu.
Og hinn frábæri Nilfisk AirCare®
síunarbúnaður með HEPA H13 síu.
Komdu og skoðaðu nýju
Nilfisk GM-400 ryksugurnar
/FOnix
HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
WALL STREET SKÁPASAMSTÆiA
Húsgögn gæði
73.300)
3000 m2 sýningarsalur
Opið virka daga 9-18
Laugardaga 10-16
Sunnudaga 14-16
Fjölmargir möguleikar
í/ÍÍNN TM - HÚSGÖGN
Síðumúla 30 -Sími 568 6822
W
INNVW 00 INNON