Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 B SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 kostnaðarins. Hægt virðist þokast í átt að niðurstöðu og hefur verið viðrað að prófmál þuríi til að koma hreyfingu á málið. Tveir hópar á sjúkrahúsunum Inni á sjúkrahúsunum starfa tveir hópar sérfræðinga. Annars vegar sérfræðingar með sjálfstæðan stofu- rekstur utan sjúkrahússins og hins vegar sérfræðingar eingöngu starf- andi inni á sjúkrahúsunum. Fyrri hópnum eru settar ákveðnar skorður varðandi vinnu ut- an sjúkrahúss. Sjúkrahúslækni í fullu starfi inni á sjúkrahúsi er t.d. aðeins heimilt að vinna 9 klukku- stundir á stofu á viku. Mun algeng- ara er að læknar séu í 75% starfi inni á sjúkrahúsunum og hafi því meiri tíma til ráðstöfunar til stofu- vinnu. Skert vinnuhlutfall þykir koma sér ágætlega á minni deÚdum sjúkrahúsanna enda ekki óalgengt að deild hafi t.d. þrjú stöðugildi en þurfi í raun að hafa lækna með fimm sérgreinar til taks. Sú rödd heyrist að stofurekstur skili ekki miklu í vasa læknanna. Engu að síður er staðreynd að möguleiki á stofurekstri og þar með aukapeningi hefur minnkað áhuga læknanna á kjarabaráttu lækna inni á sjúkrahúsunum. Ein afleiðingin af því er að laun lækna án möguleika á stofurekstri og í fullu starfi á sjúkrahúsunum hafa setið eftir í launaþróun undangenginna ára. Nú eru byrjunarlaun sjúkrahúslækna um 130.000 kr. Svo- kallað „helgunarálag" til lækna, sem aðeins vinna á sjúkrahúsinu, er 17% til 55 ára aldurs eða á sama aldri og læknum er skylt að taka vaktir. Eldri læknar fá 34% helgunarálag. I yfirstandandi samningaviðræðum sjúkrahússlækna og ríkisins hefur einmitt verið hugað að því hvort eðilegt væri að minnka launamun milli hinna tveggja fyrrnefndu hópa með því að hækka helgunarálgið upp í 30%. Oft hefur verið bent á að hætta sé á hagsmunaárekstrum þegar sjúkrahúslæknir fær sjúkling til meðhöndlunar og vísar honum á eig- in stofu til frekari rannsóknar. Söguleg- ar forsendur fyrir því hvernig komið er fel- ast í því að göngu- deildarstarfsemi sjúkrahúsanna hefur ekki verið byggð upp. Læknar hafa því oft átt í erfiðleikum með að fylgja sjúklingum sínum eftir öðruvísi en á stofu út í bæ. Með því er hins vegar heftur aðgangur nemenda í heil- brigðisgreinum að sjúklingunum. Ekki er heldur sami aðgangur að hátækni á stofu og inni á stóru sjúkrahúsunum. Ingunn Vilhjálmsdóttir, svæfinga- læknir á Landspítalanum, segir sjúkrahúslækna telja að ekki felist mótsögn í öflugri göngudeildarstarf- semi og sjálfstæðum rekstri lækna- stofa. „Ekkert mælir gegn því enda getur í sumum tilfellum hentað alveg eins vel eða betur að sinna sjúklingi á stofu. Hins vegar legg ég áherslu á að um fullkomið val læknis og sjúklings sé að ræða. Kostnaðarmun- ur hafi þar sem allra minnst áhrif.“ Ekki verður skilið við sjúkrahúslækna öðruvísi en að minnast á unglækna. Víða erlendis er stórum hluta vinnunnar inni á sjúkrahúsunum sinnt af ungum læknum í sérnámi. Hér hafa læknar þurft að sækja sémám til annarra landa og því hefur sú vinna fyrst og fremst verið á herðum nýútskrifaðra lækna og sérfræðinga og er eins og áður segir algengt að sérfræðing- amir séu í hlutastarfi inni á sjúkrahúsunum. Vinnuálagið hefur því verið töluvert á unglæknunum. Þeir hafa ekki haft möguleika á að Frjáls lyfja- verslun HLUTFALL lyfjakostnaðar af heildarútgjöldum til heilbrigðis- mála hefur heldur farið hækk- andi siðustu árin. Hliðstæð þróun hefur orðið í ná- grannalöndunum og eru ástæðurnar fyrst og fremst tald- ar vera þrjár. Hin fyrsta er að hópur eldri borgara í þörf fyrir meiri heilbrigðisþjónustu fer sistækkandi. Ónnur er að sífellt árangursríkari og dýrari lyf koma á markaðinn og þriðja og léttvægasta er verðbreytingar á milli ára. Þjóðir hafa reynt að sporna við kostnaðaraukningunni með leiðum eins og að auka kostnaðarhlutdeild sjúklinga og gefa sjúklingum kost á því að festa fremur kaup á ódýrara samheitalyfi. Hér á landi fólst mesta bylt- ingin í því að veita frelsi til lyfsölu og verðlagningar lyfja fyrir einu og hálfu ári. Apótek hafa sprottið upp og samkeppni um viðskiptavinina hefur ekki farið framhjá neinum. Ekki alls fyrir löngu tóku norskir sér- fræðingar fyrir afleiðingar breytingarinnar hér á landi. Niðurstaðan úr samtölum við hagsmunaaðila var sú að sam- keppnisyfirvöld og neytendur töldu breytinguna til bóta. „Gamlir“ apótekarar og heildsal- ar töldu breytinguna hins vegar vera hið versta mál. Enn hefur innbyggður útgjaldavöxtur haldið áfram að þrýsta á og valdið því að sumar þjóðir hafa ákveðið að fara út í forgangsröðun. í því sambandi má nefna að árangursrík þriggja lyfya meðferð gegn alnæmi kost- ar um 200.000 kr. á mánuði fyrir hvern sjúkling. Nýtt MS-lyf kost- ar um eina milljón á sjúkling á ári. Á því þurfa að líkindum tæplega 100 fslenskir MS- sjúklingar að vera alla ævi. vinna sér inn aukatekjur utan sjúkrahúss og því hafa launakjörin inni á sjúkrahúsinu ýtt, undir langan vinnutíma. Allt að 65% af vinnu unglækna hefur verið yfirvinna. „Tilvísanadeilan" Tilvísanadeilan svokallaða er flestum enn í fersku minni og tengd við tíð Sighvats Björgvinssonar í heilbrigðisráðuneytinu. Hugmyndin var hins vegar ekki ný af nálinni enda hafði samskonar umræða farið fram á Norðurlöndunum og tilvís- anakerfi reyndar verið í gildi á íslandi fyrr á árum. Kjarninn í til- vísanakerfi felst í því að almenning- ur leiti að jafnaði fyrst til heim- ilislæknis. Hann leysi úr vandanum eða vísi áfram til sérfræðings. Katrín Fjeldsted, formaður Félags íslenskra heimilislækna, segir að sú skipan sé í fullu samræmi við stefnu læknasamtakanna. Með tilvísanakerfinu lagði Sig- hvatur áherslu á að sérfræðingar skiluðu svokölluðum læknabréfum, þ.e. upplýsingum um einkenni og meðferð við ákveðnum einkennum, til heimilislæknis viðkomandi. Heimilislæknar tóku ekki afstöðu gegn tilvísanakerfinu enda var tal- inn tími til kominn til að efla heilsugæsluna. Öðru máli gegndi um sérfræðinga og gengu hugmyndir Sighvats ekki eftir. Heilsugæslulæknar voru ósáttir við ástandið og sögðu 90% þeirra upp störfum í byijun árs 1996. í framhaldi af þvi fóru af stað viðræður við ráðuneytið. Niðurstaða viðræðnanna fólst í svokölluðum 21 punkti eða stefnuyfirlýsingu heil- brigðisráðuneytisins í málefnum heilsugæslunnar sumarið 1996. Nú voru heilsugæslulæknar tilbúnir til að semja um kaup og kjör enda höfðu kjarasamningar verið lausir í meira en heilt ár. Lausnin fólst í því að gera nokkuð hefðbund- inn skammtímasamning til síðustu áramóta. Samningurinn fól í sér að færa kjaramál heilsugæslulækna undir kjaranefnd og tók hún form- lega við málaflokknum 1. janúar sl. Kjaranefnd hefur enn ekki skilað niðurstöðu. Á heilsugæslulæknum má heyra að nokkurrar óþolinmæði gæti gagnvart nefndinni enda var talið að ekki þyrfti að bíða svo lengi eftir niðurstöðu. Hins vegar þykir nú sýnt að kjaranefnd muni ekki komast að niðurstöðu fyrr en sjúkrahúslæknar hafa samið við ríkið um kaup og kjör. Sérstaða heilsugæslulækna á landsbyggðinni er nokkur miðað við heilsugæslulækna í borginni enda eru hagsmunamálin önnur. Fyrr- nefndi hópurinn lagði fyrst og fremst áherslu á að bæta þyrfti vinnuskilyrði, víða vantaði vinnubíla, vaktir væru langar og laun al- gjörlega úr takti við vinnuálagið. Einn liður í því að koma til móts við þennan hóp var falinn í því að sam- eina vaktsvæði og gera breytingu á grunni fastlaunakerfisins. I tveimur reynslusveitarfélögum hefur verið gerð tilraun með að sveitarfélög taki að sér heilsugæsluna á svæðinu og þykir reynslan af því hafa verið góð. Ekki er því útilokað, ekki síst með reynslu kennara í huga, að sveitar- félög og heilsugæslulæknar sjái hag sinn í því að sveitarfélögin taki við heilsugæslunni enda hagnist báðir á breytingunni. Sveitarfélögin öðlast aukið svigrúm til að bjóða betri kjör og fá til sín góða lækna um leið og læknarnir una hag sínum betur og haldast lengur í starfi. Að sögn Kristjáns Erlendssonar er vilji fyrir því í ráðuneytinu að í framtíðinni verði ákvarðanir um smáatriði í fjármögnun heilsugæslu í héruðum ekki teknar af ráðuneyt- ismönnum. Heppilegra sé að það sé gert í héraði. Beðið eftir kjaranefnd Meðal heilsugæslulækna eru nokkuð skiptar skoðanir um hverju 21 punkturinn hefur skilað og gætir nokkurrar óþolinmæði í ályktun aðalfundar frá því í haust. Hluti skýringarinnar á óánægjunni gæti hins vegar fahst í skiljanlegri óþreyju eftir niðurstöðu kjaranefnd- ar. Fyrir utan launaliðinn bíða heilsugæslulæknar spenntir eftir því að vita hvort jákvæð niðurstaða fæst varðandi umsókn um fleiri stöður heimilislækna í fjárlögum. Heim- ilislæknarnir myndu starfa á heilsugæslustöðvunum enda er gert ráð fyrir ákveðinni þjónustu í kring- um starfsemina. Ekki hafa í nokkur ár verið gefin út leyfi til heim- ilislækna til sjálfstæðs atvinnu- rekstrar og eru aðeins 18 sjálfstætt „Ekki verið gengið of hart fram í aðhaldi“ HRÆRINGARNAR í heilbrigðiskei-finu kalla fram ýmsar brennandi spurningar. Ingibjörg Pálniadóttir, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins skriflega og birtast svörin, nokkuð stytt, hér á eftir. Millifyrirsagnh- eru blaðsins. Hefur verið gengid ofnærri .yúkrahúsun- um í sparnaði, er unnið í ráðune.vtinu að sam- einingu sjúkrahúsanna sex á suðvesturhorninu og hvenær er að vænta ákvörðunar í samein- ingarmélunum? „Ég tel að í minni ráðherratíð hafi ekki verið gengið of hart fram í aðhaldi og samræmingu á sjúkrahúsunum á höfuðborgar- svæðinu. Vegna þeirrar umræðu sem uppi hef- ur verið bað ég Ríkisendurskoðun um að at- huga þróun kostnaðar við sjúkrahúsin í Reykjavík á árunum 1988-1997. Samkvæmt nýni úttekt Ríkisendurskoðunar telur stofn- unin að horfa þurfi til tímabilsins 1990-1996 í heild þegar útgjöld til sjúkrahúsanna eru skoðuð með tilliti til neysluverðsvísitölu. Sam- kvæmt niðurstöðum Ríkisendurskoðunar hef- ur rekstrai-kostnaður aukist um 7,8% á fóstu verðlagi á þessum tíma og er 4,2% hærra árið 1995 og 5,5% hærri á árinu 1996 en meðaltal áranna 1990-1996. Umræða um niðurskurð í ráðherratíð minni á því ekki við rök að styðjast. Á þessum tíma er aukning í afköstum sjúkrahúsanna með bættu skipulagi, tækniframförum og nýjung- um þannig að sjúklingai- fái bæði skilvirkari og mun meiri þjónustu en áður var. Á sama tíma hefur þeim einstaklingum fjölgað umtals- vert sem notið hafa þjónustu sjúkrahúsanna og veruleg aukning hefur orðið í þjónustu dag- og göngudeilda. Þetta er í samræmi við þá þróun sem við sjáum í löndunum í kringum okkur. Stjórnendur sjúkrahúsanna hafa þuift að sýna aðhald og þurfa að sjma aðhald. Reynslan sýnir að á síðustu árum hefur mikill árangur náðst og það reynir enn á hæfni stjórnenda. Ég ætla ekki á þessari stundu að leggja dóm á hvort einhverjar úrbætur þurfi að gera á fjár- lagafrumvarpi næsta árs, það mál er í ná- kvæmri athugun, en ég get tekið undir með fjármálaráðheJTa að það er mikið áhyggjuefni hversu erfiðlega gengur oft fyTÍr jtessar stofn- anir að halda rekstri innan þeirra marka sem þeim eru sett og ekki hvað síst innan áætlana sem þær gera sjálfar eins og nýleg dæmi sanna.“ Ingibjöi-g segir ennfremur að sjúklingum á biðlistum í mikilvægar aðgerðir hafi fækkað, stór skref hafi verið stigin á sviði fjarlækninga og sérfræðiþjónusta á sjúkrahúsum á lands- byggðinni hefur verið aukin. „SL þriðjudag, 3. nóvember, var samþykkt í ríkisstjórn að láta vinna næsta áfanga sldpu- lagsathugunar sjúkrahúsanna í Reykjavík með það fyrir augum að framtíðarsýn um öflugt háskólasjúki-ahús, er byggi á samþættu sjúkrahúskerfi í Reykjavík verði að veruleika, í samræmi við tillögur VSÓ-ráðgjafar. í þessum áfanga verður lögð aðaláhersla á þá þætti, sem snúa að Landspítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Ljóst er að mikil vinna er frantundan í þeim efnum og er verið að skipuleggja hana í samráði við ráðgjafafyr- irtækið VSO-ráðgjöf sem mun halda áfram að vinna að þessu máli. Jafnframt er gcrt ráð fyrir að þeir fjármunir sem hugsanlega sparast með breyttu skipulagi, verði nýttir til þróunar, upp- byggingar og bættrar þjónustu við sjúklinga." Ingibjörg tekur fram að stefnt sé að meiri samhæfingu þjónustunnar. „Míðað við þær tillögur sem sérstök þriggja manna nefnd hef- ur unnið á síðustu tveimur árum um samþætU ingu og endurskipulagningu þjónustu sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu sem hafa haft í fór nteð sér öflugri þjónustu við sjúklinga, bætt skipulag starf- seminnar og aukna hagkvæmni, og besta dæmið er Landakot, er ljóst að beita verður nýrri hugsun og nýjum vinnubrögðum við hagræðingu í sjúkrahúsrekstrin- um. Tillögur þeiira hafa haft að markmiði að efla þjónustuna en jafnfi-amt taka á fjárhagsvanda sjúki-ahúsanna og nú í september fengu sjúkrahúsin tæiplega 500 m.kr. viðbótarfjármagn til að mæta þeim kostnaði sem þau sjálf áætluðu að rekstur ársins myndi kosta. Það er sannfæring mín að með meii-i samvinnu og skýrari verkaskiptingu sé unnt að ná veru- legum árangri til að bæta þjónustu og auka hagkvæmni liennar og jafnframt geti stofnanimar þannig aukið svigrúm sitt til að taka upp nýjungar og bæta aðstöðu. Ég skal viðurkenna að það hefur orðið mér sérstakt umliugsunarefni og ákveðin vonbrigði hve kerfið er að mörgu leyti íhaldssamt á það sem verið hefur og oft erfitt að koma fram breytingum sem til framtíðar sýnast sjálfsagðar. Auðvitað er uppstokkun starfsemi og breytingar alltaf viðkvæmt meðal starfsfólks en mér þykir óþaifiega mikil hræðsla inkja við að breyta frá því sem verið hefur, í takt við eðlilega þróun.“ Sveitarfélög og rekstur heilsugæslu Hver er reynslan af því að sveitar- féiögin taki að sér heilsugæsluna, gæti þar ver ið komin lausnin á vanda heilbrigðisþjónust- unnar úti á landi? „Nú liaí'a tvö sveitarfélög tekið að sér að i-eka heilsugæslu. Sú tilraun hefur gengið prýðilega það sem af er og ánægjulegt að sjá að þeim hefur tekist að bæta þjónustu sína í heild með nánu samstarfi heilsugæsluþjónust- unnar og félagsþjónustu sveitarfélagsins við íbúa sína. Ekki er komin löng reynsla á þessa samhæfingu en vissulega hefur þuiít að auka fjármagn til þessaj-ar starfsemi nokkuð a.m.k. á meðan á tilrauninni stendur. Ég tel alls ekki tímabært að taka ákvarðanir um framhald þessarar þróunar, það i-æðst af því hvernig til tekst á reynslutímanum sem er skammt kominn.“ Einkarekstur þar sem við á Hver er afstaða stjórnvalda til einkareksturs eins og í Lágmúlanum í Reykjavík? „Einkarekstur hefur lengi verið stundaður í heilbrigðiskerfinu og byggir það í raun að hluta til á einkai-ekstri eins og t.d. má sjá 1 með sjáltstætt starfandi heim- ilislækna, sérfræðínga utan sjúkrahúsa og á öldruuarstofnun- um á borð við Grund og Hrafn- istu. Stjórnvöld hafa jákvæða afstöðu til einka- reksturs m.a. í þeirri mynd sem þróast hefur í heilsugæsluþjónustunni í Lágmúla og ég hef tekið vel í hugmyndir um aukningu á slíkri starfsemi þar sem hún á við. Hinsvegar er það innan þeiira marka að við búum við ákveðið skipulag í heilbrigðisþjónustu og ekki stendur til að færa það kerfi í þá átt sem er t.d. í Bandaríkjunum og Sviss, þar sem einka- mai’kaðurinn ræður yfir heilbrigðisþjónust- unni með tilheyrandi misrétti eftir efnahag, háum kostnaði og himinháum tryggingum." Fullur vilji TR til saitininga Hvað veldur því að ekki hafa enn náðst samningar við sérfræðinga? Ríkið sparar með þessu fé, útgjöldin lenda á sjúklingum í staðinn. Skortir vilja til samninga afhálfu rfk- isvaldsins? „Til þess að ná samningum þarf tvo til. Um 70 sérfræðilæknar hafa sagt sig af samningi Tryggingastofnunar og Læknafélags Reykja- víkur og vilja ekki lengur starfa fyrir sjúkra- tryggingar á grundvelli samningsins. Hins vegar eru yfir 400 sérfræðingar sem enn starfa samkvæmt honum. Meginástæður upp- sagnanna eru tvenns konar, annars vegai’ kröfur um launahækkanir og óánægja með launamál og hins vegar óánægja með að lækn- Ingibjörg Pálmadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.