Morgunblaðið - 09.12.1997, Page 6

Morgunblaðið - 09.12.1997, Page 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 BÆKUR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur Björgvin ívar Auja • LITLA gula hænan - Síðasta kvöldmáltíðin eru eftir mynd- listarstúlkuna Auju og ljóðskreyt- ingamanninn Björgvin Ivar. í bók- inni „etja þau saman blekteikning- um og ljóðrænni frásögn af ævi- stússi Litlu gulu hænunnar í nýjum heimi,“ segir í kynningu. Nykurgefur bókina út ogerhún 70 bls. Prentuð íFélagsprentsmiðj- unni. • GULLKISTA þvottakvenna — Heimildasafn og endurminning- ar Huldu H. Pétursdóttur um Þ vo ttala ugarnar íLaugardal. Þegar þær nálguðust Þvotta- laugarnar blasti við stórfengleg sjón, gráhvítir gufustrókar sem stigu upp í tæru morgunloftinu. Er nær dró sáust konur standa álút- ar í gufumekki við steinþró eina, sem hafði alla þessa gufu að geyma. Þær hölluðu sér fram og studdu annarri hendi á bogagrindur yfír lauginni. í hinni hendinni var þvottaklappið sem var hreyft til og frá í þvottakösinni svo sjóðandi vatnið léki um hveija flík. í kynningu segir: „Hulda ólst upp í Reykjavík á fyrri hluta aldar- innar. Hún vissi af eigin reynslu hversu stóru hlutverki Laugamar gegndu í lífi og starfi kvenna langt fram á þessa öld. Hér miðlar Hulda af þekkingu sinni og væntumþykju á sögu íslenskra þvottakvenna. Hiðísl. bókmenntafélag/Árbæj- arsafn gefur bókina út. Hún er 94 bls. Prentuð í Steinholti ehf. Leiðb.verð: 2.500 kr. Félags- mannaverð 2.000. • FRÁ kúarektor til leikstjóra er ævisaga Höskuldar Skagfjörð og er eftir hann sjálfan. Aftast er ættartala höfundar eftir Jón Val Jensson. Höfund- ur segir um þessa endurminninga- bók sína: „Hún er sönn en beitt.“ Bókin er tileinkuð vini höfundar, Sigfúsi Halldórs- Höskuldur syni, tónskáldi og Skagfjörð Hstmálara. Útgefandi erSkákprent. Bókin er 137 bls. Prentvinnsla: Grafík. Anna S. Snorradóttir • ÍSPEGLASAL er ljóðabók eftir Önnu S. Snorra- dóttur. í bókinni er að finna 27 ljóð, og vatnslitamynd á kápu er eftir myndlistarkonuna Sigrúnu Gísladótt- ur (Mússu). Þetta er þriðja ljóðabók höfundar. Útgefandi erFjörður. Prentun: Oddihf. Verð: 1.630 kr. • ANDBLÆR, tímarit um bók- menntir, 7. hefti, er komið út. í heft- inu eru birt ljóð og smásögur ungra og óþekktra skálda. Andblær er 77 bls. í ritnefnd eru Andri Snær Magnason, Helga Ferdinandsdóttir og Örn Úlfar Sævarsson. Ritstjóri er Hjörvar Pétursson. Hjörvar Pétursson Stjórnmál í ísrael og einn af slyngari þátttakendum í þeim BÆKUR Fræðirlt BARÁTTAN FYRIR FRIÐI endurminningar eftir Simon Peres. Fjölvaútgáfan, 1997,416 bls. Formáli eftir Davíð Oddsson, forsætisráðherra SÍMON Peres er í hópi frægustu stjórnmálamanna ísraels, ekki hvað sízt fyrir aðild hans að friðarsamn- ingum við Palestínumenn. En hann á sér langa sögu í stjómmálum lands síns því að hann var farinn að taka þátt í stjómmálum Gyðinga áður en Israelsríki varð til í maí 1948. Þá var Símon Peres 25 ára gamall. Símon Peres fæddist í þorpinu Vishneva árið 1923 sem þá var í Póllandi. Fjölskylda hans stundaði viðskipti eins og svo margar gyð- ingafjölskyldur víða um Evrópu og hann þjáðist ekki vegna fátæktar. En á þeim tíma voru gyðingar farn- ir að heillast af Palestínu og þegar Símon Peres fæðist hefur staða gyð- inga í Palestínu styrkst. Hann fer síðan níu ára gamall til Palestínu tveimur ámm á undan fjölskyldu sinni. En á þeim tíma var ógn naz- ista í Þýzkalandi farin að hafa áhrif á gyðinga víða um Evrópu. Símon Peres tekur út þroska í Palestínu þegar mikil ólga er í land- inu. Hann vann mörg ár á sam- yrkjubúum sem gyðingar höfðu stofnsett víða í Palestínu. Þeir þurftu að hafa vopnaða verði um nætur til að veijast óaldarflokkum Palestínu- araba sem reyndu að myrða gyðinga. Þessi bakgrunnur Símonar Peres hefur mótað hann æ síðan ef marka má þessa bók. Hann var og er sann- færður sósíalisti af hinum sósíal- demókratíska skóla en andúð hans á kommún- isma mótaðist eftir seinni heimsstyijöldina og hann vílar ekki fyrir sér að veija líf gyðinga og síðar Israelsríkis með þeim ráðum sem duga hvort sem það eru rifflar eins og á samyrkjubú- unum eða kjarnorku- vopn eins og ísraelska ríkið virðist hafa komið sér upp. Peres segir ekkert um kjarnorku- vopn ísraelsríkis en hann er höfundur að því að þeir komu sér upp kjarnaofni til að fram- leiða orku en ég met það svo að hernaðarlegi tilgangurinn hafi ekki síður verið mikilvægur: að geta þró- að sprengju með tímanum. Það kost- aði umtalsverða útsjónarsemi að byggja kjamaofninn án þess að vekja grunsemdir og Peres segir frá viðskiptum sínum við Frakka sem aðstoðuðu Israelsmenn við að byggja ofninn, seldu þeim ofninn og elds- neyti í upphafi. Smám saman verða stjómmálin æ stærri hluti af lífi Símonar Peres. Hann verður ævilangur stuðnings- maður Bens-Gúríons. Ben-Gúríon skipaði Peres árið 1946 í yfirstjóm Haganah sem var vopnaðar sveitir gyðinga og urðu undanfari ísraels- hers. Peres átti að sjá um að útvega vopn fyrir þessar sveitir því að Ben- Gúríon taldi réttilega að arabaríkin myndu beita hervaldi til að reyna kæfa ísraelsríki í fæðingu. Frásögn Peres af því hvernig Ben-Gúríon þvingar fram sameiningu allra vopn- aðra sveita gyðinga í Israelsher við mjög erfiðar aðstæður er afar fróð- leg. Það er áreiðanlega rétt metið að þessi framganga Bens-Gúríons er grundvöllurinn að því að ísraelsher er jafnag- aður og raun ber vitni og er í raun lykilstofn- un ríkisins en hefur samt ævinlega lotið borgaralegri stjórn. Vamarmál og af- skipti af þeim urðu síð- an hlutskipti Símonar Peres lengst af þeim tíma sem hann hefur verið í stjórnmálum. Hann hefur verið vam- armálaráðherra, utan- ríkisráðherra og for- sætisráðherra og hann er sennilega, að Davíð Ben-Gúríon frátöldum, mikilvægasti stjórnmála- maður í ísraelska Verkamanna- flokknum á þeim áratugum síðan Ísraelsríki varð til. Með árunum verða framtíðar- hagsmunir ísraelska ríkisins honum hugleiknir. Hann áttar sig á að frið- ur við nágranna þeirra er lykill að því að tryggja örugga tilveru ríkis- ins til einhverrar framtíðar. Til að svo verði þarf að tryggja tvennt. Annars vegar að ná samkomulagi við nágranna ísraels og mikilvæg- astir þeirra eru Palestínuarabar. Símon Peres hefur átt mikinn þátt í því að náðst hefur samkomulag við þá. Það virðist stundum af þess- um æviminningum sem hann hafi verið mikilvægasti stjórnmálamað- ur ísraels í friðarumleitunum. Það er efalaust hygg ég að hann hafi skipt miklu máli en það er ekki hægt að fallast skilmálalaust á hans eigið mat á sínu framlagi. Hins vegar þarf að halda aftur af ísraels- mönnum sjálfum við að koma upp byggðum á hinum umdeildu land- Símon Peres svæðum sem Palestínuarabar krefj- ast. Það kemur skýrt fram í bók- inni að Símon Peres hefur mikla samúð með þeim landnemum og virðist eiga erfitt með að leggjast gegn þeim. En það virðist vera eini kosturinn sem yfirvöld í ísrael eiga ef þau ætla að ná varanlegu sam- komulagi við Palestínumenn. Þessi saga Símonar Peres er ágæt aflestrar þótt nokkrir hnökrar séu á þýðingunni. Það er í henni heilmikill fróðleikur og frásagnir af viðskipt- um hans við ýmsa frammámenn í stjórnmálum Evrópu og Bandaríkj- anna síðustu áratugina. Sjálfum fannst mér skemmtilegast að lesa kafla um samskipti hans við Willy Brandt, Brúnó Kreiský og Olof Palme en einnig er kaflinn um Mitt- errand merkilegur. Sagan af innan- flokksátökum í Verkamannaflokki ísraels fannst mér heldur leiðigjörn enda er saga hans svo margflókin að það er ekki á færi nema inn- vígðra að átta sig á henni. En tvennt er mikilvægast úr henni. í fyrsta lagi þá er sérkennilegt að sjá hve grunnt hefur verið á því góða milli samheijanna í flokknum, t.d á milli Rabíns og Peresar. Innanflokksdeil- ur hafa verið enn harðari en átök við andstæðingana. í öðru lagi veltir Peres því aldrei fyrir sér í þessari bók a.m.k. að einn mikilvægasti vandi í ísraelskum stjórnmálum geti verið flokkaijöldinn á þingi. Fyrir utanaðkomandi virðist það nokkuð augljós staðreynd. Maður er nokkru fróðari um ísra- elsk stjórnmál eftir lestur þessarar bókar og ekki síður um Símon Per- es. Davíð Oddsson forsætisráðherra ritar verðugan formála að bókinni. Guðmundur Heiðar Frímannsson Ákalltíl ráðamanna BÆKUR Fræðirit ÍSLAND HIÐ NÝJA eftir Trausta Valsson og Birgi Jóns- son. Fjölvaútgáfa 1997 - 184 síður. STUNDUM er kvartað yfir því að menntamenn neiti að taka afstöðu til og jafnvel þátt í umræðu um þjóð- þrifamál. Þessi gagnrýni verður ekki með neinni sanngirni viðhöfð um höfunda bókarinnar ísland hið nýja, þá Trausta Valsson, skipulagsfræð- ing og Birgi Jónsson, jarð- og verk- fræðing. Þeir ræða og taka að ein- hveiju leyti afstöðu til margra þeirra deilumála er hafa verið og munu verða ofarlega á baugi hérlendis. Má þar nefna nýtingu orkuauðlinda, stóriðju, ferðaþjónustu, náttúru- vemd, vegagerð um hálendið og þróun búsetu til sjávar og sveita. Meginmarkmið bókarinnar virðist tvíþætt. Annars vegar að vekja al- menning og stjórnvöld til vitundar um mikilvægi þess að huga skipu- lega og meðvitað að heildarskipulagi byggðar og atvinnulífs í landinu. Slíka meðvitund skortir hér og hefur búsetuþróun oft ráðist af tilviljunum, hagsmunum smákónga eða úreltum forsendum. Sjálfir lýsa höfundarnir hugsjónum sínum með eftirfarandi orðum: „Þessi bók er ákall til ráða- manna um að gera verulegt átak í skipulagi sem og aðgengi að gögn- um, sem tengjast öllum helstu ákvörðunum um byggð á landsvísu" (bls. 63). í bókinni kynna höfundar sögu og aðferðir skipulagsfræðinnar og hvernig hún geti nýst við ákvarð- anatöku í samtímanum. Stundum er erfitt fyrir leikmann að fylgja höfundum eftir sökum þess hversu mörg járn þeir hafa í eldinum en oft tekst þeim, með hjálp skýringar- mynda, að koma miklum upplýsing- um á framfæri í stuttu máli og ein- falda og skýra um leið röksemda- færslur sínar. Þeim tekst til dæmis vel upp þegar þeir skýra hvaða svæði þeir telja að henti best sem „ósnort- in víðerni" á íslandi (bls. 134—35). Hér er auðvelt að meta forsendur þeirra og vinnuaðferðir og leggja sjálfstætt mat á niðurstöður þeirra. Einnig er gerð nokkuð ítarleg grein fyrir menntun og störfum Trausta Valssonar, oft með nokkuð persónulegum og opinskáum stíl: „í þessu nýja umhverfi [Berkeley, þar sem Trausti stundaði doktorsnám] manngæsku og opinna samskipta- neta, ummótaði nú Trausti Valsson hina hörðu persónugerð sína, - sem mótuð hafði verið af prússneskri harðneskju í Berlín, - yfir í kaliforn- íska og nútímalega mýkt“ (bls.50). Þessi ummótun hefur haft mikil áhrif á aðferðafræði og hugmynda- fræði Trausta, ekki síst að því leyti að hann telur það ekki hlutverk skipulagsfræðinga að vísa á ein- hveija eina leið heldur að lýsa sam- spili ólíkra leiða eða valkosta. Hann lýsir fímm slíkum valkostum fyrir Island: Sjávarútvegsleið, Orku- vinnsluleið, Verndunarleið, Þekking- arleið og Ferðaiðnaðarleið. Margt er fróðlegt í þessari bók og gagn- rýni höfundanna er stundum skörp og beinskeytt. í sjöunda kafla bókar- innar er t.d. eftirfarandi athuga- semd: „Það er hinn einhæfi mennt- unargrundvöllur embættismanna og tæknimanna, sem er grunnorsökin fyrir því, að menn vinna innan ís- lenska stjórnkerfisins út frá mjög þröngum sjónarhornum síns við- fangsefnis" (bls. 113). Fylgja at- hugasemdinni skynsamlegar hug- myndir um hvernig megi víkka menntun embættismanna. Hitt meginmarkmið bókarinnar er að setja fram ítarlega gagnrýni á nefnd þá sem skilaði af sér tillög- um um svæðisskipulag miðhálendis vorið 1997. Höfundarnir byija snemma að nefna eða ýja að þessari gagmýni en þriðji og síðasti hluti bókarinnar er síðan helgaður henni. Hér hafa höfundarnir nánast allt á hornum sér: Samsetning nefndarinn- ar, meginniðurstöður hennar og framsetning á þeim. Auk þess sem þeir draga hlutverk og valdsvið nefndarinnar í efa. Einkum telja höfundarnir bagalegt hversu mikið tillit nefndin tekur til verndunarsjón- armiða (gangi lengra en Náttúru- verndarráð), að hún vilji halda vega- framkvæmdum á hálendinu í lág- marki og hvetji til að uppbygging á ferðamannastöðum á miðhálendinu verði takmörkuð. Hér gefst ekki kostur til að leggja mat á þessa gagnrýni enda kallar hún á tímaritsgrein sérfróðra manna. Ég tel þó að bókarhöfund- ar hafi ekki skýrt nægilega vel með hvaða hætti þeir telja að náttúruverndarsjón- armið eigi eða megi koma inn í ákvarðana- töku. Hvernig á t.d. að skera úr um það hversu mikið náttúruverndar- gildi ákveðið svæði eða miðhálendið í heild sinni hefur? Hvernig gengur umrædd nefnd alltof langt? Hvað eig- um við við með því að segja að einhver gangi of langt í þessum efnum? Gengur sá of langt sem gengur lengra en Náttúruvernd- arráð? Almenningsálitið? Þjóðarvilj- inn? Upplýst stjórnvöld? Mér virðist sem bókarhöfundar leggi öll þessi viðmið til grundvallar en þau þarf að skýra og rökstyðja betur enda geta þau stangast á innbyrðis. Stundum skortir á að bókarhöfundar skilji hvers eðlis rök náttúruverndar- sinna eru og hversu sterkum böndum þeir tengjast ákveðnum stöðum á landinu. Eg skildi t.d. ekki gagnrýni þeirra á þær þjónustumiðstöðvar sem byggðar hafa verið fjarri Reykjavík, svo sem við Ásbyrgi og Skaftafell. Sú gagnrýni virðist leiða fjárhagssjónarmið til öndvegis og gleyma sjónarmiðum náttúruunn- enda. Sem Reykvíkingi og náttúru- unnanda finnst mér vandinn ekki vera sá hversu langt þjónustumið- stöðin við Ásbyrgi er frá Reykjavík, heldur hversu langt Ásbyrgi er frá Reykjavík. Og jafnvel það finnst mér smávægilegt í þessu litla landi okk- ar. Bókin ísland hið nýja gefur tilefni til snarpra skoðanaskipta um fram- tíð byggðar á íslandi sem gaman verður að fylgjast með. Róbert H. Haraldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.