Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ARATUGUM saman var him- inn heilbrigðismála hérlendis yfirleitt heiðskír, ekki virtist þurfa að kljást við önnur vandamál en þau að ekki tókst alltaf að lina kvalir eða bjarga mannslífi þrátt fyrir að fólk legði sig fram. Fjármál- in voru yfirleitt einföld á sjúkrahúsunum, greitt voru daggjöld fyrir hvern sjúkling, og allt var borgað umyrðalaust úr opinber- Pegar sagt er að kerfið sé gott eða slæmt fer það að sjálfsögðu mikið eftir því hvað menn miða við. Draumurinn um að hægt sé að veita öllum alla þjónustu sem fæmin leyfi varð til í samfélagi sem var ólíkt okkar, sérhæfing og ný tækni hafa tekið svo miklum framförum að setja verður skorður við útgjöldum. Þetta hefur valdið því að teknar hafa verið sársaukafullar ákvarðanir en jafnframt verður að breyta stjórnkerfinu og skipulaginu. Stjómvöld em sökuð um stefnu- leysi, lýst eftir sjálfstæðri stefnu þeirra í launamálum heilbrigðisstéttanna, einnig gagnvart einkarekstri. Oft virðist sem aðeins sé reynt að leysa hvert viðfangsefni í senn án tillits til samheng- is eða fram- tíðarþróunar. Eitt dæmið um Það hriktir í kerfinu skort á framtíðarsýn er að kannanir sýna að íslensk börn verða sífellt feitari og hreyfa sig minna en áður. A að eyða meira fé til íþrótta og leikfimikennslu til að við fáum ekki innan um sjóðum. Á níunda áratugnum fóra að renna tvær grímur á ráðamenn og ákveðið var að sjúkrahúsin skyldu halda sig við ákveðinn fjárlagaramma enda höfðu útgjöld til heilbrigðismála aukist hratt. Flóttinn á mölina frá dreifbýlinu veldur einnig vanda á heilsugæslustöðvum og litlum sjúkrahúsum. Unga lækna fysir lítt að vinna í einangran á fámennum og afskekktum stöðum. Þar geta þeir ekki notið ráða frá starfsbræðram í sama mæli og hægt er á stóram stofnunum og eiga jafnvel erfitt með að halda við kunnáttunni. Oft er makinn með menntun sem ekki nýtist á staðnum og börnin þurfa að sækja framhaldssskóla fjari-i heimilinu. Staðaruppbætur duga ekki til eða þurfa að verða mun hærri en nú. Og margir ungir lækn- ar með langt sérnám að baki vilja nú fremur taka kostaboðum erlendis en berjast um örfáar stöður á íslandi. nokkurra áratuga á herðarnar aragrúa heilsulausra til viðbótar sívaxandi fjölda aldraðra? Og hve mikla ábyrgð á hver og einn að taka á eigin heilsu með skynsam- legu líferni þegar allir njóta þjónustu sem yfirleitt er greidd úr sameiginlegum sjóðum? Stundum virðist það gleymast hvað hefur áunnist. Einn af viðmælendum blaðamanna, Kristján Erlendsson skrifstofustjóri í heil- brigðisráðuneytinu, sagðist hafa verið á fundi erlendis. Þar hefðu þrír læknar frá tveim gi'annlöndunum flutt fyrirlestra um þann mikla siðferðislega vanda sem þeir stæðu frammi fyrir þegar ákveða þyrfti hvort ráðleggja ætti beinmergsí- græðslu, hvort þessi rándýra aðgerð myndi yfirleitt geta breytt einhverju um lífslíkur sjúklingsins. Á eftir mönnunum þrem kom í ræðustól heilbrigðisráðherra Bólivíu. „Við eigum ekki við þennan vanda að stríða,“ sagði hann. „Við eram að reyna að fá hreint vatn.“ Margt er það sem getur valdið útgjaldaþenslu. Aldraðir verða sí- fellt fleiri á Vesturlöndum miðað við mannfjölda og umönnun þeirra kost- ar mikið fé. Ný tækni er oft dýr fjár- festing þótt hún skili sér oftast vel með betri árangri og spari mann- skap. Ný lyf era einnig árangursrík fyrir þá sem njóta þeirra en dýr fyr- ir ríkissjóð. Ólin hert Efnahagskreppan um 1990 varð til að herða enn ólina hjá opinberum stofnunum. Nú var rætt um að setja þyrfti skorður við útgjaldavextinum í heilbrigðisþjónustunni. Kostnaðar- þátttaka almennings í lyfjakaupum og ýmissi þjónustu var aukin. Sk- urðarhnífur stjómvalda reyndist beittari en margir hugðu, útgjöldin hafa staðið í stað sem hlutfall af landsframleiðslu frá 1988. Hagsmunaaðilar velja sér gjaman þær tölur sem þeim henta í rökræðum. Um 1992 jukust útgjöld- in um hríð vegna fjárfestinga, sem að jafnaði era aðeins fáein prósent af útgjöldum, 96% fara í reksturinn. Gera má ráð fyrir að vegna óhjá- kvæmilegra endurbóta á t.d. húsnæði Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi þurfi einnig að veita nokkru fé tímabundið til fram- kvæmda þar. Línurit mun sýna hækkun á framlögum það árið og því hægt að segja á næsta ári að skorið hafi verið niður ef hlutfallið lækkar aftur. Margt bendir þó til þess að komið sé að tímamótum. Frammámenn Sjúkrahúss Reykjavíkur segja að frekari niðurskurður útgjalda þar sé útilokaður og muni valda hruni í þjónustunni og svipuð svör hafa heyrst hjá öðrum sjúkrastofnunum. Reynist þetta rétt verða stjómvöld að finna aðrar leiðir til að mæta vaxandi þörfum á ýmsum sviðum í framtíðinni og má þar nefna umönnun aldraðra. Ella gætu menn neyðst til að hækka skatta eða feta leið sem fæstir vilja ræða hér, taka upp markvissari forgangsröðun sjúklinga. Forgangsröðun er nú sá hluti umræðunnar sem einna mest rými tekur í erlendum ritum um heilbrigðismál og ljóst að seint verður fundin aðferð sem allir geta orðið sáttir um. Jákvæð viðhorf en ... Fólk er æ betur upplýst um rétt- indi sín og gerir meiri kröfur til kerfisins og sættir sig illa við langa I dýrum rúmum að óþörfu í UMRÆÐUM um vanda sjúkrahúsanna hefur komið fram að vegna skorts á hjúkrun- arrýmum liggi nokkur fjöldi aldraðra í dýrum og eftirsóttum sjúkrarúmum á stóru sjúkrahúsunum tveimur. Alls er sá hópur 56 af alls 140 öldruðum í þörf fyrir hjúkrunarrými í borginni. Vandinn er ekki aðeins rekstrarlegur því að hópurinn þarf ekki á venjulegri sjúkrahúsþjónustu að halda og liði betur við heimilislegri skil- yrði. Sums staðar úti á landi er of- framboð á rúmum fyrir aldraða og talið er að nóg sé af þeim fyr- ir þjóð af okkar stærð, það er dreifingin sem er óheppileg. Flestir eru á biðlista í Reykjavík enda er þar lilutfall stofnan- arýma (dvalar- og hjúkrun- arrýma) á hverju 100 íbúa 70 ára og eldri 10,6 miðað við 17 að meðaltali fyrir landið allt. Vonast er til að ástandið í borginni standi til bóta á næsta ári. Skógarbær verður að fullu tekinn í notkun, í Seljahlíð verður 15 dvalarrýmum breytt í hjúkrunarrými, í Víðinesi verða 24 rými tekin í notkun og nýtt hjúkrunarheimili verður tekið í notkun í Hveragerði undir lok ársins 1998. Að jafnaði eru um 26 vistmenn frá Ási í Hveragerði í hjúkrunarrýmum á Grund og losna því jafnmörg rými þar þeg- ar nýja hjúkrunarheimilið verður komið í notkun. Nýjung felst í því að farið er að gera þjónustusamninga við hjúkrunarheimili á ljárlögum. Fyrsti samningurinn um rekstur Skógarbæjar er frágenginn og fylgja Skjól, Eir, Sunnuhh'ð og í Kópavogi og Sólvangur í Hafn- arfirði í kjölfarið. 50% fjölgun verður í þeim ald- urshópi sem nær 80 ára aldri til ársins 2010. Ef aðeins á að halda í horfínu þarf að bæta við 12 hjúkrunarrýmum á ári á sarna tímabili. Að velja og hafna KRISTJÁN Krisljánsson, dósent í heimspeki við Háskólann á Akur- eyri, ritaði fyrir tveim árum grein í Læknablaðið þar sem hann reifaði helstu hugmyndir um for- gangsröðun í heilbrigðiskerfinu og þau siðfræðilegu vandamál sem þeim fylgdu. Kristján fjallar um réttlætið og hvernig hugmyndir um það tengist viðfangsefninu. Einnig segist hann vilja setja spurningarmerki við að aldur sjúklingsins sé gerður að einu helsta kennimarkinu við þá skipan í forgangsröð sem mest hefur verið rædd; því hærri aldur þeim mun lakari röðun. Ekki sé neitt síðra að hafa í huga hve vel meðferðin nýtist og jafnframt hver verðskuldi þjónustuna. Umdeildar aðferðir við for- gangsröðun hafa verið teknar upp í Oregon í Bandaríkjunum eftir ít- arlegar kannanir á viðhorfum al- mennings. Krislján gagnrýnir ís- lenska stjórnmálamenn fyrir að reyna að þegja forgangsvandann í hel. Ljóst sé að með því að setja ekki skýrar reglur verði hver ein- stakur læknir að láta eigin túlkun á óljósu, þegjandi samkomulagi um forgangsröðun ráða ferðinni. Læknar geti einnig freistast til að segja sjúklingi að ákveðin, dýr meðferð muni ekki bera árangur fremur en að segja hreint út að viðkomandi sé einfaldlega aftar- lega í forgangsröð. Óvissa af þessu tagi sé slæm. FF FF FF VG = vetkgjöld DG = daggjöld ISLENSKA HEILBRIGÐISKERFIÐ Ailar tölur eru í milljónum króna og eru fengnar úr fjárlögum fyrir árið 1996 biðlista og önnur óþægindi. Könnun á viðhorfi sjúklinga á spítölum, sem gerð var 1985 og aftur 1995 að til- hlutan læknaráðs Landspítalans, sýndi þó að ánægja ríkti hjá lang- flestum með þjónustuna. Samstarf milli heilbrigðisstétta á sjúkra- húsum og heilsugæslustöðvum er yf- irleitt talið mjög gott, þótt öðra hverju komi upp deilur um valdsvið og skiptingu verkefna og rígur vegna launakjara sé alltaf einhver. En mörgum skjólstæðingum kerfis- ins finnst að læknar séu oft óþarf- lega stuttir í spuna og sýni sumir tækjabúnaðinum meii'i áhuga en sjálfum sjúklingnum. Hann sé stundum eins og hlutur á færibandi. Hve miklu á að eyða í rannsóknir? Það mun hafa gerst að tíðni rannsókna hafi aukist um 10% á heilsugæslustöð við það eitt að nýr læknir tók við. Erfitt er að fullyrða hvort þá sé endilega um að ræða rangar óherslur því að ekki má gleyma að rannsókn í tæka tíð getur verið bráðnauðsynlegur hluti for- vama og komið í veg fyrir mikið tjón. En tækjadýrkun og oflækning- ar era samt sem áður vandi sem tek- ist er á við á Vesturlöndum og er hluti af veruleikanum þegar rætt er um nýtingu á fé til heilbrigðismála hérlendis. Kristján Erlendsson bendir samt á að erfitt sé að ræða um oflækningar þegar ekki sé hægt að sinna þörfum á sumum sviðum, eins og t.d. í bæklunaraðgerðum. Einn viðmælenda blaðamanna segir að í nútímanum sé vandinn sá að lækningar einkennist sífellt meira af því sem ó ensku er nefnt „high-tech/ low touch“ sem merki að læknirinn treysti meira á svör mælitækja og tæknina en að ræða við sjúklinginn sjálfan. Nú sé víða farið að hvetja læknanema til að sporna við þessari hneigð og venja sig ekki á að senda skjólstæðinga sína strax í dýra rannsókn. Oft geti verið fljótlegra og hampaminna að greina sjúkdóm með því að spyrja sjúklinginn. Innbyrðis deilur Læknum er umhugað um að koma einhuga fram og faglega ber lítið á ágreiningi. Aðra sögu er að segja þegar komið er út fyrir fagið og ber kjaraumræðuna hæst. Flestir læknar virðast sammála um að bæta þurfi kjörin, auka vægi fastra launa og minnka vaktaálag. Ef farið er úti í nánari útfærslur skiptist hópurinn upp í smærri hagsmunahópa á borð við sérfræðinga, heimilislækna, unglækna og landsbyggðarlækna. Fyrsti hópurinn hefur ekki síst verið í eldlínunni og er skemmst að minnast ágreinings við Trygginga- stofnun ríkisins. Sérfræðingum og TR hefur ekki tekist að komast að samkomulagi um endumýjun samn- ings um endurgreiðslur stofnunar- innar vegna þjónustunnar eftir að fyrri samningur rann út um áramót. Eins og eðlilegt getur talist hefur fyrst og frernst verið ágreiningur um verðlagningu fyrir tiltekin læknisverk en skipting kostnaðarins milli sjúklings og tryggingastofnun- ar er ákveðin af hinu opinbera. Ekki er hins vegar allt upp talið því að sérfræðingar hafa gert at- hugasemdir við tvö ákvæði eldri samningsins. Annað tekur til allra sérfræðinga og segir fyrir um að ef kostnaður vegna þjónustu á ákveðnum tíma fari yfir ákveðið há- mark fáist ekki fullt endurgreiðslu- hlutfall vegna umframkostnaðar. Hitt nær til hvers og eins sér- fræðings og tekur annars vegar mið af stöðuhlutfalli á sjúkrahúsi og hins vegar hversu mikið er unnið eftir samningnum við TR. Aukið stöðuhlutfall og meiri vinna eftir samningnum leiðir til hærri afslátt- ar á greiðslum frá TR. Sérfræðingum fannst vilji TR til samninga lítill og ákváðu 64 sér- fræðingar að segja upp samningi og gengu flestar uppsagnirnar í gildi 1. október og 1. nóvember sl. Sér- fræðingarnir hafa haldið áfram að starfa. Sjúklingarnir gi-eiða fullt gjald, fá kvittun fyrir kostnaðinum og gera tilraun til að fá hluta kostnaðarins endurgreiddan hjá TR- Þrátt fyrir að allur almenningur telji sig vera sjúkratryggðan með skatt- lagningu hefur TR ekki greitt hluta SJÁ SÍÐU 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.