Morgunblaðið - 26.10.1997, Page 22
22 E SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VINDUFOTUR
Arnarberg ehf.
Fossháls 27, Draghálsmegin
Sími 567 7557 • Fax 567 7559
Siglufirði - Brynja Baldursdóttir
myndlistarmaður og hönnuður er
fædd og uppalin sem borgarbarn.
Hún flutti frá London til Siglu-
fjarðar með smá viðdvöl í Grjóta-
þorpinu fyrir þremur árum. A
Siglufirði hefur hún ásamt sambýl-
ismanni sínum, Arnþóri Þórssyni,
fest kaup á gömlu húsi sem stend-
ur við Eyrargötu og lagað það eftir
sínum þörfum.
Húsið sem er þriggja hæða timb-
urhús var byggt upp úr aldamót-
um. A neðstu hæð hússins hefur
um margra ára skeið verið starf-
andi úrsmiður, en tvær næstu hæð-
ir höfðu lengi staðið auðar áður en
þau Brynja og Arnþór festu kaup á
þeim.
Gestum boðið
1 vinnustofuna
Húsnæðið, sem er í senn vinnu-
staður og heimili þeirra skötuhjúa
ber þess glöggt merki að vera ekki
alveg „hefðbundið" heimili og sam-
anstendur íbúðin af vinnustofum,
verkstæði, litlu eldhúsi, baðher-
bergi og svefnherbergi. Engin
„venjuleg stássstofa“ er í húsinu,
heldur er gestum gjarnan boðið í
kaffi í eina stóra vinnustofu þar
sem listaverk á hinum ýmsu
vinnslustigum prýða veggi, borð og
gólf. En með myndlistinni vinnur
Brynja að hönnun á skartgripum
sem seldir eru í millilandaflugi
Flugleiða. Og Arnþór, sem er vél-
stjóramenntaður annast nýkeyptan
björgunarbát Slysavamafélags ís-
lands, sem er á Siglufirði.
Brynja segir að þetta fyrirkomu-
lag, að hafa vinnustaðinn inni á
heimilinu, henti siglfirskri vetrar-
veðráttu afskaplega vel, hún tekur
það samt fram að hún sé aUs ekki
að kvarta undan siglfirskum vetri,
þvert á móti þá er hún afskaplega
hrifin af snjó og þeirri fallegu
birtu sem honum
fylgir og segir hún
sjóinn hafa verið það
sem hún saknaði mest
er hún bjó í London.
Góður andi
Þau Brynja og Arnþór
eru sammála um að mjög
góður andi ríki í húsinu.
„Hér líður okkur afskap-
lega vel. Það er kostur að
geta búið á vinnustaðnum
og unnið á heimilinu,
manni verður eitthvað svo
mikið úr verki.“ Aðspurð
segist Brynja ekki finna fyr-
ir einangran á Siglufii-ði.
„Þvert á móti finn ég fyrir
frelsi og öryggi. A svona litl-
um stað er mannlífið svo
manneskjulegt, hér bjóða t.d.
allir góðan daginn og gömlu
góðu gildin, sem virðast því
miður vera á undanhaldi í þétt-
býlinu, era enn í hávegum höfð á
landsbyggðinni."
Að búa á vinnustað
og vinna á heimilinu
Morgunblaðið/Sigriður Ingvarsdóttir
BRYNJA og Arnþór í stáss- og vinnustof-
unni. A veggjunum eru skissur af lágmynd
um eftir Brynju.
BRYNJA vinnur að hönnun og
framleiðslu á skartgripum sem
seldir eru í millilandaflugi
Flugleiða.
■
Húsgag nagerö
Hjá GKS færðu eldhús- og kaffistofu-
húsgögnin sem þú leitar að. Úrvalið af
borðum og stólum er mikið'. Auk þess
sérsmíðum við húsgögn eftir óskum viðskiptavina.
Smiðjuvegi 2, Kópavogi
Slmi 567 21 10
Fax 567 1 688
Netfang: gks@skima.is
http. www.skima.is/gks
Hönnuður Mocca stóla: Pétur B. Lúthersson, FHI
Nyr lífsst’ll!
HOLLUSTA
Opnum
LISTHUSINU LAUGARDAL
glæsilegur saíatbar! f
LISTHUS
____l LAUGARDAL
»ISTACAFF
□pnunartími 10 - 21 Engjateigi 17-19 • Sfmi: 569 4955
Opið: 19-15 & 18-91
alía daga nema sunnud.
Eldhús með
amerísku yfirbragði
á Þórshöfn
Þórshöfn - Á ÞÓRSHÖFN á
Langanesi stendur glæsilegt ein-
býlishús við sjávarbakka með út-
sýni yfir fjörðinn og fjallahringur-
inn í baksýn. Þar búa Rafn Jónsson
og Kristín Alda Kjartansdóttir
ásamt dætram sínum. Fyi’ir
skömmu var sett upp ný eldhúsinn-
rétting hjá þeim en hún er að
nokkra frábragðin því sem helst er
inni á markaðnum í dag.
Innréttingin er smíðuð hjá HK
innréttingum eftir grunnhugmynd-
um Kristínar og Rafns. Þær vora
síðan útfærðar í samvinnu við
smiði og tilboðsgjafa. Innréttingin
er úr sprautulökkuðum MDF plöt-
um meðhvítri háglansáferð sem
gerir hana auðvelda í þrifum. Gyllt-
ar höldur gefa henni klassískan
svip. Heimilistækin era Miele frá
Eirvík og amerískur ísskápur frá
Heklu hf. Háfurinn er franskur og
einnig frá Eirvík. A eldhúsbekkj-
unum er granít og eyjan með hellu-
borðinu er einnig úr graníti. Við val
á því var notagildið í fyrirrúmi því
það þolir heit ílát og potta án þess
að á því sjái.
Þegar Kristín og Rafn leituðu
tilboða og nánari útfærslu á hug-
myndum sínum kom fram að það
sem þau höfðu í huga - innréttingu
í sígildum amerískum stíl - er ekki
algengt á markaðnum í dag. Það
var fyrst og fremst stærð rýmisins
sem bauð upp á þennan ameríska
stíl þar sem áhersla er lögð á góða
vinnuaðstöðu við eyju í miðju eld-
húsi. Slík aðstaða í nægu rými býð-
ur upp á að fjölskyldan geti sam-
einast þar við eldamennsku eða
önnur störf.
Heildarmynd eldhúss
og borðstofu
Til að ná saman heildarmynd af
eldhúsi og borðstofu var smíðaður
skenkur í sama stíl og eldhúsinn-
réttingin til að tengja saman eld-
hús og borðstofu en hún er aðal-
íverastaður fjölskyldunnar. Ur
borðstofunni þar sem gengið er inn
í stofu era glerhurðir í sama stíl og
innrétting í eldhúsi. I samvinnu við
hönnuði náðu Rafn og Kristín að
lokum því sem þau vora að leita
eftir og era ánægð með útkomuna.