Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 B 19
Á GULLBRÚÐKAUPSDEGI afa og ömmu, Kristínar Arnoddsdóttur
og Þorleifs Jónssonar, en Kristinn er skírður í höfuðið á þeim. Anna
Guðríður systir Kristins stendur á milli gömlu hjónanna. Fyrir aftan
Guðrún Ágústsdóttir, Ásgeir Hallsson, Kristinn og Hallur Þorleifsson.
FRUMHERJAR óperunnar í La Bohéme 1955. Fv. Guðmundur Jóns-
son, Guðrún Á. Símonar, Magnús Jónsson, Þuríður Pálsdóttir, Jón Sig
urbjörnsson og Kristinn.
I
:
1
(
:
(
(
<
HÁTÍÐARSTUND í Þjóðleikhúsinu. Vilhjálmur Þ. Gíslason, Thor Vil-
hjálmsson, Stina Britta Melander, Róbert A. Ottósson, Dóra Þórhalls-
dóttir forsetafrú, Kristinn og Ásgeir Ásgeirsson forseti íslands.
BRÚÐHJÓNIN Bryndís Sigurð-
ardóttir og Kristinn Hallsson
árið 1947.
upp í þennan ágæta sófa og við
Þuríður stumrum yfír henni. Ég
var þá að mestu búinn með mína
rullu, þurfti bara að vera á sviðinu
og var ákaflega feginn yfir að hafa
komist slysalaust í gegnum sýning-
una. Kom þá allt í einu Guðmundur
Jónsson labbandi til mín, sem hann
1 átti ekkert að gera, og hvíslaði:
„Mikið afskaplega er hún veik.“
I „Já, það er nú meira," hvíslaði ég
á móti.
„Heldurðu ekki að við ættum að
fara með hana til tannlæknis,“
hvíslaði Guðmundur, sem að sjálf-
sögðu vissi allt um erfiðleika mína.
Ég réð ekki við mig, fékk hlátur-
skrampa og Guðmundur byrjaði
líka að hristast. Jón Sigurbjörnsson
var staddur nærri okkur, ég ská-
skaut mér til hans og endurtók orð
Guðmundar. Jón fór að hlæja og ég
hugsaði með mér að best sé að
Magnús Jónsson fái einnig að
heyra þetta. Sem Rudolfo, ástmög-
ur Mimiar, átti Magnús í sömu
andrá að uppgötva að hún er að
deyja og hlaupa að sófanum með
örvæntingarfullum hrópum:
„Mimi, Mimi, Mimi!!!“
Magnús gusaði þessu út úr sér
með hlátursrokum og svo stóðum
við allir fjórir við dánarbeð Mimiar
og skulfum og hristumst hver öðr-
um meira. Guðrún og Þuríður
skildu hvorki upp né niður í þessum
titringi, en héldu ótrauðar sínu
striki.
Sem betur fór snerum við baki í
áhorfendur svo fíflagangurinn varð
ekki til að eyðileggja hryggðar-
stemmninguna yfir andláti Mimiar.
Þvert á móti var hægt að túlka
skjálftann í okkur sem ekkasog,
enda komu tvær leikkonur til okkar
á eftir og kváðust aldrei fyrr hafa
séð önnur eins sálarátök á sviði.
Okkur hefði tekist hreint ótrúlega
vel að koma harminum til skila.
Svona er bilið skammt á milli
hláturs og gráts.
Trúin og góða skapið
Kristinn hefur orðið fyrir þung-
um áfollum í lífínu. Hann missti eig-
inkonu sína, Hjördísi Sigurðardótt-
ur, úr krabbameini árið 1983 og
tæpum sex árum síðar tók krabb-
inn einnig líf Ágústu næstelstu
dóttur þeirra. Hún lét eftir sig 5
ára dóttur, Hjördísi, sem Kristinn
og Sigurður sonur hans hafa alið
upp síðan. Haldreipi Kristins í
þrengingum lífsins eru jákvætt
hugarfar og sterk trú:
Kristin trú hefur verið mér ákaf-
lega mikils virði í lífinu. Ég hefði
tæpast sloppið heill í gegnum mín-
ar þyngstu raunir án styrksins sem
trúin veitti mér.
Trú mín er hin einlæga trú
bamsins. Ég hef lítið gert af því að
stúdera guðfræðikenningar. Þær
útlistanir á guðdóminum sem ég
fékk í æsku frá foreldrum mínum,
ömmu Önnu Benediktsson, séra
Friðriki Friðrikssyni og séra
Bjarna Jónssyni, mótuðu trúarvit-
und mína og hún hefur lítið breyst
síðan.
Ég man enn vel eftir þegar séra
Bjami fór með okkur strákunum í
KFUM yfir innihald faðirvorsins og
boðorðanna tíu. Fyrir mér em þeir
textar undirstaðan í lífi hins kristna
manns. Séra Bjarni lagði til dæmis
ríka áherslu á að setning faðirvors-
ins: „Verði þinn vilji, svo á jörðu
sem á himni“ - þýddi að við gætum
ekki krafist neins af Guði. Það
verður endanlega hans vilji sem
ræður, hvort sem okkur líkar betur
eða verr. Þegar við missum ástvini
er það hans vilji og ekki hægt að
berjast á móti því. Við verðum að
sætta okkur við tilveruna eins og
hún er.
Mér var líka kennt að mikilvægt
væri að koma vel fram við annað
fólk, eins og felst í annarri setningu
í faðirvorinu: „Fyrirgef oss vorar
skuldir svo sem vér og fyrirgefum
vomm skuldunautum." Séra Bjami
sagði að í þessum orðum fælist að
maður ætti að passa sig á að
syndga ekki gagnvart öðram mann-
eskjum, því erfiðara væri að fá fyr-
irgefningu eftir slíkt.
En Guði er allt mögulegt og ég
hef aldrei verið hræddur um að
hann fyrirgæfi mér ekki gerði ég
einhverja vitleysu. Ég hef sjálfsagt
á stundum verið dálítið lausbeislað-
ur og ekki hagað mér í anda kristn-
innar, en held mér hljóti að verða
fyrirgefnar mínar syndir. Það er
enginn maður syndlaus hafi hann
skilað af sér góðu lífi.
Ég trúi á líf eftir dauðann, en
hvernig það er innréttað hef ég
ekki hugmynd um. Ég veit ekki
hvort ég eigi eftir að hitta aftur
Hjördísi, Ágústu, foreldra mína og
aðra vini og ættingja sem nú eru
burtkallaðir, en get alveg eins látið
mér detta í hug að það gerist.
I því sambandi rifjast upp íyrir
mér gi-áglettin saga af séra Matthí-
asi Jochumssyni. Hann var að hug-
hreysta mann sem lá á banasæng
og benti honum meðal annars á að
hann gæti glaðst yfir að fá nú bráð-
um að sjá ástvini sína upp á nýtt:
„Ja, það verður laglegt hjá þér,“
stundi þá aumingja maðurinn, „með
þínar þijár eiginkonur!"
Það em semsé ýmsir fletir á mál-
inu.
Gott skaplyndi var ein af vöggu-
gjöfum mínum. Hún hefur enst
ákaflega vel. Mér hefur ávallt
reynst auðvelt að horfa fremur á
bjartari hliðar tilvemnnar en þær
dökku. Fyrir kemur að mér sárni
eitthvað, en reiði er tilfinning sem
ég varla þekki.
Ég efast ekki um að sumt af því
sem ég hef aðhafst um dagana hefði
ég betur látið ógert. Og margt hef
ég sjálfsagt viljað að færi á annan
veg en það gerði.
Minni mitt er hins vegar svo frá-
bærlega innréttað, að allt slæmt og
leiðinlegt sem ég hef upplifað er
gleymt.
Éftir situr það skemmtilega og
góða.
• Bókarheiti: Góðra vina fundur.
Höfundur: Páll Kristinn Pálsson.
Útgefandi: Forlagið. Bókin er 333
bls. ogprýdd fjölda Ijósmynda.
MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI
Skrifstof ubraut
er tveggja anna braut þar sem höfuðáhersla er
lögð á viðskipta- og samskiptagreinar.
Brautin er starfetengd og fara nemendur okkar í
starfeþjálfun í ein bestu fyrirtækin í Kópavogi.
Kennsla hefet í janúar
en innritun stendur yfir til 10. nóvember.
Upplýsingar gefur kennslustjóri bóknáms
milli kl. 8.00 og 16.00.
MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI
v/uigranesveg - 20U Kópavogur,
Sími 544 5530, fax 544 3961, netfang mk@lismennt.is
Norræna félagið
Hátíðardagskrá verður haldin á vegum
Norræna félagsins og Landsbókasafns
íslands - Háskólabókasafns í tilefni
norrænu bókasafnavikunnar
u
„1 ljósaskiptunum
- Orðið í norðri -
Mánudaginn 10. nóvember 1997
í Þjóðarbókhlöðunni
Kl. 17.30 Stutt ávörp.
Tónlistaratriði - Camilla Söderberg og Guðrún
Óskarsdóttir leika á flautu og sembal.
Kl. 18.00 Rafljós verða slökkt og kveikt á kertum.
Upplestur - frú Vigdís Finnbogadóttir les kafla úr
Egilssögu.
Leiklestur úr Laxdælu - Leikhópurinn Bandamenn.
Tónlistaratriði - Camilla Söderberg og Guðrún
Óskarsdóttir.
Leiklesur úr Njálu - Leikhópurinn Bandamenn.
Sýning á efni tengt Egilssögu.
Ókeypis aðgangur — ollir velkomnir
Landsbókasafn íslands- Norræna félagið
Háskólabókasafn.
Tengdó er að koma
...og hún ætlar að gista
(þ)að er ánægjulegt þegar góðir gestir koma í heimsókn
og gista í nokkra daga. Gestirnir vilja eflaust sjá sig
um og þá er gott til þess að vita að bílaleigubíll
í minnsta flokki í einn sólarhring með 100 km
akstri og VSK. kostar aðeins 3.100 kr.
Bílaleigubíll gefur
öllum frelsi
Sími: 50 50 600 - Fax: 50 50 650
Leiga á bílaleigubíl í minnsta
flokki í einn sólarhring kostar
aðeins 3.100 kr.