Morgunblaðið - 09.12.1997, Page 4

Morgunblaðið - 09.12.1997, Page 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Svörtu perlumar Syrtlur eru litlar bækur sem hafa að geyma þýðingar á þekktum og lítt þekktum bókmenntaverkum frá tuttugustu öld. Lítið hefur farið fyrir þessum bókaflokki en að sögn Þrastar Helgasonar er hann allrar athygli verður. SYRTLURNAR eru gefnar út í vönduðum kiljum sem hafa vakið eftirtekt á erlendum bókasýningum. Robert Guillemette hefur hannað allar kápurnar og er þetta myndin á þeirri nýjustu, Óljós- um mörkum, eftir Milan Kundera. MIKIL gróska færðist í útgáfu þýðingabók- mennta hér á landi á síðasta áratug. Má að nokkru leyti þakka það tilkomu ís- lenska þýðingarsjóðsins sem stofn- aður var 1981 og þess norræna sem stofnaður var á áttunda áratugnum. Það er ekki sjálfgefið að fámennis- þjóð eins og íslendingar eigi bæði leikrit Shakespeares og grísku harmleikina á tungu sinni eða önnur stórvirki bókmenntasögunnar, eins og til dæmis Donkíkóta eftir Cer- vantes sem Guðbergur Bergsson hefur þýtt, Ódysseif James Joyce sem Sigurður A. Magnússon hefur þýtt og Gargantúa og Pantagrúl eftir Rabelais sem Erlingur E. Hall- dórsson hefur þýtt. Auk annarra mætti hér einnig nefna í leit að glöt- uðum tíma eftir Marcel Proust sem Pétur Gunnarsson hefur nú þýtt fyrsta hlutann af. Stutt 20. aldar klassík Einn af skemmtilegustu ávöxtum þessarar grósku er bókaflokkur á vegum Máls og menningar sem nefn- ist Syrtlur. Þótt hér sé á ferðinni afar metnaðarfullur flokkur þýddra bóka hefur ekki mikið farið fyrir honum á bókamarkaðnum, kannski vegna þess að hann hefur ekki lagt sérstaka áherslu á að fleyta sér áfram á jólaflóðinu. Út eru komnar tuttugu Syrtlur. Sú fyrsta kom út árið 1990 en sú nýjasta var heimsfrumútgáfa á skáldsögu Milans Kundera, Óljós mörk, í nóvember síðastliðnum. Að sögn Halldórs Guðmundssonar hefur áherslan í þessum flokki verið lögð á merkar tuttugustu aldar bók- menntir. Einnig hefur verið lögð áhersla á að bækurnar séu þýddar úr frummálinu. Þetta hafa verið minni, eða styttri bækur en gefnar hafa verið út í svokölluðum Heims- bókmenntaklúbbi Máls og menning- ar, en Syrtlurnar hafa iðulega verið á bilinu 100-200 síður. „Við höfum leyft okkur að birta ekki aðeins vel þekkt verk í þessum flokki heldur einnig verk sem eru svolítið gleymd, bækur sem ekki margir þekkja. Á okkar litla mark- aði hefur iðulega þurft að hugsa um að gefa út höfunda og bækur sem margir þekkja en vegna þess að þetta er ritröð sem bókmenntafólk fylgist með þá er hægt að leyfa sér að setja þarna bækur eins og Krókó- dílastrætið eftir Bruno Schulz og Hlutina eftir Georges Perec, bækur sem eru ekki á allra vörum.“ Það eru margar perlur á meðal Syrtlanna en auk þeirra bóka sem þegar hafa verið nefndar hér að framan eru í þessum flokki Síðustu minnisblöð TómasarF. fyrir almenn- ings sjónir eftir Kjell Askildsen, Undirleikarinn og Svarta meinið eft- ir Ninu Berberovu, Blekspegillinn eftir Jorge Luis Borges, Hundshjarta eftir Mikhaíl Búlgakov, Riddarinn sem var ekki til eftir Italo Calvino, Utz eftir Bruce Chatwin, Heimur feigrar stéttar eftir Nadine Gordi- mer, Með hægð eftir Milan Kund- era, Naðran á klöppinni, Fimm- fingramandlan og Randafluguhun- ang eftir Torgny Undgren, Lambið eftir José Jiménez Lozano, Ódauðleg ást eftir Ljúdmílu Petrúshevskaju, Allir heimsins morgnar eftir Pascal Quignard og Ástríðan og Kynjaber eftir Jeanette Winterson. Hér eru bækur héðan og hvaðan úr heiminum. í sjálfu sér er ekki hægt að sjá að nein önnur viðmið hafi verið höfð en þau sem áður voru nefnd um tíma og lengd skáld- verkanna, enda segir Halldór að starfsmenn forlagsins hafi aðeins látið smekk sinn ráða í hvert sinn um val bóka. Hér er þó eingöngu um sagnaskáldskap að ræða, raunar afar margbreytilegan. Er spurning hvort ekki sé grundvöllur fyrir svip- aðri útgáfu á ljóðaklassík aldarinnar. Gæluverkefni Halldór segir að áhugi á þýddum bókmenntum hefði aukist á síðasta áratug samhliða aukinni útgáfu. „Ég held að þegar farið var að vanda meira til þýðinga - sem stundum var misbrestur á hér fyrr á árum - þá hafí fólk gefið þessum bókum meiri gaum. Við fengum til dæmis gríðarlega góð viðbrögð þegar við fórum af stað með útgáfuna á þýð- ingum Ingibjargar Haraldsdóttur á Dostojevskí um miðjan níunda ára- tuginn. Syrtlurnar hafa kannski ekki vakið jafnmikla athygli og Heims- bókmenntaklúbburinn vegna þess að þær eru gefnar út í kiljum, reyndar afar vönduðum kiljum með uppá- broti og prentuðum á góðan pappír. Við höfum alltaf unnið þetta sem gæluverkefni. Robert Guillemette hefur hannað allar kápurnar og sum- ar þeirra hafa vakið svo mikla at- hygli á erlendum bókasýningum að þær hafa verið seldar til útlanda. Vandaðar kiljur af þessu tagi eru reyndar mjög algengar erlendis og þykja fínar.“ Ástæðuna fyrir því að íslenskar bækur eru ekki gefnar út með þess- um hætti, nema ein og ein ljóðabók, segir Halldór vera að íslenskur bóka- markaður sé afar íhaldssamur á frá- gang bóka. „Gjafamarkaðurinn er mjög íhaldssamur og ekki víst að íslensk skáldsaga sem væri gefin út með þessum hætti þætti nógu fín. En það er að myndast nýr viðbót- armarkaður sem er fólk sem kaupir bækur til að lesa sjálft og sá hópur kaupir kiljurnar." Að sögn Halldórs hafa Syrtlumar ekki verið neinar kvellsölubækur. „En þær hafa skilað sér inn með tímanum vegna þess að við höfum sýnt smá úthald, ekki látið þær gjaldfalla á mörkuðum." Þversagnir í barnaheimi BOKMENNTIR Sögur og Ij6d ÁSTA SÓLLILJA eftir Jennu Jensdóttur. Hjúki. Fjölritun: Fjölritunarstofa Daníels Halldórssonar. í ÞESSU kveri eru fáeinar sög- ur og ljóð þar sem börn eru þung- amiðjan. Fyrsta sagan og sú lengsta er um sex ára stelpu, Ástu Sóllilju, sem er að byija í skóla. Hún er skýr og hún er læs. Mannkostir hennar eru ekki metnir að verð- leikum. Þroskuð dómgreind henn- ar er henni sjálfri og öðrum til trafala. í anda Krists, sem vildi að sá sem ætti tvær skikkjur gæfí aðra, vill stúlkan að foreldrarnir gefí frá sér annan bílinn. Slíkt er auðvitað ekki hægt, segja foreldrarnir. En enginn veit af hveiju. Ásta Sóllilja verður fyrir barðinu á tvö- földu siðgæði í skólan- um. Hún er í kyn- fræðslu og á að rita nöfn á kynfærum karla og kvenna. Gam- all kennari sér hvað hún hefur gert og bregst ókvæða við. Búálfurinn Svölnir í Jenna Jensdóttir sögu hefur lifað tímana tvenna. Raun- ar hefur hann lifað af vegna kærleika manna. Þetta er lítil saga sem minnir á mátt hins góða. Þessi bók geymir nokkra neista sem kveikja þankann um það hvernig komið er fram við börn, oft af ónærgætni. Óþarfi er að minna á það að Jenna Jensdóttir hef- ur áratuga reynslu af því að skilja barns- sálina. Það gefur þessari litlu bók gildi. Ingi Bogi Bogason Saga fyrir hvem staf í stafrófinu Nýjar bækur • SNÆDÍS í sólskinslandinu er bamabók eftir Sólveigu Kr. Ein- arsdóttur. Snædís er ís- lensk stúlka sem lendir í dularfull- um skógi í Ástral- íu. Þar kynnist hún fjölda sér- kennilegra dýra og fugla og um- hverfíð kemur á óvart. Hún eign- ast að vini dreng- inn Djinini og þau segja hvort öðru frá ólíku löndun- um sínum. Snædís kveður Ástralíu með söknuði þó hún vilji komast heim. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 32 blaðsíður með fjölda teikninga eftir ástralska lista- manninn Evelyn Barber. Bókin er prentuð í Danmörku og kostar 1.290 krónur. BÆKUR Barnabók ORÐABELGUR ORMARS OFURMENNIS eftir Auði Magndísi Leiknisdóttur og Bryndísi Björgvinsdóttur. Mál og menning, 1997 - 75 s. ORMAR Hlöðver Hlöðversson er níu ára patti og er veðurtepptur uppi í sumarbústað. Mamma hans stingur upp á því að hann skrifi sögu um hvern staf í stafrófinu. Þannig geti hann slegið tvær flugur í einu höggi, fengið tímann til að líða og líka æft sig í stafrófinu. Ormar er ekkert að tvínóna við þetta og alls verða stafrófssögurnar 30 því ekki er hægt að láta sögur byija á hveijum staf, eins og t.d. x og z. Lokasagan og sú 31 er svo kvéðja til lesenda og nokkurs konar eftirmáli. Sögurnar eru nokkuð mislangar og einnig eru þær misvel unnar en í heildina eru þetta læsilegar litlar frásagnir og stundum smellnar og skemmtilegar athugasemdir við líf- ið og tilveruna með tilheyrandi ýkj- um eins og 9 ára strákur sér eða vill sjá heiminn. Það er mjög sérstakt að svo ung- ir rithöfundar fái verk sín útgefin og er þeim stöllum, sem aðeins eru 15 ára, óskað til hamingju með verkið. Þessi litla bók lofar góðu og vonandi fá þær tækifæri til að vinna úr fleiri hugmyndum. Sigrún Klara Hannesdóttir Bíó í bók BÆKUR Ævisaga KÍNVERSKIR SKUGGAR eftir Oddnýju Sen, útgefandi: Iðunn. Rvik 1997.268 síður. ÍMYNDUNARAFLIÐ og stað- reyndimar sitja saman til borðs. Þau borða upp úr sömu skálinni sem er full af litlum flögum í öllum litum. ímyndunar- aflið og staðreyndimar nærast á sama matnum. Eins gera minningamar. Ævisaga Oddnýjar Erlendsdóttur Sen, Kín- verskir skuggar, er skrifuð af barnabarni hennar, Oddnýju Sen. Höfundurinn kemur fram í hveijum hluta sögunnar og í lokaorð- um hennar og talar til lesandans. Þar leynir hann ekki tilgangi sín- um eða verkfærunum sem hann hefur til verksins: heimildir og skáldskap. Þetta bragð höfundarins er ærlegft og líka per- sónulegt. Höfundurinn er að fara í föt og fótspor ömmu sinnar, fela sig hennar lífí og fylla upp í eyðurnar. Þar með rambar sagan á milli ævi- sögu og skáldsögu og nær góðum áhrifum frá báðum þessum tegund- um. Auk þess nýtir hún sér fleiri miðla. Höfundurinn býr til þétta og trausta byggingu sem er full af spennu bæði í litlum atriðum og stór- um. Höfundurinn snýr myndavél sinni hringinn í kringum persónu sína og í hringi í kringum umhverfi hennar, myndar og myndar allt stórt og smátt og hleður upp þetta hús, sem er sagan, úr óteljandi flísum eða myndbrotum. Þetta er Stór saga á sama hátt og talað er um Stór- mynd og því má örugglega þakka þekkingu höfundarins á kvikmynd- um. Verkið er kvikmyndað úr orðum, orð fyrir orð. Og ævisöguformið blekkir okkur eða verður ofan á um leið og skáldskapurinn felur sig í samtölum, sviðsetningum, persónu- sköpun, myndum og hnattlíkani sem ferðast með aðalpersónunni frá upp- hafi og til loka. Víxlverkun ævisögunnar og skáldskaparins má skoða nánar í köflunum þegar höfundurinn talar beint til lesandans. Þar notar hann þátíð: „Þegar skipið blés til brottfarar á hafnar- bakkanum í Reykjavík sá ég fyrir mér gufuna leggjast fyir fólkið á bryggjunni og umvefja það um stund.“ Fortíðarnotkun á skynjun höfundarins býr til fjarlægð á milli lesandans og hans. Það er eins og höfundurinn hafí hugsað söguna löngu áður en hann sest niður og skrifar. Og svo gerir þetta að verkum að höfundur- inn er eins og fljúgandi andi sem átti heima í fortíðinni á meðal þátttakendanna. Um leið og höfundurinn birtist okkur feluleik- jarlaust eiur hann okkur á feluleikn- um. Og um leið og við sjáum beint inn í ímyndunarafl hins vinnandi skálds styrkjumst við í trúnni á stað- reyndirnar. Þetta er smart. Þessi aðferð leikur líka hlutverk í plotti bókarinnar. Hér er á ferðinni „ævisaga“ (inn- an gæsalappa, og verður það ekki útskýrt nánar) sem hefur alla kosti góðrar ævisögu, þar sem smásjáin og kvikmyndavélin eru notaðar, (smásjáin er stillt á sál viðkomandi, kvikmyndavélin er stillt á umhverfið) og tími sem er horfinn lifnar við á sama hátt og reykur úr flösku breyt- ist í mannveru. Kristín Ómarsdóttir Oddný Sen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.